Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 15.05.2003, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 15.05.2003, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 15. maí 2003 EYJAMAÐUR VIKUNNAR Ég ætla svo aft skora á samstarfskonu mína hana Cuhhjörgu hárgreiðslu en hún er með hausinn uppfullan af góðum uppskriftum. Hún og klúhhurinn hennar, Sjö þræddar nálar, hafa lengi reynt að komast á síður Frétta en illa gengið. Þannig aft nú er tækifærið. Lára Skæringsdóttir Hefði viljað fá betri svör frá honum Lasagna frá Mexíkó Nú er knattspyrnufólk óðum að gera sig klárt fyrirsumarið og verður fyrsti leikur í meistaraflokki karla á sunnudag og hjá stelpunum er fyrsti leikurinn gegn Stjörnunni á þriðjudagskvöld. Nokkrar vonir eru bundnar við stelpurnar íár enda hafa þær fengið góðan liðstyrk. Ein af burðarásum liðsins síðustu ár er markvörðurinn Petra Fanney Bragadóttir og er hún Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Fullt nafn? Petra Fanney Bragadóttir. Fæðingardagur og ár? 8. júlí 1976. Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar. Fjölskylda?Sonuúnn Ari Fannarog hamstramir Bína og Pjakkur. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú verður stór? Sjómaður, á bát með pabba. Hvernig bíl vildir þú helst eiga? Austin Mini. Uppáhaldsmatur? Brauð með osti. Versti matur? Brauð með engum osti. Uppáhaldsvefsíða? \e\t\s Hvaða tónlist kemur þér í gott skap? Rokktónlist og þegar Pála spilar á bassann. Með hvaða aðila vildir þú helst eyða helgi? Með stelpunum í fótboltanum, út í Eyjum. Aðaláhugamál? Tiltekt, þrif og að sauma. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Vestmannaeyjar og Cancun, Mexíkó. Uppáhaldsíþróttamaður eða íþróttafélag? ÍBV og Dögg Lára Sigurgeirsdóttir. Stundar þú einhverja íþrótt? Já. Ertu hjátrúarfullur? Nei. Uppáhalds sjónvarpsefni? Allir raunveruleikaþættir á Skjá Einum, ég elska þá Besta bíómynd sem þú hefur séð? Rokna túli Hvað finnst þér gera fólk aðlað- andi? Bros. Hvað finnst þér gera fólk frá- hrindandi? Ef það er vond lykt af því. Hvernig líst þér á sumarið? Mjög vel. Hvert er stefnan sett? Mjög hátt. Hvernig leggst leikurinn gegn Stjörnunni íþig? Ég efast ekki um að þetta verður skemmtilegur leikur, endilega mætið. Eitthvað að lokum? Já, ég vil þakka henni írisi Sæm, hún á greiða inni hjá mér. Ég vil þakkci Ellu Siggu fyrír úskorunina og œtla cu3 bjóða upp ú losagna frú Mexíkó og dýrindis eftirrétt sem er œttaðurfrá Kirkjugerði. Eftirréttur ættaður frá Kirkjugerði / pk kanilkex frá Lu. bláberjasulta 1 peli rjómi súkkulaðispœnir jarðarber og bláber Lasagna frá Mexíkó 1 kjúklingur.grillaður og kjötið tekið af beinunum. 2 laukar saxaðir 2 hvítlauksríf kramin 10 sveppir sneiddir 1-2 msk. olía hituð á pönnu, 1 dós tómatpuré ] dós tómatteningar með hvítlauk. 1 bréfTaco mix Blandað saman og hellt yfir grœnmetið, látið malla, sósan krydduð eftir smekk með salti, pipar og chilidufti. 2 dósir ostasósa Casafiesta, mildfeða eftir smekk, fœst medium og liot) / pk Nachosflögur lasagna plötur. Laukur, livítlaukur og sveppir steiktir á pönnu. Sett í lögum í eldfast mót: Tómatsósa, lasagnaplötur, ostasósa, Nachos flögur, kjúklingurinn o.s.frv. Nachos flögur hafðar efst og að lokum rifinn ostur. Borið fram með salsa sósu, sýrðum rjóma og e.t.v. hrísgrjónum t.d. Casa fíesta blöndu. Kexið ersmurt með bláberjasultunni og brotið gróft í skál. Rjóminn þeyttur og súkkulaðispónum blandað út í hann. Þessu er síðan smurt yfir kexið og að lokum skreytt með bláberjum og jarðarberjum. Þetta er alveg frábœr réttur og hefiir náð ótrúlegri útbreiðslu meðal vina og vandamanna á skömmum tíma, enda frábcerfyrir nútímakonur sem eru sífellt í tímahraki. Nýfœddi Vestmannaeyingar Þann 4. nóvember sl. eignuðust Amdís Bára Ingimarsdóttir og ívar Róbertsson son sem skírður hefur verið Isak Elí. Hann var 55 sm og 4008 gr. við fæðingu. Amdís Bára eignaðist svo bróður og ísak Elí frænda þann 19. mars sl. þegar Ingimar Heiðar Georgsson og Hjördís Inga Amarsdóttir eignuðust son. Hann hefur verið nefndur Georg Rúnar og var 51 sm og 3516 gr. við fæðingu. Með þeim frændum á myndinni er María Sif, systir og móðursystir þeirra. Stórfjölskyldan býr í Vestmannaeyjum. Þann 7 apríl sl. eignuðust Sonja Ruiz Martinez og Birkir Yngvason dóttur sem skírð hefur verið Díana Svava. Hún var 16 merkur og 51 sm við fæðingu. Með henni á myndinni eru stóm systkinin, Sólveig María og Kristján. Fjölskyldan býr í Vestmannaeyjum. Dagur fjölskyldunnar Frá því 1994 hafa Sameinuðu þjóðimar tileinkað málefnum fjölskyldunnar sérstakan dag, undanfarið þann 15 maí ár hvert. Af því tilefni býður Vestmannaeyjabær öllum fjölskyldum, að nýta sér ókeypis aðgang að eftirfarandi stofnunum sem hér segir: 15. maí 2003 Iþróttamiðstöðin býður ókeypis aðgang í sund eftir kl. 17.00 17. maí 2003 Byggðasafnið og Landlyst bjóða ókeypis aðgang frá kl. 11.00 - 17.00 17. maí 2003 Náttúrugripasafnið býðurókeypis aðgang frá kl. 13.00- 17.00 18. maí2003 Arleg hannyrðasýning og kaffisala á Hraunbúðum Vestmannaeyjabær hvetur foreldra og börn á öllum aldri til að nýta þetta tækifæri og eiga ánægjulegar stundir saman. Félagsmála-og íjölskyldusvið á döfinni M 16. Skagfirska söngsveitin með tónleika í Höllinni kl. 20.00. 17. Höllin: Sniglabandið loksins aftur í fyjum. 17. Bílasýning við Fjölverk frá Toyota frá 11-17. 18. Landsbankadeild karla: ÍBV ■ KA kl. 14.00. 18. Handavinnusýning og kaffisala á Hraunbúðum frá 14.-17. 20. Landsbankadeild kvenna: ÍBV ■ Stjarnan kl. 20.00. 21. Vortónleikar Samkórsins í Vélasalnum við Vesturveg. Kl. 20.30. 24. Landsbankadeild kvenna: ÍBV ■ Práttur/Haukar kl. 14.00. 31. Sjómannadagurinn. SSSól í Höllinni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.