Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 27.02.2003, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 27.02.2003, Blaðsíða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 27. febrúar 2003 Landa- KIRKJA Fimmtudagur 27. febrúar Kl. 10.00 Mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu. Sr. Kristján Bjömsson. Kl. 16.30 Litlir lærisveinar, yngri hópur. Föstudagur 28. febrúar Kl. 13.00 Litlir lærisveinar, eldri hópur. Laugardaginn 1. mars Kl. 15.00 Félagarí æskulýðsfélagi Landakirkju og KFUM&K búa til stærstu Betty Crocker köku sem gerð hefur verið á íslandi. Boðið verður upp á hana eftir æsku- lýðsmessuna á morgun sunnudag. Sunnudagur 2. mars, Æsku- lýðsdagur Þjóðkirkjunnar. Kl. 11.00 Barnaguðsþjónusta í Landakirkju. Kirkjuprakkarar sjá um skreytingar og sýning verður á ljósmyndum krakka í'ITI'. Mikill söngur, guðspjall, brúður, bænir og létt stemmning. Kl. 14.00 Æskulýðsguðsþjónusta og íslandsmet. Æskulýðsfélag Landakirkju og KFUM&K sér um guðsþjónustuna. Unglingar sjá um tónlist og söng. Eftir guðsþjón- ustuna er öllum boðið í köku og mjólk í safnaðarheimilinu. Allir velkomnir. Hulda Líney Magnús- dóttir, Ingveldur Theódórsdóttir, leiðtogamir og sr. Þorvaldur Víðis- son. Mánudagur 3. mars Kl. 16.00 Æskulýðsfélag fatlaðra yngri hópur. Hulda Líney Magn- úsdóttir, Ingveldur Theódórsdóttir og sr. Kristján Bjömsson. Þriðjudagur 4. mars Kl. 15.00 Kirkjuprakkarar, 6-8 ára krakkar í kirkjunni undirbúa fyrirhugaða vettvangsferð. Sr. Þorvaldur Víðisson og leiðtogamir. Miðvikudagur 5. mars Kl. 16.20 TTT yngri, 9-10 ára krakkar í kirkjunni. Ratleikur. Sr. Þorvaldur Víðisson og leiðtogamir. Kl. 17.30 TTT eldri, 11-12 ára krakkar í kirkjunni. Ralleikur. Sr. Þorvaldur Víðisson og leiðtogamir. Kl. 20.00 Opið hús í KFUM&K fyrir æskulýðsfélagið. Hulda Líney Magnúsdóttir. Hvítasunnukirkjan Fimmtudagur 27. febrúar Kl. 20.30 Biblíufræðsla, við skoð- um ýmsar siðferðisspumingar í ljósi Biblíunnar. Allir velkomnir. Fiistudagur 28. febrúar Kl. 20.30 Unglingakvöld, allt ungt fólk velkomið. Laugardagur 1. mars Kl. 20.30 Bæn og brauðsbrotning. Sunnudagur 2. mars Kl. 13.00 Sunnudagaskólinn, það er ótrúlega gaman að koma og taka þátt. Kl. 15.00 SAMKOMA Lofgjörð, lifandi orð Guðs og fyrirbænir. „Mikill er Drottinn og mjög vegsamlegur.“ Sálm. 48:2. Allir hjartanlega velkomnir. Þriðjudagur 4. mars Kl. 17.00 Krakkakirkjan, fyrir 9- 12 ára. Margt skemmtilegt gert, farið í leiki o.fl. Miðvikudagur 5. mars. Kl. 20.00 AGLOW í Landakirkju, allar konur velkomnar. Bænastund kl. 7.30 á hverjum degi. Aðventkirkjan Laugardagur 1. mars Kl. 10.30 Biblíurannsókn. Bikarleikurinn: Ingibjörg Jónsdóttir fyrirliði 1 V Sá erfiðasti sem ég hef spilað Ingibjörg Jónsdóttir var í strangri gæslu allan tímann og náði ekki að skora mark enda lögðu Haukar allt kapp á að loka á það. Hún sagði í samtali við Fréttir að þessi leikur væri án efa sá erfiðasti sem hún hefði spilað. „Þetta var ótrúlega erfilt. Það munaði nánast aldrei meira en I lil 2 mörkum á liðunum og við náðum aldrei að nýta þau tækifæri sem við fengum til að auka muninn. Ég er á því að spennustigið hjá okkur hafi ein- faldlega verið of hátt, við gerðum okkur grein fyrir því að það gæti gerst en við náðum aldrei að vinna okkur út úr því. Nú þurfum við bara að koma þessum leik frá okkur, baráttan í deildinni heldur áfram og þar er titill í boði.“ Haukarnir hunsraðri Eins og áður hefur komið fram gekk ekki lítið á undir lok leiksins. Unnur Sigmarsdóttir fór ekki varhluta af því en þegar hún reyndi að stöðva Birgit Engl fór puttinn úr liði og Birgit slapp inn á völlinn. Unnur sagði í samtali við Fréttir að Haukaliðið hefði ein- faldlega verið hungraðra f titilinn. „Mér fannst undirbúningurinn fyrir leikinn vera góður, svipaður og þegar við lékum gegn Stjörnunni í undan- úrslitum. En spennustigið var of hátt og stressið virtist bara aukast eftir því sem leið á leikinn. Ég sagði í hálfleik að við hlytum að vera búnar með mistökin enda gerðum við mikið af þeim í fyrri hálfleik en þau urðu líklega helmingi fleiri í seinni hálfleik. Við þurfum núna að leggja áherslu á að koma þessum leik frá okkur. Það er margt framundan og við verðum að standa saman. Við eyddum laugar- dagskvöldinu saman enda er þetta eins og ein stór fjölskylda og mikilvægt að vinna saman úr þessu. Svo var líka mikilvægt að fá svona góðar móttökur því það sýndi okkur að fólk stendur við bakið á liðinu í blíðu og stríðu." Áttu ekki aó missa boltann - Eða hvað? Fróðir menn um reglur handboltans hafa eftir bikarúrslitaleikinn verið að velta því fyrir sér hvort IBV hefði í raun átt að missa boltann. Undir lokin gerðust hlutirnir hratt, leiktíminn var stöðvaður þegar ÍBV var í sókn og aðeins sex sekúndur lifðu af leiknum. Fréttir höfðu samband við Kjartan Steinbach, formann dómaranefndar alþjóða handknattleikssambandsins og fengu álit hans á málinu. „Ég sá ekki leikinn þannig að það er erfitt fyrir mig að meta þetta einstaka atvik. Eins og þessu hefur verið lýst fyrir mér þá voru Eyjastúlkur með einn leikmann í tveggja mínútna brottvísun og hún kom of snemma inn á völlinn. Þá hafi ritaraborðið fiautað, stöðvað leikinn og rætt við dómara. Niðurstaðan hafi svo verið að reka leikmanninn út af í tvær mínútur og IBV tapaði boltanum. Þetta er rétt samkvæmt reglunum en ef hins vegar leiktíminn hafði verið stöðvaður áður en skiptingin átti sér stað, þá hefði leikmaðurinn fengið tveggja mínútna brottvísun og leikurinn hefði hafist á því kasti sem dæmt var upphafiega, í þessu tilviki aukakastinu.“ Blaðamaður Frétta renndi yfir upptöku af leiknum en erfitt er að sjá þelta atvik á myndbandi. Dómaramir gerðu hins vegar mistök því þegar Birgit var refsað í annað sinn þá hefði annar leikmaður IBV átt að klára fyrri tveggja mínútna refsinguna en það var ekki gert. STUÐNINGSMENN ÍBV brugðust ekki frekar en fyrri daginn og voru síst færri en áhangendur Haukanna í Laugardalshöllinni á laugardaginn. SILFURHAFARNIR taka á móti verðlaunum sínuni. INGIBJÖRG fyrirliði í viðtaii eftir leikinn. SÁTTAR í lokin, Sandra Anulyté, fyrrurn leikmaður ÍBV og Alla Gorkorian spjalla saman eftir leikinn. Anna þakkar fyrir sig.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.