Fréttir - Eyjafréttir - 27.02.2003, Blaðsíða 11
Fréttir
11
Fimmtudagur 27. febrúar 2003
Dóra Björk Gunnarsdóttir skrifar:
Plús eða ekki
Ég þarf því að gera verðkönnun áður en ég á viðskipti við
Plúsapótek sem og við önnur apótek, því svo framarlega
sem lyfsalinn „minn“ er ekki í stuði, eða ef rangur
starfsmaður afgreiðir mig, er mjög líklegt að ég geti
fengið vöruna ódýrari annars staðar.
Apótek Vestmannaeyja er Plúsapótek og ætti því
vöruverðið að vera lægra.
Þegar
Apótek
Vestmanna-
eyja varð
Plúsapótek
Vestmanna-
eyja var
auglýst að
með þessu
væri verið
að tryggja
okkur lægra
vöruverð.
Húsmóðirin, ég, var mjög ánægð með
þetta því það er oft á tíðum kostn-
aðarsamt að eiga tvö lítil böm, sem fá
nær allt sem er í boði hvað varðar
sjúkdóma og veirusýkingar. En því
miður hef ég ekki enn dottið um þetta
lága vömverð.
I janúar átti ég viðskipti við Plús-
apótek og þurfti að leysa út lyfseðil frá
Heilsugæslunni. Læknirinn, sem
skrifaði lyfseðilinn, sagði að lyfið væri
frekar dýrt og myndi kosta rúmar
fjórtán þúsundir. Ég fór við fyrsta
tækifæri og leysti lyfseðilinn út og var
látin borga 16.393 krónur. Ekki varég
alveg sátt við þetta og ákvað að gera
verðkönnun. Hringdi ég í fimm apótek
víðs vegar um land og komst að því,
að ég þurfti að borga 5 til 12% hærra
verð fyrir lyftð í minni heimabyggð.
Ég talaði við starfsfólk í Laugar-
nessapóteki, sem er hitt apótekið, sem
Lyfsalinn okkar rekur, en þar kostaði
lyfíð mitt 14.515 krónur. í síðustu
viku hringdi ég í lyfsalann okkar og
fékk þau svör, að svona væri þetta á
lyfjamarkaðinum. Það er gefin út
verðskrá og svo ráða lyfsalar hvað þeir
veita mikinn afslátt. Sem sagt ég þarf
að treysta, á að lyfjafræðingamir í
Plúsapóteki séu í góðu skapi þegar ég
þarf að leysa út lyf, þ.e. séu í
„afsláttar“ skapi.
Þessi frjálsi afsláttur kemur verst
niður á landsbyggðinni eins og svo
margt annað, þvf þar er engin sam-
keppni. Ég ætla ekki að skella allri
skuídinni á Plúsapótek Vestmanna-
eyja, en mér finnst að þar þurfí
viðskiptavinurinn að geta gengið að
sanngjömum verðum. Ég ákvað að
segja þessa sögu mína því ég veit, að
ég er ekki eini viðskiptavinurinn sem
hefur keypt vömr í apótekinu án þess
að fá afslátt.
Ég þarf því að gera verðkönnun
áður en ég á viðskipti við Plúsapótek
sem og við önnur apótek, því svo
framarlega sem lyfsalinn „minn“ er
ekki í stuði, eða ef rangur starfsmaður
afgreiðir mig, er mjög líklegt að ég
geti fengið vömna ódýrari annars
staðar.
Apótek Vestmannaeyja er Plús-
apótek og ætti því vömverðið að vera
lægra. Kannski er það aðeins lægra á
snyrtivömm, glingri og nærfötum, en
ekki á því sem mestu skiptir fyrir
íbúana.
Fyrst ég er bytjuð að skrifa um
apótekið okkar, þá ætla ég að nota
tækifærið og tala um vöruúrvalið.
Úrvalið er mjög gott á snyrtivörum, en
plús
oft vantar upp á það vömúrval, sem ég
tel að eigi að fylgja apótekum. Þegar
biðin eftir vítamíni er sex dagar, lúsa-
kambar em uppseldir, þegar faraldur
geisar, hóstasaft er ekki til og hita-
stillandi stílar koma kannski á
morgun, þá er ástæða til að kvarta.
Lyfsalinn kann greinilega ýmislegt
fyrir sér í viðskiptum því að hann veit
að ef réttu kremin em ekki til, þá
getum við leitað annað, en við getum
það ekki ef okkur vantar hóstasaft.
Það er nóg að panta „apótekara“-
vömmar eftir þörlúm markaðarins.
Það er mjög gott að einhver kunni að
reka fyrirtæki á þessum síðustu og
verstu tímum. En hver er réttur
bæjarbúa? Er hann kannski enginn?
Plúsapótek Vestmannaeyja er ekki
alslæmt þrátt fyrir þessi skrif mín.
Lyfsalinn getur verið mjög lipur og
hliðrað til eftir bestu getu og starfs-
fólkið vill oft á tíðum allt fyrir mann
gera. En því miður er það ekki nóg.
Mér finnst mjög skiljanlegt að ekki er
legið með vörur sem lítið eða ekkert
hreyfast en þær svo pantaðar eftir
þörfum en t.d. norskir bijóstdropar og
lúsakambar er eitthvað sem alltaf selst
og fymist ekki hratt.
Með von um gott samstarf í
framtíðinni, Dóra Björk.
Elliði Vignisson bæjarfulltrúi skrifar um jarðgöng:
Borun helmingi ódýrari en áður
í allri umfjöllun um kostnað er mikilvægt að hafa hugfast
að ör þróun í jarðgangagerð hefur lækkað kostnað
gríðarlega seinustu ár, og enn á þessi kostnaður eftir að
lækka. Til að mynda kostaði hver km í Hvalfjarðar-
göngum um 900 millj.kr. en innan við 300 millj. kr. í
nýjustu göngum Færeyja. Kostnaðartölur við gerð
jarðganga milli lands og Eyja ættu því síður en svo að
vaxa mönnum í augum.
Áhuga-
menn um
vegtengingu
milli lands
og Eyja
efna til
stofnfundar
Þrátt fyrir
lofsverðar
úrbætur þá
em sam-
göngur við
Vestmanna-
eyjar ekki í þeim farvegi seni þorri
Eyjamanna vill sjá þær í. Sumir
ganga jafnvel svo langt að halda því
fram að samgöngur séu okkar akkil-
esarhæll í byggðaþróun. Það er því
von að mikið hafi verið rætt, skrafað
og skráð um þessi mál.
Undirritaður telur að samgöngur við
Vestmannaeyjar séu nú á ákveðnum
krossgötum og fullyrðir að aldrei hafi
lleiri valkostir verið mögulegir og
nægir í því samhengi að benda á jarð-
göng, ferjulægi, niðurgreiðslu á llugi,
nýjan Hetjólf, endurbætur á Herjólfi.
kaup á notaðri ferju og svo framvegis.
Af þessum sökum er sérstaklega
mikilvægt að rasa ekki um ráð fram
og brenna engar brýr að baki
byggðalaginu.
Þarfir samtímans
Við Eyjamenn höfum þegar lýst því
yfir að það er okkar ófrávíkjanleg
krafa að ferðum Herjólfs verði
fjölgað. Við þetta eigum við að standa
og hvergi að slá af. Þá er einnig hveij-
um degi ljósara að ljúka þarf lagningu
bundins slitlags á miðkafla vegarins
milli Bakkaflugvallar og Þjóðvegar 1
og bæta flugstöðvaraðstöðu á Bakka-
flugvelli eins og þegar hefur verið
ákveðið í samgönguáætlun.
Framtíðarsýn
Þessar samtímaþarfir gera þó að mínu
mati ekkert annað en plástra á þarfir
byggðarlagsins og því ekki hluti af
framtfðarsýn hvað samgöngur varðar,
heldur nauðsynlegar samtíma fram-
kvæmdir. Það er því Ijóst að næsta
stórátak mun snúast um byggingu nýs
Herjólfs, um ferjuaðstöðu á Bakka-
fjöru eða gerð jarðganga annaðhvort
frá Hánni að Seljalandsfossi eða
Hánni að Krossi í Landeyjum. Fyrir
skömmu voru samþykktar þingsá-
lyktanir á Alþingi varðandi könnun og
undirbúning á vegtengingu milli lands
og Eyja og könnun á byggingu
ferjuaðstöðu í Bakkaljöru þar sem
mun minna skip en núverandi Herj-
ólfur gæti siglt margar ferðir á dag
með farþega. bíla og gáma. í sam-
þykktum beggja tillagnanna var gert
ráð fyrir fjármagni til rannsókna og
það beinlínis tilgreint. Formlegar
samþykktir liggja því fyrir og rann-
sóknavinna er hafin bæði við veg-
tengingu á vegum Vegagerðar og
feijuaðstöðu á vegum Siglinga-
stofnunar.
Jarðgöng eru möguleg
Ljóst er að niðurstaða fyrstu rann-
sókna Vegagerðarinnar er sú að unnt
sé að gera jarðgöng milli lands og
Eyja. Næsti þáttur rannsóknarinnar er
að kanna áhættuþætti en umfang
þeirra ræður öllu um kostnað við gerð
slíks mannvirkis og gæti munað allt að
helmingi frá kostnaði með öllum
áhættuþáttum opnum og til lágmarks
áhættuþátta. Fyrstu athuganir benda
til að þama sé um að ræða kostnað frá
11 milljörðum kr. til 22 milljarða kr.,
allt eftir mati á áhættuþáttum. Að
mati margra bendir margt til þess að
jarðgöng milli lands og Eyja geti orðið
sjálfbær eins og Hvalljarðargöngin
eru. Vissulega er gert ráð fyrir aukinni
aðkomu ríkisins og til að mynda verið
lagt til að jafnvirði þess sem mun fara
í endumýjun og rekstur Herjólfs á ca.
25 til 30 ára tímabili yrði framlag
ríkisins en með því væri verið að
tryggja mikla hagræðingu og spamað
fyrir ríkissjóð.
Ætla má að endumýjun og rekstur
Herjólfs á 15 ára fresti kosti um 6 til 7
milljarða króna. í allri umfjöllun um
kostnað er mikilvægt að hafa hugfast
að ör þróun í jarðgangagerð hefur
lækkað kostnað gríðarlega seinustu ár,
og enn á þessi kostnaður eftir að
lækka. Til að mynda kostaði hver
km í Hvalfjarðargöngum um 900
millj.kr. en innan við 300 millj. kr. í
nýjustu göngum Færeyja. Kostnað-
artölur við gerð jarðganga milli lands
og Eyja ættu því síður en svo að vaxa
mönnum í augum þegar alls er gætt og
kosturinn verður að teljast gífurlega
spennandi og yrði án vafa mestu
samgöngubætur sem um getur í sögu
samgangna á fslandi.
Stofnun áhugafélags um jarðgöng
Laugardaginn 8. mars næstkomandi
verður stofnað áhugafélag um veg-
tengingu milli lands og Eyja. Fundur
þessi verður í Höllinni. Hér er um að
ræða algerlega ópólitfsk samtök enda
óþarfi að vera að skipta fólki upp í
flokkspólitískar línur þegar kemur að
jafn miklu framfaramáli og þessu
(nóg er víst samt).
Meðal gesta á fundinum verða Gísli
Gíslason bæjarstjóri á Akranesi og
stjómarformaður Spalar, Ármann
Höskuldsson jarðfræðingur og Ingi
Sigurðsson tæknifræðingur og bæjar-
stjóri. Fundur þessi hefur nú verið í
undirbúningi síðan í desember. í
febrúar var opnuð bráðabirgðavefsíða
(http://jardgong.blogspot.com/) þar
sem áhugasamir geta kynnt sér það
sem þegar liggur fyrir, komið á
framfæri ábendingum og skáð sig í
áhugafélagið. Á fundinum 8. mars
verður svo tekin í notkun ný og öflugri
vefsíða. í aðdraganda að stofnun
félagsins hefur þegar verið haft
samband við aðila í Noregi og
Færeyjum sem sýnt hafa málinu
mikinn áhuga og beðið um að fá að
fylgjast með framgangi þessa máls.
Fylgt úr hlaði
Það er í mínum huga engum vafa
undirorpið að jarðgangagerð er
mikilvægur hluti af vamarbaráttu
landsbyggðarinnar og skiptir ekki bara
máli fyrir Vestmannaeyjar, heldur
Suðurland allt. Með þessu væri verið
að gerbylta, ekki bara samgöngum við
Vestmanneyjar heldur í raun og vem
við Suðurland (jafnvel Island). Það er
von og trú okkar sem standa að
stofnun þessa áhugafélags að sem
flestir sjái sér fært að mæta á þennan
fund og auka þar þrýstinginn á
stjómvöld að flýta rannsóknum sem
mest er hægt. Svo mikið er víst að
verði jarðgöng milli lands og Eyja að
veruleika innan skamms, er forsenda
fyrir byggð í Eyjum blómlegri en ella.
Elliði Vignisson
Ahugamaður um jarðgöng og önnur
framfaramál í Vestmannaeyjum.
Spurt er:
Hefur þú
sparað vatn
síðustu
daga?
(íeir Sigurlásson kaupniaður
-Já, ég hef verið að spara vatnið
undanfarið.
Helga Hallbergsdóttir I.slélaginu
Ja. það hel eg gerl, örugglega ekki
nóg en viljinn lil þess er fyrir hendi.
Kagnheiður Borgþorsdottir
snyrtifræðingur
-Ja, eg er meðvituð um astandið.
Maður er svo sem ekkert hræddur,
ég trúi því að þetta lagist.
Jóhann Kagnarsson forstöðu-
niaður Einiskips
Það hef ég gert, bæði heima hjá
nér og í vinnunni. Mér Ifsl mjög
lla á ástandið.