Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 27.02.2003, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 27.02.2003, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 27. febrúar 2003 Fréttir 9 Dmust af og gátu þakkað það nýju björgunarlæki, gúmmíbjörgunarbát Lögðu strax að stað til næsta bæjar Ekki vissu mennimir gjörla hvar þá hafði borið að landi en þeir lögðu þegar af stað til bæja sem sáust all- langt frá. Þá vom þeir allir orðnir stígvélalausir og varð mjög kalt á fótununum er þeir ösluðu krapið fyrir ofan íjömna í rokinu og rigningunni. Duttu þeir oft á leiðinni enda mjög af öllum dregið, þó sérstaklega Svein- bimi vélstjóra sem skorist hafði á handlegg og hafði og misst mikið blóð. Bærinn sem fjórmenningamir stefndu á var Hallgeirsey og þegar þeir komu þar að túngarðinum kom unglingspiltur á móti þeim og fylgdi þeim til bæjar. Þar tóku Guðrún, kona Guðjóns Jónssonar bónda, og kona af næsta bæ á móti þeim. Höfðu kon- umar veitt mönnunum athygli er þeir vom á leið til bæjarins. Þóttust þær vissar um að þama myndu aðkomu- menn vera á ferð, og að eitthvað hefði komið fyrir. Veittu þær mönnunum framúrskarandi aðhlynningu. Gúmmíbjörgunarbáturinn bjargaði lífi þeirra Fyrstu fréttir sem bámst um slysið til Vestmannaeyja, komu er einn skip- verjanna, Jón Bjömsson, hringdi frá Hallgeirsey til skrifstofu útgerðar- innar í Eyjum. Þá var ekkert farið að undrast um bátinn, enda hafði hann haft talstöðvarsamband við vitaskipið Hermóð örskömmu áður en slysið varð og þá verið allt í lagi um borð. Skipbrotsmennimir komu til Reykjavíkur 25. febrúar og höfðu þeir gúmmíbjörgunarbátinn meðferðis. Lýstu þeir þeirri skoðun sinni að gúmmíbjörgunarbáturinn hefði orðið þeim til lífs, þar sem víst væri að enginn árabátur hefði komist í gegnum brimgarðinn eða staðist þá sjói sem á gúmmíbátinn komu. Þá töldu þeir einnig að hefðu þeir verið á opnum björgunarfleka, hefði þeim skolað af honum er ólögin riðu yftr. Skipbrotsmennimir skýrðu svo frá, að enginn þeirra hefði kunnað með gúmmíbátinn að fara, en þeir gátu bent á ýmislegt sem gæti orðið til frekara öryggis á bátum þessum, svo sem að kaðalstigar yrðu strengdir yftr botn bátsins þannig að auðveldara væri að rétta bátinn við, ef honum hvolfdi. Lík þriggja skipvetja fundust Þeir sem fómst með m.b. Guðrúnu voru: Óskar Eyjólfsson skipstjóri frá Laug- ardal í Vestmannaeyjum 36 ára, Guðni Rósmundsson, stýrimaður Vestmannaeyjum 26 ára, Kristinn Aðalsteinsson matsveinn Reykjavík 23 ára, Sigþór Guðnason háseti Sigluftrði 27 ára og Elís Hinriksson, háseti Fáskrúsftrði 33 ára. Lík þriggja skipverja fundust, lík Kristins Aðalsteinssonar og Guðna Rósmundssonar fundust fljótlega og vom þeir jarðsettir frá Landakirkju 21. mars 1953. Þá var einnig haldin minningarathöfn um þá Óskar Eyjólfsson, Elís Hinriksson og Sigþór Guðnason. Lík Óskars Eyjólfssonar fannst svo um mánuði síðar rekið á Þykkvabæjarfjöm. Hinir tveir fund- ust aldrei. Mikið fjölmenni var viðstatt athafnir þessar og vom engir bátar á sjó frá Vestmannaeyjum þá daga sem þær fóm fram og allt atvinnu- og athafnalíf lagðist þar niður. Sveinbjörn Hjálmarsson vélstjóri á Guðrúnu VE: Heilsar upp á félagana á hverju ári -þann 23. febrúar Fjórir skipverjar komust lífs af við erfiðar aðstæður þegar Guðrún VE 163 fórst eins og greint er frá hér til hliðar. Þrír þeirra eru enn á lífi, þeir Jón Björnsson, Reynir Böðvarsson og Sveinbjörn Hjálmarsson. Hafsteinn Júlíusson lést fyrir tíu árum. Sveinbjörn var vélstjóri á Guðrúnu VE og hafði verið þar í rúmt ár. Hann rifjaði atburði þessa örlagaríka dags upp með blaðamanni Frétta en einnig var notast við upptöku frá útvarpsþætti Arnþórs Helga- sonar, Sögur af sjó frá því 29. nóvember árið 2000, við gerð viðtalsins. Guðrún fer á hliðina „Það byrjaði fljótlega að blása eftir að við byrjuðum að draga,“ segir Sveinbjöm þegar hann rifjar upp þennan örlaganka dag fyrir 50 ámm. „Það var enginn fískur í netunum og því var Óskar ákveðinn í að draga öll netin og koma sér á annan stað. Öskar bað mig að taka við stýrinu og hann fór í talstöðina og kallaði í skipið Hermóð sem var þama rétt við okkur og spyr hvort þeir haldi að við séum austasta skipið á svæðinu. Þeir sögðu svo vera en þá sagði Óskar þeim að bæði Týr og Leó væm austar að veiðum. Við það fór Hermóður af stað. Stuttu seinna kallaði Hermóður aftur til okkar og sagði að bæði Týr og Leó væm famir í land.“ Örfáum mínútum síðar skall fyrsta brotið á bátnum sem fór á hliðina og rétti sig ekki við. Sveinbjöm, sem hafði verið aftur í skipstjóraklefa þeg- ar ósköpin gengu yfir, braut sér leið í gegnum bakborðsgluggann. „Eg leitaði mér strax að bjarghring en hann var horfinn, þá sá ég kassann með björgunarbátnum. Við höfðum aldrei séð bátinn og vissum lítið um hann. Eg dreif mig að kassanum sem var allur reyrður niður með böndum en sem betur fer var ég með vasahníf á mér. Eg náði að skera á böndin og svo greip ég í kassann og reif lokið af honum. Um leið og það gerðist þvældist band um hendina á mér og það fleiri en einn hring og ég gat aldrei skilið hvemig það gerðist. Þetta var bandið sem þurfti að kippa í til þess að blása upp bátinn." Sveinbjöm kom bátnum fram eftir og festi hann tímabundið undir lunn- ingunni, hann var sjálfur kominn í sjóinn og hélt sér í rekkverkið. „Eg kallaði til félaga minna og sagði þeim að stökkva og þeir gerðu það þrír, Jón, Reynir og Hafsteinn." Þama misstu þeir björgunarbátinn aðeins frá flakinu en komu honum aftur að og kallaði Sveinbjöm þá aftur til þeirra sem enn vom um borð að stökkva. En þeir gerðu það ekki og eftir skamma stund kom stór alda og fleytti björgunarbátnum talsvert frá flakinu. Gleði og sorg „Við reyndum að róa í átt að þeim sem eftir vom í Guðrúnu en það gekk SVEINBJÖRN segir að vistin um borð í björgunarbátnum hafi verið þeim erfið en hann segir að þeir hafi verið mjög samhentir. Öll ákvarðanataka í hópnum var með afbrigðum góð og bar aldrei skugga á. Myndin er tekin á svipuðum tíma og þegar slysið varð. HNÍFINN, sem bjargaði lífí þeirra, hefur Sveinbjörn geymt og ekki notað í 50 ár. ekkert enda var straumurinn á móti. Við þurftum því að horfa á eftir félögum okkar í djúpið." Vistin um borð í björgunarbátnum var þeim erfið en Sveinbjöm segir að þeir hafi verið mjög samhentir. „Öll ákvarðanataka í hópnum var með af- brigðum góð og bar aldrei skugga á.“ Þegar upp í tjöru var komið var bæði gleði og sorg. Menn vom vitanlega fegnir að hafa náð landi en um leið hryggir vegna þeirra sem ekki komust lífs af. „Við sáum sveitabæ sem við vissum ekki hver var þá. Eftir talsverða göngu yfir sandbleytu, sem við sukkum nokkmm sinnum í og ég einu sinni svo djúpt að þeir þrír þurftu allir að draga mig upp úr, kom ungur piltur til okkar og við fómm eftir hans leiðsögn." Sveinbjöm sem hafði bæði skorist á hendi og höfði var orðinn mjög máttfarinn þegar þama var komið sögu enda misst milcið blóð. „Guðrún, húsmóðir í Hallgeirsey hafði kallað á nágrannakonu sína og þær vom búnar að hita vatn í stómm potti og þær drifu okkur úr fötunum og beint í þurr föt og upp í rúm. Svo röðuðu þær flöskum með heitu vatni sem þær höfðu sett sokka utan um í kringum mig. Þetta var snilldarlega hugsað hjá stelpunum." Dreymdi mikið um borð í Guðrúnu Sveinbjöm hafði dreymt mikið um borð í Guðrúnu VE og leist skip- stjóranum ekkert á það á tímabili hvað hann var berdreyminn. „Mig dreymdi fyrir því að það yrði bilun í vélinni, fannst koma maður til mín sem ég sá ekki hver var en hann rétti mér alltaf miða sem stóð á hvað átti eftir að bila, það fór ekkert á milli mála að sú varð raunin. Svo gerðist það að ég kem upp úr káetunni og segi við Óskar að nú verði hann að passa mælanna vel í dag af því að það eigi eftir að bila þrisvar. Hann sagði: -Þú ert búinn að fá vélinna á heilann en ég sagði nei, nei, kíktu bara vel á mælana. Ég var varla kominn út á dekk þegar fyrsta bilunin varð og ég gekk að henni án þess að þurfa að drepa á vélinni. Svo þegar önnur bilunin var orðin að veruleika sagði ég við Óskar að horfa núna vel á mælana því ef hann tæki ekki eftir þriðju biluninni væri hætta á að við bræddum úr vélinni. Svo heyrði ég bara kallað; - Svenni, Svenni, mælirinn er fallinn. Ég fór niður í vél og náði að laga þetta án teljandi tjóns." Félagamir vitjuðu hans í draumi „Þegar ég réðist á Guðrúnu um haustið þá fór mig að dreyma að ég væri staddur upp í kirkjugarði, í norðvesturhominu. Þar vom opnar grafir. Ég var hálfur niðri í einni gröfinni en einhvem veginn komst ég alltaf aftur upp og skaust út úr garð- inum norðvestan megin og út á Kirkjuveg. Mig dreymdi þetta nokkrum sinnum og fór þetta illa í mig. Ég hef tengt þá svolítið slysinu, að þetta hafi verið svona viðvömn. Éftir slysið dreymdi mig félaga mína. Ég leigði herbergi út í bæ og fannst þeir koma inn til mín og setjast við borð, Kristinn Aðalsteinsson sat fremstur, síðan Guðni Rósmundsson, þá Sigþór Guðnason og svo Óskar Eyjólfsson skipstjóri. Elís var alltaf fjær mér, svolítið langt í burtu. Nú, nokkmm dögum seinna rekur lík Kristins Aðalsteinssonar í Eyjaljalla- fjöm. Hann var fluttur heim. Litlu seinna dreymdi mig nánast sama draum en þá var Kristinn horfinn úr hópnum. Nú var Guðni fremstur. Lík hans fannst viku seinna." Kvaddi alltaf við Heimagötu 30 „Mig dreymdi Óskar skipstjóra oft og alltaf vomm við að labba upp Heima- götuna. Kvaddi hann mig alltaf við hús númer þrjátíu. Litlu seinna var ég á leið til Reykjavíkur þar sem átti að líta á höndina á mér eftir slysið. Mig dreymdi um nóttina að Óskar ræsir mig eins og vanalega og við höldum niður á höfn, siglum út. Allt í einu var Guðrún orðin einhvers konar farartæki og við höldum áfram í vestur og keymm inn í eitthvað þorp og þar er verslun. I glugganum á versluninni em fimm kaffipakkar og ég segi við Óskar, stoppaðu, ég ætla að fara og kaupa þessa kaffipakka. Óskar gerir það og ég fer inn, býð góðan daginn og bið kaupmanninn að selja mér þessa fimm kaffipakka sem vom út í glugga. Hann segist því miður aðeins geta selt mér þrjá kaffipakka. Ég kaupi þá og fer út en þá er farartækið horfið og mér finnst ég horfa á eftir sjálfum mér labba vestur mýrina með poka á bakinu. Þegar ég vaknaði um morguninn fór ég að hugleiða draum- inn og þá hringir síminn og mér er tilkynnt að lík Óskars hafi rekið í Þykkvabæjarfjöm. Ég breytti fyrirhugaðri ferð minni til Reykjavíkur og fór í Þykkvabæinn ásamt Ragnari Eyjólfssyni, bróður Óskars og Sveini Arsælssyni, syni Arsæls útgerðarmanns þar sem við vomm viðstaddir kistulagningu Óskars. Þetta var draumurinn, Óskar fannst rekinn eftir þijátíu daga en hann kvaddi mig alltaf við hús númer þrjátíu á Heimagötunni. Mig hefur ekki dreymt félaga mína síðan en ég heimsæki þá á hverju ári, þann 23. febrúar og tala við þá,“ sagði Svein- bjöm að lokum. Samantekt: svenni@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.