Fréttir - Eyjafréttir - 27.02.2003, Blaðsíða 1
HERJÓLFUR
VETRARÁÆTLUN
30. árg.» 9. tbl.« Vestmannaeyjum 27. febrúar 2003 « Verð kr. 180 « Sími 481 1300 • Fax 481 1293 • www.eyjafrettir.is
Vtstm.eyjum Þorl.höfn
Mánu-til laugardaaa......08.15 12.00
Aukaferö föstudaga.......16.00 19.30
Sunnudaga................14.00 18.00
Landfkaringar
Upplýtingaslmi: 481-2800 • www.herjolfur.is
GUNNAR, skipverji á Hörpu VE, fylgist með loðnulöndun.
Gengið hefur á vatnsbirgðir og fólk hvatt til að spara:
Bilunin enn ófundin
Eins og kunnugt er skemmdist
önnur vatnsleiðslan til Eyja í
ofsaveðri aðf'nranótt 11. febrúar.
Friðrik Friðriksson, veitustjóri,
segir vatnsnotkun í Vestmanna-
eyjum vera í hámarki þessa
dagana þar sem loðnuvinnsla er í
fullum gangi. Lekinn hefur ekki
ennþá fundist.
Friðrik hvetur fyrirtæki, stofnanir
og einstaklinga til að draga úr
vatnsnotkun eins og kostur er en
mjög liefur gengið á vatnsbirgðir
okkar.
Friðrik segir að gripið hafi verið til
ýmissa ráðstafana m.a. að minnka
þrýstinginn á bæinn. „Við erum
búnir að setja upp sogdælu héma
megin til að ná meira vatni í gegn
um leiðslurnar. Lokað hefur verið
fyrir hluta af kerfmu og sjór notaður
þar sem kostur er við löndun á afla.
Við vissum um leka í kerfinu innan-
bæjar þar sem runnu út þrír til fimm
lítrar á sekúndu eða 15 til 18 tonn á
klukkustund. Tókst okkur að
komast fyrir lekann. Skora ég enn
og aftur á fyrirtæki og fólk að fara
vel með vatn.“
Gunnlaugur Erlendsson, kafari,
vinnur við athuganir og viðgerðir á
vatnsleiðslunni. Bræðumir Gunn-
laugur og Amoddur eiga fyrirtækið
Sætak og sjá um að fylgjast með
báðum vatnsleiðslunum til Eyja.
Gunnlaugur fór út á þriðjudags-
morgun ásamt mönnum frá
Köfunarþjónustu Ama Kópssonar
sem er undirverktakj. Þeir em með
neðansjáarmyndavél.
Fyrirfram var talið að skemmd
væri á miðju sundinu við Elliðaey
þar sem snurvoðartóg skemmdi
leiðsluna fyrir um það bil tveimur
ámm. Einnig var talið líklegt að
leiðslan gæti verið skemmd þar sem
hún fellur niður um 5 metra við
Elliðaey.
Athugun á þriðjudagskvöldinu
leiddi í ljós að hún var heil á þessu
svæði og þá beindist athyglin að
stað þar sem hún var skeytt saman
eftir að hluti hennar eyðlagðist í
gosinu. Kafarar fundu ekki leiðsl-
una þar sem hún var á kafi í sandi á
þessu svæði. Það er því ekki ljóst
hvor leiðslan er í sundur en áður var
talið að eldri leiðslan væri í lagi.
Menn em því enn á byrjunarreit.
<1 öllum sviöum!
Var útboðið á
Herjólfi skrípaleikur
Enn og aftur er Herjólfur í
sviðsljósinu og eru tvær
greinar um hann í blaðinu í
dag.
I BLS. 7,12 & 13
Fimmtíu ár frá
Guðrúnarslysinu
Það var mikið lán að fjórir af níu
manna áhöfn Guðrúnar VE
komust af þegar báturinn fórst
þann 23. febrúar 1953.
| BLS. 8 og 9
Lokaslcýrsla
í næstu viku
Senn líður að því að starfs
hópur sem skipaður var
fyrravor skili lokaskýrslu og
tillögum um samgöngur við
Vestmannaeyjar til samgöngu-
ráðherra.
Hópurinn, sem skipaður er full-
trúum frá Siglingastofnun, Vega-
gerðinni, Flugmálastjórn, Sam-
tökum atvinnulífsins, bæjarstjóm
Vestmannaeyja og Ferðamála-
samtökum Vestmannaeyja, mun
funda í Eyjum í dag.
Amar Sigurmundsson, sem á
sæti í hópnum, segir að stefnt sé
að því að þetta verði síðasti fund-
urinn áður en gengið verður frá
lokaskýrslu.„Miðað er við að
fundurinn í dag verði lokafundur.
Lokaskýrsla og tillögur verði
síðan afhentar samgönguráðherra
fyrrihluta næstu viku. Áformað
er að halda almennan borgara-
fund í Eyjum í næstu viku þar
sem gerð verði grein fyrir störf-
um og tillögum hópsins," sagði
Amar.
Flugfélaq Vm:
Balckaflug í
gang í kvöld
Allar vélar Flugfélags Vest-
mannaeyja, nema sjúkraflug-
vélin hafa verið stopp frá því á
föstudag. Lausn er í sjónmáli
því í dag, fimmtudag, fær
félagið 3500 lítra af eldsneyti á
BakkaflugvöII sem á að nægja í
þrjár vikur.
Valgeir Arnórsson, fram-
kvæmdastjóri, segir átta þúsund
lítra af hæfu eldsneyti hafa verið
til í landinu og var fjögur þúsund
lítrum strax ráðstafað til sjúkra-
og neyðarflugs.
Sjúkraflugvélin var stödd í
Reykjavík þegar þetta mál kom
upp og við fengum strax bensín
sem er í lagi og hún er því tilbúin
til flugs þegar á þarf að halda,“
sagði Valgeir.
Hann segir að félagið beri allan
skaða af stoppinu þessa sex daga,
ekki einu sinni rekstrarstöðvun-
artrygging nær yfir tjónið sem
nálgast að vera ein milljón.
Olíufélögin telja sig ekki bera
ábyrgð á þessu.“
Valgeir segir að FV hafi selt eina
af fimm sæta flugvélum sínum til
Spánar. „Henni var flogið út á
mánudaginn og þurftum við að fá
450 lítra af neyðarbensíni annars
hefði sölusamningurinn fallið úr
gildi. Vélin verður notuð við tún-
fiskleit í Miðjarðarhafinu. Salan á
vélinni er fyrsta skrefið í stækkun
og eflingu félagsins," sagði
Valgeir.
TM-ÖRYGGI
fyrir fjölskylduna
sameinar öll tryggingamálin
á einfaldan og hagkvæman hátt
Bílaverkstæðið
Bragginn s.f.
Flötum 20
Viðgerðir og smurstöð
Sími 481 3235
Réttingar og sprautun
Sími 481 1535
Skip og bíll
EIMSKIP (RmnéB
sími: 481 3500
sími: 481 3500