Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 15.05.2003, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 15.05.2003, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 15. maí 2003 Fréttir 9 ÞAÐ var spenna í loftinu þegar Fréttir litu við á kosningaviiku Samfylkingar í Alþýðuhiisinu. sagði hann hana hafa verið málefna- lega hjá flestum. „Samt er það nú alltaf þannig að sami flokkurinn heldur uppi persónulegum árásum á mig. Aðrir fannst mér vera málefna- legir í baráttunni.” Eins og kom fram í fréttum kærðu Samfylkingin og Vinstri grænir þá ákvörðun kjörstjómar að heimila sjálfstæðismönnum að vera með sitt fólk í kjördeildum. Guðjón sagðist aðspurður telja að mjög óeðlilegt hefði verið ef þeim einum hefði verið synjað um þetta. „Þetta var gert annars staðar án athugasemda. Eins er athyglisvert að þeir sem vom að kæra, þ.e. Samfylkingin, hafa alltaf hingað til verið með fólk í kjördeildum.” Hann sagði að kosningabaráttan hefði verið skemmtileg og athyglis- verðast í henni hafí verið mikil virkni unga fólksins. „Eins hvað þau höfðu gaman af þessu. Eins fann maður fyrir gríðarlegum styrk í Eyjum og fékk ég íjölmörg símtöl þar sem fólk var að lýsa yfir stuðningi við Sjálfstæðis- flokkinn. Nokkuð af þessu fólki hafði aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn, þá hlýnaði manni um hjartarætur.” Guðjón sagðist vonast til að hann væri á leið í ríkisstjóm. „Þessir flokkar hafa unnið mjög farsællega saman í átta ár og vonandi verður framhald þar á. Eg á von á að flokkamir nái saman enda þekkja menn hver annan nokkuð vel.“ Aðspurður hvort hann væri farinn að undirbúa fyrstu ræðu sína á Alþingi sagðist hann ekki vera farinn að liugsa svo langt. „Eg ætla mér fyrst að setjast þarna inn og venjast andrúmsloftinu og svo verður tekið til óspilltra málanna,” sagði Guðjón að lokum. / I samræmi við okkar markmið Stærsti stjómmálanokkurinn í nýju Suðurkjördæmi er Samfylkingin eftir að ílokkurinn fékk 29,67% atkvæða og fjóra menn kjöma. Lúðvík Berg- vinsson, fjórði þingmaður kjör- dæmisins, sagði í samtali við Fréttir að það hljóti að teljast góður árangur hjá llokknum að hafa rofið þijátíu prósent múrinn á landsvísu. „Það hefur ekki gerst áður að annar flokkur en Ihaldið hafi náð þeim árangri frá árinu 1931. Það er líka mikill styrkur að vera nú með tuttugu manna þingflokk. Það er því full ástæða til að vera ánægð með árangur okkar á landsvísu." Aðspurður um hvort samfylkingar- menn í kjördæminu hafi átt von á því að fjórði maður á lista þeirra kæmist inn sagði Lúðvík að í flestum könn- unum hafi Samfylkingin verið með þrjá til fimm menn inni. „Nema í merkri skoðanakönnun vikublaðsins Frétta, sem blaðið gerði góð skil. Þar vomm við með einn mann inni en við höfðum nú aldrei trú á þeirri könnun. Það má því segja að niðurstaða kosn- inganna sé í samræmi við það sem flestar kannanir gáfu til kynna um okkar fylgi og í samræmi við okkar markmið.” Samfylkingin kærði ákvörðun yfir- kjörstjórnar að heimila flokkunum að hafa fulltrúa sína í kjördeildum en Sjálfstæðisflokkurinn hafði farið fram á úrskurð þar um. Samfylkingin kærði þennan úrskurð og féllst undir- kjörstjóm á rök þeirra. Þetta mál setti svip sinn á kjördaginn en að lokum fékk Sjálfstæðisflokkurinn heimild til að fara út með kjörgögn. Lúðvík sagði að það væri óskandi að menn létu af þeim ósóma að njósna um hverjir nýta kosningarétt sinn. ,,Fólk heftir sjálfstæðan rétt til þess að ákveða hvort það vill nýta kosninga- rétt sinn eða ekki, án þess að fram-boðin hafi afskipti af því. Eina framboðið sem stundaði þetta eftirlit var Sjálfstæðisflokkurinn og rökstuddi hann gjörðir sínar með því að hann vildi hafa eftirlit með framkvæmd kosninganna. Þetta þótti mér eftir- tektarvert þar sem aðrir flokkar virtust treysta yfirkjörstjórn, sem falin var framkvæmd kosninganna, fullkom- lega. Það sem vekur svo enn frekari athygli í þessu er sú staðreynd að yfir- maður framkvæmda kosninganna er flokksbundinn sjálfstæðismaður og fulltrúaráðsmaður í Sjálfstæðis- flokknum í Eyjum. Flokkurinn virðist því ekki hafa treyst sínum eigin flokksmanni fyrir framkvæmd kosn- inganna, ef marka má þá rök- semdafærslu sem hann setti fram fyrir eftirlitinu, meðan önnur framboð treystu þessu fólki fullkomlega," sagði Lúðvík og bætti við að honum hafi einnig fundist sérstakt að þetta skyldi hvergi tíðkast nema í Suðurkjördæmi. „Það er því eðlilegt að gera þá kröfu til formanns yfirkjörstjómar að hann skýri hvers vegna mál þróuðust með þessum hætti í Suðurkjördæmi, öfugt við það sem annars staðar gerist.“ Lúðvík fannst kosningabaráttan heldur fyrirsjáanleg. „Hræðsluáróður stjómarflokkanna var áberandi vegna hugmynda stjórnarandstöðuflokkana um breytingar í sjávarútvegi. Þá er sá siður, sem íhaldið í Eyjum hefurtamið sér, að gera út á rógburð og rang- færslur, engum til framdráttar." Lúðvik sagði ekkert sjálfgefið að núverandi stjóm haldi áfram þó flest bendi nú til þess að svo verði. „Það er ljóst að stjómin hélt velli, með rétt rúmlega 51 % atkvæða. Húnhefurþví tapað miklu fylgi þann tíma sem hún hefur starfað frá 1995. Það er því ekkert sjálfgefið að hún haldi áfram.“ Lúðvík vildi að lokum koma á framfæri þakklæti til þess mikla fjölda fólks sem tók þátt í kosningabar- áttunni með þeim. „Þetta fólk á miklar þakkir skildar." Örlaði á ræt- inni kosn- ingabaráttu Framsóknarflokkurinn náði tveimur mönnum kjörnum í Suðurkjördæmi og datt ísólfur Gylfi Pálmason út á síðustu metrunum á kosninganóttina en lengi vel leit út fyrir að hann myndi ná kjöri. Hjálmar Amason, annar maður á lista Framsóknar, segir það vissulega mikil vonbrigði að Isólfur náði ekki kjöri. „Það er sárt að horfa á eftir öflugum og góðum liðsmanni og eins hefði það verið ánægjulegt ef hann hefði náð kjöri að þá hefði Eyjastúlkan Eygló Harðardóttir orðið fyrsti varaþing- maður llokksins í Suðurkjördæmi.“ Hjálmar sagðist afar þakklátur því fólki sem vann með þeim íbaráttunni og eins þeim sem studdu hann. „Kosningabaráttan var óskaplega löng og ströng, þúsundir kílómetra hafa verið lagðir að baki í þessu víðfeðma kjördæmi og eins höfum við rætt við þúsundir kjósenda sem hefur verið hvað ánægjulegast í þessum slag.“ Hjálmar bætti því við að hann teldi kosningabaráttuna hafa verið nokkuð brokkgenga. „Því miður örlaði á rætinni kosningabaráttu en ég hef aldrei verið hrifinn af slíku. Menn eiga að takast á um málefni af hreinskilni og heiðaiieika. Mér fannst Framsókn- arflokkurinn vera að sækja vemlega á undir lokin og þá fann maður að margir vom hræddir við kollsteypur í sjávarútveginum og komu til liðs við okkur út af því. Fólk vill breytingar í sjávarútveginum án kollsteypu. Eins tel ég að fólk treysti okkur til þess að standa vörð um velferðarkerfið og hugmyndir okkar í atvinnulífinu fá líka mikinn hljómgmnn.” Aðspurður um framhaldið sagði hann að nú tækju við stjórnarmynd- unarviðræður milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. „Ef við náum þokkalegri sátt um þau málefni sem við kynntum íyrir kosningar hlýt ég að vera nokkuð sáttur. Það em málefnin sem ráða öllu og annað kemur síðar. Annars hlýlur það að verða forgangs- verkefni livað varðar Vestmannaeyjar að vinna að atvinnu og samgöngu- málum, það finnst mér liggja í augum uppi.” svenni@eyjajrettir. is FRAMSÓKN var með höfuðstöðvar í Kiwanishúsinu þar sem boðið var upp á kaffi allan daginn og um kvöldið var kosningavakan haldin jjar. Guðjón fékk flestar útstrikanir Alls voru útstrikanir og breyt- ingar á lista Sjálfstæðisflokksins 333 í kosningunum og var Guð- jón Hjörleifsson oftast strikaður út, 124 sinnum. Það þýðir að 1,72% kjósenda flokksins í Suðurkjördæmi strikuðu yfir nafn hans eða breyttu röð hans. Drífa Hjartardóttir fékk sinn skammt af útstrikunum, alls 119 sinnum var átt við nafn hennar, eða 1,63%. Lúðvík Bergvinsson var með flestar útstrikanir á lista Samfylkingarinnar en þær vom þó mun færri en hjá Sjálfstæðis- flokknum. 73 kjósendur Samfylk- ingarinnar strokuðu hann út sem innan við eitt prósent kjósenda flokksins. Hjá Framsóknarflokkn- um var Isólfur Gylfi Pálmason oftast strikaður út, eða 50 út- strikanir. Það er einnig innan við prósent af fylgi flokksins í kjördæminu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.