Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 15.05.2003, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 15.05.2003, Blaðsíða 18
18 Fréttir Fimmtudagur 15. maí 2003 Handbolti: Fréttabikarinn 2003 Lokahóf handboltans Stelpurnar stálu senunni ÍSLANDSMEISTARAR ÍBV 2003 voru marghylltir á lokahófinu og hér cr verið að afhcnda þeim hálsmcn til minningar um góðan árangur. INGIBJÖRG Jónsdóttir var kjörin besti lcikmaður íslandsmeistaranna, Robcrt Bognar Eyjólfur Hannesson og Hildur Sólveig Sigurðardóttir voru var bestur hjá körlunum og Alla Gorgorian var markahæst. valin efnilegustu leikmennirnir. Það var mikið um dýrðir í Höllinni á föstudagskvöldið þegar IBV- íþróttafélag efndi til mikillar samkomu þar sem saman voru komnir forráðamenn félagsins, leikmenn, bæði handboltafólk og knattspyrnumenn auk fjölda stuðningsmanna, í allt um 250 manns. Hápunktur kvöldsins var svo uppgjör vetrarins í handboltanum þar sem stelpurnar í meistaraflokki stálu senunni með sína þrjá titla eftir veturinn. Þær eru meistar meistaranna 2002, dcildarmeistarar 2003 og loks Islandsmeistarar ársins 2003. Kvöldið var í alla staði hið glæsilegasta og umgjörðin eins og hún getur best orðið og á borðum voru dýrindis réttir. Mikið var um ræðuhöld þar sem mikið lof var horið á félagið, stjórnendur þess og ekki síst það mikla starf sem bæði keppendur og sjálfboðaliðar eru tilbúnir að leggja á sig. Unnur Sigmarsdóttir, þjálfari Kvennaliðs ÍBV, stiklaði á stóru í árangri vetrarins. Þar kom fram að lcikjafjöldi liðsins var í vetur 55; æfingaleikir, bikarleikir, deildarleikir og úrslitakcppni. Þrír leikir töpuðust, tveir urðu jafntefli og 50 unnust, „og geri aðrir betur,“ sagði Unnur. Þá kom einnig fram að liðið hefði verið 318 klst. við æfingar og 230 klst. hefðu farið í ferðalög, eða samtals 3,5 mánuðir miðað við átta stunda vinnudag! Davíð Þór og Þórsteina Að venju voru Fréttabikaramir, sem koma í hlut efnilegstu leikmanna handboltans karla og kvenna, afhentir á lokahófi handboltans. Komu þeir í hlut Davíðs Þórs Óskarssonar og Þórsteinu Sigurbjömsdóttur. I forsendum segir um Davíð Þór: „Davíð hefur sýnt miklar framfarir á undanförnum ámm og bankar nú orðið hressilega á dyr byrjunarliðs ÍBV. Hann lék töluvert með liðinu í vetur, skoraði 91 mark í 24 leikjum sem gerir tæp fjögur mörk að meðaltali í leik en auk þess var hann í lykilhlutverki hjá öðrum flokki karla sem er kominn í úrslitakeppni Islands- mótsins. Davíð hefur lengi verið í íþróttum, bæði fótbolta og handbolta en hefur nú snúið sér alfarið að handboltanum. Hann er stór og sterkur og ef spilað verður rétt úr þeim spilum, mun Davíð verða lykilmaður IBV innan skamms." Um Þórsteinu segir: „Meiri skyldur hafa verið lagðar á Þórsteinu í meistaraflokksliði IBV og undir lok tímabilsins var hún oftar í byrjunar- liðinu en ekki. Þórsteina lék auk þess stórt hlutverk í unglingaflokki sem HANDHAFAR Fréttabikarsins 2003, Davíð Þór og Þórsteina. náði sínum besta árangri á íslands- mótinu í háa herrans tíð. Iþróttir hafa skipað stórt hlutverk hjá Þórsteinu og bakgrunnurinn er ekki af verri endanum því hún stund- aði lengi fimleika og varð m.a. Islandsmeistari í þeirri grein árið 2002. Það sést líka á leik hennar á handboltavellinum að þar fer leik- maður í góðu líkamlegu formi. Þórsteina var ennfremur valin í ung- lingalandslið íslands sem tók þátt í undankeppni Evrópumótsins í Júgó- slavíu á dögunum. Meistaraflokkur kvenna hefur lengi haft á sér það orð að kaupa leikmenn en Þórsteina er gott dæmi um það góða unglingastarf sem hefur farið fram hjá IBV undanfarin ár og hún mun án efa leika stórt hlutverk með ÍBV á næsta ári. Landa- KIRKJA Fimmtudagur 15. maí Kl. 10.00. Mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu. Gott tækifæri til að koma saman og spjalla. Föstudagur 16. maí KI. 16.00. Útför Jóhanns Bjöms- sonar. Laugardagur 17. maí Kl. 14.00. UtförÖnnu Ragnheiðar Ivarsdóttur. Sunnudagur 18. maí Kl. I 1.00. Messa. Sérstaklega verður beðið fyrir bata og huggun eftir umferðarslysið aðfaranótt síðsta sunnudags. Söfnuðurinn er hvattur til að mæta í þessa messu og taka þátt í fyrirbæninni. Altarisganga. Kaffisopi á eftir. Miðvikudagur 21. maí Kl. 11.00. Helgistund á Hraun- búðum. Kl. 20.00. Opið hús í KFUM&K heimilinu. Fimmtudagur 22. maí Kl. 10.00. Mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu. Fastir viðtalstímar presta Landa- kirkju eru þriðjudaga til föstudag kl. I 1.00 - 12.00. Símar prestanna eru 4881501 (sr. Kristján) og 4881502 (sr. Þorvaldur). Hvítasunnu- KIRKJAN Fimmtudagur 15. maí Kl. 20:30 Biblíufræðslaþarsem nútímamál em skoðuð í ljósi Guðsorðs. Allir velkomnir. Föstudagur 16. maí Kl. 20:30 Unglingakvöld. Allt ungt fólk velkomið. Laugardagur 17. maí Kl. 20:30 Bænasamvera og brauðsbrotning. Sunnudagur 18. maí Kl. 15:00 SAMKOMA Komið og takið þátt í lofsöng lil Drottins. Lilja Óskarsdóttir predikar og beðið verður fyrir þeim sem óska. „gleði Drottins er hlífiskjöldur yðar.“ Nehemía 8:10. Allir hjartanlega velkomnir. Bænastundir á hverjum morgni kl. 7:30. Aðventkirkjan Laugardagur 17. maí Kl. 10.30 Biblíurannsókn. Biblían talar Sími 481-1585

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.