Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 15.05.2003, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 15.05.2003, Blaðsíða 10
10 Fréttir Fimmtudagur 15. maí 2003 B amakarlinn sem hræðist ekki þá stóm Ingimar Georgsson, kaupmaður í Vömvali, fagnar tíu ára afmæli verslunarinnar en hann er einn örfárra í greininni sem enn standa uppi í hárinu á risunum á matvömmarkaði Matvöruverslunin Vöruval er tíu ára um þessar mundir. Þar ræður Ingimar Georgsson, kaupmaður, ríkjum og tók hann við af Sigmari bróður sínum sem seldi honum verslunina fyrir fjórum árum. Mikil sam- þjöppun hefur verið á matvörumarkaðnum á undanförnum árum þar sem tveir risar, Baugur og Kaupás, ráða stærstum hluta markaðsins. Ekki hefur þeim alveg tekist að þurrka út kaupmanninn á horninu þó stór skörð hafi verið höggin í raðir þeirra. Ingimar er í þeim hópi sem telur orðið innan við tuttugu matvöruverslanir í einka- eign á öllu landinu. Risarnir hafa fylgst með Ingimari og tvisvar gert honum tilboð í verslunina. Það gekk ekki og það er engan bilbug á honum að finna og nú er hann velta fyrir sér að stækka versl- unina sem er til húsa í Kúluhúsinu við Vesturveg. Ekki margir sjálfstæðir I viðtali við Fréttir segir Ingimar að sjálfstæðar verslanir séu í dag innan við tíu í Reykjavík. „Það eru verslanir á Selfossi, Hveragerði, Akranesi og Sauðárkróki sem ekki tilheyra þeim stóru,“ segir Ingimar. „Þeir mynduðu með sér samtök og reyndu þeir að fá mig inn en ég hafði ekki áhuga. Ég held reyndar að þetta hafi ekki gengið upp hjá þeim,“ bætti Ingimar við. Ingimar er fæddur í Vestmanna- eyjum árið 1960, þann 12. maí og varð hann því 43 ára á mánudaginn þegar Fréttir tóku hús á honum. „Ég er alinn upp við Skólaveginn, nánar tiltekið á Vegbergi sem er hús númer 32 við Skólaveginn. Ég er yngstur átta syst- kina og við erum sjö enn á lífi, öll búsett í Vestmannaeyjum. Foreldrar mínir eru Georg Skæringsson sem er látinn og móðir mín er Sigurbára Júlía Sigurðardóttir og ég held að afkom- endur þeirra og tengt fólk sé á milli 50 og 60 sem býr hér í Vestmanna- eyjum.“ Ingimar er kvæntur Hjördísi Ingu Arnarsdóttur og hafa þau lagt sitt af INGIMAR, ásamt hluta af starfsfolki sínu í Vöruvali. F.v. Arnar Ingimarsson, Elín Þóra Ólafsdóttir, Ragna Birgisdóttir, Eygló Guðmundsdóttir, María Yr Kristjánsdóttir, Sóley Guðjónsdóttir, Margrét Kristjánsdóttir, Ingimar og Guðmundur Sveinsson. mörkum í að fjölga mannkyninu með sín sjö böm og eitt bamabam. Það elsta er 21 árs og það yngsta leit dags- ins ljós 19. mars sl. Þegar hann er spurður að því hvort hann sé að keppa í bameignum við Hartmann Asgríms- son, tannlækni og Eddu Hauksdóttur, konu hans sem eiga átta böm svarar hann neitandi. „Ætli þetta verði ekki látið duga og núna emm við tíu sem búum heima, við Hjördís, bömin sex, ein er flogin úr hreiðrinu, bamabam og tengdasonur. Gæti ég trúað að heimilið að Heiðarvegi 64 sé eitt af þeim stærri ef ekki stærsta heimilið í Vestmannaeyjum,“ segir Ingimar og stoltið leynir sér ekki. „Húsið er stórt en það var öllu þrengra um okkur þar sem við bjuggum áður, í Beijanesi sem stendur við Faxastíginn. Þar vorum við til ársins 1997 og þá var orðið verulega þröngt um okkur.“ Ætlaði að verða smiður Ingimar fór hefðbundna leið upp bamaskólann og svo tók Gagnfræða- skólinn þar sem hann var í síðasta árganginum sem útskrifaðist þaðan áður en hann varð að Framhalds- skólanum í Vestmannaeyjum. „Ég ætlaði að læra meira, fara í smíði og ég var byrjaður að læra smíði hjá Skæringi bróður. Við vorum að skipta um glugga á efri hæðinni þar sem Fréttir em til húsa í dag. Þar vora þá þar skrifstofur Tangans, sem var helsta matvöruverslunin í bænum. Sigmar bróðir var að vinna þar og allt í einu vantaði hann sendil. Ég sló til þegar hann bað mig um að koma en ætlaði mér ekki að vera lengi en teningunum var kastað því ekkert varð úr smíðanáminu og síðan hef ég unnið í verslun," segir Ingimar sem þá var 17 ára. „A Tanganum var ég í tvö ár en það má segja að ég sé að nokkm leyti alinn upp í matvöruverslunum því ég var held ég ekki nema níu ára gamall þegar ég fór að elta Simma bróður, sem þá vann í Kaupfélaginu við Bárustíg. Þá vom vörur merktar með merkibyssum og fékk ég að dunda mér við verðmerkingar. Ég var því ekki alveg ókunnugur í matvöm- verslunum þegar ég byrjaði á Tanganum. Þegar ég hætti á Tang- anum fór ég til Kristmanns Karlssonar í K. Kristmanns þar sem ég var í 20 ár.“ Þegar Ingimar byrjaði á Tanganum var verslunin í gömlu virðulegu húsi sem stóð austan við nýja Tangahúsið þar sem Krónan er nú til húsa. „Það hefur margt breyst síðan því þá var allt afgreitt yfir búðarborðið og um 60% var sent heim. Þá var flotinn líka miklu stærri og ætli um 90% hans hafi ekki verið í viðskiptum við Tangann. Það var svo mikið að gera í send- ingunum að við vomm fjórir sem skiptum á okkur vöktunum. Þama voru með mér, auk Simma, Reynir heitinn Másson og Tommi á Tanganum, Tómas Geirsson, sem hafði unnið Ueiri áratugi í verslun. Aðstæður breyttust mikið þegar nýi Tanginn var opnaður í desember 1979. Þá tókum við stökk ein tuttugu ár fram á við og vomm komnir inn í svipað umhverfi og nú er.“ Sölumaður af guðs náð Ingimar segist eiga fullt af sögum frá þessum tíma. Nefnir hann til dæmis loðnubátana sem þá vom bátar en ekki stór skip eins og í dag. „Þá tóku allra stærstu bátamir þetta 500 til 700 tonn og urðum við iðulega að handlanga kostinn ofan á brúarþakið þegar þeir vom með fullfermi og allt á bólakafi. Sumir kokkamir vildu láta ná í sig svo þeir kæmust í vítamínbúðina til að ná sér í hressingu. A þessum ámm voru þykkar og miklar drykkjarkönnur algengar í bátum og þegar Reynir var að selja þessar könnur sýndi hann fram á að þær væm óbrjótandi með því að kasta þeim í gólfið. Ef það gerðist að kanna brotnaði sagði Reynir, snöggur upp á lagið; -Ég er búinn að selja svona könnur í 25 ár og engin þeirra hefur brotnað til þessa þó ég hafi hent henni í gólfið. Reynir var sölumaður af guðsnáð og yfirleitt dugði þetta. Hann gat verið harður, lá við að maður grenjaði undan honum, en hann reyndist mér alltaf vel og það sama má segja um hina karlana." Ingimar segir að margt hafi verið brallað á Tanganum og menn alltaf tilbúnir að reyna eitthvað nýtt. „Þegar

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.