Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 15.05.2003, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 15.05.2003, Blaðsíða 12
Fréttir Fimmtudagur 15.maí2003 * Anna Ragnheiður Ivarsdóttir f. 04.12.1986 d. 11.05.2003 mjl U Okkur langar að Hf Au fá að minnast I góðrar vinkonu I okkar. Önnu Ragnheiðar Ivarsdóttur í nokkmm orðum. Elsku vinkona, takk fyrir alla þá yndislegu hluti sem við gerðum og áttum saman, allar minningamar sem við munum alltaf geyma í hjörtum okkar. Við emm svo þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast þér og taka þátt í lífi þínu. Er við sitjum hér saman og rifjum upp allar þær góðu stundir sem við áttum með þér, eru margar minningar sem skjóta upp kollinum. Einna helst ber að minnast á ást þína á tónlist og dansi. Okkur fannst alveg merkilegt, að ef þú heyrðir lag þá kunnir þú það strax, eða hvað þú gast eytt miklum tíma fyrir framan spegil- inn að dunda þér við sjálfa þig. Hver af okkur kannaðist ekki við það að hringja í þig á meðan þú varst að horfa á sjónvarpið, og ná engu sam- bandi við þig. Við vorum alltaf að tala um hvað við áttum bjart sumar framundan. Þjóð- hátíðin var á næsta leiti og svo átti að fljúga beint út til Mallorca. En á einu augnabliki breyttist besta sumar ævi okkar, úr því besta í það versta. Anna Ragnheiður hafði sterkan og áhrifa- mikinn persónuleika. Hún hreif alla með sér hvert sem hún fór og bros hennar var eitthvað sem fór ekki framhjá neinum. Hún var lífsglöð og kom okkur vinkonunum alltaf í gott skap. Anna var manneskja sem enginn mun gleyma og á hún alltaf sinn stað í hjörtum okkar allra. Elsku Badda, ívar, Rakel Ýr, Palli, Sigga Þóra og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð í þessari miklu sorg, missir ykkar er mikill. Megi Guð vaka yfir ykkur á þessum erfiðu tímum. „Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég get ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til aðgreina þarámilli." (Reinhold Niebuhr) Með þessum orðum kveðjum við þig elsku Anna okkar, með sorg og trega í hjörtum. Þínar bestu vinkonur að eilíju; Arna Björg, Halla Osk, Guðrún Lena, Hafdís, Helena Osk, Unnur, Lísa og Ingibjörg. Elskuleg dóttir okkar og systir Anna Ragnheiður Ivarsdóttir Búastaðabraut 5 lést af slysförum aðfaranótt sunnudagsins 11. maí sl. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 17. maíkl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kvenfélagið Líkn. Ivar Gunnarsson, B jamcy Pálsdóttir Sigríður Þóra Ivarsdóttir, Rakel Ýr Ivarsdóttir, Páll Eydal ívarsson og aðrir aðstandendur. ■fl* Eiginmaður minn faðir, afi og langafi Jóhann Björnsson Nýlendu andaðist á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja mánudaginn 12. maí. Útför hans fer fram frá Landakirkju Vestmannaeyjum föstudaginn 16. maíkl. 16 Blóni og kransar afþakkaðir - þeir sem vilja minnast hins látna, láti Sjúkrahús Vestmannaeyja njóta þess. Freyja Stefanía Jónsdóttir Bjöm, Jenný, Inga, Jón Freyr, bamaböm og bamabamaböm Sumaropnun Byggðasafns Vestmannaeyja og Landlystar. Byggðasafn Vestmannaeyja Opið daglega kl. 11-17. frá 15. maí til 15. september Upplýsingar í síma 481-1194 Landlyst. Opið daglega kl. 11-17. frá 15. maí til 15. september. Upplýsingar í síma 481-1149 og 481-1194 Sumarstarf Starfsmaður óskast í sumar á upplýsingamiðstöð Vestmannaeyja í ca. 3-4 mánuði. Hæfniskröfur: þjónustulipurð, hæfni í mannlegum sam- skiptum, tungumálaþekking og reynsla í almennri tölvunotkun Umsóknarfrestur er til 22. maí. Umsóknir berist á skrifstofu ferðamálafulltrúa í Vestmannaeyjum. Upplýsingar í s. 481-2694 Utboð Vestmannaeyjabær óskar eftir tilboðum í að leggja niður hellur, kantstein og götustein á gatnamótum Kirkjuvegar og Vestmanna- brautar. Bjóða skal samkvæmt útboðslýsingu, bæði í efni og vinnu. Áætlaður verktími er 1. júní til 1. september. Væntanlegir bjóðendur eru beðnir um að panta útboðsgögn á skrifstofu Tækni- og umhverfissviðs Vestmannaeyjabæjar, Tangagötu 1, frá og með föstudeginum 16. maí nk. Tilboðum skal skila inn á skrifstofu Tækni- og umhverfissviðs og verða þau opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska,^ föstudaginn 23. maí nk. kl. 14.00. Bæjartæknifræðingurinn í Vestmannaeyjum SJÓVE Aðalfundur Sjóstangveiðifélags Vestmanna- eyja verður haldinn sunnudaginn 18. maí kl. 15.00 í húsnæði félagsins að Heiðarvegi 7 Venjuleg aðalfundarstörf Kaffi og með því Stjórn SJÓVE i----------------;--------------------1 | Handavinnusyning og kaffisala j á Hraunbúöum sunnudaginn 18. maífrá kl, 14. -17. Hvetjum alla að láta sjá sig I Starfsfólk og heimilisfólk á Hraunbúðum | I_____________________________________I AA fundir AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: sun. kl. 11.00 mán. kl. 20.30 Sporafundur, reyklaus þri. kl. 18.00 Nýliðadeild þri. kl. 20.30 Kvennafundur mið. kl. 20.30 reyklaus fundur fim. kl. 20.30 fös. kl. 19.00 reyklaus fundur lau. kl. 20.30 opinn fjölsk.fundur, reykl. Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath. símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140 Snyrtistofa d verslun Skólavegió - 4813330 Fanney Gísladóttir snyrtifrœðingur MURVflL-UTSYN Unhboöí Eyjum Friðfinnu^l^nnbogason Símar 481 1166 481 1450 Smáar íbúð óskast Óskum eftir lítilli íbúð til leigu á höfuðborgarsvæðinu næsta haust. Uppl. í s. 868-2092/691-1756. Til sölu Combi-camp tjaldvagn með stóru fortjaldi. Vel með farinn. Uppl. í s. 481-2203/893-1511. Gefins Fjórir kettlingar fást gefins. Áhuga- samir geta haft samband og litið við að Foldahr. 42 d 1. h. S 481-2147 Hjól óskast Óska eftir reiðhjólum, dömu- og herrahjóli, fyrir fullorðna. Uppl. í s. 692-4794. Til sölu Opel Vectra ‘98, ekinn 45 þús, 16 ventla, ný sumardekk, 15“ álfelgur, litað gler, spoiler, viðarinnrétling, CD- spilari, Vetrardekk á felgum fylgja. Uppl. í s. 664-4930. Bíll til sölu Honda CRV, árg. 2000, ekinn 23 þús., mikið af aukahlutum. Uppl í s. 481-1386 eða hjá Bifreiðaverk- stæðinu Bragginn í s. 481-1535. Til sölu Nýlegur ísskápur, sjónvarp, ör- bylgjuofn, 3ja sæta leðursófi, og stækkanlegt eldhúsborð. Uppl. í síma 481-1961. Til leigu íbúð til leigu á frábærum stað í bænum. 4 svefnh. Uppl. gefur Eygló ísíma 481-2227. íbúð óskast Óska eftir lítilli íbúð á leigu sem fyrst. Uppl. í s. 846-2825. íbúð óskast / íbúðaskipti Dagana 15.- 24. ágúst. Einnig koma til greina íbúðaskipti á fbúð í vesturbæ Reykjavíkur. Upplýsingar í síma 551-8225 / 899-0857 eða á netfanginu asthildur @ isholf .is Athafnafólk: www.bestoflife4u.com _2^_Teikna og smíða: SÓLSTOFUR ÚT\HURÖVR UTAHHÚSS- ÞAKVlÐGtRÐlR KLÆÐNINGAR MÓTAUPPSLÁTTUR Agúst Hreggviðsson - Sími: 481 2170 Trésmfðaverkstæði: Miðstræti 23, sími: 481 2176-GSM: 897 7529 Léttast-þyngjast-hressast Frábærar vörur sem hafa hjálpað tugum milljóna manna um allan heim í þyngdar- stjórnun og heilsu. Sífelldar endurhætur og nýjungar. Fri sýnishorn, stuðningur, ráðgjöf Helga Tryggva • Sími 862 2293 Faeðu og heilsubót

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.