Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2003, Blaðsíða 8
8
Fréttir / Fimmtudagur 3. júlf 2003
Ljósmynda-
samkeppni
Valgeir Jónasson á Ofanleiti er að fara
af stað með ljósmyndakeppni. Mynd-
imar á fólk taka á Ofanleiti af krökk-
um með búfénaði sem þar er, kanín-
um, öndum og gæsum. Fimm manna
dómnefnd skipa Elías Baldvinsson
formaður, Páll Zóphóníasson tækni-
fræðingur, Ingibjörg Jónsdóttir frá
Þorlaugargerði, Hjálmfríður Sveins-
dóttir frá Andakfl, skólastjóri og
Guðfmnur Pálsson hjá Landflutning-
um Herjólfi. Myndunum á að skila í
póstbox 344, í umslagi merkt „Ljós-
myndasamkeppni“ og er skilafrestur
til l.september. Verðlaun eru gisting
í Smáhúsum við Ofanleiti, tvær nætur.
ÍBVtekurvið
Týsheimilinu
Á fundi íþrótta- og æskulýðsráðs 24.
júní sl. var samþykktur samningur
milli bæjarins og IBV-íþróttafélags
um rekstur á Týsheimilinu. Jafnframt
samþykkti íþrótta- og æskulýðsráð
fyrirliggjandi samning þar sem meðal
annars er kveðið á um að hverfa frá
fyrri ætlan um að flytja starfsemi
félagsmiðstöðvar úr Félagsheimili í
Týsheimilið. Elsa Valgeirsdóttir (D)
bókaði að hún harmaði að ekki skuli
hafa náðst að samþætta á einum stað
þá æskulýðs- og tómstundastarfsemi
sem fram fer á vegum Vestmanna-
eyjabæjar annars vegar og ÍBV -
íþróttafélags.
Athugasemdir
Á fundi bæjarráðs á mánudag gerðu
bæjarritari og bæjarstjóri grein fyrir
athugasemdum vegna ákvörðunar
bæjarráðs frá því í síðustu viku að
gefa starfsmönnum bæjarins kost á
því að tjá sig um úttekt IBM
Consulting Services á stjómskipulagi
bæjarsjóðs og stofnana hans.
Foreldrar Elfars Franz eru ánægð með þjónustu í Eyjum:
Samfélagið tilbúið að létta undir
LÓA og Biggi með Elfar Franz. Fólk sem vinnur við þennan málaflokk í Eyjum er alveg frábært, gildir það bæði
um starfsfólkið í Ráðhúsinu og leikskólanum, Guðbjörg Guðmundsdóttir þroskaþjálfi og Elías Friðriksson
sjúkraþjálfari eru í þeim hópi. Auk þess að þurfa á sjúkraþjálfara að halda er hann í sér- smíðuðum skóm.
Það er alltaf erfitt þegar foreldrar
standa frammi fyrir því að bamið
þeirra þroskast ekki eins og eðlilegt er.
Og það er kannski enn erfiðara að
þurfa að viðurkenna það fyrir sjálfúm
sér að ekki sé allt með felldu því auð-
vitað vilja allir sjá soninn eða dótturina
blómstra og komast til þroska.
Birgir Sveinsson og Ólöf Jóhanns-
dóttir vom engin undantekning en
haustið 2001 var þeim Ijóst að tveggja
ára sonur þeirra, Elfar Franz, var seinn
til. Niðurstaða greiningar var að hann
var á eftir í máli og málskilningi og þá
þurftu þau allt í einu að skoða hvað
honum stóð til boða í Vestmanna-
eyjum og svarið var; þjónusta hér er
að flestu leyti góð fyrir börn með
sérþarfir sem kom bæði þeim og
starfsfólki Greinarstöðvar ríkisins á
óvart. Nú á að bæta um betur með
talsjá sem reynst hefur vel í að koma
börnum til málþroska.
Elfar Franz varð fjögurra ára þann
5. júní sl. og talar lítið sem ekki neitt.
Hann var vel kominn á þriðja ár
haustið 2001 þegar Biggi og Lóa
gerðu sér grein fyrir því að ekki var
allt með felldu. „Þá var okkar fólki
farið að finnast að hann væri eitthvað
á eftir,“ segir Biggi í samtali við
Fréttir. „Hann var ekkert farinn að tala
og í framhaldinu fómm við með hann
á greiningarstöðina við Barónsstíg.
Þar fengum við staðfestingu á að hann
væri eitthvað á eftir en við urðum
hissa á viðbrögðunum. Okkur var sagt
að eitthvað mikið væri að og svo var
okkur hent út án þess að hafa nokkra
vitneskju um hvað væri að og hvert
framhaldið yrði.“
Viðbrögð þeirra vom að panta tíma
hjá Greiningarstöð rfldsins þar sem
viðtökur vom allt aðrar og betri. „Þar
„Ég heiti Rósanna Ingólfsdóttir, er
Eyjapæja, listakona og leirkerasmiður.
Ég er fædd og uppalin í Vest-
mannaeyjum, Urðaveg 39 og foreldrar
mínir eru Guðrún Welding og
Ingólfur Eiríksson," segir Rósanna
sem sýnir í tónlistarsal Listaskólans
um helgina.
„Ég flutti til Noregs eftir gos og fór
þar í listnám. Flutti til Svíþjóðar 1985
hélt þar áfram listnámi og hef búið þar
síðan með fjölskyldu minni i litlum
bæ fyrir norðan Gautaborg. Ég vinn
aðalega við leirlist og hef sýnt meðal
annars í Gautaborg, Noregi, Eistlandi
og Danmörku.
Það er ótrúlega spennandi en þó
mikil vinna að taka þátt í sýningum
erlendis. Ég vil nota hér tækifærið að
þakka þeim sem hafa gert þetta að
möguleika. Margt getur þó farið
úrskeiðis og á þessari stundu (sem er
sunnudagur) em listmunir mínir fastir
í tollinum í Reykjavík.
Þessi sýning er sérhönnuð fyrir
goslokahátíðina og ég hef verið að
vinna úr henni í heilt ár. I fyrra var ég
í Vestmannaeyjum að safna myndefni,
meðal annars utan úr Klettshelli.
Myndimar em þrykktar og brenndar á
leir, alveg sérstök aðferð sem er bæði
tók á móli okkur frábært fólk, fagfólk
sem vissi upp á hár hvað það var að
gera. Þar var Elfar Franz í alls herjar
greiningu í þrjá daga og útkoman var
að hann er á eftir í máli og málskiln-
ingi. M.a. voru gerð á honum litn-
ingapróf sem komu vel út og hann var
ekki einhverfur eins og við höfðum
óttast.“
Þegar greiningin lá fyrir var næst að
kanna hvað Elfari Franz stæði til boða
heima í Eyjum. „Við vomm spurð
tímafrek og erfið og fáir fást við. Ég er
einnig með listaverk sem er brennt
með aðferð sem kallað er RAKU og
hefur náð ótrúlegum vinsælum á
Norðurlöndum á síðustu ámm. Þetta
er uppmnalega japönsk aðferð og
Breti að nafni Leads kynnti þessa
aðferð fyrir Norðurlandabúum i
kringum 1950. Ofninn minn er kyntur
viði og hef ég byggt marga ofna, þann
síðasta á Italíu, núna í vor, þar sem ég
var með námskeið fyrir sænsk-ítalska
félagið."
Rósanna sagðist loks vera búin að ná
listmununum úr tollinum í Reykjavík
og koma þeir til Eyja í kvöld.
„Púlsinn er búinn að vera á 120 og ég
var farin að örvænta og halda að þetta
tækist ekki. Mér hefði aldrei tekist
þetta án hjálpar frá henni systur minni
Svönu og Reyni bróður mínum og
svo em tvær frábærar konur í tollinum
í Reykjavík. Ég get ekki lýst því með
orðum. Þær heita Ásta Thorarensen og
Þuríður Vilhjálmsdóttir. Þær hafa slíka
kunnáttu og reynslu í þessum málum
að leitun er að öðm eins,“ sagði
Rósanna að lokum.
hvort hitt eða þetta sem gæti komið að
notum fyrir son okkar væri til staðar í
Eyjum. Við gerðum lítið nema yppa
öxlum því sem betur fer höfðum við
ekki þurf að nýta þessa þjónustu áður.
En það kom okkur og starfsfólki
Greiningarstöðvarinnar á óvart hversu
vel er staðið að aðstoð við böm í Vest-
mannaeyjum. Vil ég sérstaklega að
það komi skýrt fram,“ sagði Biggi
með áherslu.
„Fólk sem vinnur við þennan mála-
flokk í Eyjum er alveg frábært, gildir
það bæði um starfsfólkið í Ráðhúsinu
og leikskólanum, Guðbjörg Guð-
mundsdóttir þroskaþjálfi og Elías
Friðriksson sjúkraþjálfari eru í þeim
hópi. Auk þess að þurfa á sjúkra-
þjálfara að halda er hann í sér-
smíðuðum skóm.“
Elfar Franz er með 70% stuðning í
leikskóla í dag sem er í höndum Öldu
Jóhannsdóttur. „Hún er alveg frábær,
já, það er bara eitt orð yfir það og það
sama get ég sagt um þær sem vom á
undan henni og allt starfsfólkið á
Rauðagerði. Þar er alveg einstakt fólk
sem alltaf er tilbúið að hjálpa á allan
máta.“
Þá kom Birgir að því sem vantar, í
Vestmannaeyjum er enginn talmeina-
fræðingur en fyrir nokkmm ámm vom
þeir tveir. „Það er ekki bara að dreng-
inn minn vanti þjónustu talmeina-
fræðings því hér eru á milli 30 og 40
leikskólabörn sem þurfa á henni að
halda. Mismikið reyndar.“
Birgir segir að Bryndís Guðmunds-
dóttir, talmeinafræðingur, komi til
Eyja tvisvar á ári og sé í fimm daga í
senn. „Hún hefur reynst okkur rosa-
lega vel en það er ekki nóg. Tókum
við þá ákvörðun að fara vikulega með
Elfar Franz til talmeinafræðings í
Reykjavík. Það gerðum við frá því í
lok ágúst fram í mars. Var þá stflað
upp á að fara á föstudögum til að
komast til baka sama dag. Síðan Alda
tók við hefur verið komið upp teymi
hér í Eyjum til að annast Elfar Franz
og nú fer hann einu sinni í mánuði til
Reykjavíkur. Er það gert til að minnka
álagið á honum."
Þannig er staðan í dag en Biggi og
Lóa horfa fram á bjartari tíð og það
má þakka tölvutækninni. „I vetur sá
Lóa frétt í sjónvarpinu um tæki sem
hjálpar bömum sem eiga við talörðug-
leika að stríða. Tækið heitirTalsjá III
og kynntum við okkur möguleika
þess. Það kviknaði von um að tækið
gæti hjálpað Elfari Franz og setti ég
mig í samband við Nýherja sem selur
tækið eða réttara sagt tölvuforritið.
Ég fékk góðar viðtökur hjá Emi
Kaldalóns sem hefur reynst mér vel.
Tölvuforritið kostar um 100.000
krónur og við þessa eftirgrennslan
komst ég að því að um 7% allra
leikskólabama þurfa á aðstoð að halda
við talkennslu.“
Til að gera langa sögu stutta talaði
Biggi við félaga sína í Kiwans-
klúbbnum Helgafelli sem samþykktu
að styrkja verkefhið. „Það var ácveðið
að ég kannaði hvaða afslátt við
fengjum ef við keyptum þijár Talsjár.
Þeir vom tilbúnir að selja okkur þær á
200.000 krónur sem Kiwanis borgar
auk hljóðnema og uppsetningar,
40.000 til 45.000 krónur sem bærinn
mun borga“
Ákveðið er að Talsjár verði settar
upp á leikskólunum þremur, Kirkju-
gerði, Rauðagerði og Sóla. „Þetta
verður til þess að góð þjónusta verður
enn betri,“ sagði Biggi og bætir við.
„Það er alltaf erfitt að þurfa að
viðurkenna að barnið sitt sé á eftir,
eins og Elfar Franz sem getur sagt
mamma og pabbi og nöfn systkina
sinna sem þú mundir ekki skilja. En
það er líka mikill léttir þegar maður
finnur hvað samfélagið er tilbúið að
létta undir með jieim sem eiga undir
högg að sækja. Ég ætla til dæmis ekki
að líkja því saman hvað það er léttara
að vera með bam hér sem þarf á
aðstoð að halda heldur en á Reykja-
víkursvæðinu. Hér sér bærinn um að
keyra Elfar Franz til og frá sjúkra-
þjálfara en í Reykjavík þurfa for-
eldramir sjálfir að sjá um aksturinn
með öllum þeim tíma og óþægindum
sem því fylgir,“ sagði Biggi að
lokum.
Rósanna Ingólfsdóttir listakona kemur frá Svíþjóð:
Sýningin er sérhönnuð fyrir goslokahátíðina
RÓSANNA: í fýrra var ég í Vestmannaeyjum að safna myndefni, meðal
annars utan úr Klettshelli. Myndirnar eru þrykktar og brenndar á leir,
alveg sérstök aðferð sem er bæði tímafrek og erfið og fáir fást við.