Fréttir - Eyjafréttir - 15.05.2003, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 15. maí 2003
Fréttir
19
Knattspyrna: Landsbankadeildin
Fyrsti leikurinn á sunnudasinn
STELPURNAR niæta Stjörnunni á Hásteinsvelli á þriðjudaginn í fyrstu uinferð deildarinnar.
Eyjamenn mæta KA mönnum í fyrsta
leik Landsbankadeildarinnar, en svo
nefnist efsta deild knattspymunnar í
sumar, á sunnudaginn á Hásteinsvelli
oghefst hannklukkan 14.00.
Á síðasta tímabili mættust ÍBV og
KA tvívegis, í bæði skiptin varð
jafntefli og í bæði skiptin urðu
lokatölur 1-1. Þá mættust liðin einnig
í fyrstu umferð, en á Akureyri og var
það Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem
jafnaði. 1 seinni leiknum kom Bjam-
ólfur Lámsson ÍBV yftr í fyrri hálfleik
en Þorvaldur Makan Sigurbjömsson
jafnaði stundarfjórðungi fyrir leikslok.
KA-mönnum hefur af flestum verið
spáð slöku gengi í sumar, eins og
reyndar ÍBV líka þannig að búast má
við hörkuleik. Magnús Gylfason,
þjálfari ÍBV sagði í samtali við Fréttir
að honum litist vel á leikinn. „Það er í
raun sama hverjum við mætum í
fyrsta leik en það er óneitanlega gott
að byrja á heimavelli. KA-mönnum
hefur gengið illa á undirbúnings-
tímabilinu, þeir hafa verið að tapa
leikjum gegn slakari liðum en á móti
kemur að þeir hafa æft við bestu
mögulegu aðstæður enda er risin
glæsileg knattspymuhöll fyrir norðan.
Þeir gætu alveg eins verið í íjórða sæti
eins og í því tíunda þannig að það er
ekkert á vísan að róa í þessu. Ég hef
reyndar ekki séð til þeirra í vetur en
samkvæmt því sem ég hef hlerað þá
spila þeir skynsamlega í vöminni og
leika kraftafótbolta sem þýðir að þeir
gefa ekkert eftir.“
Ársþing ÍBV-héraðssambands: Viðtal við Þór Vihjálmsson formann
Mikill fcrðakostnaður áhysgjucfni
Um síðustu helgi var haldið ársþing
ÍBV-héraðssambands. Þingið fór fram
í Týsheimilinu og var ágætis mæting á
þingið.
Þór Vilhjálmsson, formaður Hér-
aðssambandsins sagði að í heildina
væri hann mjög sáttur með þingstörf.
„Þingið fór mjög vel fram og margt
athyglisvert rætt. Eftir þinghlé voru
mjög líflegar umræður þar sem m.a.
var ræddur ferðakostnaður hjá IBV.
„Ég hafði fengið bréf frá ÍSI daginn
fyrir þingið þar sem tilkynnt var að
sambandið hefði náð hagstæðum
samningum við Flugfélag Islands en
eins og allir vita eigum við Eyjamenn
erfitt með að nýta okkur það því
Flugfélagið flýgur ekki hingað.
Samningurinn er mjög hagstæður fyrir
íþróttahreyfinguna í landinu en fulltrúi
frá ISÍ, sem sat á þinginu, var okkur
sammála um að sambandið þyrfti að
beita sér fyrir álíka samningi fyrir
ÍBV.
Þá var einnig rædd skipting Lottó-
tekna en nefndin sem vinnur að þeim
málum ætlar að skila af sér á næsta
þingi en einhverjar breytingar urðu þó
Á lokahófí ÍBV-íþróttafélags afíienti Þór Óskari Frey Brynjarssyni, Stcfaníu Guðjónsdóttur, Magnúsi Bragasyni
og Unni Sigmarsdóttur silfurmerki ÍBV.
á úthlutun þeirra á þessu þingi,“ sagði
Þór.
Engar breytingar urðu á aðalstjóm
héraðssambandsins en Sigursteinn
Leifsson tók sæti Sveins Þorsteins-
sonar í varastjórn. Aðrir í stjórn eru
Gísli Valtýsson, Leifur Gunnarsson ,
Amdís Sigurðardóttir, Bjöm
Þorgrímsson.
Coca Cola mótið í golfi:
Aðalstcinn sigraði
Klúbbakeppnin á sunnudaginn
Um síðustu helgi var opna Coca
Cola mótið haldið og var þátttaka
nokkuð góð eða 45 manns.
Spilaðar voru 18 holur og keppt
eftir punktakerfi með og án forgjafar.
Urslit urðu þau að án forgjafar
sigraði Aðalsteinn Ingvarsson á 72
höggum, annar varð Gunnar Geir
Gústafsson á 74 höggum og í því
þriðja Haraldur Júlíusson einnig á 74
höggum.
Með forgjöf sigraði Jón Pétursson
með 42 punkta. Ingi Tómas Bjöms-
son var annar með 38 punkta og í
þriðja sæti var Hörður Órri Grettis-
son með 37 punkta.
Á sunnudaginn verður hin árlega
klúbbakeppni Kiwanis, Akóges og
Oddfellow. Auk þess tekur félagið
Akóges í Reykjavík einnig þátt í
keppninni en keppnin er opin öllum
félögum þessara þriggja félaga-
samtaka á landinu, auk maka þeirra.
Keppt er um veglegan verð-
launagrip í aðalkeppninni en að auki
er sveitakeppni og efstu einstak-
lingar verðlaunaðir. Þá em einnig
sérstök verðlaun fyrir að vera næst
holu á par 3 brautum eftir upp-
hafshögg, svo og fyrir lengsta teig-
högg á 1. braut.
Mæting er kl. 12 á hádegi og ræst út
á öllum brautum kl. 12.30. Völlur-
inn verður lokaður fyrir annarri spila-
mennsku frá kl. 42.00 til kl. 17.30 á
sunnudag.
Handbolti: Hræringar
TSSI
Óvíst með Unni
Eins og áður hefur komið fram hafa
Ingibjörg Jónsdóttir og Vigdís Sig-
urðardóttir ákveðið að leggja skóna á
hilluna og skilja þær eftir sig stórt
skarðíliðinu.
Flestir aðrir leikmenn munu hins
vegar spila með liðinu á næsta ári m.a.
allir útlendingamir fyrir utan Önu
Perez sem er að flytja frá Eyjum. Þá
em forráðamenn liðsins famir að
svipast um eftir markverði og verður
þá væntanlega um erlendan leikmann
að ræða þar sem að erfitt er að fá
íslenska leikmenn til Eyja.
Þá er þjálfarastaðan einnig á lausu
en Unnur Sigmarsdóttir var með eins
árs samning við liðið sem hefur ekki
enn verið endumýjaður.
Mikael Akbasev, aðstoðarþjálfari
Unnar og yfirþjálfari yngri flokkanna
INGIBJÖRG og Vigdís eru hættar.
er líklega á fömm frá Eyjum og vom
uppi hugmyndir hjá ÍBV að sameina
þjálfun meistaraflokks og yngri flokka
kvennahandboltans að einhveiju leyti.
ÍBVí
viðræðum
við Eradze
Forráðamenn handknattleiksliðs
karla eru komnir á fullt við undir-
búning næsta tímabils en þegar
hefur ráðið tryggt að leikstjómand-
inn og Ungverjinn, Robert Bognar
verði áfram með á næstu leiku'ð. Þá
mun landi hans vera í skoðun og
miklar líkur á því að hann gangi til
liðs við IBV. Þar er á ferð sterkur
örvhentur leikmaður sem getur
leikið bæði í horni og í skyttu-
hlutverki.
Þá er IBV einnig í viðræðum við
landsliðsmarkvörðinn Roland
Eradze, sem lék með Valsmönnum
í vetur. IBV vareinnig í viðræðum
við markverðina Jóhann Guð-
mundsson og Hörð Flóka Ólafsson,
sem lék með liðinu veturinn 2001-
2002. Svo virðist sem Jóhann sé
kominn í raðir Fylkis en Hörður
Flóki hefur ekki gefið ÍBV endan-
legt svar.
Stórsigur
hjó ÍBV
ÍBV og KFS áttust við á laugar-
daginn og léku liðin á Helga-
fellsvelli. Leikurinn var jafn fram-
an af og mátti varla á milli liðanna
sjá. En smám saman náðu leik-
menn IBV undirtökunum og staðan
í hálfleik var 2-1.
í seinni hálfleik kom hins vegar
góður leikkafli hjá ÍBV sem skoraði
fjögur mörk á stuttum tíma og
botninn dalt úr leiknum. Lokatölur
urðu svo 6-1 fyrir ÍBV, ágætis
æfing fyrir komandi átök.
Mörk ÍBV: Bjarni Rúnar Einars-
son 4, Bjami Geir Viðarsson 1 og
Pétur Runólfsson I.
Mark KFS: Magnús Steindórsson.
Lokahóf HSÍ um
helgina
Lokahóf HSÍ verður haldið á
laugardaginn. Fer hófið fram á
skemmtistaðnum Broadway og
mun þjóðhátíðarbandið Skítamórall
leika fyrir dansi. Eyjamenn munu
að sjálfsögðu fjölmenna á hófið
enda með besta kvennalið landsins
um þessar mundir.
Framundan
Laugardagur 17. maí
Kl. 11.00 Keflavík-ÍBV 6. fl. karla,
Faxafl.mót.
Kl. 13.00 Grótta-ÍBV 6. fl. karla,
Faxafl.mót.
Kl. 14.00 Breiðablik-ÍBV 6.fl. karla
Faxafl.mót.
Sunnudagur 18. maí
Kl. 14.00 ÍBV-KA Landsbanka-
deild karla.
Kl. 16.00 Víðir-KFS 2. deild karla
Þriðjudagur 20. maí
Kl. 20.00 ÍBV-Stjarnan Lands-
bankadeild kvenna