Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 27.02.2003, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 27.02.2003, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 27. febrúar 2003 EYJAMAÐUR VIKUNNAR Herbergið hjá Bigga Má fallegasti staöur sem ég hef komið á Fjölbreytt og öflugt íþróttastarf hefur lengi verið aðal Eyjanna og ekki skemmir fyrir þegar fjölbreytnin verður enn meiri. I síðustu viku var stofnað nýtt íþróttafélag ÍEyjum sem fengið hefur nafnið Jakarnir. Um er að ræða hokkýfélag en götuhokký hefur notið mikilla vinsælda í Eyjum undanfarið og var það því rökrétt framhald að stofna félag utan um áhugann. Sá sem hefur farið þar fremstur í flokki er Sigurður Einisson sem kosinn hefur verið formaður félagsins. í síðasta töiublaði Frétta var hann nefndur Ingólfur og biðjumst við velvirðingar á því. Sigurður er Eyjamaður vikunnarað þessu sinni. Fulltnafn? Sigurður Einisson. Fæðingardagur og ár7 12 ágúst, 1985. Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar. Fjölskylda? Á fjögur systkini, Þórhall, Elenu, Eini og Ingólf og svo skemmtilegustu foreldra í heimi, Eini Ingólfs og Siggu Rikku. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stærri? Sjómaður eða lögga. Hvernig bíl vildir þú helst eiga? Opel Vectra. Uppáhaldsmatur? Allt frá mömmu. Versti matur? Þorramatur. Með hvaða aðila vildir þú helst eyða helgi? Bigga Má, vini mínum. Uppáhaldsvefsíða ? http://www.hugi.is/hokki og http://www.nhl.com. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap? Rokktónlist. Aðaláhugamál? íshokký og inline/streethokký. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Herbergið hjá Bigga Má. Uppáhaldsíþróttamaður eða íþróttafélag? Efast um að þið kannist við þetta en maðurinn heitir Mike Modano og spilar fyrir uppáhaldsliðið mitt, Dallas Stars í NHL. Stundarþú einhverja íþrótt? Inline- hokký og vonandi íshokký í framtíðinni. Ertu hjátrúarfullur? Nei. Uppáhalds sjónvarpsefni? Hokkí og bíómyndir. Besta bíómynd sem þú hefur séð? Saving Private Ryan. Hvað finnst þér gera fóik aðlaðandi? Brosið. Hvað finnst þér gera fólk fráhrindandi? Reykingar. Hvenær byrjuðuð þið að æfa hokký Byrjuðum fyrir svona 3-4 árum að leika okkur og eftir það varð ég bara háður. Hvað er svona spennandi við hokký? Hraðinn og það er miklu meira leyft í þessari íþrótt en öðrum, það gerir þetta svona spennandi. Af hverju nafnið Jakarnir? Pabbi stakk uppá nafninu Jakarnir og lagðist það vel í okkur. Sérstaklega út af merkinu okkar því að J getur myndast sem hokkí kylfa. Hvernig leggst formannsstarfið í þig? Mjög vel. Er strax farinn að vinna í búningum og styrkjum fyrir félagið og svo stefnum við á að halda stórmót í sumar. Eitthvað að lokum? Hvet alla til að koma og prófa þessa hröðu íþrótt og gefa henni tækifæri á að lifa hér í Eyjum. Móa kjúklingur í karrý Ég vill þukka Vcirðu áskonmimi en því miður er ég ekki mikill kokkur heima j'yrir, það eru nokkrir réllir sem ég kann og þeir eru oflasl þannig að j>eir eru einfaldir í framkvœmd ogfljótlegir. Hér eru því góðir réttirfyrir þd ernenna ekki að eyða miklum tíma í eldhúsinu enfá góðan og fljótlegan mat. Að sjálfsögðu er hér um að rœða kjúklingarétti sem er bœði hollt og gott fyrir okkur. Ekki skemmir að handboltastelpumar eru að selja allar gerðiraf kjúklingum og hvet ég Eyjamenn að versla við þœr. Ekki slœmt að eiga t.d. poka af bollum heima hjá sér og skella þeim á pönnwui er heim kemur og maturinn er tilbúinn á nokkrum núnutwn. Ódýrt, hollt og gott. Ég er með tvœr uppskriftir, sem er helmingurinn af því sem ég kann. Þessar elda ég stunclum fyrir handboltastelpumar og mínar stelpur heima fyrir. Gott fyrir okkur sem kunnum lítið að elda, einfalt, fljótlegt og gott. Móa kjúklingur í súrsætri sósu á 15 mínútum Hlynur Sigmarsson Kjúklingabollurfrá Móum, magnið fereftirþví hve mörg við erum og hve svöng við erum. Bollumar hitaðar á pönnu í nokkrar mín. síðan er súrsœtri sósu blandað við, ég mœli t.d. með La Choy sósu. Þetta er síðan hitað ( sirka 10-15 mín. og j>etta er tilbúið. Nauðsynlegt erað hafa hrísgrjón með þessu ogjafnvel hvítlauksbrauð.Þetta wlti að taka sirka 15 mín., bollumar, hrísgrjónin og hvítlauksbrauðið. Móa kjúklingur í karrý á 15 mínútum 1 box Karry Chicken frá Knorr (allar leiðbeiningar á boxinu, íþví eru m.a. hrísgrjón) 2-4 bringurfrá Móum að sjálfsögðu, eftirþví hve margir eiga að njóta matarins. Leiðbeiningar á boxinu lesnar og eldað eftirþví. Gott er að hafa hvítlauksbrauð með þessu. 15 mín. síðar er gómsœtur kjúklingaréttur tilbúinn. Eigingirni okkar í kvcnnahandboltanum er svo mikil að ég treysti því ekki að koma þessu út fyrir okkar hóp þannig að mig langar að skora á hann Valtý okkar. Dugnaðarforkur er hann og listakokkur er hann einnig er hann tekur sig til og eldar fyrir okkur, verst hvað hann er spar á matinn. Því þegar Valtýr er að elda fyrir handboltastelpurnar okkar þá er aldrei neitt eftir fyrir þau er síöasf koma. Þannig að þegar þið fáið uppskriftina hjá honum þá mæli ég með því að þið tvöfaldið allt það magn er hann segir að þurfi í hana. Þá hef ég einnig trú að hann lumi á einni glæsilegri kjúklingauppskrift með Móa kjúklingum sem hvelur fólk enn frekar til að kaupa kjúklinga hjá handboltastelpunum. Hollari og betri mat fær maður ekki. Áfram Móar, Áfram ÍBV. Nýfæddir ?cr " Vestmannaeyingar Þann 14 október sl. eignuðust Guðbjörg Hermannsdóttir og Bela von Hoffmann dóttur sem skírð hefur verið Elísa Viktoría. Hún var 15 merkur og 51 sm við fæðingu. Fjölskyldan býr í Svíþjóð. Á döfinni 4* Febrúar 27. Aðalfundur Fimleikafélagsins Ránar í fundarsal íþróttamiðstöðvar kl. 20.00. 27. Bæjarstjórnarfundur í Listaskólanum kl. 18.00. 27. Bingó í Þórsheimilinu kl. 20.30. 28.1. deild karla: ÍBV - Fram kl. 19.00. l/lars 1. Dagur Tónlistarskólans. Nemendur og skólalúðrasveit spila. Kl. 15.00. 1. íbúafundur í Höllinni vegna 2. tillögu að aðalskipulagi. Kl. 10.00. 2. Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar. Kl. 14.00, poppmessa unglinga. 3. Bolludagur. 4. Sprengidagur. 5. Oskudagur. 8. Ríó tríó í Höllinni. AÐALFUNDUR Vestmannaeyjardeildar Rauða kross íslands Aðalfundur VM.deildar RKÍ verður haldinn í húsi deiidarinnar, Arnardrangi, miðvikudaginn 5. mars kl. 20.00. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórnin Námskeið fyrir heimsóknarvini Fyrirhugað er námskeið ef næg þátttaka fæst fyrir sjálfboðaliða er sinna vilja heimsóknum til einstæðinga (ca. 1 klt. á viku). Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu og stendur yfir í tvo daga, 2-3 tíma hvorn dag. Upplýsingar í Arnardrangi á mánudögum og miðvikudögum milli kl. 16-18 í síma 481-1956. Vm.deild RKÍ

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.