Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 15.05.2003, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 15.05.2003, Blaðsíða 13
Föstudagur 15. maí 2003 Fréttir 13 Guðrún Rannveig Jóhannsdóttir skrifar: Gullið tækifæri til að byggja hraunmenningarhús Fyrir 70 árum var glæsilegasta og stærsta samkomuhús á íslandi byggt hér í Eyjum af framsæknu fólki, sem var staðráðið í að láta meðalmennskuna lönd og leið, eins og svo margt annað sem fyriirennarar okkar tóku sér fyrir hendur og gerðu garð Eyjanna á þeim tíma hvað mestan og létu ekki úrtölufólk og aðra boðbera svartnættis komast upp með moðreyk. Nú er komið að okkur. Nú skulum við Eyjamenn byggja sérstæðasta menningarhúsið á Islandi og þótt víðar væri leitað, því við erum að tala um hús sem hver einasti ferðamaður sem kæmi til Eyja vildi alls ekki missa af að heimsækja og ef vel tekst til munu erlendir ferðamenn koma til landsins fyrst og fremst til þess að sjá Hraunhúsið. Áformin um að byggja menningar- hús inn í hrauntung- una við Kirkjuveg og Strand- veg eru svo spennandi að það er ekki hægt annað en fagna þeim sérstaklega og hvetja til þess að það verði gert með glæsibrag. Teikningamar, sem bærinn er búinn að láta gera, eru lykill að einstæðu húsi sem á eftir að verða gullmoli fyrir ímynd Vestmannaeyja og ferðaþjónustuna sem á svo mörg ónotuð tækifæri í Eyjum. Það skiptir miklu máli fyrir okkur í Vestmannaeyjum að gera eitthvað öðruvísi en aðrir eru að gera og þá höfum við einstæðan möguleika sem er tenging við eldgosið og náttúru Eyjanna, hvort sem er á landi eða í sjó. Við megum ekki nota þetta stórkost- lega tækifæri, sem framlag ríkissjóðs er, til þess að lappa upp á gamla kumbalda, eins og sagt er. Við eigum að standa saman um að gera nú átak sem við getum verið stolt yfir og státað af. Við höfum gert það í íþróttamannvirkjum og öðru sem skiptir miklu máli félagslega og nú höfum við trompið á hendi til að byggja einstæða og glæsilega bygg- ingu inn í sjálft hraunið og hug- myndin um að tengja salthús ísfé- lagsins inn í pakkann, með hinum ýmsu söfnum, finnst mér frábær, sjó- minjasafn, gosminjasafn, nátturu- gripasafn, Ijósmyndasafn má þar neftta safrt Sigurgeirs Jónassonar, saíh Guðríðar Símonardóttur, slysavama- safn svo eitthvað sé nefnt. þetta er verk sem við eigum að vinna hratt og skipulega, það er búið að bíða nógu lengi. Grindvíkingar byggðu fyrir skömmu glæsilegt saltfisksetur fyrir liðlega 200 milljónir króna. Er það alveg til fyrirmyndar og hefur laðað að fjölda gesta. Eins eigum við að nýta þetta einstæða tækifæri með því að ramma inn söguna, reynslu Eyjamanna, menningu og margs konar möguleika í Hraunmenningarhúsi. Það fer saman að þessi hugmynd er bæði spennandi og einstök en hún kostar mikla pen- inga. Ef hún er gerð með glæsibrag og öllum þeim möguleikum sem slík útfærsla býður upp á þá mun hún einnig gefa af sér tekjur, verulegar tekjur. Ekki síst þess vegna eigum við að nota þetta gullna tækifæri. Við eigum ekki alltaf að velja annan eða þriðja besta kostinn né láta skammta okkur eitthvað meðaltal. Við eigum að byggja Hraunmenningarhús eins og við eigum að leggja áherslu á jarðgöng milli lands og Eyja, ef rannsóknir gefa til kynna að það sé framkvæmanlegt. Fyrir 70 árum var glæsilegasta og stærsta samkomuhús á Islandi byggt hér í Eyjum af framsæknu fólki, sem var staðráðið í að láta meðal- mennskuna lönd og leið, eins og svo margt annað sem fyrirrennarar okkar tóku sér fyrir hendur og gerðu garð Eyjanna á þeim tíma hvað mestan og létu ekki úrtölufólk og aðra boðbera svartnættis komast upp með moðreyk. Nú er komið að okkur. Nú skulum við Eyjamenn byggja sérstæðasta menn- ingarhúsið á fslandi og þótt víðar væri leitað, því við erum að tala unt hús sem hver einasti ferðamaður sem kæmi til Eyja vildi alls ekki missa af að heimsækja og ef vel tekst til munu erlendir ferðamenn koma til landsins fyrst og fremst til þess að sjá Hraunhúsið. Þetta er eitt af því sem okkur vantar í dag, drífum í því. Guðrím Rannveig Jóhannsdóttir Guðjón Hjörleifsson skrifar: Þökkum frábæran stuðning Eg vil fyrir mína hönd og fram- bjóðenda Sjálfstæðis- flokksins þakka fyrir þann mikla og góða stuðning sem við urðum aðnjótandi í alþingis- kosningunum 10. maí sl. Við gerðum okkur grein fyrir því að það væri á brattann að sækja eftir 12 ára setu í ríkisstjórn og klofningsframboð í Suðurkjödæmi, sem varð til þess að Sjálfstæðisflokkinn vantaði 120 atkvæði til þess að verða áfram stærsti flokkurinn í kjördæminu. Við munum í störfum okkar kapp-kosta að vinna bæjarfélaginu svo og kjördæminu öllu það gagn sem við mögulega getum. Að lokum viljum þakka þeim fjöl-mörgu sem lögðu sitt af mörkuni með miklu og óeigingjörnu starfi í þessum kosningum. F.h. frambjóðenda Sjálfstœðis- flokksins í Suðurkjördœmi Guðjón Hjörleifsson ísólfur Gylfi Pólmason skrifar: Að kosningum loknum Hér um slóðir var um drengilega kosningabaráttu að ræða og þakka ég öllu því fólki sem unnið hefur fyrir mig og Framsóknarflokkinn hér í Vestmannaeyjum, með Oddnýju Garðarsdóttur í fararbroddi. Öllu þessu góða fólki vil ég þakka af alhug. Einnig vil ég þakka Vestmannaeyingum fyrir einstaklega gott og skemmtilegt samstarf. Að kosn- ingum loknum verður spennufall í þjóðfélaginu örskamma stund. Margir hafa lagt hart að sér í kosn- ingabarátt- unni bæði þeir sem í framboði eru og einnig fjöldinn alluraf sjálfboðaliðum. Þeir sem ná ekki markmiðum sínum verða auðvitað vonsviknir um stund en þegar einar dyr lokast opnast aðrar eins og sagt er. Hér um slóðir var unt drengilega kosningabaráttu að ræða og þakka ég öllu því fólki sem unnið hefur fyrir mig og Framsóknar- flokkinn hér í Vestmannaeyjum, með Oddnýju Garðarsdóttur í fararbroddi. Öllu þessu góða fólki vil ég þakka af alhug. Einnig vil ég þakka Vest- mannaeyingum fyrir einstaklega gott og skemmtilegt samstarf. Ég lít aldrei á mig sem gest hér í Eyjurn heldur sem þátttakanda í mannlíftnu svo vel er mér alltaf tekið. Eins er ástæða til þess að þakka framámönnum Frétta fyrir áhuga þeirra á stjórnmálunum og því sem við höfum verið að gera. Það er ekki sjálfgefið að eiga jafn sterkt fréttablað á ekki stærri stað. Pólitíkinni má líkja að þessu leyti við lciki IBV, stundum vinna menn og stundum tapa þeir. Góður íþróttamaður þarf bæði að geta tekið sigmm og ósigmm. Nýkjömum alþingismönnum óska ég velfarnaðar. Það er von mín að Vestmannaeyjar megi eflast í öllum skilningi þeirra orða og að ró komist á bæjarmál þannig að menn skilji aðalatriði frá aukaatriðum og öflugt uppbygg- ingarstarf hefjist á ný. Eyjavision blásin af þetta árið VERÐI Eyjavision að veruleika mun hún örugglega hressa upp á þjóðhátíð. Eins og greint hefur verið frá í Fréttum hefur staðið til undanfarið að hafa undankeppni vegna vals á þjóðhátíðarlaginu í ár. Komu rúm tuttugu lög í keppnina sem auglýst var fyrir skömmu og fyrirhugað var að halda keppnina 23. maí nk. Því var svo frestað í síðustu viku og ný dagsetning fundin, 6. júní. En í gær bámst þær fréttir að búið væri að blása forkeppnina af og verður hlutlaus dómnefnd sett í það að velja eitt af þeim átta lögum sem valin höfðu til þess að keppa í úrslitum. Ástæðan er. fyrst og fremst knappur tími og treystu tónlistarmenn sér ekki til þess að útsetja öll lögin á nokkmm vikum. Menn hafa þó ekki gefist upp á hugmyndinni og er ætlunin að leggja fyrr af stað í þessa vinnu fyrir þjóð- hátíðina 2004 og fá menningar- málanefnd bæjarins til að gera ráð fyrir fjármunum í verkefnið fyrir næsta ár. Spurt er: Hvernig líst þér á karla- lið ÍBV í sumar? Guðný Óskarsdóttir form. Stuðningsklúbbs ÍBV: -Mjög vel. Ætli við endum ekki í fimmta sæti, ég er nokkuð bjart- sýn og hef trú á strákunum. Arnar Richardsson verslunar- stjóri: -Mér lfst ágætlega á þetta, lísl vel á þjálfarann fyrir utan það að hann heldur með Man.Utd. ÍBV endar í fimmta sæti, fyrir ofan það er bónus. Hörður Þórðarson leigubíl- stjóri: -Mér líst bara þrælvel á liðið, þetta eru ungir og sprækir strákar. Eg hugsa að við verðum ekki neðar en í þriðja sæti. Páll Marvin Jónsson: -Bara glimrandi flott, þeir eiga eftir að koma skemmtilega á óvart. Við endum í þriðja sæti.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.