Fréttir - Eyjafréttir - 27.02.2003, Blaðsíða 6
6
Fréttir
Fimmtudagur 27. febrúar 2003
Aglowkonur blása til bænagöngu þann 7. mars:
Sérstaklega verður beðið
fyrir Vestmannaeyjum
-og málefnum bæjarfélagsins s.s. atvinnumálum, samgöngumálum og almennri hagsæld
AGLOW-konurnar Vera Björk, Árný, Ingibjörg og Unnur vilja hag Vestmannaeyja sem mestan og ætla að biðja
fyrir þeim í bænagöngunni.
Aglow eru samtök kristinna
kvenna, frá mismunandi
kristnum kirkjum sem starfa
um allan heim. Fimm hópar
starfa á Islandi þar á meðal í
Vestmannaeyjum. Aglow-
konur ætla að standa fyrir
bænagöngu í Vestmanna-
eyjum þann 7. mars nk. þar
sem beðið verður sérstaklega
fyrir Vestmannaeyjum og
málefnum bæjarfélagsins s.s.
atvinnumálum, samgöngu-
málum og almennri hag-
sæld. Bænagangan byrjar
við Ráðhúsið klukkan 18.00,
stoppað verður á sex stöðum
og munu fulltrúar bæjar-
félagsins, stéttarfélaga og
stofnana leiða í bæn. Síðan
verður bænasamkoma
klukkan 20.00 í Landakirkju.
Trúin sameinar okkur
Félagskonur í Aglow í Vestmanna-
eyjum eru fjörutíu og fimm. Allar
konur eru veíkomnar á fundi, félags-
konur fá send fréttabréf mánaðarlega
og árgjaldið er tvö þúsund krónur.
Aglow stendur fyrir ráðstefnu á hverju
ári þar sem félagskonur hittast og
næsta ráðstefna verður í Reykjavík 28.
febrúar til 2. mars. Þá eiga konur kost
á að sækja alþjóðlegar ráðstefnur sem
eru haldnar víðs vegar um heiminn.
I stjóm félagsins í Vestmannaeyjum
eru Vera Björk Einarsdóttir, Unnur
Ólafsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir og
Ámý Heiðarsdóttir en þær voru fúsar
til að kynna félagið og segja frá
fyrirhugaðri bænagöngu ásamt Þór-
önnu M. Sigurbergsdóttur sem er í
landstjóm Aglow.
„Það sem sameinar okkur er trúin á
Jesú Krist. Fundir eru haldnir fyrsta
miðvikudag hvers mánaðar og þá
eigum við notalega stund í þægilegu
andrúmslofti. Það myndast vinatengsl
og við getum spjallað saman. Aglow
er hugsað til að styrkja konur í trúnni
og skila því inn á heimilin. Aglow var
stofnaðárið 1967 í Bandaríkjunum en
þá var ekki algengt að konur töluðu á
samkomum. Nú starfar Aglow í 151
landi. Á Islandi er landstjóm. I henni
eru íjórar konur og formaður Aglow á
íslandi er einnig í Evrópustjóminni.
Fulltrúar frá öllum heimsálfum eru í
alþjóðastjóm og mun ein þeirra koma
á ráðstefnuna um næstu helgi. Fimm
áherslur Aglow eru bæn, boðun,
sáttargjörð, múslimakonan og sam-
skipti við aðra. Við biðjum fyrir
múslimakonum vegna |>ess að þær em
í íjötrum. Við emm heppnar að búa í
landi þar sem frjálst er að eiga
Biblíuna en hún er víða bönnuð. Við
stöndum fyrir hjálparstarfí og
styrkjum konur í Uzbekistan, þar er
mikil fátækt og mikil neyð. Við emm
með bauk sem við söfnum í og það
litla sem við sendum margfaldast.
Þetta er bænalandið okkar og þegar
fulltrúi frá okkur fer á Alþjóðamót
Aglow em peningamir afhentir þannig
þeir komast ömgglega til skila. Ísland
sendir hátt í hundrað dollara á ári, þeir
nýtast til að kaupa saumavélar og
fleira sem mikil þörf er á.“
Vandamálin leysast
Bænagangan, sem Aglow konur
standa fyrir, verður í tengslum við
alþjóðlegan bænadag kvenna. Hann er
nú í umsjón líbanskra kvenna en eitt
land tekur að sér að skipuleggja
daginn hverju sinni. Allar kristnar
konur í heiminum biðjast fyrir þennan
dag. „Hvatinn að því að við ætlum að
biðja sérstaklega fyrir bæjarfélaginu
hér em vandamál eins og atvinnuleysi,
fólksflutningar og skortur á tæki-
færum fyrir ungt fólk. Við vitum til
þess að bænir hafa skipt miklu þegar
beðið hefur verið sérstaklega fyrir
landsvæðum þar sem ástand hefur
verið mjög slæmt og ekki sambærilegt
við aðstæður hér í Eyjum. Við getum
nefnt borg í Kenýa, borg í Kalifomíu
og Baffinsland en ýmis vandamál þar
hafa verið yfirþyrmandi eins og eitur-
lyf, vændi, sjálfsvíg og galdrar. Þá
glíma mörg samfélög við uppskeru-
brest og gæftaleysi og við vitum að
ástandið hefur breyst til betri vegar. Á
fundum erum við með fyrirbæna-
stundir og biðjum sérstaklega fyrir
fólki sem hefur óskað eftir því og
þeim sem glíma við veikindi og
erfiðleika. Bænahópur kemur saman
vikulega og heldur bænaefnum við og
oft höfum við fengið bænasvör. Við
báðum sérstaklega fyrir drengjum hér
í Eyjum sem vom í mikilli neyslu og
þeir hafa allir losnað en sum bænar-
efnin vara ámm saman.“
Atvinnuleysi er böl
Konurnar sáu myndband þar sem
beðið var sérstaklega fyrir bættu
ástandi og hlutirnir breyttust til betri
vegar. „Við sáum myndir frá svæðum
þar sem ákveðin stöðnun hafði verið
og hvemig Guð getur umbreytt,
sérstaklega þegar allir taka höndum
saman og sameinast um bænarefni.
Uppskeran varð meiri og margfald-
aðist og það fiskaðist betur.
Atvinnumálin skipta mjög miklu
máli, við þekkjum það persónulega.
Það er mannskemmandi að hafa ekki
vinnu. Eftir ákveðinn tíma missir
fólk vonina og getur fest í ákveðnu
hugarfari sem það kemst ekki út úr.
Við vitum um fólk sem hefur misst
vinnu í þrjá mánuði og segir það
versta tímabil ævi sinnar. Það er mjög
jákvætt að Svæðisvinnumiðlun Suð-
urlands skuli útvega atvinnulausum
lfkamsræktarkort því það er ekkert
eins slæmt og að sitja aðgerðarlaus
heima. Einnig hafa þeir staðið fyrir
ýmsum námskeiðum eins og lyft-
aranámskeiði. Við viljum biðja fyrir
fjölbreyttara atvinnulífi. Umræða
hefur verið um fiskeldi og við viljum
biðja fyrir starfinu í kring um sjávar-
útveginn og fieiri tækifærum til full-
vinnslu fiskafurða. Við biðjum fyrir
ráðamönnum, að þeir fái visku til að
varðveita auðlindimar. Mörg tækifæri
eru í sambandi við ferðamannaiðnað-
inn. Við þurfum að nýta gosið til að
laða að ferðamenn, m.a. með því að
grafa upp götur til að sýna. Margir
útlendingar sem hingað koma segjast
aldrei hafa séð fegurri stað.“
Konumar segja nauðsynlegt að
bæta samgöngumál og fjölga ferðum
með Herjólfi þar sem hann er hluti af
þjóðvegakerfinu. „Hver segir að fólk
þurfi ekki að fara á fundi, til læknis,
jarðarfarir og ýmislegt í janúar og
febrúar. Einnig felst í því ákveðið
frelsi að vita að fólk getur sótt
námskeið þegar því hentar án þess að
þess að því fylgi vinnutap en það fara
kannski þrír dagar í það að sækja einn
fund þegar það er ein ferð á dag.
Sjálfsvíg, nekt o.fl.
Við viljum líka biðja fyrir málefnum
ungs fólks og unglinga. Við emm
ánægð með niðurstöðu könnunar á
reykingum en þar koma Vest-
mannaeyjar mjög vel út. Ymislegt í
myndböndum og á intemetinu er
óæskilegt fyrir viðkvæmar sálir.
Krakkar koma heim úr skólanum og
við vitum ekkert hvað þau eru að
horfa á. Meira að segja er ýmislegt
sýnt í tónlistarmyndböndum eins og
sjálfsvíg, nekt o.fl. Tölvuleikir geta
verið mjög ofbeldisfullir og
nútímamamman og pabbinn mega
ekki sofna á verðinum. Við þurfum
ekki annað en horfa á og hlusta á
fréttir, ofbeldið er alls staðar.
Umræða um kynlíf er opin e.t.v.
vantar meiri fræðslu. Unglingar í dag
spyrja hvort hægt sé að festa sig í einu
sambandi og virðast ekki gera sér
grein fyrir að gott hjónaband byggir á
trausti og trúnaði. Lífsgæðakapp-
hlaupið ermikið. Við ætlum að biðja
gegn því að fólk leggi of mikið upp úr
dauðum hlutum, það skiptir mjög
miklu að hugarfarið breytist. Við
hvetjum fólk til að koma og ganga
með okkur og sameinast með okkur í
bæn um betra samfélag."
Hvers vegna í Aglow?
Að lokum, hvers vegna ert þú í
Aglow?
Ingibjörg: „Kristniboð er mikið
áhugamál hjá mér. Aglow er kristni-
boð. Það eru svo margir í heiminum
sem aldrei hafa heyrt um Jesú. Þetta
er yndislegur félagsskapur þar sem
kristnar konur hittast einu sinni í
mánuði, biðja saman, syngja og lesa
Guðs orð. “
Unnur: „Eg þrái að starfa fyrir Drottin
Guð og þama er vettvangur til þess og
gott að vera í samstarfi við konur og
það gefur mér mjög mikið.“
Árný: „Þetta er trúboð, mér finnst
auðveldara að bjóða konum með mér
á fundi hjá Aglow þar sem það er
hlutlaust og samanstendur af öllum
trúfélögum kristinna kvenna.“
Þóranna: „Eg hef kynnst því hvað
Aglow er að gera hér heima og á
heimsvísu. Mér finnst gaman að
starfa með konum frá mismunandi
trúardeildum með mismunandi bak-
grunn og frá mismunandi menning-
arheimum. Ungar og gamlar konur
vinna að sameiginlegu markmiði.“
Vera Björk: „Vegna þess að mér
finnst Aglow hjálpa mér við að þroska
mitt trúarlíf og gott að eiga samfélag
við aðrar kristnar konur.“
gudbjörg @ eyjafrettir. is
Bæjarstjórnog bæjarróð:
Húsnæðismál
Taflfélagsins
enn til umræðu
Á fundi bæjarstjómar á fimmtudag
var tekið fyrir bréf frá Taflfélagi
Vestmannaeyja þar sem óskað er
eftir viðunandi lausn í húsnæðis-
málum félagsins.
Fulltrúar minnihlutans í bæjar-
stjóm vildu bóka að þau teldu það
brýnt að bæjaryfirvöld hafi samráð
við félagasamtök áður en ákvarð-
anir em teknar um breytingar á
húsnæðismálum þeirra.
Andrés Sigmundsson (B) taldi
bókun minnihlutans algjörlega
óþarfa og að bæjarstjóm muni í
samvinnu við Taflfélagið finna
farsæla lausn á málinu. Þegar hér
var komið við sögu bað Guðrún
Erlingsdóttir (V) um fundarhlé.
Fulltrúar minnihlutans bókuðu
svo að í fyrstu bókuninni em vinnu-
brögð meirihlutans gagnrýnd og
telja þau fulla þörf á bókuninni.
Andrés bókaði á móti og taldi
vinnubrögð bæjaryfirvalda í alla
staði eðlileg.
Taka á tillit til
kröfu bæjarbúa
-um ivær ferðir allt árið
með Herjólfi
Á fundi bæjarráðs fyrir rúmri viku
var tekin fyrir tillaga um að leita
eftir samstarfi við Ferðamálaráð
Islands í markaðs- og kynn-
ingarmálum. Var tillagan sam-
þykkt í bæjarráði og þegar komið
var að afgreiðslu málsins í
bæjarstjóm vildu bæjaifulltrúar
Vestmannaeyjalistans minna á
mikilvægi samgangna við upp-
byggingu ferða- og atvinnumála.
„Við minnum á niðurstöður borg-
arafundar um samgöngumál, þar
sem skýr krafa um tvær ferðir á dag
alla daga vikunnar var samþykkt.
Það er nauðsynlegt að þessi
skilaboð verði ávallt höfð til hlið-
sjónar þegar unnið er að upp-
byggingu atvinnu- og ferðamála í
Vestmannaeyjum.“
Var bókunin samþykkt sam-
hljóða.
Verður
Eyjavision í vor?
Fulltrúar minnihlutans í bæjar-
stjóm, Guðrún Erlingsdóttir, Stefán
Jónasson og Jóhann O. Guðmunds-
son komu með tillögu á fundi
bæjarstjómar á fimmtudag um
sönglagakeppni. „I tilefni 30 ára
goslokaafmælis samþykkir bæjar-
stjóm að fela menningarmálanefnd
að leita samstarfs við þjóðhá-
tíðamefnd um nokkurs konar
Eyjavision-sönglagakeppni við val
á þjóðhátíðarlagi 2003. Slík keppni
myndi auðga menningar- og
tónlistarlíf bæjarins." Guðjón Hjör-
leifsson lagði til að tillögunni yrði
vísað til menningamálanefndar og
var það samþykkt samhljóða.
Reynslumikil nefnd
Á fundi bæjarstjómar á fimmtudag
var samþykkt tilnefning í nefnd
vegna byggingar menningarhúss.
Frá meirihlutanum koma Guðjón
Hjörleifsson og Andrés Sigmunds-
son ásamt Inga Sigurðssyni bæjar-
stjóra sem jafnframt er formaður
nefndarinnar. Frá minnihlutanum
kemur Ragnar Oskarsson.