Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 15.05.2003, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 15.05.2003, Blaðsíða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 15. maí 2003 Þórunn Engilbertsdóttir skrifar: Byggjum nýjan leikskóla í umræðunni um byggingu nýs leikskóla hefur verið horft á svæðið milli Sóla og hússins Breiðabliks og er bærinn búinn að tryggja að hluta þá lóð. I okkar hópi hefur komið fram sú hugmynd að byggja nýjan Sóla við Stakkó. Þ.e.a.s. byggja nýjan leikskóla í bænum á gömlu löggustöðvar-lóðinni. Það er ekki nokkur vaft á að slík bygging og starfsemi myndi sóma sér vel í miðbænum. Þétta byggðina, gera bæinn líflegri og skemmtilegri. Margir kostir em við þessa staðsetningu á nýjum leikskóla t.d. gott aðgengi, nálægðin við Stakkó sem að sjálfsögðu má nota meira og ýmislegt fleira. Af hverju treystir G. Ásta H sér ekki til að standa við kosningalof- orð B-listans? Það vakti verðskuldaða athygli er fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skólamálaráði, þær Guðríður Ásta Halldórsdóttir og Bergþóra Þórhallsdóttir treystu sér ekki til að samþykkja þá sjálfsögðu og eðlilegu tillögu er við fulltrúar meirihlutans í bæjarstjóm bárum fram, um að hefjast handa við byggingu nýs leikskóla í stað leikskólans Sóla. Tillagan er við fluttum og þær stöllur treystu sér ekki til að samþykkja er svohljóðandi: „Skólamálaráð samþykkir að leggja til við bæjarstjóm að á þessu ári verði hafist handa um byggingu nýs leikskóla í stað leikskólans Sóla. Gert verði ráð fyrir fjárveitingu til málsins í endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2003. Skólamálaráð felur for- manni ráðsins og skólamálafulltrúa að taka saman upplýsingar sem þegar em fyrir hendi um nýjan leikskóla og leggja þær fyrir skólamálaráð til afgreiðslu svo fljótt sem verða má. Við skipulag verksins verði kapp- kostað að hafa fullt samráð við fagaðila, svo sem stjórnendur og starfsmenn þannig að þeirra sjónarmið og þekking komi fram”. Ragnar Oskarsson. Þórunn Engil- bertsdóttir. Jóhann Guðmundsson. Allir þeir er tóku þátt í síðustu bæjarstjómarkosningum muna það vel að eina loforðið er B-listinn gaf fyrir síðustu kosningar var að byggja nýjan leikskóla. Það er ætlast til þess að staðið sé við þau loforð er framboðin gefa kjósendum. Það virðist vera gagnvart Guðríði Ástu að hún ætli sér ekki að standa við þetta loforð annars hefði hún að sjálfsögðu samþykkt tillögu okkar, sem hún gerði ekki. Svo einlæg er hún í hlutverki sínu sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skóla- málaráði að hún treystir sér ekki að taka þátt í uppbyggingu á nýjum leikskóla. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um ástandið í þessum málum. Starfsfólk leikskólanna veit það manna best, sömuleiðis foreldrar. Mjög brýnt er að bregðast við og bæta ástandið eins fljótt og auðið er. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þær Ásta og Bergþóra, vom á öðm máli og vilja nánast óbreytt ástand í málefnum leikskólanna. Mér frnnst þetta afar sérkennilegt, sérstaklega ef borinn er saman fagurgalinn um að fólk ætli sér að vinna bæjarfélaginu heilt sama hvort það er í meiri- eða minnihluta. Nú vita allir bæjarbúar fyrir hvað Guðríður Ásta stendur. Nýr Sóli í greinargerð með tillögunni kemur m.a. eftirfarandi fram: „Húsnæði leikskólans Sóla er löngu orðið úr sér gengið. í því sambandi vísast m.a. til minnispunkta fundar vegna leikskóla dags. 4. mars og greinargerðar vegna leikskólans Sóla fyrir haustið 2003 dags. 14. mars 2003. í raun sætir furðu hve mikla þolinmæði og biðlund foreldrar og starfsfólk hafa haft um margra ára skeið vegna húsnæðisins. f tillögunni er gert ráð fyrir að framkvæmdir heljist svo fljótt sem verða má þannig að sem fyrst megi ljúka því ófremdarástandi sem ríkir í húsnæðismálum leikskólans Sóla.” Eðlilegt er að taka saman allar þær upplýsingar um hönnun og byggingu nýs leikskóla og byggja á þeim sem og sjónarmiðum stjómenda og starfsmanna. Undir þessi sjónarmið gátu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skólamálaráði, þær Ásta og Bergþóra, ekki tekið og það er ekki að undra að afstaða þeirra veki verðskuldaða athygli og undmn svo ekki sé fastar að orði kveðið. Ný staðsctning Sóla? I umræðunni um byggingu nýs leikskóla hefur verið horft á svæðið milli Sóla og hússins Breiðabliks og er bærinn búinn að tryggja að hluta þá lóð. I okkar hópi hefur komið fram sú hugmynd að byggja nýjan Sóla við Stakkó. Þ.e.a.s. byggja nýjan leikskóla í bænum á gömlu löggustöðvar- lóðinni. Það er ekki nokkur vafi á að slík bygging og starfsemi myndi sóma sér vel í miðbænum. Þétta byggðina, gera bæinn líflegri og skemmtilegri. Margir kostir em við þessa stað- setningu á nýjum leikskóla t.d. gott aðgengi, nálægðin við Stakkó sem að sjálfsögðu má nota meira og ýmislegt fleira. Ég varpa þessu hér fram og vona að fólk velti þessu fyrir sér. 1 lokin vil ég aðeins ítreka að það er leitt til þess að vita að fólk sem segist ætla að vinna bæjarfélaginu heilt skuli ekki vera með okkur í meirihlutanum í svo sjálfsögðu og jafn skemmtilegu verki og bygging nýs leikskóla er. Þórunn Engilbertsdóttir. Situr í Skólamálaráði fyrir B-listann. Þessi leðurblaka var á flugi í miðbænum á sunnudagskvöldið ásamt annarri þegar nokkrir krakkar komu auga á þær. Kölluðu krakkarnir til meindýraeyði sem náði að skjóta aðra en hin hvarf út í buskann. Kristján Egilsson, forstöðumaður Náttúrugripasafnsins, fékk leður- blökuna í hendur á mánudaginn og sagðist ekki vita hvort hún er ættuð frá Evrópu eða Ameríku. Leðurblökur eru heldur sjaldgæfir gestir á Islandi og segir Kristján að þessi sé sú sjöunda scm vitað er um. Á Byggðasafninu er leðurblaka sem var veidd í lundaháf við Framhaldsskólann og ein er til uppstoppuð á Náttúrugripasafninu. Hún var skotin uppi á landi og er mun stærri en þessi. m & i.tfj ^ . KRAKKARNIR með leðurblökuna sem minnti á mús með vængi. Pálína og Aldís tóku áskorun Hressó: Þær eru léttari bæði til sálar og líkama ÁNÆGÐAR, Pálínu, Jóhanna, Aldís og Anna Dóra höfðu ástæðu til að brosa í lok átaksins. Baráttan við aukakílóin hefur reynst mörgum erfið. Það höfðu þær reynt konurnar þrjár sem tóku áskorun Hressó í vetur um tólf vikna átak. Með góðum stuðningi hafa þær lést um samtals tæplcga 40 kfló og eru í dag léttari á bæði sál og líkama. Pálína Buch var 116,5 kíló íbyrjun árs en þá ákvað hún að gera eitthvað í málinu og tók áskorun Hressó um tólf vikna átak sem lauk í síðustu viku. Hún setti sér það takmark að fara niður í 99,9 kíló sem tókst reyndar ekki alveg en árangurinn er engu að síður góður og hún er ákveðin í að halda áfram. „Núna er ég 100,5 kíló þannig að ég hef lést um 16 kfló, missti 16 sm um mittið, 14 sm um mjaðmir og fimm um læri og loks fuku 4,6% af fitu," sagði Pálína sem vonast til að verða öðrum hvatning. „Fyrst ég gat þetta geta það allir,“ hélt hún áfram. „Við æfðum sex sinnum í viku undir stjóm Önnu Dóm og Jóhönnu á Hressó. Þær hafa reynst mér frábærlega og vil ég þakka þeim sérstaklega því án þeirra hefði ég aldrei náð þessu takmarki. Þær vom þrjár sem byijuðu og æfðu þær sex sinnum í viku. „Við lyftum þrisvar í viku og brenndum þrisvar í viku. Svo að sjálfsögðu lagaði maður mataræðið. Borðaði sex sinnum á dag en mín mistök áður vom að ég svelti mig allan daginn, borðaði svo góðan kvöldmat og var nartandi á kvöldin. Þetta vom mín mistök ásamt hreyf- ingarleysi. Það var ekki svo að ég vissi ekki betur en ég gerði bara ekkert í málinu.“. Hvaða ráðleggingar hefur þú til fólks sem hefur áhuga á að taka upp breytt og betra lífemi? „Það eina sem ég get sagt, byijið sem fyrst því það er ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Pálína sem ætlar að halda áfram. „Það er alveg þess virði því það er ekki aðeins að rnanni líði betur líkamlega, þetta hefur líka áhrif á sálina, allt verður léttara og skemmtilegra. Það hefur mikið að segja að fá leiðsögn því maður hefur ekkert að gera inn í þreksal ef maður kann ekki að nota tækin. Hvatningin þarf líka að vera til staðar og þar gera þær systur krafta- verk.“ Aldís Atladóttir var nærri því að ná markmiðum sínum í áskomnHressó en hún missti níu og hálft kfló en hafði sett stefnuna á tíu kfló á þessu tólf vikna námskeiði. „Það var rosalega svekkjandi að vera svona nálægt en þetta gekk alveg rosalega vel hjá mér.“ Aldís hafði að vísu smá forskot þar sem hún hafði byijað í Hressó mánuði áður og hafði þá þegar misst fimm kfló. „Þannig að þetta hafa verið ijórtán og hálft kfló á sextán vikum.“ Aldís segir þetta hafa verið gríðar- lega skemmtilegan tíma og það sé engin spuming að hún ætli sér að halda áfram. „Það var rosalega erfitt að fara af stað. Það var ekkert mál að taka ákvörðunina en að fara í fyrsta tímann tók á og fyrstu vikumar vom rosalega erfiðar," sagði Aldís en bætti við að frábært starfsfólk á Hressó og jákvæður mórall hafi hjálpað sér mikið fyrstu dagana. „Starfsfólkið fær tíu hjá mér.“ Hún sagðist hafa orðið vör við mikinn áhuga bæjarbúa á átakinu. „Það var vel fylgst með okkur, bæði upp í Hressó og eins í bæjarfélaginu. Við fengum klapp á bakið sem var þýðingarmikið og við fundum það vel að dálkurinn í Fréttum þar sem þyngdin var tíunduð var vel lesinn.“ Aldís sagði einnig að nú sé hún farin að hugsa mikið meira um matar- æðið. „Ég hugsa mikið um það sem ég set ofan í mig og les á allar umbúðir,“ sagði Aldís og bætti við að hún vildi hvetja þá sem hafa verið að hugsa um að byija í átaki að drífa sig af stað. „Það er erfiðast að byija en eftir það verður þetta bara skemmtilegra og skemmtilegra." Árangur Aldísar var eftirfarandi: Mitti 12 sm, mjaðmir 13 sm, læri 3 sm, 9,5 kg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.