Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2000, Blaðsíða 30
30
Fréttir
Fimmtudagur 21. desember 2000
VERÐLAUNAHAFARNIR og aðstandendur keppninnar. Aftari röð f.v. Marta María, Magnea, Sif, Kristmann, Sveinn og Páll. Fremri röð
Henný Dröfn, Sara Dís, Eva Dögg og Jón.
Skátafélagið Faxi, Fréttir, Tölvun, Vöruval og Heildverslun Karls Krist-
manns stóðu fyrirpiparkökuhúsakeppni á aðventunni. Voru húsin til sýnis í
Skátaheimilinu um síðustu helgi og á sunnudaginn voru úrslitin kunngjörð.
Magnea Traustadóttir har sigur úr býtum. Hún fékk matarkörfu í verðlaun
og svo fengu allir þátttakendur konfektkassa.
Það var greinilegt að allir höfðu lagt sig fram við piparhúsagerðina. Eru
aðstandendur ánœgðir með hvernig til tókst og œtla að efna til annarrar
keppni að ári.
Á myndinni til hægri er húsið sem fékk 1. verðlaun en að ofan er
Marta María með frumlegasta húsið, sem reyndar er ekta skátatjald.
Staða Iþróttafélags Vm orðin mjög slæm
Enginn
öruggur
í hópa-
leiknum
Þó svo að aðeins tvær vikur séu nú
eftir af hópaleiknum er ekki hægt
að segja að nokkur hópur sé
orðinn ömggur um að komast
áfram upp úr riðlakeppninni.
Reyndar er keppnin enn það jöfn
að flestir hópamir eiga enn
möguleika á að komast áfram.
Um síðustu helgi vom það helst
leikimir í 1. deildinni, sem illa
gekk að giska á um úrslit. Þó
nokkrrir hópar náðu 8 réttum og
allir aðrir með 6 eða 7. Þ.e.a.s. allir
aðrir en Austurbæjargengið sem
aðeins náði 5 réttum og þar með
kom að gengissiginu sem allir
helstu spekingar vom búnir að spá
að hlyti að koma, enda var gengið
hjá þeim fyrmrn Austurbæingum
búið að vera óvenju gott í síðustu
tveimur umferðunum á undan.
Þar sem næsta laugardag ber
upp á Þorláksmessu, getur verið
erfitt fyrir tippara að komast
undan ýmsum kvöðum sem á þá
em lagðar þann dag og mæta inn í
Týsheimili. En ef menn setja smá
hvíta lygi ekki fyrir sig er auðvitað
hægt að segjast vera að fara í
skötuveislu í hádeginu, en mæta í
staðinn í kökuveislu (hljómar
svipað), inn í Týshemili og horfa
um leið á stórleik Liverpool og
Arsenal, sem að sjálfsögðu verður
sýndur á stómm skerm þar.
Að lokum viljum við óska ykkur
öllum gleðilegra jóla og vonandi
verður einhver tipparinn heppinn
og fær þann stóra svona rétt fyrir
jólin.
A-riðill: Doddamir 56, Dumb and
Dumber 56, Bahamas Boys 55,
F.F 52 og Austurbæjargengið 50.
B-riðUl: Reynistaður 58, Jó-Jó
58, H.H 57, Bonnie & Clyde 55
og Húskross 53.
C-riðill: Pömpiltar 56, Landa-
fjandar 56, Yngvi Rauðhaus
55, Vinir Ottós 55 og R.E. 53.
D-riðill: Klaki 59, Tveir á
toppnum 58, Óléttan 57, Bláa
Ladan 57 og Vinstri bræðingur 54.
Sigur ogtap
Annar flokkur karla lék tvo leiki á
einum degi en á sunnudaginn hélt
liðið til Akureyrar og var spilað
gegn KA og Þór. Fyrri leikur
liðsins var gegn Þór og vom
strákarnir að leika gegn liði af
svipuðum styrkleika og IBV enda
var leikurinn jafn og spennandi
allann tímann. Lokatölur urðu 25-
26, eins marks sigur ÍBV sem er
jafnframt fyrsti sigur liðsins í vetur
og lyfti ÍBV sér upp um eitt sæti
með honum, IBV er í tólfta og
næstneðsta sæti með fjögur stig
eftir tíu leiki.
Markahæstir vom þeir Sigurður
Ari (12), Davíð (5) og Sindri
Ólafs. (4).
Seinni leikurinn var gegn KA
og tapaðist hins vegar nokkuð
stórt, 30-18 vom lokatölur leiksins
en KA menn eru í toppbaráttu
deildarinnar og þvf Ijóst fyrir
leikinn að róðurinn yrði IBV
þungur.
Markahæstir vom þeir Davíð (5),
Sigþór (5) og Sindri Ólafs. (4).
íþróttafélag Vestmannaeyja, sem
tekur þátt í 1. deildinni í körfu-
knattleik, virðist vera á niðurleið.
Eftir ágætis byrjun í haust hefur
leikur liðsins hægt og sígandi legið
niður á við á meðan önnur lið bæta
sig og tvö töp gegn nágranna-
liðunum um helgina eru síst til þess
að bæta stöðu liðsins í deildinni.
ÍV lék gegn Selfossi og Þór ffá Þor-
lákshöfn en tapaði báðum leikjunum
og situr því á botni deildarinnar með 4
stig eftir tíu leiki.
Fyrri leikur liðsins á föstudaginn
var gegn Selfossi, en Selfyssingar hafa
verið á hraðri uppleið eftir frekar slaka
byrjun. Leikurinn var hin besta
skemmtun enda var hann jafn og
spennandi allan tímann.
I hálfleik munaði aðeins þremur
stigum á liðunum en staðan var 40-37
fyrir heimamenn. Fyrir síðasta leik-
hluta höfðu leikmenn IV hins vegar
snúið leiknum sér í vil og leiddu með
einu stigi 71-72 en heimamenn vom
sterkari á endasprettinum og tryggðu
sér fimm stiga sigur 100-95.
Stigahæstir ÍV: Halldór Halldórsson
25, Ásgeir Skúlason 18, Ragnar
Steinsen 14.
Seinni leikur liðsins var á laug-
ardaginn, var nú leikið gegn Þór og fór
leikurinn fram í Þorlákshöfn en fyrir
leikinn var liðið tveimur stigum fyrir
ofan ÍV og því mikið í húfi.
ÍV spilaði hins vegar illa í leiknum
og tapaði stórt, 112-77.
Stigahæstir ÍV: Ragnar Steinsen 22
stig, Ásgeir Skúlason 15 og Eggert
Baldvinsson 13.