Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 27.02.2003, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 27.02.2003, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 27. febrúar 2003 Fimmtíu ár eru frá Guðrúnarslysinu þegar fjórir af níu manna áhöfn k SVEINBJÖRN hefur í 50 ár sýnt félögum sínum sem fórust með Guðrúnu VE mikla virðingu. Hér er hann við minnisvarðann um hrapaða og drukknaða við Landakirkju þar sem nöfn þeirra eru skráð. Gúmmíbjörgunarbáturinn bar þá í gegnum brimið -og skipbrotsmennirnir efuðust ekki um að þetta nýja björgunartæki hefði bjargað lífi þeirra fjögurra sem komust frá borði Síðastliðinn sunnudag, 23. febrúar, voru fimmtíu ár liðin frá því að vél- báturinn Guðrún VE 163 fórst norðvestur af Elliðaey og með bátnum fimm menn. Fjórir björg- uðust giftusamlega. Bæjarbúar voru harmi lostnir og bæjarlífið lam- aðist um stund, fimm ungir menn látnir sem allir bjuggu í Eyjum. Vélbáturinn Guðrún var 49 smálestir að stærð, byggður 1943 í skipa- smíðastöð Arsæls Sveins- sonar og var eign hans og sona hans, Lárusar og Sveins. Oskar Eyjólfsson var skipstjóri á Guðrúnu VE og hafði verið afla- kóngur síðustu þriggja vertíða. Forsíður bæjarblaðanna voru fullar af fréttum af atburðinum og í Fylki, málgagni Sjálfstæðis- flokksins þann 28. febrúar 1953 sagði með- al annars: „Þeir sem byggja tilveru sína á stöðugri baráttu við hin óblíðu náttúruöfl verða oft fyrir sárum harmi og svo var hér, er 5 vaskir drengir í blóma lífsins voru hrifnir á brott. Astvinamissirinn er sár- astur en samúð okkar sem fjær stöndum verður djúp og einlæg þegar svo traustur hlekkur hefur brostið. Vestmannaey- ingar hafa misst hluta af sinni dýrmætustu eign, og eftir stöndum við altekin söknuði yfir hinu mikla skarði, sem höggvið hefur verið í sjómanna- fylkinguna og aldrei verður uppfyllt að nýju." I bókunum Eyjargegnum aldirnar eftir Guðlaug Gíslason fyrrverandi al- þingismann og Þraut- góðir á raunastund, eftir Steinar J. Lúðvíksson er sagt frá atburðinum. í upprifjun Frétta er stuðst við þessar tvær bækur. Guðrún VE fær á sig brot Báturinn lagði af stað í róður um sex leytið að morgni 23. febrúar 1953 og hélt upp að Landeyjasandi en þar hafði báturinn lagt netin, fimm trossur. Þegar búið var að draga netin var Guðrúnu VE snúið heimleiðis. Þegar báturinn hafði skammt farið, var staddur innan við Alinn, inn og norð- vestur af Elliðaey, en þar er oft slæmt sjólag þegar straumur liggur á móti vindi, fékk báturinn á sig brot og við það lagðist hann á hliðina. Fimm menn voru í stýrishúsinu og fjórir frammi í hásetaklefanum. Þeir sem voru í stýrishúsinu urðu að grípa til þess ráðs að brjóta rúður í bakborðs- hliðinni og komust þeir þannig út, upp á hlið stýrishússins og á síðu bátsins. Mönnunum, sem voru frammi í hásetaklefanum, tókst einnig að komast upp á hlið bátsins. Sveinbirni tókst að ná til björgunarbátsins Utgerðarmaður Guðrúnar VE var Ársæll Sveinsson og hafði hann nýverið fest kaup á gúmmí- björgunarbát og var hann geymdur í kassa á þaki stýrishússins. Mönnunum varð það ljóst að á öllu valt um björgun þeirra að þeim heppnaðist að ná bátnum og blása hann út. Einn skipveijanna, Sveinbjöm Hjálmarsson vélstjóri, var vel syndur og tókst hon- um að komast að kassanum sem björgunarbáturinn var geymdur í, ná bátnum út og blása hann upp en það var gert með einu handtaki. Báturinn var á hvolfi er hann flaut á sjónum en Sveinbimi tókst eigi að síður að halda honum að hinunt sökkvandi bát góða stund. Þrír skipverjanna náðu að stökkva ofan á björgunarbátinn, þeir Jón Bjömsson, Reynir Böðvarsson og Hafsteinn Júlíusson. Barst björgunar- báturinn síðan fram með Guðrúnu VE uns hann var kominn á móts við vantinn að hann bar frá flakinu. Sveinbimi tókst þá að komast upp á björgunarbátinn en hann hafði verið í sjónum allan tímann. Björgunarbátinn rak hratt frá Guðrúnu Mennimir náðu fljótlega í spýtnabrak, sem var á floti allt í kringum bátinn og hugðust nota það til að róa bátnum að flaki mb. Guðrúnar sem enn hélst ofansjávar og koma félögum sínum til hjálpar. En það var sama hvað þeir reyndu. Þeir fengu engu ráðið um ferð bátsins sem bar undan vindi og sjó frá Guðrúnu. Gúmmíbjörgunarbátinn rak í átt til lands og fjarlægðist hann slysstað óðfluga. Eftir að hafa verið í bátnum um hálfa klukkustund sáu þeir skip á siglingu, ekki langt í burtu. Var þar vitaskipið Hermóður á ferð og reyndu skipbrotsmennimir að vekja á sér athygli með því að veifa og kalla, en það var með öllu árangurslaust. Skipið var í svo mikilli Qarlægð að það hefði verið hrein tilviljun hefði björgunarbáturinn sést enda var hann enn á hvolfi. Skömmu síðar sigldi bátur frá Vestmannaeyjum, er var á heimleið, skammt frá þeim, en skip- verjar á honum veittu þeim ekki heldur eftirtekt, enda veður og sjólag þá orðið illt. Notuðu stígvélin til að ausa Fjórmenningamir í björgunarbátnum ákváðu þá að freista þess að rétta bátinn við og tókst það eftir nokkra stund. Þegar þeir skriðu inn í skýlið sem var yfir bátnum var hann hálffullur af sjó og engin austurtæki að finna. Tóku þeir þá það til ráðs að fara úr stígvélum sínum og ausa með þeim. Heppnaðist þeim þannig að þurrausa bátinn. Eftir nokkra stund hvolfdi björgunarbátnum aftur en mönnunum tókst öllum að halda sér í hann, komast á kjöl fyrst en rétta hann síðan við aftur og komast inn í hann. Rak þá síðan í átt til lands án þess að geta haft nokkra stjóm á ferðum sínum. Vissu þeir að landtakan við ströndina myndi verða erfið þar sem mikið brim var komið við sandinn. Hvolfdi þrívegis á leiðinni Þeir höfðu verið rúmar þrjár klukku- stundir á reki, kaldir og þrekaðir þegar mikið ólag reið yfir bátinn og virtist þeim hann fara margar veltur áður en hann staðnæmdist á hvolfi. Fóm þá þrír mannana út úr bátnum til þess að rétta hann við en einn varð eftir inn í bátnum til þess að þyngja hann og minnka rek hans. Heppnaðist að rétta bátinn við enn einu sinni en þegar hér var komið við sögu vom þeir teknir að nálgast ströndina og sjórinn orðinn krappari. Er þeir vom nýbúnir að rétta bátinn við hvolfdi honum f þriðja sinn. Fór þá einn skipverjanna, Reynir Böðvarsson, út en hinir héldust við inni í bátnum og vom þar í sjó upp í rnitti. Þannig höfðust menn við meðan bátinn bar í gegnum brimið í átt til lands en Reynir hafði náð tökum á bátnum og hékk í honum. Mun báturinn hafa verið um stundaríjórðung að berast í gegnum brimgarðinn og upp í fjöm. Bjuggust mennimir við að báturinn myndi þá og þegar rekast á grynningar og rifna en þeir höfðu heppnina með sér og að lokum fundu þeir mjúkan sand undir fótum sér. Tókst mönnunum að komast út og var báturinn dreginn upp í ljömna. Þá var klukkan orðin fjögur og fjórar klukkustundir liðnar síðan þeir yfirgáfu skip sitt. Það var mönnunum minnisstætt, að síðasta stundarfjórðunginn sem þeir vom í bátnum er hann var að berast í gegnum brimgarðinn, fylgdi honum jafnan selur og elti hann bátinn upp í flæðarmálið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.