Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 27.02.2003, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 27.02.2003, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 27. febrúar 2003 Skemmdarverk og slys Tvisvar var tilkynnt urn skemmdir á eignum til lögreglu f vikunni. Á mánudag var tilkynnt um skemnrd- ir á sumarbústað sem er í gamla brauninu við Höfðaveg Tilraun var gerð til að kveikja í sófa sern þar var inni. í hinu tilvikinu var um að ræða veggjakrot á Landakirkju og Safnaðarheimili kirkjunnar. Ekki er vitað hveijir voiu að verki í þessum tveimur tilvikum en lögreglan óskar eftir upplýsingum um ætlaða ger- endur. Á föstudag var tilkynnt um slys á Stakkagerðistúni þar sem 12 ára drengur slasaðist þegar hann var að renna sér á snjóþotu þann 3. febrúar sl. Drengurinn mun hafa lent á járnstykki með þeim afleiðingum að hann skarst á fæti og þurfti að sauma 15 spor til að loka skurði á fætinum. Á þriðjudag var tilkynnt um vinnuslys í FIVE en maður fékk heita gufu á sig þegar loki sprakk. Mun maðurinn hafa brennst lítillega í andliti, á handlegg og fótlegg. Herjólfur mun stoppa tvo daga í vor Á fundi bæjarráðs ábnánudag var tekinn fyrir tölvupóstur frá Kristjáni Ólafssyni deildarstjóra skiparekst- urs Samskipa til Vegagerðarinnar vegna svokallaðra stoppdaga Herjólfs. Vísar hann í samning vegna reksmrs Herjólfs þar senr gert er ráð fyrir tveimur stoppdögum á vori til viðhalds og tveimur að hausti. Er farið fram á að miðviku- daginn 23. apríl og þriðjudaginn 29 apríl verði stoppdagar, þ.e. að ekki verður siglt milli lands og Eyja heldur mun starfsfólkið nota tímann í viðhald. Með fjölgun ferða hefur gefist minni tími til reglulegs við- halds og þess vegna var þetta sett inn í samninginn. Bæjarstjóra var falið að ræða við Samskip og Vega- gerðina unt málið. Hver er vaxtakostn- aður bæjarsióðs? Guðrún Erlingsdóttir (V) spurði á bæjarráði á mánudag um vaxta- kostnað bæjarsjóðs á síðasta ári. Hún spyr sérstaklega um vaxta- kostnað vegna yfirdráttarheimildar Vestmannaeyjabæjar og svo einnig af öðrum skammtímaskuldum og langtímaskuldum bæjarsjóðs. Öskaði hún eftir svörum á fundi bæjarráðs en bæjarráð fól bæjar- ritara að svara fyrirspurninni og verða þau svö'r væntanlega lögð fram á næsta fundi bæjarráðs. Kvenfélagið Heimaey er 50 ára Félagið hefur starfað af ntiklum krafti öll þessi ár. Það er líknarfélag og héfur feynt eftir mætti að styrkja sjúkaiog aldraða Vestmannaeyinga. I tilefni af afmælinu ætlar félagið að efna til veglegrar afrpælishátíðar þann 14. mars nk. í sal Ákóges að Sóltúni 3, Reykjavík. Gaman væri að sjá sem flesta Eyjamenn og gesti þeirra. Atmælis- hátíðin verður auglýst síðar. .L Bæjarráð: Bæjarfulltrúi minnihlutans krafinn um afsökunarbeiðni -í máli þar sem Þróunarfélagið er enn og aftur miðpunkturinn Enn var tekist á um bréfaskriftir bæjarstjóra til Félagsmálaráðu- neytisins vegna Þróunarfélagsins. Nú bað Guðjón Hjörleifsson (D) forseti bæjarstjórnar Guðrúnu Erlingsdóttur um skriflega greinar- gerð vegna staðhæfingar hennar um rangfærslur bæjarstjóra í bréfi til ráðuneytisins eins og hann orðaði það. Guðrún lét þau orð falla á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag að ýmsar rangfærslur væru í svari Inga Sigurðssonar bæjarstjóra til ráðuneytisins. Guðrún vísaði í svör V-listans til ráðuneytisins þar sem fram kemur ágreiningur um svör V-listans og svo svör bæjarstjóra sem meirihlutinn gerði ekki athugasemdir við. Guðrún bað um fundarhlé og kom svo með skriflega greinargerð til bæjarstjóra. Þar segir: „Fyrir liggur að farið var yfir drög að svari bæjarstjóra til fé- lagsmálaráðuneytisins í bæjarráði 3. febrúar sl. Bæjarfulltrúar ásamt bæjar- stjóra yfirfóru þau drög og gerði bæjarfulltrúi V-listans ýmar athuga- semdir sem tillit var tekið til svo sem eins og með feril árreiknings félagsins vegna ársins 2001 o.fl. Það var síðan leiðrétt. Margt annað var ekki tekið til greina svo sem mappa með fylgi- skjölum vegna ferðamála sem tapað- ist, Drög að svari frá 3. febrúar og svar til ráðuneytisins segja til um þær athugasemdir sem tekið var tillit til og hefur bæjarstjóri þau gögn. Svör bæjarfulltrúa Vestmannaeyjalistans til ráðuneytisins liggja einnig fyrir, en þar koma þau atriði sem bæjarfulltrúar telja að ekki hafi komið fram eða túlkað á annan hátt en bæjarfulltrúar V-listans geta sætt sig við. Vísa ég því í áður nefnd gögn máli mínu til stuðnings. „Guðjón bókaði aftur: Svör fulltrúa V-listans eru ekki í samræmi við það sem beðið var um þ.e. að Guðrún Erlingsdóttir hefur borið á bæjarstjóra að í bréfi hans til félagsmálaráðu- neyúsins sé um rangfærslu að ræða og eru því einungis útúrsnúningar og yfirklór. Guðrún væri kona að meiri að biðja bæjarstjóra afsökunar á ummælum sínum.“ Guðrún vísaði aftur í þau gögn sem fyrir liggja og sagði að lokum: „Þar sem fram kemur að bæjarfulltrúar V- lista telja svör meirihluta bæjarstjómar misvísandi og ekki að öllu leyti í samræmi við staðreyndir." Umræðan hélt svo áfram á mánu- daginn á fundi bæjarráðs en þar kom fyrirspurn frá Inga Sigurðssyni bæjarstjóra. „I framhaldi af málflutn- ingi Guðrúnar Erlingsdóttur á síðasta bæjarstjómarfundi, þar sem hún ber það á mig að það séu rangfærslur í bréfi mínu til félagsmálaráðuneytisins vegna Þróunarfélagsins, óska ég eftir skriflegum upplýsingum frá Guðrúnu um það hvaða rangfærslur ég fari með í umræddu bréfi.“ Guðrún lagði fram svör á fundinum og segir þar að henni sé bæði ljúft og skylt að svara bæjarstjóranum og til að fyrirbyggja misskilning og leiðindi milli bæjarstjóra og bæjarfulltrúa. Rangfærslumar sem Guðrún átti við í drögum að svari til ráðuneytisins voru meðal annars vegna kaupa á húsnæði fyrir Athafnaverið upp á tæpar fjórar milljónir króna, lán í Sparisjóði Vest- mannaeyja upp á 4,5 milljónir. Einnig vegna ferilsins við afgreiðslu ársreikn- inga Þróunarfélagsins og pólitískar skoðanir gjörðum í bæjarstjóm. Guðrún segir það rangfærslu hjá Inga Sigurðssyni bæjarstjóra að Þró- unarfélagið sé flokkað sem sjálfstæð eining innan bæjarkerfisins. „Það hefur aldrei verið tekin form- leg ákvörðun um stöðu Þróunarfé- lagsins innan bæjarkerfisins." Hún bendir einnig á að í svari bæjarstjórans komi hvergi fram að fulltrúar V-listans hafi haft efasemdir um lögmæti samkomulags sem gert hefur verið við Hitaveitu Suðumesja og Hafnarsjóð. Einnig er ekki tekið fram að bæjarfulltrúar V-listans greiddu ekki atkvæði með ábyrgð bæjarins á fimmtán milljón króna láni sem tekið var í Sparisjóði Vestmanna- eyja árið 2002. Andrés Sigmundsson og Guðjón Hjörleifsson fulltrúar meirihlutans bókuðu: „I bréfi Guðiúnar Erlings- dóttur bæjarfulltrúa V-listans kemur ekkert fram sem segir að um rang- færslur sé að ræða í bréfi bæjarstjóra til félagsmálaráðuneytisins, heldur er áfram reynt að krafsa sig út úr þessu máli. Það er mjög alvarlegt þegar kjörinn bæjarfulltrúi ber slíkt á bæjarstjóra. Það hefði verið heiðar- legra af hálfu Guðrúnar að biðja Inga Sigurðsson bæjarstjóra afsökunar í þessu máli, heldur en að leggja fram bréf sem ekki er í neinu samræmi við fyrirspum Inga Sigurðssonar, bæjar- stjóra og skuldar hún honum svör eða afsökunarbeiðni.“ Guðrún bókaði aftur og sagðist hafa lagt fram svör sín við fyrirspum bæjarstjóra eins og hann bað um. Svo segir: „Um bókun meirihluta bæjar- stjómar gef ég lítið fyrir.“ Andrés og Guðjón bókuðu svo: „Þrátt fyrir þessa bókun Guðrúnar skuldar hún enn bæjarstjóra svör eða afsökunarbeiðni.“ Loðnuveiðar ganga vel: Gæti farið að styttast í vertíðinni í gær var bætt 55.000 tonnum við loðnukvótann og eru sjómenn ekki trúaðir á að meiru verði bætt við á þessari vertíð. Meira þurfi að finnast af loðnu fyrir austan til þess að svo geti orðið og eins gæti vesturganga bjargað málunum. Gangi það ekki eftir gæti farið að styttast í loðnuvertíðinni að þessu sinni. Fiskimjölsverksmiðja Vinnslustöðv- arinnar hefur tekið á móti um átján þúsund tonnum af loðnu á vertíðinni. Sigurður Friðbjömsson, verksmiðju- stjóri, segir að unnið sé á vöktum í verksmiðjunni en um sex þúsund tonn eru til óunnin. Frysting hófst hjá Vinnslustöðinni á sunnudag að sögn Þorsteins Magnússonar, framleiðslu- stjóra. „Það er búið að frysta um fjögur hundurð tonn, mest hæng fyrir Rússlandsmarkað og örlítið af hrygnu á Japan. Loðnan er of smá fyrir Japan, hrognafylling er fín en stærðin og gæðin em ekki nægilega mikil.“ Gullberg VE 292 landaði tólf hundmð og fimmtíu tonnum hjá Isfélaginu í gær, miðvikudag, og hluti aflans fer í frystingu. Gullberg hefur fengið um tíu þúsund tonn á vetrar- vertíðinni og á um þrjú þúsund tonn eftir af kvótanum að sögn Elínborgar Jónsdóttur, útgerðarstjóra. ísleifur VE 63 landaði eitt þúsund fimmtíu og sjö tonnum í Krossanesi aðfaranótt miðvikudags og hélt strax á miðin aftur. Sunnudeginum áður •s, ÍSFÉLAG VEY 1329 LOÐNUFLOKKUN í ísféiaginu. landaði hann ellefu hundmð tonnum en ísleifur hefur fengið átta þúsund og sjö hundmð tonn að sögn Leifs Ársælssonar, útgerðarstjóra. Huginn VE 55 landaði í Vest- mannaeyjum í gær, miðvikudag, þar af vom tvö hundruð tonn af frystri loðnu á Japansmarkað en áður höfðu tvö hundmð tonn verið fryst á Rússlandsmarkað. Átta til níu hundmð tonn fóm í bræðslu hjá FIVE en heildarafli Hugins á vertíðinni er kominn í fjórtán þúsund tonn. Huginn á um tvö þúsund tonn eftir af loðnukvótanum. Bergur VE 44 var á miðunum í gær og var kominn með sjö til átta hundruð tonn. Ásdís Sævaldsdóttir, útgerðarstjóri, segir Berg um það bil að klára kvótann en hann hefur fengið um ellefu þúsund og fimm hundmð tonn á vetrarvertíðinni. Jóhann Pétur Andersen, yfirmaður uppsjávarsviðs ísfélagsins, segir Sig- urð VE 15 nú á leið í Krossanes með fullfermi, fimmtán hundmð tonn, en hann hefur landað tíu þúsund þrjú hundrað og tíu tonnum íxá áramótum. Antares VE 18 hefur landað átta þúsund fjögur hundmð og fimmtíu tonnum á vetrarvertíðinni og landaði átta hundmð tonnum í Eyjum til frystingar í gær. Harpa hefur landað sjö þúsund og sex hundmð tonnum í heildina og er á leið til Eyja með sex hundmð og fimmtíu tonn til frystingar. Guðmundur hefur landað sjö þúsund fimm hundmð og sjötíu tonnum á vertíðinni og er nú á leið á ntiðin eftir löndun í Krossanesi. í Krossanesi hefur verið tekið á móti tuttugu og fimm þúsund átta hundmð og tuttugu tonnum og hjá FES tuttugu og fjögur þúsund eitt hundrað og fimmtíu tonnum. Hjá Isfélaginu hafa um átta hundmð tonn af loðnu verið fryst en um sjö þúsund tonnemeftir afkvótafélagsins. O r • f Sýnir i Hafnar- borg Þessa dagana stendur yfir niyndlistarsýning Karls Jóhanns Jónssonar, sem á ættir að rekja til Vestmannaeyja, er hann, sonarsonur Kalla í Reykholti sem margir eldri Eyjamenn kannast við. Sýningin er í Hafnarborg og stendur til 10. mars. Þungamiðja sýningarinnar eru portrett af alls konar fólki. Þau eru ýmist hefðbundin og sýna þekkta jafnt sem óþekkta einstaklinga, en mörg verkin eru sviðsetningar byggðar á einskonar portrettminnum úr listasögunni og nostalgíu gefinn Iaus taumurinn. Einnig verða á sýningunni „portrett“ af hlutum, eins konar uppstillingar, þar sem undirstrikað er það einstaka í fjöldanum. Verkin eru flest máluð með olíu á striga. Einnig verður gestaverk, höggmynd, eftir Þór Sigmundsson steinsmið sem Karl hefur verið í samstarfi við. FRETTIR Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549 - Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Sigursveinn Þórðarson, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gfsli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðseturritstjórnar: Strandvegi47. Símar:481 1300&481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni, ísjakanum, Bónusvídeó, verslun 11-11, Skýlinu í Friðarhöfn og í Jolla í Hafnarfirði og afgreiðslu Hejrólfs í Þorfákshöfn. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.