Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2000, Qupperneq 28

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2000, Qupperneq 28
28 Fréttir Fimmturiamir?! rip.semher 2000 Stórendurbætur ó Bíóinu Þetta var orðið nauðsynlegt -segja Sigurgeir Scheving og Ruth Zohlen sem reka Bíóið Miklar endurbætur hafa verið gerðar á bíósalnum í Félags- heimilinu. Þau Sigurgeir Scheving og Ruth Zohlen, sem hafa rekið bíóið undanfarið ár, hafa í haust staðið í ströngu í þeim endurbótum. Aðalbreytingamar em þær að skipt hefur verið um öll sæti í salnum, rauðbólstruðu trésætin, sem þar voru áður, voru bæði komin til ára sinna auk þess sem þau vom orðin úr sér gengin og léleg. I stað þeirra eru nú komin sæti úr harðplasti, bólstmð með dökkbláu áklæði. Þessi sæti eru reyndar ekki ný af nálinni, vom áður í Laugarásbíói, en lítið notuð og líta út sem ný væm. Þá var undirstöðum undir sætin breytt, ekki er lengur stallað milli sætaraða heldur sjö gráðu flái á gólfinu sem er hið sama og er í flestum bíóhúsum. Nýju sætin eru rúmbetri en þau gömlu þannig að betur fer um gesti í þeim en á móti kemur að sætum fækkaði og nú er 131 sæti í salnum. Hægt verður að bæta við um tíu sætum ef þarf þannig að salurinn taki um 140 manns. „Við greiðum sjálf þann kostnað sem þetta hefur haft í för með sér,“ segja þau Sigurgeir og Ruth. „Hann er kominn í tvær og hálfa milljón en þetta var nauðsynlegt enda vomm við ákveðin í að hætta þessum rekstri ef ekki fengist að gera endurbætur. Fólk var hreinlega hætt að mæta hingað vegna þess hvemig salurinn leit út, þetta var ekki boðlegt lengur.“ Þau Sigurgeir og Ruth segja að um áramót í fyrra hafi þau keypt rekstur bíósins af Guðna Hjörleifssyni. Okk- ur var sagt upp með árs fyrirvara árið 1998 vegna endurskipulagningar en gerðum þá samning við bæinn sem hljóðaði upp á að salurinn yrði lag- færður fyrir maí árið 2000. Við keyptum reksturinn með því fororði að gerðar yrðu endurbætur. Ur þeim varð ekkert og þá var komin upp sú staða að starfseminni yrði hætt þar sem okkur fannst þetta ekki boðlegt lengur. „Við vorum komin á fremsta hlunn með að flytja til Reykjavíkur, vorum meira að segja búin að kaupa hús þar, en hættum svo við, ákváðum að berjast áfram og seldum húsið í Reykjavík aftur. Við höfum sett allt okkar í þetta. Reyndar kemur þessi útlagði kostnaður okkar upp í leigu á húsinu en á öðrum stöðum á landinu, svo sem á Akranesi, í Hafnarfírði og á Seyðisfirði hafa bæjaryfirvöld veitt milljónum króna til uppbyggingar á bíóunum, vegna menningarlegs hlut- verks þeirra." Það er ekki aðeins salurinn sem tekið hefur stakkaskiptum til hins betra. Sjoppan, sem áður var á ganginum framan við salinn, hefur nú verið færð niður í anddyrið. Þar, og á ganginum inn af anddyrinu, er búið að koma fyrir sætum og borðum fyrir gesti. Bærinn stóð straum af flutningi sjopp- unnar, þar sem hún var teiknuð á framtíðarendurbætur Félagsheim- ilisins, en annan kostnað hafa þau Sigurgeir og Ruth borið. „Það sem vakti fyrir okkur með þessu var að ekki yrði einungis um bíóferð að ræða heldur gæti fólk einnig hist og spjallað. Það er hægt núna,“ segja þau Sigurgeirog Ruth. Þau segjast einnig vilja nýta betur þessa góðu aðstöðu, t.d. með því að fá hingað listafólk, bæði af lands- byggðinni og Reykjavíkursvæðinu. „Við rekum gistiaðstöðu við hliðina á bíóinu þannig að kostnaðurinn við slíkt á ekki að standa í vegi fyrir því. Fyrsti hópurinn er væntanlegur fljót- lega eftir áramótin, Embluhópurinn, sem er skipaður tónlistarfólkinu Didda fiðlu, K.K., Báru Grímsdóttur og Kristínu Olafsdóttur. Þau ferðuðust um vestanhafs í sumar við frábærar undirtektir." Bíóið var opnað að nýju um síðustu mánaðamót með sýningum á mynd- inni Dancer in the dark, með Björk Guðmundsdóttur. Þau Ruth og Sigurgeir segja að aðsókn hafi verið fremur léleg á þá mynd en síðan hafi hún farið vaxandi með sýningum á gamanmyndum. Framundan eru sýn- ingar á 2. dag jóla og milli jóla og nýárs á myndinni Islenski draumurinn og einnig verður þá á dagskrá fjöl- skyldumyndin Astríkur og Steinríkur. I dag er svo sýning á mynd Sveins Magnúsar Sveinssonar, Pysjuævin- týrinu, sem tekin var í Eyjum í sumar. Reyndar er þessi sýning lokuð, einungis fyrir aðstandendur myndar- innar og þá sem komu að töku hennar hér í sumar, aðrir verða að bíða betri Sigurður Markússon skrifar: Afsökunarbeiðni til viðskiptavina KA-Tangans Kœru viðskiptavinir verslunar, KA verslana, Tanganum Vestmanna- eyjum. Eg vil byrja á því að biðja við- skiptavini okkar afsökunar, sem hafa orðið fyrir því að úttektir þeirra á sín debet-og kredit kort hafa ekki verið færð með eðlilegum hætti. Um er að ræða tímabilið frá 17. nóvember til 4. desember. Uttektir á þessu tímabili í verslun okkar á Tanganum bárust ekki á réttum tíma til kortafyrirtækja og banka. Þrátt fyrir að KA verslanir hafi samning við fyrirtæki, sem á að fylgjast náið með að svona lagað geti ekki gerst, að þá gerðist það og ekkert hægt annað en að harma það. Við eigið eftirlit komu síðan þessi leiðu mistök fram. Þá var óskað eftir því við bankana og kortafyrirtækin,að um leið og viðskiptavinum yrðu til- kynnt þessi mistök, að þeir sem það vildu, gætu skipt þessum útttektum á tvö greiðslutímabil en því var hafnað. Við hjá KÁ verslunum vitum að þetta hefur komið einhverjum afar illa en því miður gátum við ekki gert annað í stöðunni. Með ósk um gleðileg jól öllum til handa, Sigurður Gunnar Markússon framkvæmdastjóri KA verslana. SIGURGEIR og Ruth ætla að hefja bíómenningu til vegs og virðingar á ný í Vestmannaeyjum. tíma með að sjá hana. „Nú er það undir Vestmanna- eyingum sjálfum komið hvert fram- haldið verður á þessum rekstri og hversu góð þjónustan verður. „Við höldum því fram að við höfum stigið fyrsta skrefið í þeirri áætlun sem kynnt var á ráðstefnunni Eyjar 2010 í haust. Að fólk hafi hér þá aðstöðu sem jafnist á við það besta annars staðar og nýti sér það sem er að finna í þeirra heimabæ. Ef það gerist og fólk notar sér þessa góðu aðstöðu í bíóinu, þá kvíðum við ekki framhaldinu," segja þau Sigurgeir og Ruth. Mikil breyting hefur orðið til hins betra í sal Félagsheimilisins, nú er hægt að láta fara vel um sig í sætunum sem er mikil framför. Það er því ekkert til fyrirstöðu fyrir bíótíkla að drífa sig í Bíóið hjá Sigurgeir og Ruth sem bjóða upp á nýlegar myndir. Séra Bára Friðriksdóttir skrifar: Aðventa í Landakirkju Það hefur verið mikið um að vera í Landakirkju á aðventunni. Margir hópar úr skólunum og leikskólunum hafa komið í kirkjuna í desember í jólastund með presti. Þar hefur tendr- ast hin sanna jólagleði þegar bömin horfa hugfangin á altaristöfluna af fæðingu frelsarans og syngja Bjart er yfir Betlehem. Við Eyjamenn búum við góðan kost að hafa þessa einstæðu altaris- töflu, því myndefnið af Jesúbaminu í gripahúsi og lotningarfullum vitring- um er einsdæmi hér á landi. Við höfum að sumu leyti lifað harða aðventu hér í Eyjum. Áföll dunið yfir sem snerta mörg heimili. Þá hefur verið gott að sjá þann kristna loga, kærleiksþelið berast á milli manna þegar hver styður annan. Þar er kristni arfurinn greyptur inn í vit- und þjóðarinnar, að leggja öðmm lið þegar á þarf að halda. Það er á svona dögum sem við þurfum andlega nær- ingu aldrei sem fyrr. Vestmanna- eyingar hafa verið duglegir að sækja sér þá næringu í kirkjuna sína á aðventu, í Landakirkju hafa komið 1495 í helgihald í desember, þar af 502 böm úr skólum og leikskólum með kennurum sínum. Prestamir hlakka til að halda heilög jól með söfnuðinum íkirkjunni. Bið ég ykkur Guðs blessunar á komandi jólum. Séra Bára Friðriksdóttir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.