Fréttir - Eyjafréttir - 15.05.2003, Blaðsíða 2
2
Fréttir
Fimmtudagur 15. maí 2003
Banaslys
Kl. 01.18 á aðfaranótt sunnudagsins
var tilkynnt um alvarlegt umferðar-
slys á Strandvegi við Steypustöðina.
Bifreið hafði verið ekið suður
Strandveg og ient utan vegar og
hafnað á steinvegg. Þama höfðu
þrjár ungar stíílkur slasast alvarlega.
Þær voru allar fluttai' á Sjúkrahúsið
en þar var ein þeirra úrskurðuð
látin. Hinar vom fluttar með þyrlu
Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í
Reykjavík.
Af umferðinni er það að segja að
sjö vora sektaðir þar sem þeir höfðu
ekki fært ökutæki sín til skoðunar.
Enn eru bifreiðaeigendur hvattir lil
að færa bifreiðir sínar til skoðunar á
réttum tíma til að losna við að þurfa
að greiða sekt að upphæð 10.000 kr.
Einn var sektaður vegna stöðubrots.
1 vikunni var tilkynnt um tvö
umferðaróhöpp þar sem skýrsla var
gerð.
800 börn mynda
Globe-merki
Náttúravísindadagur grannskólanna
í Vestmannaeyjum verður haldinn
hátíðlegur næsta mánudag milli
klukkan 09.00 og 13.30. Dagurinn
er lialdinn í tengslum við vinnu
nemenda að GLOBE vcrkefninu
sem byggir fyrst og fremst á
umhverfismennt og upplýsinga-
tækni. Nemendur beggja grann-
skólanna taka þátt í verkefninu,
ásamt öllum kennurum og starfs-
fólki skólanna og einhverjum for-
eldrum. AIIs verða Joetta um þúsund
manns.
Dagskáin hefst með því að Ingi
Sigurðsson, bæjarstjóri, og Jóhann
Guðjónsson, yiirmaður GLOBE á
lslandi, ávarpa samkomuna. Því
næst verður raðað í hópa, leiðtogar
kynntir og hafist handa við gróður-
þekjukannanir.
GLOBE-leikar verða milli klukk-
an 11.15 og 12.15 við Hásteinsvöll
og að þeim loknum eða upp úr
12.30 hefst grillveisla íHerjólsdal
og nemendur munu mynda heims-
ins stærsta GLOBE merki.
„Þetta er mjög metnaðarfullt
verkefni og við vonumst eftir góðri
þátttöku bæjarbúa, bæði foreldrum
og öðrum sem gela komið og verið
með okkur allan tímann eða komið
í grillveisluna inni í Dal og fylgst
með þegar 800 börn mynda
heimsins stærsta Globe-merki,“
segir Stefanía Guðjónsdóttir, einn
forsvarsmanna verkefnissins.
Ljósmyndakeppnin
Nú styttist í frest til að skila inn
myndum í ljósmyndakeppni Nátt-
úrugripasafnsins, Foto og Frétta.
Eins og komið hefur fram er hafíð í
öllum myndum, þema keppninnar.
Skilafrestur er til 20. maí og á að
skila myndum í Foto.
Allir eru hvattir til að taka þált í
keppninni sem er skipt í tvo flokka
eftír aldri og fá þrír viðurkenningar
í hvorum flokki.
Vill opna lyfjabúð
Fyrir lá bréf frá heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu dags. 9.
maí sl., þar sem leitað er umsagnar
um umsókn Bjöms Jóhannssonar
lyfjafræðings um lyfsöluleyfi fyrir
nýja lyfjabúð í Vestmannaeyjum.
Bæjarráð vísar erindinu til næsta
fundar bæjarstjómar.
Björn er fæddur og uppalinn í
Eyjum.
Fimm ára í tölvunámi
ÁHUGINN leynir sér ekki hjá þessum 5 ára stúlkum.
Á leikskólanum Kirkjugerði er
þessa dagana tilraunakennsla í
tölvunotkun fimm ára barna. Það
er Tölvuskóli Vestmannaeyja sem
sér um framkvæmdina sem er í
umsjón Bergþóru Þórhallsdóttur og
Evu S. Káradóttur en þær eru
báðar í framhaldsnámi í Kennara-
háskóla íslands. Þær leggja áherslu
á tölvu- og upplýsingatækni í námi
sínu og tiiraunakennsian er liður í
náminu. Kennsla með fartölvuver í
leikskóla hefur ekki verið prófað
hér á landi svo vitað sé.
„Við höfum kennt íTölvuskólanum
við Strandveg hingað til þar sem er
mjög góð aðstaða en nú kennum við á
Kirkjugerði. Þetta er spennandi verk-
efni til að bera saman við þá reynslu
sem við báðar höfum í kennslu á
tölvur,“ segir Bergþóra sem stýrir
verkefnavinnunni.
„Eva er að kenna á tölvur f Hamars-
skóla og ég hef verið að fikta við
fullorðinskennslu og kennslu leik-
skólabarna, þannig að þegar við
leggjum þessa reynslu saman er
komið gott teymi,“ heldur Bergþóra
áfram.
„Mér fannst tilvalið að taka þátt í
þessu, en við þurfum að Ijúka þessu
vettvangsnámi til að geta útskrifast úr
30 eininga framhaldsnáminu," segir
Eva. „Við kennum bömunum um-
gengni við tölvur, segjum þeim á sem
einfaldastan hátt hvemig þær virka og
látum þau vinna einföld verkefni í
ritvinnslu- og teikniforriti. Síðan eram
við með sýnikennslu í kennslufor-
ritum þar sem þau læra undirstöðu-
atriði í lestri og stærðfræði."
Nemendurnir létu ekkert trufla sig
þótt verið væri að mynda þá við tölvu-
vinnuna. „Þau þjálfa talnaskilning og
era farin að leggja saman í stærðfræði
mörg hver,“ segir Bergþóra og sýnir
hvernig þau nota stærðfræðikuþba sér
til aðstoðar við útreikninginn í
kennsluforritunum.
„Þetta skilar sér örugglega vel inn í
grannskólann,“ segir Eva.
Kennsla í notkun á veraldarvefnum
eða Internetinu fer einnig fram á
tölvunámskeiðinu. Þau fá sýnikennslu
í því hvemig umgangast á veftnn og
flakka um hann og fá aðstoð til að
fara í ýmsa leiki sem þar er að finna.
„Við veljum leiki sem henta þeirra
aldri, eru þroskandi og við leiðbeinum
þeim inn á þá með því að þau smella á
epli á vefsíðu sem ég útbjó á fyrra ári í
náminu. Vefsíðan hefur reyndar ekki
verið uppfærð í dálítinn tíma en það
kemur ekki að sök eins og er. Nú svo
fá þau að senda vini eða ættingja
netpóst svona til kynningar á þeim
möguleika. Þessar aðferðir sem við
notum geta skapað ótrúlega mögu-
leika í samskiptum leikskóla og
heimila ef vel er að því staðið,“ segir
Bergþóra. „Margir leikskólar eru
komnir með heimasíður þar sem
foreldrar geta skoðað skipulag
starfseminnar á leikskólanum, fengið
upplýsingar um starfsfólk,
upplýsingar um hvað bamið borðaði
þann og þann daginn og svo hafa
sönglögin í leikskólanum verið sett á
netið svo eitthvað sé nefnt. Við erum
að sigla inn í nýja tíma,“ segir Eva og
heldur áfram. „Ungu foreldrarnir í
dag kunna velflest á tölvur og era farin
að gera kröfur um að hægt sé að
nálgast efni á aðgengilegan hátt. Við
Begga höfum mikið rætt þetta og
fullyrðum að leikskólamir hér verði
komnir með heimasíðu í allra nánustu
framtíð.“
„Til þess að svo megi verða þarf að
skapa svigrúm innan starfshópsins til
að sinna slíkri vinnu, sem kemur
eflaust í stað annarrar vinnu á leik-
skólanum. Það er nefnilega þannig að
þegar við erum að takast á við eitthvað
nýtt, þá verður eitthvað að víkja á
meðan. Það er allt of algengt að
starfsfólk skóla og eflaust leikskóla,
sér ekki færi á að leggja neitt til hliðar.
Það bætir sífellt ofan á vinnuna sem
fyrir er og finnst af þeim sökum erfitt
að fást við ný viðfangsefni. Það er allt
svo mikilvægt og erfítt að sleppa
einhveiju sem er komið í vana. Þannig
er það bara,“ segir Bergþóra og það
verða einnig hennar lokaorð.
Vefslóðin á bamasíðuna sem notuð er
í netkennslunni er:
http://www.eyjar.is/~beggath/bam/bar
nasida.htm
Hekla Dögg sýnir á Listavori
LISTAVOR íslandsbanka heldur áfram um helgina í Vélasal Listaskólans þar sem stendur yfir sýning Heklu
Daggar Jónsdóttur. Hún sýnir skúlptúr sem hún kallar Óskabrunninn og fimm myndverk. Hér eru Hekla Dögg
og Börkur Grímsson, bankastjóri, ásamt fleiri gestum sem voru við opnun sýningarinnar síðasta fimmtudag.
Sýningin verður opin laugardag og sunnudag frá klukkan 14.00 til 18.00.
Vinnu-
hópur um
alvinnumál
Fyrsti fundur hóps um atvinnumál
var þriðjudaginn 6. maí sl. og var
skipt í sjö undirhópa sem eiga að
skila hugmyndum og tillögum
sínum í eina heildarskýrslu sem
lögð verður svo fyrir bæjarráð.
Hópamir og forsvarsmenn þein'a
eru sem hér segir: Fiskvinnsla:
Amar Hjaltalín, höfnin: Sigur-
mundur G. Einarsson, iðnaður:
Eyþór Harðarson, ferðaþjónusta:
Valgeir Arnórsson, menntun: Eva
Káradóttir, upplýsingatækni: Jó-
hann Ó. Guðmundsson og
heilsutengd ferðaþjónusta: Hjörtur
Kristjánsson.
Bæjarráð hvatti þá bæjarbúa, sem
einhveijar hugmyndir hafa varðandi
atvinnumál, tii að konta þeim til
ofangreinda forsvarsmanna. Einnig
samþykkti bæjarráð að bæta við
einum vinnuhópi sem tjalla mun
sérstaklega um atvinnutækfæri
kvenna og mun hann eingöngu
verða skipaður konum. Formaður
þess hóps er Helga Tryggvadóttir
og munu tilnefningar í þann hóp
liggja fyrir á næsta fundi þæjarráðs.
Aldraðir fengu nei
Fyrir bæjarráði lágu bréf frá
Vinnumálastofnun vegna umsókna
bæjarins um atvinnuátaksverkefni.
Erindi um stuðning við aldraða á
stofnunum er hafnað þar sem um
hefðbundið verkefni sveitaifélaga er
að ræða.
Erindi vegna 30 ára gosloka-
afmælis er samþykkt að stórum
hlula. Bæjarráð fól félagsmálastjóra
að fara yfir a-lið málsins og athuga
með endumýjun á umsókn.
Jafnframt er stofnuninni þökkuð
jákvæð afgreiðslu á b-lið málsins og
góðar undirtektir um átaksverkefni.
Jónsmessugleði
ekki í Skvísusundi
Fyrir bæjarráði lágu frekari upplýs-
ingar frá bæjarstjóra varðandi erindi
um Jónsmessugleði ÍBV á síðasta
fundi bæjarráðs.
Bæjarráð treysti sér ekki til að
verða við erindinu um Jónsmessu-
gleði í Skvísusundi en benti á
hátíðarsvæðið í Heijólfsdal þar sem
hátíðin var haldin áður.
Úivarp Suðurland
biður um styrk
Fyrir bæjarráði lá tölvupóstur frá
Útvaipi Suðurlands frá 5. maí sl.
þar sem leilað er eftir fjárstuðningi
við rekstur stöðvarinnar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla
nánari upplýsinga en ÚS hefur hætt
útsendingum samkvæmt RÚV.
FRETTIR
Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549 - Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Sigursveinn Þórðarson,
Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson.
Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47. Símar:481 1300 & 481 3310.
Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is
FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni,
ísjakanum, Bónusvídeó, verslun 11-11, Skýlinu í Friðarhöfn og í Jolla í Hafnarfirði og afgreiðslu Hejrólfs í Þorlákshöfn. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR
eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.