Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2003, Blaðsíða 26

Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2003, Blaðsíða 26
26 Fréttir / Fimmtudagur 3.jiílí2003 „Sjáið tindinn! Þarna fór ég.“ Göngugarpar bæjarins hafa verið duglegir að sækja námskeið undir yfirskriftinni, Fimm tindar, í umsjá Friðbjörns Valtýssonar og Visku. Góður hópur hélt á Helgafell og Klif en með hverjum tindi bætast fleiri við, timmtán héldu á Blátind og tuttugu og þrír gengu á Heimaklett. Gangan á Blátind hófst undir Skip- hellum og haldið til vesturs í átt að Hánni. Létt ganga til að byrja með en þá tóku við brekkumar í átt að Molda og satt að segja tóku þær dálítið í. Margir voru fegnir þegar komið var upp á móts við flaggstöngina sem er efst við bjargbrúnina og gott að setjast niður og kasta mæðinni. Útsýnið yfir bæinn hreint frábært. Því næst var gengið til norðurs eftir bjargbrúninni niður á Eggjar en svo nefnist leiðin vestur eftir Dalfjalli. Hægt er að fara þangað eftir tveimur leiðum, önnur liggur nær Molda og sneiðir meðfram blágrýtishamri en Friðbjöm sagði mikið hrun hafa verið þar haustið 2001 og leiðin því var- hugaverð. Nyrðri leiðin niður á Eggjamar varð því fyrir valinu og þegar þangað var komið blasti Herjólfsdalur við til suðurs en mjög bratt er niður norðan megin. Útsýnið yfirEyjasunderfallegt, Ufsaberg er sérkennilegt klettabelti til norðurs, þverhnípt í sjó og austan við bergið em Eysteinsvík og Æðarsandur, falleg sandfjara. hefur fyrir ömefnanámskeiðum að undanfömu, var með í förinni. Lýstu þeir staðháttum og sögðu sögur en gangan hófst við rústir gamla bátaskýlisins upp klappimar en þar hefur verið komið fyrir tréþrepum og bandi sem handfestu. Leiðin liggur upp eftir Neðri Kleif- um, svokölluðum, að stiga sem staðsettur er inni undir 6 til 7 metra há- um kletti en þegar komið er ofarlega í stigann sést papakrossinn. Rétt ofan við stigann er fjárrétt tómstundabænda og áfram hélt hópurinn um Efri Kleifar og áfram austur framhjá lunda- veiðistað sem nefndur er Krist- jánssæti. Hamrabeltið, sem rís upp af þessum stað heitir Hetta en þangað var í fyrstu sótt grjót í Hörgeyrargarð. Þegar komið er upp á Hettu er greið leið upp Klettinn. Norðan undan er Dufþekja, bratt- lendi niður undir sjó en jarðvegur er mjög laus á þessu svæði og enginn ætti að hætta sér þangað. Efsti hluti Heimakletts heitir Háukollar, þar er hæsti punktur Eyjanna en Heima- klettur er 283 metrar. Norðan Háukolla eru Háukollahamrar, þar hrynur úr hömrunum með jöfnu millibili niður Dufþekju og út í sjó. Að þessu sinni var útsýni af Háu- kollum ekki eins og best verður kosin en þokubakki lagðist yfir rétt áður en göngufólk náði toppnum. Enginn lét Á Blátindi, Vera Björk nýtur öruggrar leiðsagnar Friðbjörns á leiðinni af Blátindi Aíram var haldið í att að Blatindi, k • sp upp bratla brekku þar til komið var að urð sem er talsvert laus í sér og þekkt ■:v ljóð Tómasar Guðmundssonar, Fjallganga, riljaðist upp í hugum r .«•■ *'»»»* • 1 göngufólksins. „Urð og grjót./ Upp í mót./ Ekkert nema urð og grjót..." If Blátindur er 273 metrar og allir snertu fánastöngina enda talsvert afrek ■: að ná á tindinn eftir langa og stanga göngu. Frábærl útsýni er af tindinum, sérstaklega til suðurs og í austur yfír Heimaey. Friðbjörn leiddi hópinn niður frá Blátindi til suðurs niður í Hvfld, þar er grösug brekka í suður frá tindinum, en Halldórsskora liggur þar niðuraf. Haldið var til norðurs um svokallaðar Tíkartær yftr Kapla- gjótu en leiðin er mjög brött. Ekki var laust við að hjartað tæki aukaslag í brjóstum sumra göngumanna og enginn ætti að fara þessa leið án fylgdar kunnugra. Göngumenn voru þeim mun stoltari þegar komið var niður enda „... eiginlega er ekkert bratt,/ aðeins mismunandi flatt.“ Hkimakleitur Eins og fyrr segir bættust fleiri í hóp- inn þegar gengið var á Heimaklett undir dyggri leiðsögn Friðbjöms Valtýssonar og ekki skemmdi fyrir að Olafur Týr Guðjónsson, sem staðið FRIÐBJÖRN og Gylfi á leiðinni upp á Blátind en þaðan er frábært útsýni, ekki síst til suðurs yfir Heimaey. það þó á sig fá enda leiðin upp mjög skemmtileg. I góðu veðri er frábært útsýni af toppnum og m.a. má sjá Eyjafjalla- jökul, Heklu, Þríhyrning og blóm- legar sveitir Landeyja. Útsýni til suðurs er ekki síðra, kaupstaðurinn kúrir í skjóli norðurklettanna og eldstöðvanna á austurhluta eyjarinnar. Þegar horft er til úteyja suður undan má sjá hvemig eldgígamir standa í röð eins og risastór kertastjaki. Leiðin niður aftur gekk vel fyrir sig undir dyggri leiðsögn Friðbjörns Göngufólkið var þakklátt og ánægt og vonandi fá fleiri að njóta leiðsagnar Friðbjöms í gönguferðum um okkar fögm eyju. Þá er þetta gott innlegg í ferðaþjónustu en gönguferðir er skipulagðar víða um land og ekkert til fyrirstöðu að fólk komi hingað í slíkar ferðir í framtíðinni. Þeir sem voru með í þessari ferð geta með sanni sagt. „... Sjáið tindinn! Þama fórég....“ gudbjorg @ eyjafrettir. is JÓNINA, Ingibjörg, Oddný og Þórhallur sem var öldungurinn í hópnum, 72 ára. Fyrir framan eru Harpa, Bergþóra og Kristín. ÞAU gengu á Hcimaklett. Aftari riið f.v. Ólafur Týr, Harpa, Þórhallur, Halla, Ingibjörg, Guðbjörg, Vera Björk, Minna, Gylfi, Kristín, Ragnhildur og Jonna. Fremri röð, Friðbjörn, Bergþóra, Bergur, Erna, Nína, Þuríður, Jónína, Öddný, Stefán og Tómas. HÓPURINN sem gekk á Blátind, Halla, Bergþóra, Þórhallur, Erna, Kristín, Friðbjörn, Gylfi, Jónína, Ingibjörg, Nína, Harpa, Vera Björk, Oddný og Stefán.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.