Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2003, Blaðsíða 13
Fréttir / Fimmtudagur 3. júlí 2003
13
Stefán Bragason og Sigríður I. Krístmanns-
dóttir skrifa:
Okkar maður í Eyjum
nokkru eftir Helgafellsgosið. Gera má
ráð fyrir að nokkur eldgos hafi orðið í
Vestmannaeyjakerfinu næstu árþús-
undin þama á eftir en aldursgreiningar
gosefna vantar og áreiðanlegar heim-
ildir um neðansjávargos á sögulegum
tíma, svo slá megi slíku föstu.
Líklegast hefur þó ekkert þessara gosa
verið það öflugt að gosmyndun standi
eftir ofansjávar.
Hvað gerðist 1963 og 1973?
Kvikumyndun og jarðskorpuhreyf-
ingar leiddu til þess að djúpstæð
basaltkvika braust upp syðst í
eldstöðvakerfmu 1963 til 1967. Þar
gaus á hliðruðum sprungum og m.a.
Surtsey reis úr sæ. Aðrar sprungur,
eða ein spmnga full af kviku, teygðist
lengra í skorpunni til norðausturs, án
þess að kvika næði þar upp. Við
köllum slíkt ganga eða gang, þ.e.
langt, djúpt, plötu- og fleyglaga
innskot af bráðnu bergi. Gangurinn
frá Surtsey náði sennilega inn í
undirlög Heimaeyjar þar sem aðrir
heitir gangar voru fyrir eða jafnvel
nokkur kvikumassi (hluti kvikuhólfs).
Þama gengu þá yfir eðlisfræðileg og
efnafræðileg ferli sem hófust við
innskotið en enduðu (í bili) með því
að nokkuð af þróaðri kviku, léttari en
basaltið í ganginum, reis eftir spmngu
og braust upp austantil á Heimaey,
áratug eftir gangainnskotið af Surts-
eyjarsvæðinu. Þessi mjög sennilega
atburðarás fæst með túlkun gagna við
rannsóknir á geislavirkum efnum í
hrauni í Surtsey og á Heimaey.
Enginn veit, ef þessi atburðarás er
rétt, hvort uppmnalegi gangurinn frá
1963 hafi nú valdið öllu því „upp-
námi“ sem hann getur í fmmburðinum
af kvikuhólfi undir Heimaey og þar
með hvort íleiri eldgos verða í kjölfar
þess síðasta. Um kvikumyndun núna
annars staðar í kerfmu er ekki vitað
enda óhægt um vik fyrr en kvika tekur
að þrýsta á yfirborð og mælanlegir
þættir koma . Opnist ný gosspmnga
sem framhald síðustu atburða, getur
það gerst í sjó nálægt Heimaey eða
hvar sem er á eyjunni sjálfri. Líklegra
er að gossvæðið, í þessu samhengi,
verði á eynni eða við hana fremur en
langt utan hennar, einmitt vegna þess
sem sagt var um þróun megineld-
stöðva.
Líkumar á að þetta gerist t.d. á
þessari öld em vandmetnar og enn
ekki gerlegt að setja fram raunhæft
mat á nýju gosi með beinum tíma-
mörkum. Það er einfaldlega hægt að
segja: - Það getur gerst hvenær sem er
(sjá kafla um vöktun), að svo komnu
máli. Gangurinn frá 1963 getur þó
verið „þrotinn að kröftum" og allt
orðið með kyrmm kjömm a.m.k.
öldum saman.
En svo kann nýr kvikumassi úr djúp-
unum, eins og gerðist 1963, auðvitað
að koma til sögunnar hvar sem er í
kerfmu. Líkumar em enn og aftur
vandmetnar. Freistandi er að telja þær
nokkm minni en líkur á gosi tengdu
Surtseyjarganginum, án þess að ég
geti farið nær um það. Einnig í þessu
tilviki er komist næst með því að segja
eins og áður: - Það getur gerst hvenær
sem er.
Um leið minni ég á að ekkert hefur
komið fram undanfarin fáein ár við
Vestmannaeyjar sem bendir til um-
brota í aðsigi.
Mikilvægt er að átta sig á þvf að
uppkomustaður kviku, sem á annað
borð stígur í spmngu, er óviss.
Stundum stöðvast risið og gangurinn
nær aldrei yfirborði en oft er stað-
setning skjálftaupptaka ábending um
hvar (ekki nákvæmlega þó) gos-
spranga gæti opnast, ef staðsetning
upptaka er nógu nákvæm.
Að hverju er leitað með
EFTIRVÖKTUN ELDSTÖÐVA?
Margt þarf að skoða til að geta fygst
með tiltekinni eldstöð eða eldstöðva-
kerli. Rannsaka þarf fyrri gossögu og
berggerðir, þróun þeirra, helst upp-
takadýpi kviku og reyna að kynnast
„karakter" og innviðum hins eldvirka
svæðis. Utskýra þarf atburðarás
þekktra gosa og aðdraganda þeirra.
Setja þarf upp mælanet. Mælitækin
em margs konar. Jarðskjálftamælar
fylgjast með jarðhræringum en hluti
þeirra stafar af kvikuhreyfíngum og
geta jarðvísindamenn oftar en ekki
þekkt þá frá öðmm skjálftum. Einnig
þarf að skoða hvort og hvernig jarð-
skjálftamynstur í hrinum breytist.
Landhæðar (landhalla-)mælar vom
notaðir til að fylgjast með jarðskorpu-
hreyfingum. Með þeim má meta hvort
land á eldvirku svæði bólgnar stað-
bundið eða sígur en það bendir ýmist
til nsandi eða kólnandi kviku. Nú
orðið er stuðst við GPS-mælitæki og
þá samfelldar athuganir sem unnið er
jafnóðum úr. Einnig hefur gefist vel
að bera saman ratsjármyndir úr
gervitunglum með sérstakri tækni og
finna þannig ummerki um jarðskorpu-
hreyfingar (inSAR). Líka má hafa
þenslumæla í borholum og fylgjast
með útstreymi gastegunda úr iðmm
jarðar. Og bestur árangur næst með
því að nýta margs konar mælingar
saman til túlkunar á því sem er að
gerast.
Tilgangurinn er að koma nógu
snemma auga á grunsamlega atburði
neðanjarðar og geta þá gert viðeigandi
ráðstafanir, t.d. sett fólk í viðbragðs-
stöðu, byrjað þrepaskipta flutninga á
fólki og verðmætum, rýmt svæði
o.s.frv. Þetta tókst ekki 1973 enda
vom þá m.a. til reiðu skjálftamælar
eingöngu (og of fáir) og vitneskja um
eðli eldstöðva og skjálftategundir ekki
mikil miðað við það sem varð með
Kröflueldum og síðari tíma rann-
sóknum.
í Eyjum þættu tíðir og vaxandi
skjálftar á norðaustlægum sprungum
gmnsamlegir, sem og viss einkenni á
bylgjunum sjálfum eða bylgju-
mynstrinu, landlyfting í Heimaey
(aðrir staðir í Eyjum ekki vaktaðir og í
minni hættu) þætti óeðlileg og benti
líklegast til kvikuriss. Þensla í borholu
teldist til tíðinda; kannski aukið
uppstreymi gastegunda og breytt
rennsli gmnnvatns (sem er sjór) líka.
Miðað við fyrri reynslu væri ef til
vill unnt að sjá eldsumbrot fyrir með
margra klukkustunda til nokkurra
sólarhringa fyrirvara en ekkert er þó
ömggt í þeim efnum, lengri eða styttri
tími kæmi til greina. Og um fram
annað þarf að þræða hárfma línu milli
þess að gera óþarl'a veður út af ein-
hverju og spá um raunvemlega hættu.
Sú hætta getur liðið hjá og fólk
sloppið með skrekkinn (gangur nær
t.d. ekki yfrrborði).
Verði gos skv. spá getur margt og
mikið bjargast áður en það hefst og
fólk sloppið um margt vel, sbr. síðustu
atburði. Þar réði heppni og hagstæð
atburðarás mestu um það sem gleðjast
má yfir.
Traustið á tækjunum og sérfræð-
ingunum er mikið enda fáir sem
standa íslendingum framar almennt í
þessum efnum í heiminum. Meðal
jarðfræðinga sem unnið hafa nýlega
að jarðfræði Eyja eru Sveinn Jakobs-
son, Olgeir Sigmarsson, Hannes
Mattsson og Armann Höskuldsson
svo nokkur nöfn séu nefnd. Aðrir
koma einnig við sögu sem sérfræð-
ingar þegar kemur að sjálfri
vöktuninni. Það sem hér kemur fram
er dregið saman úr margvíslegum
heimildum.
VÍST UM ÞAÐ
Eldgos koma upp í Vestmanna-
eyjakerfinu um langan aldur en enn er
ekki vitað nú hvar og hvenær. Verði
sprungugos á sjávarbotni nokkuð utan
Heimaeyjar stafar hættan fyrir íbúanna
fyrst og fremst af gjósku og kannski
eldingum og hlýtur að teljast lítil eða í
meðallagi og varðar þá helst
eignatjón. Verði mun hættulegra
spmngugos á Heimaey með
hraunrennsli og gjóskumyndun,
skiptir öllu máli hvar gosspmngan
opnast, utan byggðar eða innan, og
svo að sjálfsögðu hve vel hefur tekist
til með spá og undirbúning fyrir
hamfarimar.
Gerist hvomgt næstu aldir emm við
og næstu kynslóðir ánægðar með
okkar hlut. Ef gos verður, tökumst við
á við það og íbúamir þá í návígi, en
við hin sem hluti af þjóðinni. Auk
þessarar atburðarásar em aðrar mögu-
legar og þá reyndar ólfldegri. Stórfellt
gjóskugos getur komið upp við
Heimaey (sbr. gíginn í Stakkabót) og
sprengivirkt gos getur orðið á eynni
með ísúrum eða súrum gosefnum og
miklu afli í upphafi goss enda þótt það
hafi ekki gerst í þeirri jarðsögu
eyjanna sem við þekkjum.
Með nokkuð jöfnu millibili þarf að
skoða alla „kostina,“ meta þá og
hættuna á þeim ef unnt er og fara yfir
viðbragðaáætlanir sbr. það sem gert er
á vegum Almannavama (nú Ríkislög-
reglustjóraembættisins). Það verður að
ræða við almenna íbúa ekki síður en
ábyrðarmenn heima fyrir og kynna og
jafnvel æfa reglulega það sem fólk
þarf að vita og kunna.
Óvíða, jafnvel hvergi á íslandi, þ.e. á
byggðu bóli, er meiri áhættu að taka
vegna eldgosavár en á Heimey, ef
horft er til mjög langs tímabils.
Áhættan er ekki metin svo mikil að
enginn skuli búa í Eyjum. Hún er
þvert á móti metin ásættanleg (að
gefnum viðbúnaði og vöktun). I fram-
haldi af matinu íhuga menn ávallt val
sitt og haga búsetu eftir því. Eyja-
skeggjar velja Heimaey, ég vel
Reykjavík og koma þá alltaf aðrir
þættir inn í valmyndina; aðrir en bara
mat á áhættu vegna eldsumbrota eða
annarra náttúmafla.
Þannig að, þegar allt kemur til alls,
segi ég satt þegar ég lýsi yfir löngun til
að búa alls ekki í Vestmannaeyjum og
íbúi í Eyjum lika þegar hann segist
hvergi annars staðar vilja búa. Þannig
er að búa á Islandi og auðvelt að finna
annað fólk með sömu staðhæfingar
sem býr til dæmis undir brattri fjalls-
hlíð, við jaðar jökulhlaupasvæðis,
niðri á sjávarbakka við sjóvamargarð
eða stutt frá opinni jarðskjálfta-
spmngu.
Aðrir staðir eða landsvæði en
Heimaey em í erfiðri stöðu þegar
kemur að eldgosavánni einni saman.
Eg nefni sem dæmi Hafnarfjörð
(hraunrennsli), Grindavík (mjög
skammt í gosspmngurein), Snæfells-
bæ (nálægð við stórt, sprengivirkt
eldfjall), Vík, Mýrdal, Skóga og
Álftaver (nálægð við Kötlu) og
Reykjahlíð við Mývatn (innan
eldstöðvakerfis). Allt sem hér er sagt á
í grunnatriðum við þar.
Arí Trausti Guðmundsson
jarðeðlisfrœðingur hefur kannað
eldgosasögu Islands, stundað ritstörf
(sjám.a. Islenskar eldstöðvar), urmið
Jyrir útvarp og sjónvarp og m.a.
verið ráðgjafi verkfrœðistofunnar
Línuhönnunar í Reykjavík.
Við undirrituð, flokkstjórar í Vinnu-
skólanum í Vestmannaeyjum, viljum
koma eftirfarandi á framfæri vegna
forsíðugreinar sem birtist í DV þann
27. júní sl.
Á Haugasvæðinu hefur verið unnið
mjög gott starf við uppgræðslu á
ógrónu svæði undanfarin þrjú ár. Þar
höfum við sett gras, sem fellur til á
opnum svæðum í Vestmannaeyjum,
yfir vikur og strengt svo loðnunætur
yfir það og fest með hælum. Þetta
hefur gengið mjög vel og sést það best
á þeim mikla árangri sem við höfum
náð.
Á þessum tíma hafa aldrei orðið
slys á fólki né nokkur kvörtun komið
fram um hættur á þessu svæði, enda
höfum við sett krökkunum vinnu-
reglur og séð til þess að þeim sé fylgt.
Einnig viljum við benda á það að fólk
er að fara með unga krakka fram á
bjargbrún til að sleppa lundapysjum,
og þykir það allt í lagi en þegar 16 ára
unglingar em að vinna í námunda við
bjargbrún þá þykir það forsíðufrétt í
DV.
Ef fólk er að hræðast jarðskjálfta
eða náttúrahamfarir, þá er fólk í hættu
hvar sem er á eyjunni, ekki bara þeir
Aldís Atladóttir ætlar að helja veit-
ingarekstur á Skansinum í stóm tjaldi
og stefnir hún á að opna í dag,
fimmtudag.
Fyrir nokkm auglýsti menningar-
málanefnd eftir tilboðum í rekstur á
veitingatjaldi á Skansinum. Aldís
bauð í reksturinn og hreppti hnossið.
„Þetta er tilraun sem á að standa í einn
mánuð,“ sagði Aldís. „Eg renni svo-
lítið blint í sjóinn með þetta en ætlunin
er að skapa ekta kaffihúsastemmn-
Landnytjanefnd samþykkti á fundi
sínum þann 5. júní sl. að mæla með
því við bæinn að bæjarsjóður leggi
fram girðingarefni og að landnotendur
sjái um uppsetningu, viðhald verði í
höndum bæjarins og tekið verði hóf-
legt leigugjald fýrir afnot af landinu.
Þessi tillaga nefndarinnar var svo
tekin fyrir á fundi bæjarstjómar þar
sem afgreiðslu á henni var frestað.
Tillaga kom frá Amari Sigurmunds-
syni á fundi bæjarráðs á mánudag að
ekki verði ráðist í girðingakaup af
sem em að vinna í vinnuskólanum, ef
svo væri þá væmm við að vinna
annars staðar. Við komum ekki í veg
fyrir náttúruhamfarir og þess vegna
eigum við ekki að hræða krakkana
með einhverjum hræðsluáróðri.
Einnig viljum við koma því á fram-
færi að unglingamir vom ekki í
fótbolta á bjargbrúninni, heldur voru
þau nokkra tugi metra frá brúninni,
þar sem engin hætta var á að þau gætu
dottið fram af. Því hver heilvita
maður sér að ekki er hægt að vera í
fótbolta þar sent allt er l'ullt af nótum
og hælum sem jafnvel standa upp úr
vikrinum.
Okkur, flokkstjómnum, sámar að
þetta þurfi að enda í DV, því þetta
kemur ekki bara illa út fyrir okkur í
Vinnuskólanum heldur Vestmanna-
eyjabæ í heild. Einnig finnst okkur
leiðinlegt að „okkar maður í Eyjum“
sé að reyna að nota okkur sem vopn í
stríði sínu gegn starfsmanni garð-
yrkjudeildar.
Fh. flokkstjóra í Vinnuskólanum
Stefán Bragason
Sigríður I. Kristmannsd.
ingu. Ég ætla að bjóða upp á kaffi,
gosdrykki, ís og ljölbreytt úrval af
bakkelsi. Draumurinn er að vera með
uppákomur um helgar, það á eftir að
útfæra það nánar og ég á eftir að ræða
þetta nánar við menningarmálanefnd.“
Aldís segir dýrt að koma kaffi-
húsinu á koppinn þó bærinn leggi til
tjaldið. „En alls staðar hef ég fengið
írábærar viðtökur þannig að ég er bara
bjartsýn," sagði hún að endingu.
hálfu bæjarsjóðs vegna þeirra aðila
sem stunda búfjárhald í Vestmanna-
eyjum.
„Það er eðlilegt að bútjáreigendur
greiði þennan kostnað sjálfir eins og
verið hefur. Jafnframt beinir bæjarráð
því til landnytjanefndar að fallið verði
frá fyrri hugmyndum um innheimtu
sérstaks hausagjalds af fjölda sauðtjár
hjá þeim sem stunda sauðljárbúskap í
Vestmannaeyjum í frístundum sín-
um.“ Bæjarráð vísaði tillögunni til
landnytjanefndar.
Með nokkuð jöfnu millibili þarf að skoða alla „kostina,“
meta þá og hættuna á þeim ef unnt er og fara yfir
viðbragðaáætlanir sbr. það sem gert er á vegum
Almannavama (nú Ríkislögreglustjóraembættisins). Það
verður að ræða við almenna íbúa ekki síður en
ábyrðarmenn heima fyrir og kynna og jafnvel æfa
reglulega það sem fólk þarf að vita og kunna.
ALDÍS, sem hér er nieð börnum sínum, er tilbúin í slaginn.
Veitingar á Skansinum
Landnytjanefnd undir í bæjarráði