Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2003, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2003, Blaðsíða 20
20 Fréttir / Fimmtudagur 3.júlí2003 Hvernig upplifðu börn og unglingar gosið - Spjallað við Sigríði Petru Hansen, ( Guðrún Kristmannsdóttir var átta ára gömul þegar gosið hófst en þá bjó hún að Suðurvegi 17 ásamt foreldrum sínum Kristmanni Karlssyni og Krist- ínu Bergsdóttur og litlu systur Betsý semþá varfimmáragömul. Hún var fyrst spurð hvemig henni hafi orðið við þegar henni varð Ijóst að byrjað væri að gjósa nánast við bæjardymar. „Ég vaknaði um nóttina til að fara á klósettið og varð vör við að mamma og pabbi voru frammi. Ég spurði hvort þau væm að fara á ball en pabbi leit á mig og sagði: „Klæddu þig krakki," en ég skreið upp í aftur með fötin í fanginu. Pabbi kom inn í her- bergið, tók mig upp úr rúminu og sýndi mér út um gluggann á herberg- inu mínu sem sneri mót austri. Þá sá ég eldhafið, Suðurvegur var austasta gatan í bænum þannig að við vorum alveg við eldsumbrotin,“ segir Guð- rún en fljótlega varð ljóst að þau urðu að yfirgefa húsið. „Við fómm út í Traderinn hans pabba en þegar við beygðum inn Búastaðabrautina sáum við afa, Ella Berg, koma labbandi. Hann varþá að gá að okkur og við fórum niður á Skólaveg 10 þar sem afi og amma bjuggu. Þar fengum við þær fréttir að allir fbúar Vestmannaeyja ættu að yfirgefa Eyjamar en áður en við héldum niður á bryggju lórum við á Suðurveginn aftur. Mamma og pabbi fóm inn til að sækja eitthvað en við Betsý biðum í bílnum. Þau náðu engu, hitinn var orðinn óbærilegur í húsinu. Sú stund er mér ógleymanleg og ég get nánast upplifað hana þegar ég hugsa uni hana. Þá skynja ég eld, hita, drunurog hristing íjörðinni. Við Betsý kúrðum okkur saman aftur í bílnum og ég man ekki aftur eftir mér fyrr en við erum um borð í bátnum. Ég var, eins og margir aðrir, mjög sjóveik á leiðinni til lands en við lágum í netahrúgu úti á dekki alla leiðina. Um borð voru 43 manneskjur og einn vælandi hundur.“ ÓviSSUTÍMAR Rútur fiuttu fólk frá Þorlákshöfn til Reykjavíkur en skólar þar höfðu verið opnaðir og án efa þurftu margir að átta sig á því hvaða ættingja og vini væri hægt að ná í, og yfirleitt fá inni hjá. Fjölskylda Guðrúnar fór í Sjó- mannaskólann þar sem boðið var upp á mat og einhverja aðhlynningu. „Ég man að ég fékk súrmjólk. Þegar við vorum að fara þaðan kom maður til okkar og spurði hvort hann ætti ekki að útvega okkur bíl. Pabbi sagðist hins vegar ætla að labba til mömmu. Mað- urinn spurði hvar hún ætti heima, og pabbi benti yfir götuna og sagði; „þama". Maðurinn horfði á hann og Skynja enn eld, hita, drunur og hristing -segir Guðrún Kristmannsdóttir um upplifun barnsins gosnóttina hugsaði með sér að hann hlyti að hafa ruglast eitthvað þessi. Ammabýrhins vegar beint á móti Sjómannaskól- anum og við þurftum ekki annað en ganga yfir götuna.“ Guðrún segist muna sérstaklega eftir einu kvöldi um það bil viku eftir að eldgosið hófst. „Pabbi var úti í Eyjum en húsið okkar var komið á kaf eftir um það bil þrjá daga og það var verið að reyna bjarga því sem bjargað varð. Þetta kvöld var mamma inni í Sundahöfn að taka móti búslóðinni en þangað kom dótið úr húsunum sem næst voru gosupptökunum. Það kom á brettum, allt óinnpakkað og öllu ægði saman, málverk frá einum og þvottavél frá öðrum. Þama var fólk að leita að sínu en mikið af innbúinu var skemmt jregar það kom. Viðbjuggum hjá Huldu frænku þegar þetta var og við Betsý vorum uppi í rúmi, ég í náttfötum af Jóhanni Hlíðar, frétta- manni á Stöð 2 og hún af Áma bróður hans. Við vomm þama aleinar, að GUÐRÚN: -Mamma og pabbi fóru inn til að sækja eitthvað en við Betsý biðum í bílnum. Þau náðu engu, hitinn var orðinn óbærilegur í húsinu. ÖRIN vísar á húsið sem fjölskylda Guðrúnar bjó í en það stóð við Suðurgötu og mjög nálægt upptökum eldsumbrotanna. okkur fannst, í öllu ókunnugu, öryggislaus og við áttum ekki einu sinni fötin sem við vomm í.“ Skörð í árunni Eins og gefur að skilja höfðu íbúar Eyjanna dreifst um allt land. Guðrún segir að besta vinkona hennar, Jó- hanna Hauksdóttir, hafi búið í Grindavík gostímann en sjálf fluttist hún í Árbæinn. „Magga, frænka mín, átti íbúð í Árbænum og hún lánaði okkur hana og við bjuggum þar í níu mánuði eða þangað til við fluttum aftur heim í október 1973, Siggi Gogga og Fríða í Sætúni bjuggu í sama stigagangi og við ásamt dætmm sínum Öddu og Bám. Við Adda emm jafngamlar og það var heilmikill samgangur á milli heimilanna enda öll úr Eyjum og bjuggum yfir sam- eiginlegri reynslu. Ég fór í Ár- bæjarskóla og ég man ekki eftir neinum sem ég þekkti en Kjartan Gylfason, sem seinna varð tannlæknir í Éyjum, var í sama bekk.“ Þegar Guðrún er spurð hvemig upplifun það hafi verið að flytjast afturl til Eyja, svarar hún stutt og laggott: „Svart,“ en bætir því við að tíminn í Reykjavík hafi á einhvem hátt verið dapur og framtíðin óviss. „Pabbi var mikið úti í Eyjum og mamma var þar af leiðandi ein með okkur og auðvitað bjó fólk við ntikla óvissu. Það vissi enginn hvernig þetta færi allt saman. Þegar Ijóst var að hægt yrði að flytjast heim aftur fylgdi því ákveðin öryggiskennd. Foreldrar mínir keyptu Hólagötu 40 og þó við hefðum búið í austurbænum og flyttumst nú í vestur- bæinn vorum við komin aftur í eitthvað varanlegt. Pabbi og Axel Ó. settu upp búðina Nýborg í ágúst 1973 sem var sú fyrsta sem hóf starfsemi eftir gos. Ég byrjaði í skólanum um haustið, Gummi Jens kenndi mér og þetta fór smám saman að rúlla allt saman." Helclur þii að þessi reynsla hafa haft áhrif á þig? ,Já, það hafa tvær mann- eskjur sagt mér að það sjáist á árunni| minni. Það em skörð í henni sem rekja má til þessa tíma. Þegar þættimir, Ég lifi voru sýndir í sjónvarpinu lagði ég! áherslu á að fjölskyldan horfði á þættina saman en ég hágrét og það segir meira en mörg orð um hvað þetta1 situr djúpt í tilfinningalífinu. segir Guðrún að lokum. Kannski sú ferð sem skipt hefur mestu máli s -segja Agústa og Kolbrún en þær fóru boðsferð til Noregs í gosinu Þegar gosið stóð sem hæst var um þúsund börnum frá Eyjum á aldr- inum átta til fimmtán ára boðið til tveggja vikna dvalar f Noregi. Það var Rauði kross Noregs, Norsk Islandsk samband og íslendingafé- lagið í Noregi sem stóðu að boðinu. Markmiðið var að veita bömunum andlegan stuðning og byggja þau upp á þessum óvissutímann. Börnunum var skipt í hópa og fóru utan á tíma- bilinu frá miðjum júní til loka ágústs. Mikið uagt upp úr útiveru Ágústa Guðnadóttir og Kolbrún Eva Valtýsdóttir segja ferðina ógleyman- lega en þær dvöldu tvær vikur í Guð- brandsdal, nánartiltekið Fjellskolen í Hovtingen. Þær stöllur voru tólf ára gamlar þegar þetta var. „Við vomm ábyggilega um og yfir hundrað sem vorum þama samtímis, flest úr árgöngum 1960, 1961 og 1962. Það var oft líf og Ijör hjá okkur en það var búið að raða öllum niður á herbergi áður en við komum út. Við tvær vomm saman ásamt Sigfríð Hallgrímsdóttur og Hrönn Harðar- dóttur. Þetta var fjallaskóli og mikið lagt upp úr útivem. Við fómm í gönguferðir, ratleiki, lærðum hjálp í viðlögum og ýmislegt sem gagnast okkur enn í dag. Við fengum líka að fara í bæjarferð til Lillehammer. Það var gaman að hitta krakkana eftir langan aðskilnað, fararstjóramir, Guð- rún og Þór, vom fínir en allar stelpumar á staðnum voru skotnar í honurn." segir Ágústa. „Við vomm vakin upp klukkan sex á morgnana og allir áttu að vera sofn- aðir klukkan tíu á kvöldin en þá vom ljósin slökkt og rafmagnið tekið af. Morgunmaturinn var allt öðmvísu en maður átti að venjast, hrökkbrauð, geitamjólk og okkur fannst pylsumar eitthvað skrítnar. Ekkert komflex, djús eða franskbrauð á boðstólum eins og heima,“ segir Kolbrún og Ágústa bætir því við að margir hafi verið nokkmm kílóum léttari þegar komið var heim. Þær segja ferðina hafa gengið í alla staði vel og engin óhöpp eða leiðindi komið upp. „Þetta var hálfgerð skáta- ferð, við lærðum að setja saman sjúkrabömr úr spýtum, fötum og þess háttar. Það var herbergisskoðun á hverjum morgni eftir að við höfðum borðað morgunmatinn. Rúmin áttu að vera uppbúin og allt skúrað og skrúbbað. Þeir sem tóku best til fengu Skíðakallinn sem var stytta sem her- bergið fékk að hafa í einn sólarhring. Það gekk hálfilla hjá okkur að ná karlinum og strákamir, Sibbi Tedda, Guðjón Öm, Finnur Kristjáns, og Bjössi frændi fengu viðurkenningu á undan okkur, okkur fannst það hálf fúlt þar sem við tókum til hjá þeim. Svo heppilega vildi til að við fómm í vatnsslag við strákana í herberginu, allt var á floti þannig að við þurftum að skúra allt og skrúbba. Við fengum því Skíðakallinn, næstsíðasta daginn, sem betur fer,“ segir Ágústa. VORUM IÍKKIMEÐGEMSA „Það hefur ábyggilega verið grenjað í einhverjum herbergjum en ekki okkar. Það var ekkert sérstaklega gott veður en við vomm í 1200 metra hæð og því hálfgert hálendisveður og við gengum mikið á fjöll. Maður var reyndar orðinn hálfleiður á öllum þessum göngum," bætir Kolbrún við. Yngstu bömin sem fóm til Noregs vom átta ára gömul og þær segjast myndu hugsa sig tvisvar um ef þeim stæði til boða að senda böm á þeim aldri í slíka ferð. „Fólk var undir miklu álagi á þessum tíma en þegar litið er til baka finnur maður hvað það gerði manni gott að fara til Noregs. Foreldrar okkar vom með fullt hús af börnum og höfðu auðvitað áhyggjur af framtíðinni Ég man að mamma grét allt gosið, ég hefði ekki viljað vera fullorðin kona á þessum tíma,“ segir Kolbrún. „Við vomrn í Laugarnesskóla en fjölskylda mín bjó í Hafnarfirði. Það tók því oft langan tíma að komast til

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.