Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2003, Blaðsíða 21

Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2003, Blaðsíða 21
Fréttir / Fimmtudagur 3. júlí 2003 21 / juðrúnu Kristmcinnsdóttur, Agústu Guðnadóttur og Kolbrúnu Evu Valtýsdóttur Saklaus blóm urðu örgustu villingar -segir Sigríður Petra Hansen sem var þrettán ára þegar gosið hófst SÍSÍ vildi alls ekki flytja aftur til Eyja þrátt fyrir að íbúum fjölgaði og bærinn tæki stakkaskiptum þegar hann hafði verið hreinsaður, uppgræðsla hófst og fólkið vann að lagfæringum á húsum sínum. Kátína og glens lá í loftinu þegar ég kom á heimili þeirra Sigríðar Petru Hansen og Magnúsar Kristleifssonar á dögunuum. „Magnús er nú ekki þekktur fyrir annað en að vera létt- lyndur," sagði Sísí þegar Magnús tók hressilega á móti blaðamanninum. Tilgangur heimsóknarinnar var að rifja upp minningar frá gostímanum en ekíd er laust við að vegir okkar hafi legið saman á þessum tíma. Argangurinn sem hún tilheyrir er ekki alveg með það á hreinu hvort gosið var þegar fermingin var eða fermingin þegar gosið var. SjOKKIÐ KOM SEINNA „Ég var ekki farin að sofa þegar gosið hófst. Ég hafði verið heima hjá Krist- jáni Þór og Kötu að passa Kollu, sem nú er hjúkrunarfræðingur á Hraun- búðum, og bróður hennar. Þegar ég kom heim kom Gústý systir af vakt af sjúkrahúsinu þar sem Ráðhúsið er í dag. Við sátum og vorum að spjalla saman. Á þessum tíma áttu allar stelpur, sem komnar voru yfir ferm- ingu, voða flott skatthol með alls konar skúffum og hillum. Við tókum eftir því að það glamraði í ilmvatns- glösum sem stóðu á glerhillu í skatt- holinu hennar og þessu fylgdi talsverður hávaði. Þegar við komum út á stétt héldum við að kviknað væri í Ásbyrgi, húsi sem stendur við Birki- hlíðina. Svo komu vöflur á okkur og við vorum ekki vissar, var það kannski húsið við hliðina, fyrir ofan eða neðan, það tók tíma að átta sig á því sem var að gerast.“ Sísí er dóttir Jogvans og Esterar Hansen en hún er nýlega látin. Sísí er næstyngst sjö systkina og þeir með- limir fjölskyldunnar sem hér bjuggu héldu með Isleifi VE til lands, klukkan fimm um morguninn. „Ég stóð úti á dekki þegar við sigldum út innsigl- inguna. Það var ekki til hræðsla í mér og satt best að segja var ég alveg hugfangin. Ég var með hvíta húfu eins og þá var í tísku, hálfgerð lamb- húshetta með tölum. Þegai' ég kom inn í borðsalinn, þar sem mamma sat, benti hún mér á að húfan væri öll svört en gjall hafði sest í hana. Ég tíndi það af og setti í bréfpoka sem ég var með. Nú er mikið talað um gosminjar en svo skemmtilega vill til að ég á ennþá húfuna og pokann með gjallinu frá fýrstu tímum gossins. Það var mikil sjóveiki um borð í bátn- um en ég fann ekki fyrir neinu. Ég man að Gústý systir safnaði saman ælupokum sem ég sá svo um að henda út um kýrauga sem var í seilingar- íjarlægð frá bekknum þar sem ég sat. Við fórum til Reykjavíkur með rútu og foreldrar Matta Nóa, þau Kristín og Böðvar sóttu okkur þegar við komum þangað. Þegar við komum heim til þeirra á Hörpugötu 11 kom sjokkið yfir mig. Ég ældi eins og múkki því þá fyrst gerði ég mér grein fyrir þvf hvað hafði gerst en jafnaði mig fljótt aftur.“ Strax tekin í hópinn Eins og gefur að skilja var heilmikð mál að finna húsnæði fyrir allt fólkið frá Eyjum á fastalandinu. Margar Ijölskyldur tvístruðust um tíma en Jogvan og Ester fengu inni í litlu bakhúsi við Hörpugötuna og bjuggu þar fram á vor. „Hassi bróðir, sem þá var ellefu ára, var sendur upp á Akranes til Sonju systur minnar en Gústý bjó hjá Ósk frænku. Ingólfur fór í Straumsvík, Matti og Vigdís fluttu fljótlega til Danmerkur en Sædís bjó í Noregi þegar þetta var. Fljótlega eftir að við komum upp á land var sett á stofn bamaheimili fyrir böm frá Eyjum fyrst í kjallaranum í Neskirkju en síðar fengu Vestmannaeyjabömin inni í Heyrnleysingjaskólanum í Stakkholtinu. Mamma, sem starfaði á bamaheimilinu, fékk íbúð á efstu hæðinni og þá gat fjölskyldan sameinast á ný.“ Nokkmm dögum eftir að Sísí kom til Reykjavíkur byrjaði hún í Haga- skóla. Flestir jafnaldrar hennar fóru í Langholtsskóla þar sem bekkjar- deildum frá Eyjum var haldið saman en eldri bekkingar vom í Lauga- lækjarskóla. Krakkamir hittu þar sína bekkjarfélaga og höfðu sömu kennara og í Eyjum en þurftu mörg hver að fara langar leiðir til og frá skóla. „Ég var alein þegar ég bytjaði í Hagaskóla cn það var tekið mjög vel á móti mér. Ég var stax tekin inn í hópinn og kynntist alveg nýjum krökkum, það var frábært. Um haustið bættist Bubba í hópinn og þá vomm við Eyja- stelpumar orðnar tvær og ýmislegt brallað. Mérleiddist þvíaldrei." Sísí sótti fermingarfræðslu í kirkju Óháða safnaðarins en einhverra hluta vegna sótti sr. Karl Sigurbjömsson, biskup, sem þá var prestur Vest- mannaeyinga, hana á Hörpugötuna og skilaði þangað aftur eftir tímana. „Hann reyndist mér vel og var mér mjög góður, hefur ábyggilega vor- kennt mér svolítið. Ég fann ekki fyrir því að ég saknaði krakkanna úr Eyjum en það var samt sem áður ógleyman- legt að hitta gömlu vinina aftur þegar við komum saman á Fiúðum vikuna áður en við fermdust. Við bjuggum á víð og dreif um landið og þegar hóp- urinn hittist aftur var eins og eitthvað leystist úr læðingi sem erfitt er að útskýra. Það var mjög sérstakt að fermast í Skálholti og ég held við séum öll mjög stolt af því. í blöðum var talað um fermingu aldarinnar. Okkur var boðið til Noregs um sumarið og það var mjög gaman.“ VlLDI EKKI FLYTJA AFTUR TIL EYJA „Vinahópurinn úr Reykjavík fór til Eyja í febrúar að heimsækja Bubbu en hún flutti heim með fjölskyldu sinni í janúar. Henni leiddist alveg svakalega og við vorkenndum henni mikið. Við vorum ábyggilega fimmtán sem komum hingað eina helgi, þetta var svo sterkur kjami og hélt svo vel saman. Ég er eiginlega hálf hissa á því núna að foreldramir skyldu samþykkja þetta. Við gistum í húsi foreldra minna og Þórarinn kennari fylgdist með okkur. Þá var allt svart héma, jámplötur fyrir gluggum á mörgum húsum, dimmt og dmnga- legt.“ Sísí vildi alls ekki flytja aftur til Eyja þrátt fyrir að íbúum fjölgaði og bær- inn tæki stakkaskiptum þegar hann hafði verið hreinsaður, uppgræðsla hófst og fólkið vann að lagfæringum á húsum sínum. „Pabbi fór á undan okkur en hann vann hjá ÁTVR og þurfti að fara heim að opna ríkið en við fluttum ekki fyrr en í maí 1974. Mamma tók við sem forstöðukona á Leikskólanum Sóla en ég gerði allt til að komast hjá því að flytjast heim. Meira að segja var það skilyrði sett að Lilja, ein vinkonan úr hópnum, kæmi með og hún var hjá mér í einhvem tíma. Ég vann í Fiskiðjunni og auð- vitað rættist fljótlega úr og glimrandi Qör var um sumarið. Ég fór til Fær- eyja seinni part sumars og eftir að ég kom til landsins aftur þrjóskaðist ég enn við og neitaði að koma til Eyja. Ég bjó í Garðinum hjá systur minni en kom aftur hingað í desember. Fljót- lega upp úr þessu kynntist ég Magnúsi og þá loksins sættist ég aftur við Eyjarnar. I dag gæti ég ekki hugsað mér að fara héðan því hér er yndislegt að vera. Höldum ennþá sambandi „Þetta er tími sem ég hefði aldrei viljað vera án,“ segir Sísí þegar hún er spurð hvort reynslan af gosinu hafi á einhver hátt markað hana. „Gosið gaf mér tækifæri og víkkaði sjóndeildar- hringinn. Það kom auðvitað rót á okkur, við vomm óharðnaðir ungling- ar en þama kynntist ég yndislegu fólki. órúbban sem við vomm í var mjög samhent og stóð þétt saman. Við höldum enn sambandi, hittumst reglu- lega og þarna mynduðust órjúfanleg tengsl. Maður áttaði sig ekki á þvf þá en ég held að erfiðast hafi verið að rífa sig upp öðm sinni. Að vissu leyti misstum við tengslin við vini og félaga þegar við settumst að uppi á landi. Það gekk vel að mynda ný tengsl en þegar við komum aftur út vomm við einhvem veginn komin á byrjunarreit aftur. Auðvitað vannst það upp með tímanum en umskiptin vora mikil, við fómm frá lokuðu samfélagi Eyjanna til borgarinnar og þegar við komum til baka var ekki bara umhverfið breytt heldur við öll líka. Þennan tíma lifðum við auð- vitað í heimi unglingsins og höfðum ekki verulegar áhyggjur af eignatjóni eða náttúmhamfömnum sem slíkum. Við lifðum fyrir hvern dag og vomm að spá í allt aðra huti. í dag skil ég áhyggjur foreldra minna og eflaust vomm við mörg hver erfiðir ung- lingar. Við breyttumst hratt eins og eðlilegt er við þessar aðstæður og í sumum tilfellum vom saklaus blóm orðin að örgustu villingum. Gosið var gífurlegt áfall fyrir bæjarfélagið og íbúana. Margir misstu allt sitt og áttu um sárt að binda. Uppbygging sem hófst eftir gosið var í raun þrekvirki og íbúamir komu að henni á einn eða annan hátt, fullorðnir, unglingar og böm. Þessi lífsreynsla markaði okkur öll en ég segi það satt, ef ég ætti þess kost að breyta einhveiju í mínu h'fi þá vildi ég ekki breyta neinu." gudbjorg @ eyjafrettir. is og frá skóla. Harpa Gísladóttir, vin- kona mín, bjó í Hveragerði og ég frétti ekki af henni fyrr en í apríl. Við feng- um svo að heimsækja hvor aðra en þarna úti hitti ég vini sem ég hafði ekki vitað hvar vom niðurkomnir. Við vomm ekki með gemsa eða tölvupóst og ég finn að ungir krakkar skilja þetta ekki alveg í dag. Við bjuggum í blokk og það var kona sem lét senda eftir mömmu þegar eitthvað vemlega mikið var að gerast í Eyjum. Við fengum ekki alltaf að sjá fréttimar og ég hef gmn um að blöðin hafi stundum horfið. Það hefur verið skelfilegt að veja full- orðinn á þessum tíma,“ segir Ágústa. „Við höfum oft farið til útlanda en þetta var fyrsta utanlandsferðin hjá flestöllum. Þetta er kannski sú ferð sem skipt hefur mestu máli. Oft rifjast upp þekking sem við öfluðum okkur á þessum tíma,“ segir Ágústa og þær em sammála um að þetta ferðalag taki mörgum fram þrátt fyrir að morgun- og kvöldmaturinn hafi oft ekki verið upp á marga fiska. í Noregsferðinni, Ágústa, Sigfríð Hallgrímsdóttir og Hrönn Harðardóttir. ÁGÚSTA: Strákarnir, Sibbi Tedda, Guðjón Örn, Finnur Kristjáns, og Bjössi frændi fengu viðurkenningu á undan okkur, okkur fannst það hálf fúlt þar sem við tókum til hjá þeim. FORELDRAR okkar voru með fullt hús af börnum og höfðu auðvitað áhyggjur af framtíðinni Ég man að mamma grét allt gosið, ég hefði ekki viljað vera fullorðin kona á þessum tíma, sagði Kolbrún.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.