Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2003, Blaðsíða 25
Fréttir / Fimmtudagur 3. júlí 2003
25
✓
Olafur Már Sigurðsson, stoltur Eyjamaður:
Eitt skemmtilegasta mótið
Brottfluttir Eyjamenn nýta oftar en
ekki tækifærið sem gefst til þess að
koma til Eyja þegar ungviðið fer á
Shellmót. Arið í ár var engin
undantekning og hittum við Ólaf
Sigurðsson sem var með tvo syni sína
á mótinu en þeir leika með Gróttu.
Hvemigfinnst þér svo Shellmótið hafa
verið?
„Það hefur auðvitað fyrir löngu
sannað sig sem eitt skemmtilegasta
mót sinnar tegundar á landinu. Það
hefur allt staðist héma, allar tíma-
setningar og í raun er maður bara
stoltur af því að vera Eyjamaður þegar
svona vel tekst til. Okkur Gróttu-
mönnum hefur gengið ágætlega, við
erum með efnilega flokka en reynslan
frá svona móti vegur þungt í knatt-
spymuppeldinu því hér læra strákamir
bæði að vinna og tapa."
Ertu ífararstjóm eða komstu á eigin
vegum?
„Eg er hér á eigin vegum en fylgi
liðinu um allt. Eg ætlaði reyndar að
koma með fellihýsi og vera í Dalnum
en svo var okkur boðið húsaskjól og
við höfum verið þar í góðu yfirlæti.
Það var kannski ágætt þvf það rigndi
svo mikið á laugardag þannig að það
hefur ekki verið mjög spennandi að
vera í tjaldi þá.“
Hvað heldurðu að standi upp úr hjá
strákunum eftir svona mót?
„Eg held að það sé gleðin sem
fylgir því að taka þátt í svona móti í
ÓLAFUR Már með drengina,
íjóra daga. Tilhlökkunin spannar heilt
ár og væntingamar em auðvitað
miklar þegar komið er á mótsstað.
Þannig að það verður kannski spennu-
fall hjá strákunum en dagskráin er svo
vel útfærð að hvert augnablik er nýtt
til skemmtunar. Ég á eftir að koma
hingað næstu tvö ár, því yngri
strákurinn minn verður hérna næstu
tvö árin og það er ekki bara tilhlökkun
hjá strákunum að koma aftur.“
Urslit og lokatölur skipta ekki máli
-segir Jóhann Framari og vallarstjóri Laugardalsvallar
JÓHANN er ánægður með mótið.
Jóhann G. Kristinsson, vallarstjóri
Laugardalsvallar, var á Shellmótinu í
ár en hann var að fylgja sínu félagi,
Fram. Við hittum Jóhann þegar hann
var að fylgjast með sínum mönnum á
sunnudeginum og var ekki annað að
heyra en að hann væri mjög ánægður
með vem sína í Eyjum.
„Þetta er í þriðja sinn sem ég kem á
mótið. Ég var héma fyrir um tólf
ámm með gutta sem nú er 22 ára
þannig að ég hef ágæta reynslu af
mótinu. Þetta er búið að vera mjög
fínt héma. Urslitin og lokatölur eru
ekki það sem skiptir máli í svona móti,
heldur það að allir séu samstilltir og að
allir hafi gaman af.“
Hvemig finnst þér mótið hafa gengið
fyrir sig? „Þetta er eins og eftir bók-
inni. Tímasetningar hafa staðist og
áætlanir. Það er í raun ekkert hægt að
hafa þetta betra því reynslan er svo
mikil í herbúðum Eyjamanna að ef
eitthvað fer úrskeiðis er bmgðist við.“
Hvað með strákana, hvemig hafa þeir
látið afdvölinni? „Þeireru bara alveg
í skýjunum. Þetta er auðvitað alltaf
þannig að þeir sem eru eldri og hafa
komið áður, segja þeim yngri frá því
og smita áhuganum út frá sér. Það er
hins vegar mín reynsla af mótinu að
þátttakan er yfirleitt mun betri en allt
annað."
Strákarnir ánægðir
-segir Auður Valsari sem var að koma á sitt fyrsta mót
AUÐUR með strákana sína.
Ein mamman var að huga að sínum
leikmanni, var að reima skóna á hann.
Þama vom á ferð Valsmenn og áttu
þeir að spila gegn FH.
Auður Friðriksdóttir var að koma á
sitt fyrsta mót enda var sonur hennar á
íyrsta ári í sjötta flokki.
Ertu á eigin vegum eða kemurðu sem
fararstjóri? „Ég er með liðinu, kem
hingað sem fararstjóri."
Hvemig er svo reynslan af þínu af
fyrsta Shellmóti? „Þetta er bara mjög
skemmtilegt, dagskráin er mjög þétt
fyrir strákana en fyrir vikið er mikið
álag á þeim sem sjá um liðin. En það
er kannski bara eins gott að dagskráin
sé þétt því ef strákamir hefðu mikinn
frítíma þá væm þeir að flækjast út um
alla Eyju og við hlaupandi á eftir
þeim. Skipulagið er líka mjög gott og
allt hefur gengið eftir og þjónustan
verið til fyrirmyndar."
Hvemig hefur Valsmönnum gengið?
„Þeim hefur gengið ágætlega, þeir em
um miðjan hópinn og em sjálfir
ánægðir og það er auðvitað það sem
skiptir mestu í þessu.“
Betra að spila á
blautu grasi
-segir Pressuliðsmaðurinn og ÍBV-arinn Guðni
Freyr Sigurðsson
Á hverju Shellmóti em valin Landslið
og Pressulið mótsins og þykir það að
sjálfsögðu mikil upphefð að vera
valinn í annað hvort liðið.
Leikur milli þessara liða fer svo
fram í grillveislunni og þykirekki lítið
merkilegt að spila landsleik fyrir fram-
an tvö þúsund manns og í leikslok er
strákunum fagnað sem hetjum meðal
félaga sinna.
I ár var ungur og efnilegur Eyjapeyi
í Pressuliðinu, hann var einnig í liði
mótsins. Þetta var Guðni Freyr Sig-
urðsson og við tókum hann tali eftir
mótið.
Hvaða stöðu spilarðu? „Ég spila
frammi."
Hvað er uppálialdsliðið þitt í enska
boltanum? „Manchester United, ekki
spuming."
Mótið degi of langt
-segir Unnar frá Keflavík
í brekkunni rákumst við líka á
nokkra Keflvíkinga sem voru að
fylgjast með sínu liði leika gegn Þór
frá Akureyri. Einn þeirra, Unnar
Stefánsson, sagði að Keflvíkingum
hefði ekki gengið eins vel og vænt-
ingar stóðu til.
„C-liðinu gekk reyndar vel framan
af og öðru D-liðinu okkar líka en
önnur lið fannst mér vera að spila
undir getu.“
Ertu að koma á þitt fyrsta mót? , Já,
þetta er fyrsta mótið hjá mér og það
er ekki annað hægt en að dást að allri
skipulagningunni. Mér finnst reynd-
ar mótið vera degi of langt en það er
kannski bara vegna þess að það
rigndi á laugardaginn og þegar svo er
eru dagarnir alltaf lengri. Þá vill
maður bara koma sér heim. En við
erum með um áttatíu manna hóp
samtals, um fjörutíu leikmenn og ég
held að allir séu mjög sáttir.“
En Itverjir eru uppáhaldsleikmenn-
irnirþínir?
„Fyrir utan Einar bróður? Það eru
Beckham og Zidane, þeir em góðir.“
Hvernig gekk ÍBV í Shellmótinu?
„Ekki alveg nógu vel. I fyrra náði ég
öðru sæti með C-liðinu en núna var ég
í A-liðinu og okkur gekk ekki eins vel.
Það er bara miklu erfiðara að spila í A
en í C.“
Hvað stendur upp úr eftir mótið? „Það
er að sjálfsögðu að hafa spilað lands-
leikinn, það var rosalega gaman.“
Hvað með veðrið, var ekkert erfitt að
spila í rigningu á laugardaginn? „Nei,
kannski ekkert erfitt, bara ekki eins
gaman. Mér finnst betra að spila á
blautu grasi en það er betra ef það er
ekki rigning."
Býrðu í tjaldbúðunum eða ertu á
gistiheimili? „Við erum nokkur
saman sem leigðum hús á meðan við
emm héma. Og ég vil bara endilega
benda fólki á að auglýsa húsin sín
héma ef þau em tóm. Ég veit að það
er mikill áhugi fyrir slíku hjá þeim
sem koma hingað þessa helgi og ég
veit að ég hyggst endurtaka leikinn á
næsta ári.“