Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2000, Síða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2000, Síða 13
Fimmtudagur 21. desember 2000 Fréttir 13 Sigursveinn Þórðarson Hinn skrifar: langi vetur -Að koma upp fjölskyldu úti í Eyjum er samt stóri kosturinn, að ala upp börnin í þeirri miklu snertingu við náttúruna sem við búum við, að geta leyft börnunum að leika sér úti án þess að hafa stöðugar áhyggjur af þeim. Það er kostur, stór kostur, segir Sigursveinn. Öflugt kórastarf undir stjórn Báru Grímsdóttur, sem hér stjórnar jólatónleikum barnakóranna, er gott dæmi um það. Þegar ég lít út um gluggann, sé ég hvernig haustið hefur tekið sér bólfestu í umhverfi okkar, og ekki laust með að það læðist að manni sá grunur að veturinn gangi í garð fyrr en ég hafði vonað. Hugsunarháttur Eyjamanna síðustu ár hefur verið kaldur vetur. 12 mánuði á ári. Egerekki undanskilinn því volæði sem hcltekið hefur huga og hjörtu flest- allra Eyjanianna. Eg hef tekið þátt í þeirri niðurdrepandi umræðu sem umlukið hefur flestar kaffistofur bæjarins, um ómögulegt gengi í atvinnumálum, fiskur og aftur fiskur, engin tilbreyting, um vonleysislega baráttu verslunarmanna í Eyjum til þess að halda úti verslun af veikum mætti, það fara hvort eð er allir „suður“ að versla! Um stemmningslaust skemmtananlíf, Lundinn og aftur Lundinn...úfff, ekkert að gerast fyrir unglingana og fleira og fleira. Því var það mikið fagnaðarefni þegar ráðstefnan Eyjar2010 var haldin, og nýtt viðhorf haslaði sér völl í hugsanagangi okkar, jákvætt viðhorf. Þarna kom saman fólk sem er tilbúið að spyrna við fótum, staldra við, líta í eigin barm og spyrja: Hvað getum við gert fyrir Vestmannaeyjar? Hvað getum við gert til þess að það birti til? Hvernig getum við hjálpað? Og menn voru ekki að byggja sér neinar skýjaborgir, heldur litu á umhverfið í kringum sig og reyndu að aðlaga hugmyndir sínar okkar umhverfi, húrra! Kaffistofur bæjarins verða vonandi uppfullar af bjartsýnisköstum næstu vikur, mánuði og kannski árin ef menn lialda áfram. Það er einungis ein barátta unnin í þessu stríði, nú á eftir að koma hlutunum í framkvæmd, til þess þarf dugmikið, kjarkmikið og að vissu leyti hálf „brjálað4* fólk. En ef það er einhvers staðar til, þá er það úti í Eyjum. Sýnum kraft okkar, sýnum dugnaðinn sem hefur fleytt okkur í gegnum margar hindranir í gegnum tíðina og síðast en ekki síst, virkjum ævintýramanninn sem býr innra með okkur öllum. Nú hef ég kynnst bæði því að búa í Eyjum svo og á Reykjarvíkursvæðinu, og vissulega hef ég fundið eitthvað jákvætt við báða staði, en það er mikill munur á lífsgæðunum á milli staðanna. Það er nefnilega ekki nóg að hafa 8 bíó og 75 kaflihús! Hér er allt mikið mál. T.d. fer heill klukkutími daglega í það að skutla stráknum mínum til dagmömmu, annar klukkutími í að „skutlast** út í búð og umferðarmenningin hér hefur nú aldrei verið neitt til að hrópa húrra yfir, það er eins og allir séu að keppa við Schumacher hinn þýska. Og ekki skreppur maður í heimsókn, eða fær fleiri heimsóknir þó maður sé kominn suður, það er stórmál að „skjótast** í heimsókn. Þó vissulega sé ódýrara að kynda og að kaupa í matinn, auðveldara að nálgast afþreyingarefni, hafa Vestmannaeyjar forskotið, við búum í litlu samfélagi þar sem maður skreppur út í búð á 5 mínútum, lahbar með peyjann til dagmömmu, röltir sér yfir til vina í heimsókn, eyðir allt að þrefalt minna í bensínkostnað á mánuði og kemst á nokkrum mínútum út á besta golfvöll sem ísland býður upp á fyrir þá sem það vilja. Afþreying er ekki bara bíóferð eða kaffi í miðbænum, þó vissulega væri það stór kostur ef slík menning festi sig í sessi í Vestmannaeyjum. Við búum til okkar afþreyingu sjálf að mestu leyti. Að koma upp fjölskyldu úti í Eyjum er samt stóri kosturinn, að ala upp börnin í þcirri miklu snertingu við náttúruna sem við búum við, að geta leyft börnunum að leika sér úti án þess að hafa stöðugar áhyggjur af þeim. Það er kostur, stór kostur. Jólatónleikar Tónlistarskólans: Leikið af hjartans list Jólatónleikar Tónlistarskólans voru á fimmtudag og föstudag en þar fá nemendur tækifæri til að sýna öðrum nemendum og sínu fólki hvers þeir em megnugir á tónlistarsviðinu. Auðvitað ræður aldur og þroski hvað mikið nemendumir hafa fram að færa en taka verður viljann fyrir verkið og sé það gert em fónleikar Tónlistarskólans hin besta skemmtun. Krakkamir sem koma fram em á ýmsum aldri og leika á píanó, blásturshljóðfæri af mörgum gerðum en strokhljóðfærin vantaði. Erfitt er að gera upp á milli krakkanna en sumir léku ljómandi vel. Það er þó ekki hægt að láta hjá líða að minnast á Anítu Guðjónsdóttur, níu ára stúlku, sem lék frábærlega á píanó hið vinsæla verk Beethovens, Til Elísu. Um tónleikana almennt er það að segja, að þeir bera vitni öflugu starfi Tónlistarskólans og það er gaman að hægt skuli vera að halda þá í sal skólans sem hentar vel fyrir tónleika eins og þessa. MICHELLE og Hlín léku ljúft á flauturnar. ÞRATT fyrir ungan aldur sýndi Aníta ótrúlega góðan leik, KASIA sýndi niikla einbeitingu á flautuna. Spurt er. Hvað fékkst þú í skóinn í morgun? (Spurt á Rauðagerði) Lína, 5 ára: „Ég lékk kengúmna í Bangsimon og li'ka dreka. Ég fékk svona rnikið af því að ég er svo þæg.“ Gunnar Bjarki, 5 ára: „Ég fékk geimfara. Hann er rosalega llottur." Birkir, 4 ára: „Ég fékk mandarínu og bróðir minn líka." Ásdís, 3 ára: „Ég lékk bréf og kartöflu í stígvélið. Ég ætla að borða hana í hádeginu, það er verið að sjóða hana.„ Agnes Svava, 3 ára: „Ég lékk appelsínu í skóinn. Það er voða gott að lá appelsínu." Baldur, 3ára: w'-----a „Ég lékk vínber. Þau voru svolítið súr.“ Guðbjörg Ósk, 2 ára: „Ég fékk appelsínu og banana. Ávextir eru svo góðir." Jóel Þór, 3 ára: ,,Ég lékk bláan bfl. Ég er alltaf svo góður."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.