Fréttir - Eyjafréttir - 01.11.2001, Qupperneq 6
6
Fréttir
Fimmtudagur I. nóvember2001
íslandsbanki kynnti
kosti lífeyrissparnaðar
íslandsbanki stóö fyrir fundi í
Eyjum sl. Jjriðjudagskvöld þar sem
Gunnar Baldvinsson og Daníel
Arason frá íslandsbanka Eignar-
stýringu kynntu kosti
lífeyrissparnaðar Siguröur
Friðriksson hjá Islandsbanka var
nokkuö ánægður með fundinn, þó
hann liefði viljað sjá mun fleiri
mæta og kynna sér þessi mál.
A milli 35 - 40 manns hefðu mætt,
sem væri allt of fátt rniðað við
mikilvægi þess sem rætt var um.
Hann sagði talsverða umræðu
hafa orðið um ýmsar
sparnaðarleiðir sem hægt er að
velja um, og kosti viðbótar-
lífeyrissparnaðar ylír höfuð.
„Fólk gerir sér ekki almennilega
grein fyrir hvað liggur að baki
sparnaöinum. I raun er þetta hluti
af kjarasamningi, þar sem hluti af
launahækkun sem launþegi samdi
um, var í því l'ornii að reiknaö er
með að launþegi leggi fyrir 2% -
4% í viðbótarsparnað, og fái þá á
móti 2,4% mótframlag frá
atvinnurekanda og ríkinu.
Ef launafólk er ekki með viðbótar-
sparnaö þá er það ekki að fá þau
2,4% sem það á rétt á og þar af
leiöandi einungis að nýta sér hluta
af umsömdum kjörum.
Flestir voru að semja um 6% -7%
launahækkun frá síðustu
áramótum, en hefðu eins getað
samiö um 8% - 9% launahækkun,
og sleppt því að senija um
viðbótarsparnaðinn, en þetta var
leið sem var valinn og samþykkt af
launþegunum, og því er það heldur
skrýtið að fólk vilji ekki ná sem
mestu út úr sínum kjarasamningi,“
sagði Sigurður að lokum.
Myndin er frá fundinum.
X
KRAKKARNIR við búrið góða.
Kakadú gaf Rauða-
gerði nýlt fiskabúr
Á leikskólanum Rauðagerði hefur verið fiskabúr undanfarin ár,
búrið var gamalt en hægt var að kaupa allt það sem í það vantaði. í
síðustu viku fóru starfsmenn Rauðagerðis í gæludýrabúðina Kakadú
til að kaupa varabluti en eigendum verslunarinnar leist ekkert á
búrið og sögðust ætla að athuga málið. Skömmu seinna mættu þær
með nýtt og glæsilegt fiskabúr með öllu tilheyrandi. Börn og
starfsfólk rauðu deildarinnar vilja koma á framfæri þakklæti til
eigenda Kakadú fyrir þessa höfðinglegu gjöf.
Vel heppn-
að villi-
bráðar-
kvöld
Villibráðarkvöldið á laugar-
dagskvöldið á Prófastinum brást
ekki hragöluukuni gestanna. Þar
voru í boði um 30 réttir sem
upprunnir voru bæði af sjó og
landi.
Jón Ingi Guðjónsson og
Steinunn Guðmundsdóttir, sem
eiga og reka Prófastinn, höfðu
fengið fríðan hóp kokka í lið með
sér og fór Hjálmar Baldursson
fyrir liópnum sem skipaöur var
þeini Aðalsteini Baldurssyni,
Heiöari Hinrikssyni og Kristjáni
Karlssyni.
Víða hafði verið leitað fanga,
skarfurinn bafði verið skotinn við
Bjarnarey, hvalkjötið að norðan,
hreindýrakjötið og selkjötið að
austan, kanínukjiitið frá
Danmörku og sverðfiskurinn
sunnan úr höfum. Salöt og sósur
af ýmsum gerðum fylgdu með og
útkoman var í einu orði sagt
frábær. Þetta er annað árið sem
Jón Ingi og Steinunn efna til
villibráðarkvölds og hafa þau
bæði tekist Ijómandi vel. Eru þeir
70 gestir sem mættu á iaugar-
daginn örugglega farnir að hlakka
til næsta villibráöarkvölds að ári.
VEISLUBORÐIÐ svignaði
undan kræsingunum sem
smökkuðust mjög vel.
V. ■ ' * V-
STEINUNN og Jón Ingi
gáfu sér tíma til að
srnakka á kræsingunum
og sitja hér til borðs
með Sigurlaugu
Harðardóttur og
Dagbjörtu Emilsdóttur.
Keikó
verður til
sýnis um
helgar
Undanfarin tvö ár hafa Keikó-
samtökin leitast við að halda hvalnum
sem mest frá samningi við mannfólk.
Því hefur verið erfitt fyrir Vestmanna-
eyinga og ferðamenn að fá að fylgjast
með þjálfun hans.
Til að gera áhugasömum kleift að
fylgjast með, hafa þjálfarar Keikó
ákveðið að þjálfa hann kl. 14.00.
laugardaga og sunnudaga næstu
helgar. Ef veður leyfir ætti að vera
auðvelt að fylgjast með lrá útsýnis-
pallinum eða Skansfjöru.
Þar sem bátaumferð í námunda við
aðsetur Keikós getur truflað þjálfun,
biðjum við fólk að fylgjast frekar
með frá landi en sjó.
Við vonum að þetta gleðji þá fjöl-
mörgu bæjarbúa sem hafa veitt okkur
aðstoð, stuðning og hvatningu undan-
farin þrjú ;ír.
Fréttatilkynning