Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2003, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2003, Blaðsíða 15
Fréttir/ Fimmtudagur 3. júlf 2003 15 Viktor segist fullur tillilökkunar yfir komandi goslokahelgi. „Þetta verður svaka fjör og ég er á því að við séunt að gera rétt með því að gera þetta svona myndarlega. Sjáðu hverju þetta er að skila okkur, íbúafjöldinn mun tvöfaldast yftr helgina og það á eftir að skila bæjarfélaginu drjúgum skild- ingi.“ SÉ EKKl NÚTÍMAMANNINN LEGGJA Á SIG ÞESSA VINNU „Eg man þetta eins og gerst hafi í gær,“ sagði Magnús Steindórsson kaupmaður í Axel Ó í kaldhæðnistón þegar hann var beðinn um að rifja upp minningar um uppvaxtarárin í Eyjum sagðist hann ekkert muna og skildi ekki hvemig fólk gat rifjað upp atvik frá því þau vom smáböm. Magnús sat ásamt æskufélaga sínum, Haraldi Bergvinssyni sjómanni, á kaffistof- unni í Axel Ó. „Eg veit að ég fór til Þorlákshafnar á Stíganda VE en pabbi var þar skipstjóri," sagði Haraldur en Magnús sagðist ekkert vita um hvemig hann komst til lands þessa nótt. Fjölskylda Haralds fór til Grinda- víkur þar sem þau bjuggu næsta árið. „Eg er nú enginn Grindvíkingur í mér þrátt fyrir að hafa búið þama um skamma hríð, við fluttum affur til Eyja 1974“ Haraldur hélt áfram og sagðist ekkert muna neitt sérstaklega eftir mikilli umræðu um gosið á æsku- ámnum. „Eg held að það eina sem gerðist var að ártölin breyttust, nú var alltaf talað um fyrir og eftir gos.“ Magnús tók undir þessi orð Haralds og sagði að fólk hafi yfir höfuð lítið talað um þetta. „Það vom náttúrulega sumir sem vildu ekki snúa heim aftur, það var til dæmis fullt af mínu skyld- fólki sem kom ekki heim aftur, þau settust að í Garðinum.“ Þeir sögðust hvomgur hafa leitt hugann að einhverri sérstakri hættu við það að búa hér. „Ég hef nú engar sérstakar áhyggjur, þetta er óvirk eld- stöð og sjáðu til dæmis Selfoss núna, það er ömgglega ekkert svakalega spennandi að búa þar vitandi af skjálftahættunni," sagði Magnús og vom orð Ara Trausta Guðmundssonar jarðfræðings í þáttum Stöðvar 2, Ég lifi, rifjuð upp en þar sagðist hann aldrei vilja búa í Vestmannaeyjum sökunt hættu á öðm eldgosi. „Þetta var bara hans mat en ekkert til að hafa áhyggjur af," sagði Har- aldur og bætti við að aðrir fræðingar hafi nú komist að annarri niðurstöðu. Þeir vom sammála um að þættirnir á Stöð 2 hefðu kveikt áhuga bamanna á eldgosinu. „Eldri peyinn hjá mér spurði mikið eftir þættina. Hann beið spenntur eftir að þættimir væm sýndir hjá ömmu sinni og afa og þau gátu að sjálfsögðu sagt honum mildu meira en ég,“ sagði Haraldur en Magnús sagði að það eina sem þættirnir hafi gert væri að hræða bömin. Þegar talið barst að sögunni og mikilvægi ferðaþjónustu í Vest- mannaeyjum sagði Magnús að það hlyti að vera erfitt að selja þrjátíu ára gamalt gos. „Það gekk kannski vel á meðan hraunið var heitt en nú þarf að selja eitthvað annað. Það gæti þó ræst úr ef gosminjasafn verður að vem- leika." Haraldur var sammála félaga sínum en sagði að margar aðrar hugmyndir hafi komið fram sem vert væri að skoða. „Mér fannst til dæmis hug- myndin hans Stjána Óskars góð, að mála ljósastaurana eftir því hversu hátt vikurinn náði.“ Þeir sögðust fullir tilhlökkunar um það sem koma skal um helgina. „Þetta er bara gott mál og tilvalin leið til að létta lífið hjá bæjarbúum," sagði Haraldur og Magnús bætti við að þetta væri góð upphitun fyrir þjóðhátíðina. „Þetta er bara markaðssetning á innlendum ferðamönnunt og mér skilst að hún hafi gengið vel upp.“ Magnús sagði að ef eldgos myndi heljast í Eyjum í dag myndi líklega Andrés Sigurvinsson lofar góðri goslokaslokaskemmtun: þegar Eyjamenn taka sig saman þá stoppar okkur ekkert ANDRÉS: -Markvisst hefur verið unnið að því að koma hátíðinni í fjöhniðla. öðmvísi verða tekið á því. „Ég sé ekki nútímamanninn leggja á sig þessa vinnu sem menn gerðu 1973, ég held að menn myndu bara pakka saman og leita sér að vinnu annars staðar. Það eru ekki til staðar þessir sömu dugnaðarforkar og þá voru.“ Haraldur tók undir þetta og sagði að líklegast myndi eyjan leggjast í eyði ef aðrar eins náttúm- hamfarir gengju yfir Vestmanna- eyjar.“ Beið eftir gosi í heilt ár, 1983 Selma Ragnarsdóttir, fatahönnuður og bæjarfulltrúi, var tæplega hálfs árs og bjó ásamt foreldrum sínum, Ragnari Sigurjónssyni, betur þekktum sem Ragga Sjonna og Margréti Jóhanns- dóttur, á Búastaðabrautinni. Þau fluttu á Brávallagötuna í Reykjavík gosárið og bjuggu þar í tæpt ár en þá lá leiðin aftur heim til Eyja. Selma sagði að helstu minningar sínar frá æsku- ámnum hafi verið slides-mynda- sýningar en Ragnar faðir hennar tók ógrynni af myndum í gosinu. „Myndir frá honum og afa Didda voru þar í aðalhlutverkum ásamt sögum í kringum þær. Annars hafði ég nú mestar áhyggjur af því hvað hefði komið fyrir dýrin, þegar ég var lítil." Selma sagðist einnig muna vel eftir árinu 1983. „Þá beið ég og ein vinkona mín í heilt ár eftir að það myndi byrja að gjósa aftur. Okkur fannst það svo eðlilegt þar sem Surtseyjargosið var 1963 og Heima- eyjargosið 1973,“ sagði Selma og bætti við að á þessum tíma hafi hún fundið fyrir vissri hræðslu og það sé í eina skiptið sem hana rámar í það að vera smeyk út vegna goss. „Það var samt aldrei nein raunvemleg hræðsla." Selma sagðist að sumu leyti hafa orðið hissa vegna umræðunnar í janúar þegar þrjátíu ár voru liðin frá upphafi gossins. „í rauninni var aldrei svo ntikið talað um þessa atburði og það sem gekk á. Til dæmis mót- tökumar upp á landi, Noregsfarana og fleira en eftir þessa stórgóðu þætti á Stöð 2 þá opnaðist umræðan og fólk fór að ræða þetta meira." Selma sagðist ekki líta á það sem ókost að búa á svæði þar sem gosið hefur og vel gæti gosið aftur. „Ég lít ekki svo á, frekar lít ég á möguleikana sem hægt er að nýta sér í kringum þetta. Margir atburðir hafa verið tengdir gosinu á einn eða anna hátt, sýningar hafa verið haldnar og myndir teknar. Það er til dæmis rosalega gaman að fara með útlendinga upp á hraun þar sem ennþá er heitt á sumum stöðum og segja þeim söguna. Þetta er svo merkilegt í þeirra augum og ég held að við áttum okkur ekki alveg á því hversu merkilegan viðburð er um að ræða,“ sagði hún og bætti við að hún hafi kynnst þessu svo vel þegar hún stóð fyrir tískusýningunni Midnight Fashion Show á Skanssvæðinu árið 2001. „Þá fann ég hversu mikla söluvöru við emm með og mér finnst við ekki hafa nýtt okkur það nógu vel undanfarin ár.“ Selma vill sjá gosminjasafn og það raunvemleika- tengt. „Við höfum allt til staðar hér og því miður held ég að markaðs- setningin hafi ekki virkað sem skyldi. Þetta er héma en fólk þarf að vita það.“ Selma á fimm ára son, Óskar, og sagði hún að hann hafi fengið mikinn áhuga á gosinu í janúar. „Þá spurði hann mikið og var ímyndun- araflið á fullu hjá honum. Eins hefur hann hefur verið mjög spenntur að skoða myndir frá þessum tíma.“ Selma sagðist hlakka mikið til helgarinnar enda væri dagskráin stórglæsileg og hún telur alls ekki of mikið gert úr þessum viðburði. svenni@eyjafrettir. is „Er ekki borið í bakkafullan lækinn að tala við mig enn og aftur,“ sagði Andrés Sigurvinsson sem hefur verið starfsmaður goslokanefndar síðustu vikumar. Nóg hefur verið að gera hjá honum að púsla saman dagskrá hátíðarinnar. Hann sagði að nú sæi fyrir endann á þessari vinnu og nú tekur hver og einn hópur að vinna sitt sér og öðmm til ágægju. „Þetta er búið að ganga ótrúlega vel og það hefur verið mjög gaman að taka þátt í þessu," sagði hann og bætti við að mottóið hafi verið að gefa öllum tækifæri sem vildu vera með. „Við ætlum að halda eitt allshetjar kamival í lofti, landi og legi. Við höfum hvatt fólk til að lúra ekki á hugmyndum, sem dæmi þá vom núna á síðustu stundu að bætast tveir listamenn við, annar hefur nú sýnt áður, Addi í London ætlar að vera með ljós- myndasýningu í einni af krónum í Skvísusundi, og verða það aðallega ljósmyndir frá 25 ára gosloka- afmælinu. Eins ætlar Þórður Svans- son, sem mér vitanlega hefur ekki sýnt opinberlega áður, að vera með sýn- ingu á tréskúlptúrum sem hann hefur verið að vinna að undanfarið." Andrés sagðist hafa hvatt hann eindregið til að vera með og bætti við að fólk myndi ekki verða fýrir vonbrigðum, enda em verkin fanta góð og góðar hugmyndir sem liggja að baki þeim. „Þetta kom nú svo seint að við vorum í vand- ræðum með húsnæði í bænum en við leystum það og verður hún í nýjasta gallerýinu í bænum, í gallerýi Heilags Andrésar 2. en þar var áður Búrið til húsa.“ Sýning Þórðar ber heitið „Forsjónin.“ Andrés sagði að þrátt fyrir þétta dagskrá ættu allir að geta tekið þátt í atburðunum. „Goslokanefndin og ég reyndum eins og við gátum að láta Fyrir bæjarráði á mánudag lá íyrir bréf heilbrigðisráðuneytisins til Bjöms Jóhannssonar þar sem ráðuneytið hafnar umsókn hans um nýtt lyfsöluleyfi í Vestmannaeyjum. Bæjarráð harmar niðurstöðu ráðherra og hvetur hann til að endumpptaka málið og veita umbeðið leyfi. „Hagsmunir Vestmannaeyinga, hvað varðar lyfsölu í bænum, felast í tryggum aðgangi að lyfjum, góðri þjónustu og góðu verði. Umrædd umsókn, hefði hún verið samþykkt, hefði leitt til jress að starfandi yrðu tvö apótek í Vestmannaeyjum. Tvö apótek ættu að tryggja öryggi við afhendingu lyfja, samkeppni í verði og bætta þjónustu. Það er kjami þess sem Vestmannaeyingar vilja.“ Ennfremur segir að þegar málið kom til untsagnar bæjarstjómar Vest- mannaeyja hafi ekki legið ljóst fyrir hvort niðurstaðan yrði sú að nýtt apótek keypti það sem fyrir var eða opnaði nýja verslun. Nú liggur það fyrir að Lyf og heilsa ætlaði sér að opna nýja verslun. Meirihluti bæjar- ráðs bendir á tvennt í röksemdafærslu ráðuneytisins sem þeir Stefán Jónas- son og Andrés Sigmundsson segja að varla sé hægt að taka alvarlega. í fyrsta lagi sú röksemd að ekki sé tryggt að tvö apótek veiti betri atburði sem minnst stangast á en hátíðin stendur yfir í fjóra daga og ef menn skipuleggja sig þá ættu þeir ekki að missa af neinu." Hann var mjög ánægður með viðtökurnar sem nefndin hefur fengið hjá bæjarbúum og segir þetta nákvæmlega eins og fyrir fimm ámm þegar allir vom tilbúnir að leggjast á eitt um að gera hátíðina sem glæsilegasta. „Ég er mjög ánægður að frítt er inn á alla auglýsta dagskrárliði og allir hafa verið tilbúnir að gefa sína vinnu.“ Hann bætti við að gríðarlegt álag hafi verið á starfsmönnum bæjarins undanfarið og beri að þakka þeim fyrir frábært starf. „Það er í raun mjög merkilegt að það skuli vera hægt að koma svona veigamiklu prógrammi saman á ekki lengri tíma en það tekst þegar allir leggjast á eitt og slíðra sverðin." Ekki má gleyma yngstu kynslóðinni sem mun taka þátt af fullum krafti að sögn Andrésar enda er þetta hugsuð sem fjölskylduskemmtun fyrst og þjónustu en eitt og hins vegar að dregið sé í efa að í 4500 manna byggðarlagi sé rekstrargrundvöllur fyrir tveimur apótekum. „Spumingin sem vaknar í kjölfarið er fyrst og fremst sú hvort yfirvöld heilbrigðismála hafi tekið upp þá stefnu að skipta mörkuðum lyfsala á landsbyggðinni þannig að aðeins einn lyfsali fái einokun á tilteknu svæði. Ef niðurstaða ráðuneytisins er fordæmi er ljóst að íbúar byggða, þar sem færri en 4500 íbúar búa, fá ekki notið sam- keppni í rekstri apóteka í framtíðinni. Þetta gerir íbúa landsbyggðarinnar að annars flokks þegnum. Við það er ekki hægt að una. Enn fremur vakna spumingar um hvað ráðherra hyggist gera á þeim svæðum þar sem fleiri apótek em nú þegar en að tryggt sé að a.m.k. 4500 íbúar séu að baki hverju og einu. Þetta á t.d. við á Suðurlandi. Mun þessi úrskurður leiða til þess að einhverjum apótekum þar verði lokað þar sem svæðið uppfyllir ekki kröfur um fjölda íbúa? Éf ekki, er þá verið að mismuna íbúum landsins. Einnig vakna spumingar um það hvort það sé hlutverk heilbrigðisráðhena að meta hvort rekstrargmndvöllur sé fyrir verslanireðaekki. Svo telur bæjarráð ekki vera. Hlutverk ráðuneytisins á fyrst og fremst að vera það að tryggja fremst. „Leikskólamir hafa verið mjög jákvæðir gagnvart þessu eins og alltaf og taka þátt á fullu og lögð er áhersla á að hafa sem fjölbreyttasta dagskrá fyrir þau yngstu." Markvisst hefur verið unnið að því að koma hátíðinni í fjölmiðla og kynna Eyjarnar, útvarpsstöðvar hafa verið rneð beinar útsendingar úr Eyjum, ísland í býtið á Stöð 2 var heimsólt og vonaði hann að einhverjir verði frá þeim í Kastljósi fyrir hátíðina. „í þessu felst mín vinna.“ Ég vil þakka öllum sem hafa aðstoðað mig að koma þessu saman. Hann sagðist finna fyrir gömlum og góðum Eyjamóral í bænum. „í rauninni þekki ég Eyjamar ekki öðmvísi og hef verið gríðarlega ánægður með okkur, sumir verða alltaf að vera með smá tuð, nagg og pirring og það er bara skemmtilegt. Það hefur verið byggður upp sameig- inlegur mórall í bænum og þegar Eyjamenn taka sig saman þá stoppar okkur ekkert.“ aðgang og öryggi íbúa að fá notið þjónustu apóteka. Það er því nauð- synlegt að ráðherra endurskoði ákvörðun sína með tilliti til þess að röksemdafærsla hans fyrir höfnuninni fær ekki staðist. Vestmannaeyjabær er tilbúinn til að taka upp viðræður við ráðherra um málið ef eftir því yrði leitað." Amar Sigurmundsson bókaði þá og sagði að bæjarstjórn Vestmannaeyja hefði nú sent ráðherra heilbrigðismála umsögn sína varðandi umsókn um fjölgun lyfsöluleyfa í Eyjum. „Málið hefur því verið afgreitt í bæjarstjórn með formlegum hætti. Þar sem meirihluti bæjarfulltrúa treysd sér ekki til að mæla með umsókninni til ráðherra og með hliðsjón af rök- semdum sem fram koma í bréfi heilbrigðisráðuneytis ætti niðurstaða þess ekki að koma á óvart.“ Andrés og Stefán bókuðu þá aftur þar sem fram kom að þeir telji eðlilegt að meirihluti bæjarfulltrúa treysti sér ekki til að leggjast gegn umsókn um nýtt lyfsöluleyfi í Eyjum. „Tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins lögðust hins vegargegn nýju lyfsöluleyfi, einn sat hjá. Við vísum til bókunar hér að framan og hvetjum til þess að ákvörðun um að hafna nýju lyfsöluleyfi verði endurskoðuð." Ráðuneytið vill ekki annað apótek í Eyjum -Meirihlutinn krefst þess að það endurskoði afstöðu sína

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.