Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2003, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2003, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 3. júlí 2003 Andrés og Guðrún skiptu Á fundi bæjarráðs var Andrés Sig- mundsson kosinn formaður og eru því slétt skipti á milli hans og Guðrúnar Erlings. sem tók við af Andrési sem forseti bæjarstjómar í síðustu viku. Atvinnuhópur skilar af sér Lögð var fram til kynningar skýrsla starfshóps um atvinnumál. Bæjarráð þakkaði öllum þeim sem tóku þátt í starfshópnum í'yrir þá vinnu sem liggur að baki skýrslunni. Sérstakar þakkir fengu Stefán Óskar Jónasson og Páll Scheving Ingvarsson sem héldu utan um vinnu hópsins. Bæjarráð samþykkti að leita eftir samkomulagi við Guðmund Elíasson hjá VST um nánari úrvinnslu á skýrslu starfshópsins. Áfengið Goslokahátíðin verður formlega sett í dag og á fundi bæjarráðs á mánudag gat ráðið ekki orðið við því að heimila rýmri afgreiðslutíma á áfengi í kvöld eins almennar reglur kveða á um að leyfilegt sé en samþykkti um leið óbreytt leyfi til vínveitinga á gos- lokahátíð eins og verið hefur undan- farin ár. Ekki munu allir alls kostar ánægðir með þetta, t.a.m. munu veitingamenn hafa ætlað sér öllu meiri hlut út úr kvöldinu í kvöld. Uppsögn framfylgt Á bæjarráðsfundi á mánudag var ákvörðun bæjarstjómar frá því á fimmtudaginn í síðustu viku vegna Gámaþjónustu Vestmannaeyja. Samþykkt var uppsögn á samn- ingum við fyrirtækið um sorphreinsun og rekstur Sorpeyðingarstöðvar og ákvörðun bæjarstjómar þar með framfylgt. FREYJA: Meðan ég var að vinna þessi verk var hugurinn hérna heima og það var ýmislegt sem rifjaðist upp m.a. frá æskuárunum. Eg finn að þetta er heim. Sæki hingað andlega næringu segir Freyja Önundardóttir, myndlistarkona, sem sýnir í Vélasalnum um helgina „Þetta em verk sem ég hef unnið með Eyjar í huga - Eyjastemmningar - eins og ég man þær og sé þær,“ segir Freyja Önundardóttir, myndlistar- maður, sem sýnir verk sín í vélasal Listaskólans um helgina. Freyja er Vestmannaeyingur í húð og hár, dóttir hjónanna Unu Elías- dóttur frá Varmadal og Önundar Kristjánssonar. Fjölskyldan bjó á Herjólfsgötu 9, en fiuttist til Raufar- hafnar í gosinu. Freyja á þrjú systkini en þau eru Elva, Kristján og Sindri. „Eg var ellefu ára þegar gosið hófst en ég kom aftur eftir tvö og hálft ár og bjó hjá afa og ömmu, Evu og Ella í Varmadal. Eg var hérna fram yfir tvítugt, eignaðist fyrsta barnið og fyrsta heimili fjölskyldunnar var í stofunni í Varmadal." Eignmaður Freyju er Hilmar Þór Hilmarsson, framkvæmdastjóri hjá GEVE, sem sér um sölu á mjöli og lýsi m.a. frá Vestmannaeyjum. Þau eiga tvö börn, Evu Maríu og Hilmar Þór. Fjölskyldan fluttist til Þórshafnar og bjó þar í hátt í tuttugu ár. „Við völdum þann kost að fiytjast þangað m.a. vegna þess að Hilmari bauðst góð vinna auk þess sem foreldrar mínir búa á Raufarhöfn og foreldrar hans á Bakkafirði. Við vorum því þarna mitt á milli. Ég fór í Mynd- listarskólann á Akureyri á þessum tíma, bjó þar í íjögur ár og útskrifaðist úr málunardeild 1992. Árið 1996 útskrifaðist ég frá Háskólanum á Akureyri eftir tveggja ára Ijarnám í uppeldis og kennslufræði. Á þessum árum kenndi ég myndlist bæði í grunnskólanum á Þórshöfn og var með námskeið víða á þessu svæði. Undanfarin ár hef ég farið í skóla úli á landi og verið með myndlistar- námskeið. Ég segi stundum að ég sé síðasti farandkennarinn. Myndlistin hefur þó alltaf verið mitt aðalstarf. Ég hef unnið að myndlist í Reykjavík frá 1998 en við búum þar núna." Freyja hefur sýnt víða, bæði hefur hún sett upp einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. „Ég ákvað að sýna í Eyjum núna og þetta varð niðurstaðan. Hugtægar landlags- myndir. Sumar af auðþekkjanlegum stöðum, aðrar gætu verið víða hér í Eyjum. Litirnir hér eru sérstæðir, það er hvergi eins grænt og í Vest- mannaeyjum. Myndirnar sem ég sýni hér eru þó að mestu bláar en það er örugglega tenging við hafið. Meðan ég var að vinna þessi verk var hugurinn hérna heima og það var ýmislegt sem rifjaðist upp m.a. frá æskuárunum. Ég finn að þetta er heim, þó ég hafi búið hálfa ævina annars staðar. I mörg ár kom ég hingað að minnsta kosti þrisvar sinnum á ári og dvaldi þá hjá ömmu og afa í lengri eða skemmri tíma. Eftir að ég flutti til Reykjavíkur hef ég komið eins oft og tækifæri gefast. Ég geng mikið um eyjuna og sæki hingað andlega næringu. Æskan hér var eitt allsherjar ævintýri. Ég held að amma mín haft kennt mér að bera virðingu fyrir náttúrunni og strax sem krakki var ég hér um öll fjöll, segir Freyja og segir ekki útilokað að hún setjist hér að í framtíðinni." Á mánudaginn opnaöi Sigurmundur Einarsson cigandi Viking Tour, sem hér cr með Bcrki Grímssyni í bankanum. nýtt kaffihús formlega. Kafiihúsið hefur fengið nafnið Katti Kró og er ailt hið glæsilegasta. Auk þess að bjóða upp á kaffi og meðlæti verður cinnig hægt að komast á netið á svæðinu. Er hann bæði með þráðlaust samband og ISDN línu. Staðsetningin á kaffihúsinu er ansi merkileg, niðri við smábátahöfnina og sagði Sigurmundur að hugsunin með opnun kattihússins væri fyrst og fremst aukin þjónusta við ferðamenn sem hingað koma sem og Eyjamenn. Kraftur í Vinnslustöðinni: Starfsfólki hefur fjölgað -Hafa ekki gefið Hugin VE upp á bátinn Það er nóg að gera hjá Vinnslu- stöðinni þessa dagana enda skip félagsins ýmist á kolmunna, loðnu, humar eða bolftskveiðum. Auk þess er fyrirhugað að eitt skipa félagsins fari á síld. Að sögn Sigurgeirs Brynjars Krist- geirssonar, Binna í Vinnslustöðinni, hefur Kap VE landað loðnu tvisvar og er nú á miðunum. Sighvatur er í seinni túr á kolmunna í bili en hann landaði fullfermi í síðustu viku. Fyrirhugað er að hann hetji sfldveiðar hér við Eyjar á næstu dögum. „Humarvinnslan er í fullum gangi, veiðar hafa gengið ágætlega en brælur hafa sett strik í reikninginn enda tíðarfar verið leiðinlegt,“ segir Binni. Rúmlega 130 manns vinna nú hjá Vinnslustöðinni við fiskvinnslu og bræðslu fyrir utan skrifstofufólk og sjómenn. Því má reikna með að milli 220 til 230 manns starfi nú hjá félaginu og þar af er fastur kjami um 190 manns. „Við fækkuðum starfs- mönnum niður í 150 árið 1999 en síðustu fjögur ár hefur þeim fjölgað aftur um fjömtíu." Nú er ljóst að ekki verður af sameiningu Vinnslustöðvarinnar og Hugins ehf. í bili a.m.k. eftir að samningaviðræður Vinnslustöðvar- innar og Sfldarvinnslunnar, sem á rúmlega 45% hlut, runnu út í sandinn. Þegar Binni er inntur eftir þessu segir hann fátt um það að segja. „Við töldum að við væmm búnir að ganga frá samningum við Sfldarvinnsluna þó þeir væru munnlegir. Það var ekkert annað eftir en að skrifa undir en þá drógu þeir sig til baka. Þetta er sérkennilegt mál en við ætlum að vinna áfram í þessu,“ segir Binni. Vinnslustöðin hefur í gegnum árin styrkt íþróttahreyfinguna í Vest- mannaeyjum og á dögunum var það afrekskylfingurinn, Júlíus Hallgrímsson, sem fékk styrk frá VSV. Júlíus var í fremstu röð kylfinga á íslandi í fyrra og endaði í öðru sæti á Islandsmótinu. Á myndinni sem var tekin við afhendingu styrksins eru: Júlíus Hallgrímsson kylfingur, Binni framkvæmdastjóri og Sigurjón Aðalsteinsson, formaður unglinga- og afreksnefndar GV. Sögustund í Alþýðu- húsinu á föstudagskvöld I tilefni 30 ára goslokaafmælis stendur afmælisnefnd fyrir sérstakri dagskrá í Alþýðuhúsinu á morgun föstudag kl. 20.30 og á laugardag kl. 17.30. Fluttar verða stuttar sögur frá gos- tímanum í máli og myndum frá þess- um tíma. Sögumar eru flestar úr Eyjum, en tvær þeirra eru af megin- landinu, önnur um flutning í fyrstu Viðlagasjóðshúsin í Kefiavík og hin um fermingu Eyjabarna í Skál- holtskirkju vorið 1973. Meðal sagna viðfangsefna úr Eyjum má nefna þætti sem heita: Horfði á jörðina opnast, þjóðsöguna um bamið sem gleymdist, loðnubræðslu í gosinu, björgun búslóða og starfsemi slökkvi- liðsins við erfið skilyrði. Þá verður tjallað um eldmessuna í Landakirkju, síðustu daga Rafveitunnar og þegar Landagatan hvarf á einni nóttu. Einnig verður stutt saga um hraun- kælingu og tómstundir. Grafið niður á hús í Gerðisbraut og stutt saga sem nefnist, Við misstum aldrei vonina og að lokum sagt frá ferð í gíg Eldfells daginn áður en formlega var tilkynnt um goslok. Sögumenn verða 14 talsins og verður þetta samtals 2 klst. dagskrá. Stuttar sögur í máli og myndum frá gostímanum 1973 verða undir stjóm Amars Sigurmundssonar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.