Fréttir - Eyjafréttir - 15.05.2003, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 15. maí 2003
Fréttir
15
Það er ótrúlega erfitt fyrir
unglinga að segja nei
-sagði Magnús Stefánsson, forvarnafulltrúi, sem nýlega heimsótti grunnskólana og sýndi nýja
íslenska kvikmynd, ásamt því að halda fyrirlestur undir yfirskriftinni „Hættu áður en þú byrjar."
Magnús: Ég tel að ef við eigum að standa undir nafni í forvarnastarfi þá
þurli að fara nieð svona fræðslu niður í 7. bekk. Þá erum við að fræða
krakka sem í flestum tilfcllum hafa ekki prófað og forvarnastarf felst í því
að ná til þeirra áður en þau fara að nota vímugjafa.
„Hættu áður en þú byrjar,"
er yfirskrift fyrirlestrar sem
Magnús Stefánsson, for-
varnafulltrúi hjá Marita á
Islandi, hefur flutt í grunn-
skólum víðs vegar um
landið. Magnús var hér í
Eyjum um síðustu mán-
aðamót og heimsótti nem-
endur í 9. og 10. bekk
Barnaskólans og Hamars-
skóla. Einnig var sýnd ný
íslensk heimildamynd þar
sem sýndur er íslenskur
veruleiki í fíkniefnaheim-
inum. Um kvöldið var
fyrirlestur fyrir foreldra
barna í þessum aldurs-
hópi. Fyrirlestraröðin
„Hættu áður en þú byrjar"
er samstarfsverkefni á
vegum Marita á Islandi,
sem er forvarnararmur
Samhjálpar, Lögreglunnar
og Félagsþjónustunnar.
Niðurbrotin í viðtali
Um sextíu manns sóttu foreldrafund-
inn. Magnús lagði áherslu á að þeir
sem einu sinni hafa ánetjast fíkni-
efhum, ættu í eilíífi baráttu og yrðu að
taka einn dag fyrir í einu og það væru
fimm ár, átta mánuðir og átta dagar
síðan hann hætti neyslu fíkniefna.
Heimildamyndin, sem sýnd var, ýtti
við mörgum og undirstrikaði þessa
baráttu.
Jón Indriði Þórhallsson, fyrrverandi
forvamafulltrúi, hafði upphaflega um-
sjón með gerð hennar en Magnús tók
við starfi hans og gerð myndarinnar
og í lokin er Jón sjálfur, niðurbrotinn í
viðtali, fallinn fikniefnaneytandi í
meðferð. Eins og gefur að skilja vom
sum myndbrotin mjög átakanleg. I
einu þeirra birtist ung stúlka sem
byrjar að nota hass sem vímuefni
fimmtán ára gömul og verður for-
fallinn dópisti. Henni tekst að halda
sér frá fíkniefnum meðan hún gengur
með bam en aðeins átján dögum eftir
fæðinguna er hún kolfallin og skilur
bamið eftir í umsjón foreldra sinna.
Stunda vændi til að
Qármagna neysluna
Önnur stúlka byrjar að reykja hass
sextán ára og einu ári seinna býr hún í
íbúð hjá tveimur dópsölum sem em
miklu eldri en hún. Þeir misnota hana
kynferðislega á allan hátt og hún segist
sjálf vera eins og hvert annað húsgagn
á heimilinu. Hún stundar vændi til að
fjármagna neysluna.
Myndin af ungum glæsilegum strák
sem sniffaði efni og varð eftir það
örkumla og í þörf fyrir stöðuga
umsjón hjúkrunarfólks, var sorglegri
en tárum taki. Þá komu afleiðingar
dópneyslu skýrt fram þegar talað var
við ungan strák sem var í meðferð eftir
neyslu en hann átti erfitt með að halda
þræðinum í samtölum, afsakaði það
og bar fyrir sig gleymsku þegar hann
þurfti að hugsa sig um.
Mikilvægt að grípa í
taumana
Magnús var ánægður með hversu
margir mættu á foreldrafúndinn. Hann
sagði mikilvægt að foreldrar unglinga
kynntu sér hvemig ftkniefhaheimurinn
á Islandi er og tengdu upplýsingamar
sinni heimabyggð og hvemig bregðast
mætti við vandanum. A fundinum
sagði hann mikilvægt að grípa í
taumana áður en unglingurinn verður
háður efnum. Unglingar eru undir
miklum þrýstingi frá félögum og um-
hverfi og það er ótrúlega erfitt fyrir
unglinga að segja nei. Hann spurði
áleitinna spuminga eins og, hvað ef
unglingurinn prófar?
Getur hann komið heim og sagt, ég
missteig mig? Trúnaður foreldra og
barna skiptir miklu máli og hann
hvatti foreldra til að láta sér koma það
við hverja böm þeirra umgangast.
„Við verðum að tala við krakkana og
foreldrar verða að standa saman. Við
verðum að fylgjast með hvað þau em
að gera. Hvernig tónlist þau hlusta á
og á netinu em sfður jrar sem áróður er
rekinn fyrir hassneyslu. Hvað með
fatasmekk, hefur hann breyst? Það er
mjög margt í gangi í dag og við
verðum að vera vakandi fyrir því sem
er að gerast í kring um okkur. Sem
dæmi get ég nefnt að í stórmarkaði em
seld nærföt á smástelpur með yfir-
skriftinni „Lick me.“ Hvað er í gangi?
sagði Magnús og hvatti foreldra til að
virða útivistartíma bama og halda með
því landslög.
Útlitið segir ekki til um
ástandið
I viðtali eftir fundinn var Magnús fyrst
spurður út í viðbrögð unglinga við
myndinni. „Viðbrögð krakkanna em,
myndin er sláandi og virkar vel þar
sem hún er íslensk. Eg tel að ef við
eigum að standa undir nafni í forvam-
arstarfi þá þurfi að fara með svona
fræðslu niður í 7. bekk. Þá erum við
að fræða krakka sem í flestum
tilfellum hafa ekki prófað og for-
vamastarf felst í því að ná til þeirra
áður en þau fara að nota vímugjafa. I
9. til 10. bekk em einstaklingar sem
hafa fiktað en ég er að vona að
fræðslan opni augu þeirra og þau hætti
fiktinu eða leiti sér fyrr hjálpar. Þess
vegna emm við trúlega að fá fieiri
unga einstaklinga, sautján ára og yngri
í meðferð. Þeir vom tvö hundruð árið
2002 og hundrað 2001. Fræðslan
skilar vonandi árangri hjá þeim stóra
hópi sem er að prófa.“
Magnús segir að til þess að ná raun-
vemlegum árangri í forvamastarfi þá
þurfi að byrja á því að vinna með
foreldrum á markvissari hátt en gert er
í dag. „Til dæmis þari' að fræða for-
eldra bama í 4. og 5. bekk um stöðuna
og ástandið í fíkniefnaheiminum.
Einnig um mikilvægi þess að mynda
ákveðinn ramma um börn og að þau
alist upp við að ákveðnar reglur gilda
í samfélaginu og samskiptum manna á
milli. Ef við höldum þær þá vegnar
okkur betur í lífinu. Foreldrar þurfa að
vinna betur saman og losa sig við öll
gömul viðhorf á þessum málum. Ef
unglingur verður uppvís að fíkniefna-
neyslu þá má foreldri ekki skammast
sín eða fela neysluna heldur leita sér
hjálpar. I öðru lagi þá lítur dópisti í
dag ekki út eins og dópisti fyrir
fimmtán til tuttugu ámm. í dag
horfum við á allt niður í fjórtán ára
krakka sem eru búnir að vera í neyslu,
jafnvel í meðferð og líta mjög vel út.
Utlitið segir ekki til um ástandið eða
hversu mikilli neyslu einstaklingar eru
í. Unglingar þróa neysluna, reyna að
fela hana og líta oft mjög vel út á
meðan. Þegar neyslan hel'ur algjör-
lega yfirtekið einstaklinginn breytist
útlitið en þá er hún líka komin á mjög
alvarlegt stig. Nánari upplýsingar um
líkamleg einkenni neyslu má finna á
vimuvarnir.is , foreldrahús.is, saa.is,
lögregla.is."
Auðvelt að leyna hassneyslu
Kannabisefnin, hass, marijuna og
hassolía, eru efnin sem eru að gera
mestan skaða í unglingaheiminum að
mati Magnúsar. „Kannabisneysla þre-
faldaðist hjá yngstu neytendunum,
tuttugu ára og yngri frá 1995 til 2000.
Eftir 2000 erum við að telja í hundraða
taliþá sem leita sér hjálpar.“
Astæðan fyrir því að hassið er að
gera svona mikinn usla er vanþekking
foreldra á einkennum hassneyslu og
því eiga unglingar svo auðvelt með að
leyna henni. „Staðreyndin er að hass
er efni sem gjörbreytir einstaklingum.
Þetta er mjög lúmskur vímugjafi sem
dregur úr hormónastarfsemi, sest að í
heilanum og hefur áhrif á kirtla í kyn-
fæmm. Hass hefur því skaðleg áhrif á
heilastarfsemi og kynþroska unglinga.
Áhrifin af kannabis em væg geð-
hvarfasýki, þunglyndi, kvíðaköst,
einangrun frá umhverfi og ofsalegar
skapgerðarsveifiur. Það er því
sorglegt að enn í dag, árið 2003 þurfi
að takast á við fólk um það hvort eigi
að lögleiða hass eða ekki. Þetta fólk er
fast í fortíðinni og sjálfsblekkingu um
að þessi efni séu skaðlaus og ekki
ávanabindandi þegar staðreyndir segja
okkur allt annað,“ segir Magnús sem
talar af reynslu þess sem ánetjaðist
fíkniefnum.
gudbjorg@eyjafrettir.is
KRAKKARNIR f'ylgdust með fyrirlestrinum af niiklum áhuga og það sama gilti uni foreldrana.