Fréttir - Eyjafréttir - 15.05.2003, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 15. maí 2003
Fréttir
11
STÆRSTA fjölskyldan í Eyjum? Ingimar og Hjördís ásamt börnum og barnabarni. F.v. María Sif, sem hcldur á bróður sínum Georg, Hjördís, Ásgeir Heimir, Ingimar með afastrákinn
Isak Elí, Heiðar Smári, Margrét Júlía fyrir framan hann, Arndís Bára og Arnar Ingi.
nýi Tanginn var orðinn fokheldur, ég
held að það hafi verið sumarið 1978,
slógum upp útimarkaði þar inni. Við
tíndum til gamlan lager og seldum
grænmeti á tilboði. Þetta gerðum við
eina fjóra laugardaga og vakti þetta
mikla lukku.“
Ekki vom karlamir einráðir á Tang-
anum og nefnir Ingimar til sögunnar
Önnu Friðþjófsdóttur, Svönu Guð-
laugsdóttur í Skýlinu, Halldóru
Stefánsdóttur í Mörk og Helgu
Tómasdóttur, ekkju Reynis. „Þær
unnu með mér á gamla Tanganum en
eftir að við fluttum yfir í nýja húsið
tók við mikill unnull af skvísum.“
Til Kristmanns
Það var svo árið 1979 að Ingimar flutti
sig um set og byrjaði að vinna hjá
Kristmanni þar sem hann eyddi næstu
20 ámnum. „Þá var heildverslunin við
Hásteinsveginn þar sem Dekkjaverk-
stæðið er núna. Eg vissi fyrst hver
þessi Kristmann var þegar bræður
mínir vom að keppa við hann um að
kaupa húsið við Hásteinsveginn. Siggi
var þá að velta fyrir sér útgerð og
Skæringur ætlaði að koma upp
smíðaverkstæði. Þá var mér bent á
þennan Kristmann en ekki datt mér í
hug þá að ég ætti eftir að vinna hjá
honum í 20 ár. Við sprengdum fljótt
utan af okkur húsið en ekki fékkst
leyfi til að stækka eða byggja við
húsið. Það var lán í óláni því við flutt-
um í núverandi hús á Ofanleiti sem
var miklu betra.“
Það vom talsverð umskipti að fara
úr dagvömverslun í heildsölu en í
báðum tilfellum byggist starfsemin á
að sinna viðskiptavininum sem best.
„Kaupmenn eru kúnnar sem vilja fá
vömna þegar þeim hentar. Þetta
byggist á að eiga vömna þegar hana
vantar. Hjá Kaupási, sem rekur hér
11-11 verslun og Krónuna, vilja menn
sjá um eigin innkaup en þeir þurfa
stundum að leita til Kristmanns.
Einkum í kringum jól, páska og
þjóðhátíð þegar vitlaust er keypt inn. I
verslun í dag er reynt að hafa eins
lítinn lager og hægt er og þama kemur
Kristmann inn með sitt fyrirtæki. Þetta
byggist líka á magninnkaupum sem til
dæmis við getum ekki gert í Vömvali
vegna þess hvað við emm lítil."
Þegar Ingimar er spurður um þróun
í verslun í Vestmannaeyjum segir
hann að mesta breytingin hafi verið
þegarTanginn opnaði nýju verslunina.
„Aður var Kaupfélagið við Bámstíg
stærsta verslun bæjarins. Næst voru
það strikamerkin sem vom upphaf
tölvualdar í verslun. Við vomm fljótir
að tileinka okkur þessa tækni,
Eyjakaup tók þau fljótlega upp og þá
fylgdi Kaupfélagið á eftir. Um leið
fómm við að nota tölvukerfi."
Hver var munurinn fyrir þig? „Áður
hélt ég dagbók sem fluttist inn í
tölvuna og um leið var hægt að nota
upplýsingamar á miklu markvissari
hátt. Nú var hægt að sjá sölu á hverri
vöm, hvenær hún seldist mest og hægt
er að skipuleggja fram í tímann með
því einu að fletta upp í tölvunni.“
Opnunartíminn teygðist til
og frá
Opnunartíminn hefur breyst mikið frá
því Ingimar steig sín fyrstu skref sem
verslunarmaður. „Það varð sprenging
í þessu í kringum 1987 og þá varð
Eyjakjör fyrst til að lengja opnunar-
tímann. Svo kom Kaupfélagið og fyrr
en varði vom flestir með opið bæði
laugardaga og sunnudaga. Það varð
lfka breyting þegar Eyjakaup. sem
áður hafði selt fatnað, byrjaði að selja
matvöm. Þeireltu verðlag í Reykjavík
þar sem Bónus var kominn til
sögunnar. Eyjakaup var lágvömverðs-
verslun með færri vömtegundir og
styttri opnunartíma. Það var svo árið
1993 að Simmi opnaði Vömval sem
bauð upp á aukið vömúrval, mikla og
góða þjónustu og verð í meðallagi eins
og Hagkaup og þessir stóm buðu upp
á í Reykjavík. Enn hefur þetta þróast
og landslagið breyst með tilkomu
Krónubúðarinnar til Eyja 2002. Þá
koma þeir inn með lítið vömval, litla
þjónustu og styttri opnun. Annars em
menn að keyra þetta í hringi. Áður
vom menn að tala um að hægt væri að
lækka verð með því að hafa búðirnar
opnar í styttri tími en núna er þessu
snúið við, lengja opnunartímann og
bjóða upp á meira vöruúrval. Á
þessum fjómm árum síðan ég tók við
Vömvali hefur KA-búðunum, bæði á
Tanganum og í Goðahrauninu, verið
breytt ftmm sinnum.“
Vilja kaupa hann út
Ingimar segir þetta sýna breytt lands-
lag í verslun í landinu og sjálfur segist
hann ftnna fyrir því að ekki séu allir
sáttir við að hann skuli vera að
þrjóskast í verslun. „Eflaust em karlar
eins og ég að þvælast fyrir þeim stóm.
Annars væm þeir ekki að reyna að
kaupa mig út. Árið 2001 fékk ég
heimsókn frá Baugi þar sem þeir vom
mættir, Jóhannes Jónsson í Bónus og
Hreinn Loftsson stjómarformaður
Baugs. Þeir vildu kaupa Vömval,
byggja nýja verslun og fá mig í vinnu
ef um semdist. Það gerðist ekki. I
desember síðastliðnum komu menn
frá Kaupási, sem rekur hér Krónubúð
og 11-11 verslun og áeinnig Nóatúns-
verslanimar og gerðu mér tilboð. Eg
skoðaði það og sendi gagntilboð þar
sem ég sýndi þeim hvað ég þyríti að fá
fyrir Vöruval. Þeir drógu sig til baka,
hefur sennilega fundist verðið of hátt.“
Ingimar þekkti vel til í Vöruvali
þegar hann keypti verslunina af Sig-
mari bróður sínum þann 1. júlí 1999.
Og hann hafði líka komið að skipulagi
því þeir bræður bám iðulega saman
bækur sínar þegar verslunarrekstur var
annars vegar. Áðspurður sagðist hann
því ekki hafa þurft að breyta svo miklu
þegar hann tók við. „Við bræður
höfðum unnið lengi saman, ég í heild-
sölubransanum og hann í smálsölu-
verslun þannig að við þekktum
hugmyndir hvor annars sem segja má
að haft komið fram í Vöruvali.
Rekstur heildsala, sem í dag heita
birgjar, hefur breyst með ámnum. Þeir
veita orðið miklu meiri þjónustu, fara
yfir hillupláss með kaupmönnum og
fylla á. Það sýnir sig að eftir því sem
betur gengur og meiri hreyfmg er á
vörunni, er kaupmaðurinn tilbúinn til
að gera henni hærra undir höfði í
verslun sinni. Þá em birgjamir tilbúnir
að koma til móts við hann og lækka
verðið. Á þessu byggjast tilboðin sem
ég býð upp á í hverri viku. Ekki em
allir samt alveg sáttir því mínir birgjar
fá oft orð í eyra frá keppinautunum
hvernig standi á því að ég geti verið
með þessi tilboð sem ég auglýsi í
Fréttum í hverri viku. En af því að þú
spurðir um breyttar áherslur þá verður
að segjast að húsnæðið býður ekki upp
á mikla möguleika. Hér er hver einasti
fersentimetri nýttur til hins ýtrasta.“
Ég þarf að standa mig
Þegar Ingimar er spurður unt kúnna-
hópinn segir hann að margir haldi
tryggð við Vömval en Krónubúðin
hafi vissulega haft áhrif. „Þá hurfu
nokkur andlit en í dag held ég að allir
hafi snúið aftur. Þjónustan er það sem
við byggjum á og ég held að við séum
eina verslunin þar sem hægt er að
hringja inn pöntun og fá vörumar
sendar heim. Það er talsvert um að
eldra fólk notfæri sér þessa þjónustu,
eins þykir þetta nærtækt þegar
veikindi em á heimilum og svo finnst
sumum þetta þægilegt.“
Er það þjóðerniskennd sem veldur
því að fólk heldur tryggð við Vömval,
sem er eina verslunin í eigu Eyja-
manns? „Það er ugglaust hluti af því
en ef við stæðum okkur ekki væri fólk
ekki að skipta við okkur bara af því að
ég er Eyjamaður. Eg reyni að gera eins
vel og ég get sem kemur best fram
þegar tilboðin koma í Fréttum eins og
ég nefndi áðan. Eg held að minn
hlutur í matvömverslun í Eyjum sé
35% til 40% þannig að ég get ekki
kvartað og þetta sýnir að Eyjamenn
em nokkuð sáttir við það sem ég er að
gera.“
Vinnustaður sem skiptir máli
Vömval er tiltölulega stór vinnustaður,
með 19 manns á launaskrá í II
stöðum. „Ég held að það sé gott að
vinna í Vömvali því núna, á tíu ára
afmæli verslunarinnar, eiga þrír
starfsmenn tíu ára starfsafmæli hjá
fyrirtækinu. Það hafa fáir hætt hjá
okkur nema unga fólkið sem er að fara
í framhaldsnám. Þannig að það er ekki
mikil velta í starfsfólki hjá okkur."
Hvað með framtíðina? „Við höfum
mikið verið að skoða möguleika á að
stækka Vöruval. Það er reyndar dálítið
dýrt, kostar 50 til 70 milljónir króna
og enn meira ef ég fer út í nýbygg-
ingu. Markmiðið er að þjónusta'
Vestmannaeyinga og gesti sem hingað
koma eins vel og kostur er svo framar-
lega sem þeir vilja koma til okkar.
Þessi rekstur okkar skiptir samfélagið
líka máli því þessi 19 manna vinnu-
staður er eins og 500 manna fyrirtæki
í Reykjavík," sagði Ingimar að lokum.
omar@eyjafrettir.is