Fréttir - Eyjafréttir - 30.01.2003, Qupperneq 14
14
Frcttir
Fimmtudagur 30. janúar 2003
Þingmenn funduðu með stéttarfélögunum, bæjarstjórn og fulltrúum atvinnulífsins:
Kalla eftir frumkvæði heimamanna
Það kom greinilega fram á
fundi stéttarfélaga með þing-
mönnum Suðurlandskjör-
dæmis fyrir skömmu að ekki
verður lengur vikist undan því
að taka á þeim vanda sem
við blasir í atvinnumálum
bæjarins. I síðustu viku voru
tæplega 160 manns atvinnu-
lausir sem er umtalsvert
meira en í upphafi árs 2001
þegar bærinn var enn í
sárum eftir Isfélagsbrunann í
byrjun desember 2000. Auk
þess hefur fólki fækkað sem
gerir stöðuna enn alvarlegri
og er nú svo komið að farið
er að hrikta í ýmsum undir-
stöðum samfélagsins.
Frummælendur voru Bald-
vin Kristjánsson skólameistari,
Arnar Hjaltalín formaður Dríf-
anda-stéttarfélags, Stefán
Jónsson verkstjóri í Skipa-
lyftunni, Guðrún Erlingsdóttir
formaður Verslunarmanna-
félags Vestmannaeyja og
bæjarfulltrúi V-listans, Ingi
Sigurðsson bæjarstjóri, Elías
Björnsson formaður Sjó-
mannafélagsins Jötuns og
Valmundur Valmundsson
stjórnarmaður í Jötni. Þing-
mennirnir voru Drífa Hjart-
ardóttir, Kjartan Olafsson,
Lúðvík Bergvinsson, Guðni
Agústsson landbúnaðarráð-
herra og Isólfur Gylfi Pálma-
son. Margrét Frímannsdóttir
mætti ekki vegna veikinda.
Veruleg fækkun nemenda
Baldvin, skólameistari Framhalds-
skólans, sagði að fækkun íbúa segði til
sín í færri nemendum við skólann.
„Við erum að sjá verulega fækkun
nemenda á síðustu sex til sjö árum,“
sagði Baldvin. „Þá voru yfir 300
nemendur í dagskóla en fyrir þann
tíma voru þeir á bilinu 270 til 280. í
haust voru nemendur 235 en nú erum
við að leggja upp með 210 nem-
endur.“
Baldvin sagði líka að samsetning
útskriftamema styngi í augu því
verknám erá miklu undanhaldi. „Arið
1988 útskrifaðist 31 nemandi og af
þeim voru sjö stúdentar en af starfs-
menntunarbrautum 24, 1993 eru
stúdentar 13 og aðrir tólf og í haust
útskrifuðum við 23 stúdenta en átta af
öðmm brautum. Þetta sýnir stöðugt
meiri sókn í bóknámið. Fyrir vikið er
erfiðara að halda út starfsnámi og eru
dæmi þess að nemar hafi gefist upp á
biðinni og farið annað. Eina verk-
námsbrautin sem við höfum rekið
með nokkurri reisn er vélstjómar-
brautin og á nokkurra ára fresti erum
við með nemendur á rafiðnaðar-
brautum."
Um ástæður fyrir minni áhuga á
verknámi sagði hann að atvinnu-
möguleikar skiptu þar máli.
Atvinnumál í uppnámi
Amar Hjaltalín sagði ekki ofsögum
sagt að atvinnumál í Vestmannaeyjum
séu í uppnámi. Hann kom inn á
framtak Gunnlaugs Ólafssonar og
Haraldar Gíslasonar sem höfðu for-
göngu um að tryggja heimamönnum
tryggan meirihluta í Vinnslustöðinni.
Amar tók þetta sem dæmi um það
jákvæða sem er að gerast í atvinnu-
málum.
Þá nefndi hann að efla þyrfti
ferðaþjónustu sem þýddi fleiri störf en
hann sagði að fargjöld Herjólfs stæðu
ferðaiðnaði fyrir þrifum. „Verðlagn-
ingin setur almennt launafólk í fjötra.
Þetta þarf að laga og fá fieiri ferðir
með Herjólfi."
Arnar sagðist gera þá kröfu að
frystitogarar komi með allt sem um
borð kemur í land. A meðan svo er
ekki hefur sjóvinnslan ákveðið forskot
á landvinnsluna. „Togararnir geta líka
hent öllu sem ekki passar í vinnsluna
og er kvótinn reiknaður út frá afurðum
sem þeir koma með að landi á meðan
frystihúsin verða að miða kvótann við
það magn af fiski sem þau fá í hús.
Krafan hlýtur að vera sú að báðir sitji
við sama borð og vigti eins. Héðan er
líka sent mikið af fiski með gámum
sem er mikil blóðtaka fyrir fisk-
verkafólk. Það þarf að setja reglur sem
jafna aðstöðu fólks og þið stjómar-
þingmenn, hafið valdið til þess,“ sagði
Amar.
Þurfum ný
upptökumannvirki
Stefán Jónsson tók í sama streng og
sagði ekki bjart yfir jámiðnaði í Vest-
mannaeyjum. Við erum ekki þekktir
fyrir svartsýni né neikvæðni en í dag
fmnst okkur sem hér búum ekki vera
bjart yllr atvinnumálum okkar," sagði
Stefán og nefndi að stærri upptöku-
mannvirki fyrir skip væm skilyrði
þess að Skipalyftan gæti dafnað.
„Nýlega kom út skýrsla um sam-
keppnisaðstöðu skipaiðnaðar á íslandi.
Hluti af þessari skýrslu olli mér
miklum vonbrigðum. Þar segir að
veruleg umframafkastageta sé í upp-
töku skipa og þjónustu við þau, ef
miðað er við innlenda llotann. Ljóst sé
að markaðurinn sé frekar að dragast
saman miðað við fjölda skipa og ljóst
að ekki eru forsendur fyrir ríkis-
styrktum aðgerðum eins og koma
fram í hafnaráætlun til að endurbæta
og auka afkastagetu í greininni. Þar
þyrfti frekar að vinna að sameiningu
og bættri nýtingu þeirra mannvirkja
sem eftir stæðu,“ sagði Stefán og
vitnaði í fyrmefnda skýrslu.
Búið var að santþykkja 60% fram-
lag á hafnaráætlun til þurrkvíar í
Vestmannaeyjum. Hefur það verið
mikið kappsmál Skipalyftunnar að
það gangi eftir en beðið er eftir úr-
skurði um hvort styrkurinn standist
gagnvart EES-samningnum.
„Ég vil benda á að staðsetningar
okkar vegna eigum við erfitt um
sameiningu þar sem við búum á eyju.
Einnig finnst okkur erfitt að horfa á
eftir verkefnum í burlu þar sem við
erum ekki samkeppnisfærir smæðar
okkar vegna. En ágætu þingmenn, þá
koma þessar tvær spumingar sem mig
langar að leggja fyrir ykkur. Sú fyrri
er: Hvað hafið þið gert á síðasta
kjörtímabili í því að efia atvinnu í
Vestmannaeyjum, hvort sem það er að
blása nýju atvinnulífi inn í bæjar-
félagið eða auka það sem fyrir var?
Síðari spumingin er: Hvernig ætlið
þið að beita ykkur á nýju kjörtímabili,
með það í huga að hér verði aftur
blómlegt atvinnuh'f?“ spurði Stefán.
Samanþjappað vald
Guðrún Erlingsdóttir sagði að að-
gangur að Ijármagni skipti atvinnulífið
ntiklu og framboðið væri nóg. „Við
þurfum ekki að kvarta undan því að
eiga ekki menn í stjórnum þessarar
sjóða. En getur það verið að það hái
okkur að sömu menn sitja í fieiri en
einni stjóm og taka sömu afstöðu til
erindanna í fieiri en einum sjóði. Sem
dæmi má nefna að stjórnarformaður
Fjárfestingarfélagsins situr í stjóm Líf-
eyrissjóðsins og eignarhaldsfélagsins.
Stjórnarformaður Eignarhaldsfélags-
ins er einnig Sparisjóðsstjóri auk þess
sem stjórnarformaður Nýsköpunar-
sjóðs atvinnulífsins situr einnig í
stjórn Lífeyrissjóðsins auk Spari-
sjóðsins," sagði Guðrún og hélt áfram
„Landsbyggðinni blæðir á meðan að
stóm byggðakjamamir stækka stækka.
Er komið kvótakerfi á fjármagn eins
og í sjávarútvegi sem kemur í veg fyrir
nýliðun í atvinnulífinu?" spurði Guð-
rún.
Fiskistofa til Eyja?
Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri, lagði
áherslu á mikilvægi samgangna fyrir
Vestmannaeyjar og á síðustu mánuð-
um hefði örlað á viðleitni til úrbóta á
því sviði.
Um atvinnumálin sagði Ingi að hjá
Svæðisskrifstofu atvinnumála í Vest-
mannaeyjum hefði Vilborg Þorsteins-
dóttir, fyrrum fomiaður Verkakvenna-
félagsins Snótar, verið ráðin í hálft
starf til að leita að störfum fyrir þá sem
atvinnulausir eru.
Hann kom líka inn á fækkun íbúa
og sagði að nú væri svo komið að
Framhaldsskólinn og Sjúkrahúsið ættu
undir högg að sækja. Ingi ítrekaði þá
skoðun sína að göng væru sá kostur
sem kæmi Vestmannaeyingum best
og þau kæmu Suðurlandsundirlendinu
líka til góða. Einna athyglisverðast hjá
Inga var sú hugmynd hans að flytja
Fiskistofu til Vestmannaeyja, því þar
ætli hún best heima. „Þá þarf að efla
Rannsóknasetrið og þær stofnanir sem
þar em. Þar er fullt af tækifæmm,"
LÚÐVÍK í ræðustól.
sagði Ingi.
Að sögn Inga voru um miðjan
nóvember 90 aðkomusjómenn á Eyja-
flotanum en sú tala hefði náðst
eitthvað niður um áramótin. Þá sagði
hann að menn ættu ekki að einblína á
að fá hingað ný fyrirtæki, það þyrfti
líka að hlúa að þeim sem fyrir em.
Kreppir að sjómönnum
Elías Bjömsson, formaður sjómanna-
félagsins Jötuns, sagði nýtt að nú væm
35 sjómenn í Vestmannaeyjum
skráðir atvinnulausir. „Það er orðið
kreppt að þegar þeir láta skrá sig
atvinnulausa," sagði Elías og nefndi
að of margir aðkomumenn væm á
bátum frá Eyjum.
„Kvótinn verður 20 ára í maí nk.
þegar lög um hann voru sett,“ sagði
Elías. „Ég spáði strax árið 1984 að
framsal á veiðiheimildum myndi leiða
yfir okkur ógæfu og að þeir ríku yrðu
ríkari og þeir fátækari yrðu fátækari.
Því miður hefur þetta ræst.“
Elías minntist líka á Guðna
Olafsson VE, íjölveiðiskip sem kom
nýtt til Vestmannaeyja á síðasta ári en
hefur verið leigt til Nýja Sjálands.
„Bátum hefur aldrei fækkað eins
mikið og á síðasta ári. Það er ekki bara
að sjómönnum fækki, því margfeldis-
áhrif leiða til þess að störfum fækkar í
iðnaði og þjónustu og ég tala nú ekki
urn þær tekjur sem bærinn verður af,“
sagði Elías.
í djúpri lægð
Vilborg Þorsteinsdóttir sagði að tala
atvinnulausra væri að nálgast 160,
voru 155 miðvikudaginn í síðustu
viku. „Við emm tilbúin að vinna í fiski
en þá vinnu er ekki að fá í dag,“ sagði
Vilborg og bætti við. „Okkur stendur
til boða að sækja um styrki til hinna
ýmsu verkefna hjá Atvinnuleysissjóði.
Það á bæði við bæinn og fyrirtækin
sem geta sótt um að fá starfsfólk til
ákveðins verks sem sjóðurinn borgar
að hálfu. Það hefur lítið verið sótt um
þessa styrki í Vestmannaeyjum,"
sagði Vilborg.
Kvótasetning leiddi af sér
hörmungar
Valmundur Valmundsson, sjómaður
og stjómarmaður í Jötni, sagðist
fullyrða að ef ekki hefði verið settur
kvóti á keilu, löngu, skötusel og
kolmunna á síðasta ári væri enginn
sjómaður í Vestmannaeyjum atvinnu-
laus. Hann fullyrti að útgerð í
Grindavík réði yfir helmingi alls
keilukvótans sem væri ein afleiðingin
af þessari lagasetningu Arna Mathie-
sen, sjávarútvegsráðherra.
Munu lifa af fiski
Þá var komið að þingmönnum og var
Drífa Hjartardóttir (D) fyrst í pontu.
Hún sagði að Vestmannaeyingar lifðu
á fiski og svo verði áfram. Drífa
sagðist vera í bakhópi sem styddi
Atvinnuþróunarsjóð kvenna sem því
miður væri of lítið notaður. „Því
miður hafa fáar sótt um og ég skora á
konur að sækja um í sjóðinn en það
má ekki vera í samkeppni við það sem
fyrir er. Konur hafa verið að stofna
fyrirtæki fyrir lítið fé og eru að vinna
úr jurtum og fiski. Ef konur í Vest-
mannaeyjum hafa áhuga geta þær rætt
við mig,“ sagði Drífa.
Hún sagðist hafa rætt við sjávarút-
vegsráðherra um stöðu mála í kjör-
dæminu og kvað hún hann hafa
tilkynnt sér að von væri á reglugerð
sem ætti að geta létt undir. „Það er
orðið alvarlegt mál þegar atvinnuleysi
er orðið þetta mikið í Vestmanna-
eyjum sem er stærsta löndunarhöfn
landsins."
Drífa, sem á sæti í stjóm Byggða-
stofnunar. sagðist hafa komið þar að
verkefnum tengdum Vestmanna-
eyjum og nefndi í því sambandi
Islensk matvæli og Karató ehf. sem á
og rekur Höllina. „Um daginn var
samþykkt að forstjóri Byggða-
stofnunar ræddi við Þróunarfélagið
um verkefni sem gætu skapað störf í
Vestmannaeyjum," sagði Drífa og
kallaði lika eftir fmmkvæði Eyja-
manna.
„I Noregi hitti ég konu sem vann á
sjúkrahúsi í litlum bæ sem hafði
sérhæft sig í endurhæfingu fólks sem
hafði gengist undir aðgerðir á dýmm
sjúkrahúsum. Þetta er dæmi um hvað
hægt er að gera ef vilji er fyrir hendi."