Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2000, Síða 26

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2000, Síða 26
26 Fimmtudaíiur 21. desember 2000 Samkórinn: Öðru vísi jólatónleikar BÁRA Grímsdóttir, stjórnandi Samkórsins, hefur lyft Grcttistaki í tónlistarlífi Eyjanna og voru tónleikarnir í síðustu viku enn ein sönnun þess. Árlegir jólatónleikar Samkórs Vestniannaeyja voru í Safnaðarheimilinu á þriðjudagskvöldið í síðustu viku. Húsfyllir var og greinilegt að gestir kunnu vel að meta það sem kórinn hafði fram að færa því Samkórinn slapp ekki af sviðinu fyrr en hann lial'ði tckið nokkur aukalög. Bára Grímsdóttir tónlistarmaður tluttist til Vestmannaeyja fyrir nokkrum árum og var endurreisn Samkórs Vestmannaeyja meðal hcnnar fyrstu verka. Síðan hefur Samkórinn látið til sín taka tvisvar á ári, á jólatónleikum og vortónleikum. Jólatónleikar Samkórsins núna voru þeir sjöundu undir stjórn Báru og hefur kórinn vaxið með hverju verkefni. Á dagskránni var fjöldi jólasálma, eðli málisins samkvæmt. Ekki var farin öllu leyti hefðbundin leið í lagavali og útsctningum og fyrir vikið voru í boði svolítið öðru vísi jólatónleikar sem gerði þessa kvöldstund enn skemmtilegri. Athyglisverðast var að heyra Immanúel nú í nátt sem er að finna í handriti Hymnodia sacra og er í handriti frá 1772 skráðu í Vestmannaeyjum af séra Guðmundi Högnasyni. Annars komu lögin víða að og komst kórinn vel frá sínu og var sumt ljómandi vel gert, ekki síst þegar Helga Jónsdóttir og Hildur Hauksdóttir sungu Hljóða nótt eftir Franz Gruber, sem flestir kannast við sem Heims um ból, studdar af hinum konunum í kórnum og gítarundirleik. Annars er lítið um þessa tónleika að segja, nema takk fyrir skcnuntilcga kvöldstund. Undirleikari var Michelle Gaskell og einnig Eyvindur Steinarsson. SÁLARHORNIÐ Vafasamt faðemi „Mér þykir til um það að þegar Sonur Guðs varð maður, spilaði hann eftir reglunum, hörðum reglum; í smábæjum er ekki alltaf komið vel ífam við unga drengi sem alast upp með vafasamt faðerni!" Ur The Jesus I never knew eftir Philip Yancey, og þýtt af Hrund Snorradóttur. Ath. allar tilvitnanir úr bókinni. Jólaboðskapurinn er fagnaðarboð- skapur, friðarboðskapur. Hann er sveipaður dýrðarljóma og við sjáum tyrir okkur mynd af Maríu Mey þar sem hún meðtekur boðun sína sem mikla blessun. En erum við ekki dálitið óraunsæ að halda að svo hafi verið í raun og vem? Eftirfarandi er tekið úr bókinni sem vitnað er í hér að ofan, og gefur okkur ef til vill raunsærri mynd af atburðum jól- anna. „María varð hrædd þegar eng- illinn birtist henni, og þegar engillinn tilkynnti henni háleitu orðin um Son hins Hæsta, á hvers ríki enginn endir mundi verða, var henni efst í huga eitthvað mun veraldlegra, „En ég er hrein mey!“ „í dag, þar sem miljónir ungl- ingsstúlkna verða ófrískar utan hjón- abands á ári hverju, hefur skiln- ingurinn á spádómnum sem María fékk, misst þá neyð sem hún var í, en í smáu gyðinglegu samfélagi á fyrstu öldinni hafa fréttimar, sem engillinn kom með, ekki alveg verið vel- komnar. Samkvæmt lögmálinu var trúlofuð kona, sem varð ófrísk, hór- kona, og hana átti að grýta til dauða.“ Skoðum líka annað. Af hverju fór María í þetta erfiða ferðalag til Betlehem, komin á steypirinn? „Það hefði verið nóg að karlmaður sem var höfúð heimilisins mætti einn til rómverska manntalsins. Dró Jósef ófríska konu sína með sér til Betlehem til að vemda hana fyrir smáninni sem fylgdi fæðingunni í heimaþorpi hennar?“ Sennilega er það skýringin. C.S. Lewis sagði eitt sinn: „í dag þegar ég les atburðina um fæðingu Jesú, skelf ég við tilhugsunina um að örlög heimsins hvfldu á herðum tveggja dreifbýlisunglinga!!“ „Hversu oft endurskoðaði María orð engilsins þegar Sonur Guðs sparkaði í legvegg hennar? Hversu oft efaðist Jósef um hans eigin sam- skipti við engilinn - bara draumur?- þegar hann þurfti að þola skömmina af að búa meðal þorpsbúa sem gátu augljóslega séð hícama unnustu hans breytast? Hvað með ömmur og afa, skyldu þau hafa útilokað Maríu? Eða boðist til þess að taka bamið að sér, eins og þekkist svo víða í dag? Þungun Maríu, sem var fátæk og faðemi bamsins óþekkt, hefði í dag verið réttlætanlegt tilefni til fóstur- eyðingar; og að hún segist hafa orðið þunguð af heilögum anda hefði bent til þarfar fyrir sálfræðihjálp, og gert málstaðinn um að binda enda á meðgönguna enn sterkari. Þar af leiðandi hefði okkar kynslóð, sem þarf jafnvel meira á frelsara að halda en nokkur önnur, verið of mann- úðleg til þess að leyfa honum að fæðast!“ Ég vona lesandi góður að þessi lesning hafi verið fróðleikur sem hjálpar okkur til að nálgast jóla- boðskapinn á nýjan og þroskandi hátt. Gleðileg jól! Jón Kjartansson skrifar: Bögglingur með lágar bætur Það má eflaust til sanns vegar færa að tveir ungir forustumenn, nýteknir við sínum stéttarfélögum, rati ekki enn um myrkviði laga og reglugerða um atvinnuleysistryggingar, en hitt var þeim strax ljóst að hæstu atvinnuleysisbætur, um 61.000 kr, á mánuði, eru langt undir fátækramörkum. Strax daginn eftir elds- voðann í ísfélaginu, og þegar ljóst var hversu alvar- legt áfall at- vinnulífið í Vestmanna- eyjum hafði hlotið, komu forystumenn stéttarfélaganna og forsvarsmenn Isfélagsins saman til fundar til að kanna á hvem hátt unnt væri að draga sem mest úr því áfalli sem starfsfólk fyrirtækisins hafði orðið fyrir. Stéttarfélögin ákváðu strax að opna Alþýðuhúsið og hafa þar einskonar félagsmiðstöð og samastað fyrir allt starfsfólk ísfélagsins. En það hefur haft mjög heillavænleg áhrif á allt starfsfólkið og dregið úr örvæntingu og kvíða þess fyrir því óvissuástandi sem vissulega er framundan hjá því og aukið á samheldni þess og samstöðu. Einnig var rætt um á hvem hátt unnt væri að greiða út bætur til starfsmanna og hvort hægt væri að gera það í formi kauptryggingar, en fljótlega kom á daginn að umtalsverður munur er á kauptryggingu og hæstu atvinnu- leysisbótum og fyrirtækið hreinlega treysti sér ekki til að brúa það bil sjálft af skiljanlegum ástæðum. í yfirlýsingu sem kom frá Verka- lýðsfélögunum og ísfélaginu segir einfaldlega að í ljós haft komið að lagaheimild hafi skort á að hið opin- bera brúaði það bil, en jafnframt er lýst vonbrigðum með að ekki skyldi vera unnt að koma þeirri skipan á. Isfélagið setti strax á stofti sjóð sem á að bæta úr brýnustu þörf starfs- manna sem verst em settir og er hann í vörslu sóknarprestanna í Eyjum. Það skal tekið sérstaklega fram að forstöðumaður og starfsfólk Svæðis- vinnumiðlunar Suðurlands brá fljótt við og kom út í Eyjar til að aðstoða okkur heimamenn við skráningu þeirra starfsamanna sem misstu at- vinnuna, um 80 manns, en fyrir vom á atvinnuleysisskrá un 50 manns. Það kom einnig lljótt í ljós að samhugur Islendinga er mikill þegar alvarlegir atburðir gerast og vanda ber að höndum, ótrúlegur fjöldi fýrirtækja og einstaklinga hefur á ýmsan hátt boðið fram aðstoð sína og gefið margt sem komið hefur sér vel og glatt þá sem um sárt eiga að binda. Þess vegna varð ég mjög undrandi þegar ég fékk að sjá símbréf skrifað á bréfsefni Vinnumálastofnunar, ódag- sett, óundirritað og ekki unnt að sjá hvaðan það er sent, þar sem einhver virðist, fyrir hönd stjómar Atvinnu- leysistryggingarsjóðs vera að, annars vegar senda forsvarsmönnum stéttar- félaganna og Isfélagsins tóninn fyrir vanþekkingu þeirra á lögum og reglum um atvinnuleysisbætur og hins vegar að frábiðja sér að vera gerður að blóraböggli og lýsir undmn á fávisku forsvarsmanna stéttarfélaganna og fyrirtækisins. Það má eflaust til sanns vegar færa að tveir ungir forustumenn nýteknir við sínum stéttarfélögum rati ekki enn um myrkviði laga og reglugerða um atvinnuleysistryggingar, en hitt var þeim strax ljóst að hæstu atvinnu- leysisbætur, um 61.000 kr, á mánuði, em langt undir fátækramörkum og þeim forsvarsmönnum starfsfólksins því nokkur vorkunn þótt þau vildu reyna að hækka greiðslumar um 20 - 30 þúsund á mánuði. Eftir að hafa fengið að lesa þetta nafnlausa bréf er ég litlu nær um hvað er að bögglast fyrir brjóstinu á bréf- ritara. Ég á bágt með að trúa því að þeir sem sitja í stjóm Atvinnu- leysistryggingarsjóðs hafi lagt blessun sína yfir þessi skrif. ég hefði haldið að hún væri langt yfir slíkt hafin og hafi að auki um margt þarfara að hugsa en að lítilsvirða það fólk sem vinnur hörðum höndum að því að aðstoða þá sem um sárt eiga að binda. Eflaust er skýringin sú að menn þar á bæ em að frábiðja sig ábyrgð af þessum skammarlega lágu bótum. En hver svo sem ber ábyrgð á þessum skrifum ætti sá að beina hneykslun sinni annað. Jón Kjartansson fyrx’erandi formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.