Fréttir - Eyjafréttir - 15.05.2003, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 15. maí 2003
Fréttir
17
Magnús Gylfason þjálfari:
Emm tilbúnir í slaginn
Eyjamenn réðu til sín nýjan þjálfara
fyrir komandi átök en sá heitir
Magnús Gylfason. Flestir ráku upp
stór augu þegar hann var ráðinn enda
kannski ekki þekkt nafn í þjálfun á
meistaraflokki í knattspymu. En
þegar betur er að gáð kemur í ljós að
Magnús er reyndur þjálfari, þjálfaði
m.a. U-19 ára landslið íslands og var
innan handar við þjálfun eldri
landsliðanna.
Þessi ráðning er líka í takt við það
sem Eyjamenn hafa verið að gera
undanfarin ár, reynslulitlir þjálfarar
hafa fengið tækifæri og oftar en ekki
hefur það komið vel út fyrir ÍBV.
Magnús var tekinn tali á dögunum og
hann beðinn um að segja dálítið frá
sjálfum sér til að byija með.
„Eg heiti Magnús Gylfason og er
lærður iðnrekstrarfræðingur frá
Tækniháskóla Islands. Eg er í sambúð
með Haildóru Sjöfii Róbertsdóttur og
á eina 14 ára dóttur, Dagnýju Dís sem
mun vera með mér héma í sumar.
Undanfarin ár hef ég verið að reka
mitt eigið fyrirtæki, Svalþúfu sem er
saltfiskverkun í Hafnarfirði þannig að
við Viðar Elíasson, formaður knatt-
spymudeildarinnar emm oft að bera
saman bækur okkar.“ segir Magnús í
léttum tón.
Þurftir þú lcrngan tíma til að ákveða
þig að taka við þjálfun IBV?
„Nei í sjálfu sér ekki. Það hafði
lengi staðið til hjá mér að taka að mér
þjálfun í meistaraflokki og eftir smá
umhugsun ákvað ég að taka starfinu.
Ég var auðvitað meðvitaður um
hvemig staðan var héma eftir síðasta
sumar en eftir að hafa kannað það mál
og aflað mér upplýsinga þá ákvað ég
að taka við liðinu.“
Magnús segir að þrátt fyrir erfiðar
aðstæður þá sé hann nokkuð sáttur við
undirbúning liðsins? „Ég er mjög
sáttur við undirbúninginn og tel að
liðið sé á réttu róli fyrir fyrsta leik.
Við höfum verið að fá menn inn í
hópinn sem ég hef mikla trú á auk
þess að vera með sterka einstaklinga
fyrir í hópnum. Annars hefur þetta
gengið vel og þótt við höfum verið í
tveimur hópum, sem er nýtt fýrir mér,
þá held ég að æfingaferðin til Spánar
hafi hjálpað okkur mikið. Við
spiluðum mikið í deildarbikamum
eftir áramót þannig að þá fékk ég
tækifæri á að kynnast leikmönnum og
þeir mér.“
Er liðið klárt fyrirfyrsta leik?
„Ég mundi segja að við séum að
verða klárir í slaginn. Meiðsli hafa
auðvitað sett eitthvert strik í reikning-
inn en það má búast við slíku þegar
álagið eykst þannig að við emm bara á
góðu róli.“
Nú hafa menrt veríð að spá um gengi
IBV og flestir eru á því að liðið muni
verða í neðri hluta deildarinnar,
eigum við von á erfiðu sumri?
„Ég held við getum verið sammála
um að liðið sé ungt að ámm og liðið
lenti í basli á síðustu leiktíð. En ég
vona að við séum búnir að styrkja
hópinn nægilega til að við getum
staðið okkur en annars á ég von á því
að þrjú lið, KR, Fylkir og Grindavík
eigi eftir að skera sig úr. Hin sjö liðin
verða í einum hnapp þannig að við
gætum alveg eins verið í fjórða sæti
eins og í botnbaráttunni."
Hvað með umgjörðina hér í Eyjum,
Itvemig líst þér á hana ?
„Mér líst mjög vel á það sem ég hef
séð til þessa. Það er í raun ekkert
héma sem hefur komið mér á óvart
enda vissi ég að hér er vel staðið að
málum er varða knattspymu. Ég er í
raun mjög sáttur." sagði Magnús að
lokum.
Halló Halló
Sæluvika húsmæðra verður vikuna 16. 23. júní,
einnig verður helgarferð 20. - 23. júní. Farið verður
að Laugarvatni og dvalið þar í góðu yfirlæti.
Hittumst hressar og kátar.
Vinsamlegast látiö vhta um þátttöku fyrir 30.
íþróttamiðstöðin verður lokuð fró kl.
08.00 - 17.30, mónudaginn 19.maí
vegna nómskeiðs starfsfólks.
íþróttamiðstöðin Ve
vfv Aöalfundur
Aðalfundur Verslunarmannafélags Vestmannaeyja verður
haldinn þriðjudaginn 27. maí 2003 í Höllinni, efri sal kl. 20.00
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnurmál
Er mín eigin fyrirmynd
Að loknum fundi mun Grímur kokkur kenna verslunarmönnum ýmis
góð ráð til notkunar við grillið í sumar og gefst fundarmönnum tækifæri
á að gæða sér á því sem grillað verður.
-segir Bjamólfur í mjög persónulegu spjalli
Fullt nafn: Bjamólfur Lárusson.
Gælunafn: Bumbó, Mr. Beautiful.
Hæð, þyngd, aldur: 183 cm, 78 kg. 27 ára.
Númer: 10.
Menntun og störf: í námi við Tækniháskóla íslands í
markaðsfræði.
Leikir í efstu deild: Hætti að telja í tíu leikjum.
Mörk í efstu deild: 7 mörk.
Hverjir eru bestir í enska boltanum: Hljóta að vera
Scunthorpe.
Fyrirmyndin á vellinum: Enginn nema ég sjálfur.
Stærsta stund í boltanum: Hver mínúta með boltann á
tánum er minnisstæð.
Mestu vonbrigði: Engin vonbrigði, eintóm hamingja.
Hver er grófastur á æfingum: Palli, það gerir persónu-
leikinn.
Hvern er auðveldast að klobba á æfingum: Haffa
Beckham.
Þrjú orð til að lýsa Magnúsi: Ákveðinn, hávær og vel
greiddur.
I hvaða sæti endar IBV í sumar: 4.-8. sæti.
Ekkert uppáhald í ensku
-segirTryggvi Sveinn í opinskáu spjalli
Fullt nafn: Tryggvi Sveinn Bjamason.
Gælunafn: Trix og Hreggviður.
Hæð, þyngd, aldur: 195, 90 kg, 20 ára enda fæddur 16.
janúar 1983.
Númer: 3.
Menntun og störf: Búinn með grannskóla og einn vetur í
MH.
Leikir í efstu deild: 16.
Mörk í efstu deild: 1.
Hverjir eru bestir í enska boltanum: Nokk sama, á
ekkert uppáhaldslið í enska boltanum.
Fyrirmyndin á vellinum: Franco Baresi, AC Milan.
Hann spilaði aldrei giftur.
Stærsta stund í boltanum: Islandsmeistaratitillinn með
KR í fyrra.
Mestu vonbrigði: 2001 tímabilið með KR, botnbarátta
allan tímann.
Hver er grófastur á æfingum: Baby face, Andri Ólafsson.
Hvern er auðveldast að klobba á æfingum: Bjamólf
Lámsson, það er líka skemmtilegast að klobba hann.
Þrjú orð til að lýsa Magnúsi: Kraftmikill, metnaðarfullur
pg fínn náungi.
I hvaða sæti endar ÍBV í sumar: 4.-7. sæti.
Aðalfundur
Sveinafélags Járniðnaðarmanna Vestm annaeyj um
Verður haldinn miðvikudaginn 28. maí kl. 19. í sal félagsins.
1. Venjuleg aðalíundarstörf
2. Önnur mál
3. Lagabreytingar
Stjómin
Gögn liggja á skrifstofu félagsins. Einnig á fréttavef félagsins:
http://notendur.centrum.is/sjv/frettir.html
Mætum og tökum þátt í störfum félagsins
Stjórnin
*< STOÐTÆKNI
Gísli Ferdinandsson efif
Kolbeinn Gíslason, stoðtækjafræðingur
verður með hlaupa- og göngugreiningar
í Sjúkraþjálfuninni Strandvegi 80
mánudaginn 19 maí.
Upplýsingar og tímapantanir
í síma: 581-4711
10. bekkingcir og forróöomenn
fromhaldsskólinn í Vestmonnoeþjum býður ykkur til
kynningorfundor í húsi skólons þriðjudogskvöldið 20.
moí kl. 20.00.
Á fundinum verður stutt kynning á skólonum og
námsmöguleikum er þar bjóðost.
fíð kynningu lokinni verður boðið upp á léttor veitingor
og þá gefast tækifseri til að spyrja kennoro og
stjórnendur um hvoðeino er fólk vill fó oð vito um
skólonn og skólostorfið.
11 111 1 i i i i “i i l n i i 1 i i i i
FRAMHALDSSKÓLIIMIM 1
VESTMAIMTMAEYJDM