Fréttir - Eyjafréttir - 27.02.2003, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 27. febrúar 2003
Fréttir
7
Var útboðið á Herjólfi skrípaleikur settur á svið af Vegagerð og samgönguráðherra?
Greiðsla til Samskipa hefur
tvöfaldast á tveimur árum
SAMKVÆMT upplýsingum frá Vegagerðinni fóru 329 milljónir króna í rekstur Herjólfs á síðasta ári. Þar af
188,4 milljónir í afborganir og vcxti, 3,7 milljónir króna í tryggingar, 12,5 milljónir í annan kostnað sem rakinn
er til endurnýjunar á björgunarbátum og ýmis vinna fyrir samgönguhóp ráðherra. Því er ljóst að Samskip fékk
124,4 milljónir króna í rekstrarstyrk á síðasta ári sem er 60 milljónum króna mcira en upphaflcgt tilboð gerði
ráð fyrir en þess ber að geta að ferðum Herjólfs fjölgaði mikið á árinu.
Enn ó ný hafa málefni
Herjólfs verið í umræðunni og
nú vegna viðaukasamnings
um rekstur skipsins milli Sam-
skipa og Vegagerðarinnar.
Reyndar áfti ekkert að opin-
bera samninginn en bæjar-
yfirvöld í Eyjum leituðu til
úrskurðarnefndar um upp-
lýsingamál til að fá samn-
inginn og féll úrskurður þeim
í vil í lok janúar. Samningur-
inn var gerður í október. Það
er ýmislegt fróðlegt sem
kemur fram í viðaukasamn-
ingnum sem rakið er hér að
neðan en einnig þótti rétt að
rifja upp hvernig málin hafa
þróast.
Tilboð Samskipa langt undir
kostnaðaráætlunum
Þegar tilboð voru opnuð í rekstur
Herjólfs á sínum tíma voru menn
yfírleitt mjög hissa á því hversu mikill
munur var á tilboðum Herjólfs hf. og
Samskipa. Þeir síðamefndu buðu í
reksturinn 64 milljónir króna á ári, eða
192 milljónir þau þrjú ár sem upp-
haflega útboðið náði til. Raun-
kostnaður 1999 var rúrnar 70 milljónir
króna. Herjólfurh/fbauðafturámóti
í reksturinn rúmar 108 milljónir á
ársgmndvelli eða 325 milljónir króna.
Mikið var Ijallað um kostnaðaráætlun
Vegagerðarinnar næstu daga og vikur
eftir að tilboð vom opnuð og hvaða
forsendur lágu að baki 222 milljón
króna tölunni sem þeir gáfu upp. Ekki
fékkst það gefið upp þar sem litið var
á þessa áætlun sem innanhúsplagg hjá
Vegagerðinni.
Stjóm Herjólfs hf. var ósátt við
þessa niðurstöðu og heimtaði að
Vegagerðin gerði plaggið opinbert.
Það var gert um síðir.
Fækkun í áhöfn og notkun
svartolíu spamaðaráform
Kom þá í ljós að hugmyndir Vega-
gerðarinnar um spamað í rekstri vom
m.a. á kostnað þjónustu þar sem gert
var ráð fyrir fækkun í áhöfn og notkun
svartolíu í stað gasolíu. Herjólfur hf.
hafði farið fram á það við Sigl-
ingastofnun að fá að fækka í áhöfn en
alltaf fengið synjun þar um og aldrei
hafði áður komið til greina að nota
svartolíu. Vom því komnar háværar
raddir um að stjóm Herjólfs hf. haft
verið höfð að fífli í útboðinu. Stjóm
Herjólfs kærði útboðið til kæmnefndar
útboðsmála þar sem hún taldi kostn-
aðaráætlun Vegagerðarinnar ekki
standast útboðsgögnin. Kæran var svo
dregin til baka þegar ljóst var að búið
væri að semja við Samskip um rekst-
urinn.
Fljótlega fækkað um einn
vélstjóra
Magnús Jónasson, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Herjólfs hf., var þung-
orður í garð samgönguráðherra og
Vegagerðarinnar í viðtali við Fréttir í
nóvember 2000. Sagði hann ráðherra
hafa svikið þá og beinlínis logið að
þeim varðandi hvenær gengið var frá
bindandi samkomulagi milli Vega-
gerðarinnar og Samskips um rekstur
skipsins. Þegar nær dró áramólum
varð mönnum ljóst að Samskip tækju
við rekstri skipsins. I lok nóvember
var gengið frá sölu Vestmannaeyja-
bæjar á hlut í Herjólfi hf. til ríkisins
fyrir 55 milljónir króna. Ennþá var
kurr í Eyjamönnum með niðurstöðu
mála og fannst mörgum þetta léleg
framkoma.
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra var yfirleitt miðpunktur gagn-
rýninnar og svaraði hann fyrir sig í
heilsíðugrein í Fréttum 7. desember
2000. Þar fór hann yftr málin og
gagnrýndi stjóm Herjólfs og þá
aðallega hvemig þeir stóðu að sínum
málum og taldi hann það stjóm og
framkvæmdastjóra Herjólfs hf. til
vansa. Nánast allir starfsmenn á
Herjólfi voru endurráðnir en fljótlega
var fækkað um einn vélstjóra um
borð. I framhaldi af því var fækkað
um einn í þjónustu og um leið var efri
saldnum lokað nema í undantekinga
tilfellum.
Gjaldskrá hækkar og ferðum
ijölgar
I febrúar á síðasta ári var svo samið
um fleiri ferðir skipsins en jafnframt
um hækkun á gjaldskrá, frekari
fækkun í áhöfn og svo var skipið
„minnkað" úr 500 farþega ferju niður
í 300 farþega ferju. Þetta fór illa í
marga sem mótmæltu þessu og töluðu
um skerðingu á þjónustu. Eins hefur
fólk gert athugasemdir við opnunar-
tíma afgreiðslu Herjólfs en áður var
skrifstofan opin frá 7.30 til 17.00 en í
dag er hún opin frá 7.30 til 16.00.
Þetta er þó samkvæmt útboðsgögnum
þar sem talað var um að hafa
skrifstofu opna frá 8 til 16 eða 9 til 17.
Gjaldskrá Heijólfs hækkaði um þrett-
án prósent á einu bretti og á sama tíma
hafði fjöldi farþega vaxið verulega
enda sífellt færri sem höfðu efni á að
ferðast með flugi.
Hvað kostar hver aukaferð?
Samskip buðu 145 þúsund krónur í
hverja ferð en Herjólfur hf. verðlagði
hverja ferð á 245 þúsund krónur.
Herjólfur hafði auk þess gert tilboð í
aukaferðir upp á 350 þúsund krónur. í
nýjasta viðaukasamningnum er gert
ráð fyrir að hver aukaferð kosti rúm-
lega 800 þúsund krónur og hljóta
menn að spyrja sig hvað hafi breyst á
þessum tveimur -árum sem réttlæti
slíkar hækkanir.
Samkvæmt upplýsingum frá Vega-
gerðinni fóru 329 milljónir króna í
rekstur Herjólfs á síðasta ári. Þar af
188.4 milljónir í afborganir og vexti,
3,7 milljónir króna í tryggingar, 12,5
milljónir í annan kostnað sem rakinn
er til endurnýjunar á björgunarbátum
og ýmis vinna fyrir samgönguhóp ráð-
herra. Því er ljóst að Samskip fékk
124.4 milljónir króna í rekstrarstyrk á
síðasta ári sem er 60 milljónum króna
meira en upphaflegt tilboð gerði ráð
fyrir en þess ber að geta að ferðum
Heijólfs fjölgaði mikið á árinu.
Einingaverð fyrir aukaferðir sem
samið var um í fyrra, alls 57 ferðir
hefur ekki fengist uppgefið en það er
samkvæmt upphaflega tilboðinu. Ef
notað er einfalt reiknidæmi, þ.e.
hversu mikið Vegagerðin borgaði
aukalega til Samskipa í fyrra þá er
einingaverðið rúmlega milljón á ferð.
Þetta er þó líklega mikil einföldun en
þar sem ekki fást neinar tölur upp-
gefnar verður að geta í eyðumar.
Rekstur skipsins 150
milljónir fram úr áætlun
Þó er hægt að segja að reksturinn er að
kosta miklu meira en áætlanir Vega-
gerðarinnar gerðu ráð fyrir, þrátt fyrir
að nú var skipið keyrt um tíma á
svartolíu en því var hætt nýlega og það
hefur fækkað um tvo í áhöfn. Enn-
fremur hefur aukinn hluti þrifnaðar
fallið á starfsfólkið um borð á móti
minni aðkeyptri þjónustu. 64 millj-
ónimar sem Vegagerðin ætlaði að
borga á hverju ári em nú orðnar 124
og þegar samningstíminn er gerður
upp hefur reksturinn kostað ríkið 150
milljónum króna meira en áætlanir
gerðu ráð fyrir. Auðvitað hafa auka-
ferðimar kostað sitt en spumingin
hlýtur að vera einingaverðið.
Upphaflega tilboð Herjólfs hf. var
upp á 300 þúsund krónur á hverja
aukaferð og aukaferðimar 57 sem
samið var um í fyrra um leið og
fargjöld hækkuðu hefði kostað ríkið
rúmar 17 milljónir. 1 staðinn eru
borgaðar 60 milljónir og í nýjasta
viðaukasamningnum kostar hver
aukaferð 8(X) þúsund krónur, auk þess
er 5 milljóna króna eingreiðsla á ári
vegna breyttra forsendna og þá
sérstaklega tekið fram 30% aukning
ferða. Það má velta þeirri spurningu
upp hver ástæðan sé fyrir eingreiðslu
vegna breyttra forsendna, nú hefur
farþegum fjölgað mikið á tímabilinu
og þar af leiðandi tekjur Samskipa af
Herjólfi sem koma þá væntanlega á
móti.
Miðað við tilboð Herjólfs hf.
gætum Eyjamenn fengið 200 auka-
ferðir fyrir sama pening og verið er að
borga Samskipum fyrir 57 ferðir. Það
hefði kostað ríkissjóð 108 milljónir
króna árlega að bjóða upp á tvær ferðir
alla daga, allt árið miðað við það sem
Heijólfur hf. bauð í aukaferðir. Miðað
við nýjasta viðaukasamning, þar sem
hver aukaferð er verðlögð á rúmlega
800 þúsund krónur, myndi það kosta
ríkissjóð 288 milljónir á ári að bjóða
upp á þá þjónustu með samningnum
við Samskip.
Ekki skylt að fara eftir
klukkan þrjú
Veðrið hefur verið heldur hvimleitt
undanfamar vikur og hefur það bitnað
á áætlun Herjólfs sem tvívegis á
skömmum tíma hefur þurft að fella
niður ferð. I útboðsgögnunum er
fjallað sérstaklega um frestanir ferða
og segir þar að falli ferð niður vegna
veðurs eða af öðrum óviðráðanlegum
orsökum skuli ferð farin eins fljótt og
unnt er, svo framarlega sem íyrirsjáan-
legt er að ferðinni verði lokið áður en
næsta ferð samkvæmt áætlun á að
hefjast. Ennfremur segir að Sam-
skipum sé þó ekki skylt að sigla af
stað eftir klukkan 15.00.
Ekkert er minnst á aukaferð skips-
ins ef ferð fellur niður sem er
fullbókuð. T.a.m. má taka dæmi um
sunnudagsferð sem fellur niður vegna
veðurs en þá daga er oftast erfiðast að
fá far fyrir bifreiðir enda tvær ferðir á
föstudögum en aðeins ein til baka á
sunnudeginum. Ferðin fellur niður og
talsvert pantað á mánudeginum. Því
er fyrirséð að farþegar sem áttu pantað
á sunnudeginum komast jafnvel ekki
heim fyrr en á þriðjudeginum þar sem
ekkert er minnst á að bæta upp fyrir
þær ferðir sem falla niður, til dæmis
með því að fara tvær ferðir á mánu-
deginum.
Gjaldskrá hækkar nú árlega
1 viðaukasamningnum segir að gjald-
skrá hækki í samkomulagi við
bæjarstjórn Vestmannaeyja og sam-
kvæmt vísitölu verksamnings 1.
janúar ár hvert. 1 svari Vegagerðar-
innar við spumingum áður en útboðið
var klárað kemur fram að ekki sé
heimilt að hækka fargjöld án sam-
þykkis verkkaupa og þurfi að sækja
um það með þriggja mánaða fýrirvara.
í útboðsgögnum var verð fyrir
fullorðna 1500 krónur en hefur síðan
hækkað upp í 1700 krónur. Þann 1.
janúar mun svo gjaldskráin hækka
samkvæmt vísitölu verksamnings.
Nú á að endurskoða
einingaverðið
Eins er gert ráð fyrir endurskoðun á
einingaverði verksamnings vegna
breytinga í rekstrarumhverfi, talin eru
upp hækkun olíuverðs, kjarasamn-
inga, hækkun á aðkeyptri þjónustu,
þjónustugjöldum og tryggingum sem
vísitala verksamningsins nærekki til.
Þetta er þvert á upphaflegar upplýs-
ingar frá Vegagerðinni sem tekur það
skýrt fram í svörum við fyrirspurnum
Samskips og Heijólfs hf. að almennar
verðhækkanir og álögur hins opinbera
verði ekki bættar.
Hverju náðu menn fram með
útboði?
Nú er komin tveggja ára reynsla á
rekstur Herjólfs undir merkjum Sam-
skipa og þrátt fyrir ýmsa byrj-
unarörðuleika hefur reksturinn gengið
nokkuð vel og almenn ánægja með þá
þjónustu sem fyrirtækið veitir.
Aftur á móti hljóta að vakna spum-
ingar um aðkomu Vegagerðarinnar og
samgönguráðherra að þessu máli.
Lítur allt út fyrir að spamaðurinn sem
átti að ná fram hafi ekki skilað sér,
heldur þvert á móti hafi kostnaður við
rekstur Herjólfs hækkað umtalsvert.
Um leið hafa tekjur Samskipa aukist
vemlega, enda eins og Björgvin
Amaldsson fyrrverandi rekstrarstjóri
Samskipa í Vestmannaeyjum benti á í
viðtali við Fréttir nýlega, jókst
farþegafjöldi um 25.000 manns á milli
ára. Auðvitað þýddu fleiri ferðir
einnig meiri launakostnað en spuming
hvort gríðarleg aukning farþega hafi
ekki „dekkað" þann kostnað. Einnig
hafa fargjöld hækkað talsvert og munu
hækka árlega héðan í frá í sam-
komulagi við bæjaryfirvöld í Eyjum.
Upphafleg hugsun Vegagerðarmanna
og þá ráðherra með útboði á
ferjuleiðinni hlýtur að hafa verið
spamaður fyrir ríkissjóð og sú
hagræðing sem fengist með því að
einkaaðilar rækju ferjuna. Svo virðist
sem það hafi mistekist hrapallega og
þegar rekstur Heijólfs fer aftur í útboð
árið 2005 má búast við að menn
endurskoði hlutina að einhveiju leyti.
svenni @eyjafrettir. is