Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2003, Blaðsíða 28

Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2003, Blaðsíða 28
28 Fréttir / Fimmtudagur 3. júlí 2003 Sigurgeir Jónsson: Með pípuhatt úr Meyja- skemmunni í miðju gosi Nokkrar endurminningar frá fyrstu vikunum í gosinu ÉG er ekki í vafa um að þessi óbilandi bjartsýni Eyjamanna átti sinn þátt í því hve flestir hlutir gengu vel fyrir sig í gusinu og hve fljótt byggðarlagið rétti úr kútnum eftir að hamfnrunum lauk. Á þriðja degi í gosi fór ég með Heklunni til Eyja. Fengist hafði leyfi fyrir heimamenn að fara til að sækja brýnustu nauðsynjar ó borð við fatnað, sængurföt og annað, sömu- leiðis vildu menn ganga fró húsum sínum þannig að ekki yrði skaði af völdum vatns eða annars. Leyfið hljóðaði upp ó sólarhringsdvöl í Eyjum en í mínu tilfelli varð dvölin allmiklu lengri og Hekla sigldi ón mín daginn eftir. Eg komst að raun um að miklu meiri þörf væri fyrir mína starfskrafta úti í Eyjum heldur en ó fastalandinu og ókvað því að verða eftir og hjólpa til. Strax og ég var búinn að ganga frá húsinu og sjá um að senda til Reykja- víkur það setn ég hafði átt að sækja, fór ég á stjá í austurbænum þar sem menn voru í óðaönn að pakka saman sínu dóti. Einhvern veginn atvikaðist að ég lenti í slagtogi með þeim sem kenndir voru við Flugfélagið, þeint Aka Haralds, Andra Hrólfssyni og nafna mínum Jónassyni Ijósmyndara, Jóhanni I. Guðmundssyni og svo síðar Braga Olafssyni en þeir höl'ðu yfir traktor og kerru að ráða og kom sér vel íbjörgunarstörfum. Reyndarvoru lleiri í þessum hóp sem hafði aðsetur sitt að Bessastíg 12, á heimili þeirra Aka og Torfa bróður hans sem einnig var í hópnum. Síðan bættust í hann þeir Þorkell Þorkelsson og Garðar Arason, mágur minn. Húsið að Bessastíg 12 var lljótlega nefnt Gosa- staðir og þessi hópur Gosastaða- hópurinn. Vinnudagurinn var langur þessa fyrstu daga gossins. Yfirleitt var farið á fætur upp úr kl. sjö á morgnana og verið að til miðnættis, stundum lengur. Verkefni okkar var að bjarga búslóð- um úr húsum í austurbænum, þeim sem næst voru gosstöðvunum. Þar sem ekki var á þessum fyrstu dögum búið að skipuleggja gámaflutninga, fór björgunarstarfið þannig fram að við komum húsmunum fyrir í geymslu vestur í bæ, aðallega í Bamaskólanum. Mér er það minmsstætt að í nær hverju húsi mátti ganga að því sem vísu að í ísskápnum var sérríliaska og í stofuskápnum koníaksflaska eða annar eðalmjöður. Slíkum vamingi var ekki pakkað niður með búslóðinni heldur flokkað sem björgunarlaun. Upp úr miðnætti, áður en gengið var til náða, var svo venjan að útdeila staupi af þeim feng og var kallaður jámskammtur, í anda þess sem sjó- liðar hennar hátignar fá daglega. Hænsnadrápið talið ÁMÆLISVERT Eg held að Gosastaðahópurinn hafi verið fyrsta skipulagða björgunar- sveitin í gosinu. Lögreglan leitaði til dæmis stundum til okkar með ýmislegt sem gera þurfti og lá á og voru þau viðvik margs konar. Einn morguninn, mig minnir að það hafi verið á sjöunda eða áttunda degi í gosi, var hringt af lögreglustöðinni og við beðnir að fara og aflífa hænsni uppi á Lyngbergi. Við fórum í þetta verkefni þrír, við nafnarnir sem vanir fugla- dráparar úr úteyjum og svo Andri Hrólfsson. Ég fann öxi í kjallaranum að Bessastíg 12 og hefði þurft að brýna hana en þar sem hvorki var hverfisteinn né smergel til staðar var því sleppt. Örkuðum við síðan upp að Lyngbergi og að hænsnakofanum þar sem voru fjórtán eða fimmtán hænur inni og var nokkuð af þeim dregið enda bátði orðnar matar- og vatnslitlar. Við komurn okkur upp höggstokki fyrir utan og skiptum síðan með okkur verkum þannig að Andri sótti hænurnar, ég var í hlutverki böðulsins og mundaði öxina og nafni minn átti að halda þeim kyrrum. I Ijós kom að óþarfi var að halda þeim, þar sem hænumar voru svo máttfarnar orðnar að þær varla hreyfðu sig. Nafni minn fann sér því annað hlutverk, tók upp myndavélina og myndaði í gríð og erg þessa aftöku. En nú kom í ljós, það sem mig hafði reyndar grunað, að öxin hans Haraldar Guðnasonar var með öllu ónothæf til að aflífa hænsnfugla. í stað þess að hausinn fyki af í einu höggi, varð að hjakka þetta þrjú til fjögur högg og okkur kom saman um að slíkar aðfarir væru ekki mannúðlegar. Annaðhvort var að fá annað vopn eða linna aðra aftökuaðferð. Þá llaug mér í hug hvort ekki mætti nota sömu aðferð og á lundann, að kippa einfaldlega úr hálsliðnum og ákvað að prófa það. Þetta gekk mun betur en ég fann fljótlega að ekki var jafnsterkt í þessum hálsum og á lundanum og slitnuðu hausarnir af flestum fugl- unum. Með nýju aftökuaðferðinni gekk verkið fljótt fyrir sig og innan stundar var verkinu lokið og hægt að snúa sér að því á nýjan leik að bjarga búslóðum. En þetta hænsnadráp að Lyngbergi átti eftir að draga nokkum dilk á eftir sér. Eins og áður er getið var nafni niinn með myndavélina á lofti og tók heila seríu af myndum, einkanlega af hausaranum sem orðinn var heldur ófrýnilegur undir það síðasta, útataður í blóði og fiðri. Þessa lilmu sendi hann svo, ásamt öllum öðmm sem hann tók á í gosinu, til Morgun- blaðsins. Og líklega hálfum mánuði síðar kom myndasíða í Mogganum þar sem sýnt var hænsnadráp í Vest- mannaeyjum við fmmstæð skilyrði. Þar með hélt ég að málinu væri lokið og myndasíðan í Mogganum hefði verið eins konar minningargrein um hænsnin á Lyngbergi. En sú var ekki raunin. Tveimur dögum síðar birtist grein í Mogganum, skrifuð af for- manni Dýravemdunarfélags Islands þar sem þessar aðfarir við aflífun hænsna voru fordæmdar og ýjað að því að þeir sent þama voru að verki yrðu ákærðir fyrir illa meðferð á skepnum. Til þess kom þó aldrei, annaðhvort hafa forsvarsmenn Dýraverndunar- félagsins séð að sér eða hreinlega gleymt þessu. Sjálfur hef ég aldrei séð neitt athugavert við þennan verknað. Þama voru aðframkomnir fúglar aflíf- aðir, kannski ekki með hefðbundinni aðferð, en með skjótum og sársauka- litlum hætti. Ég myndi ekki hika við að endurtaka þetta ef ég einhvem tíma lenti aftur í svipaðri aðstöðu sem ég ætla þó að vona að ekki verði. Aftur á móti myndi ég ekki hafa nafna minn með myndavél viðstaddan, það gæti kallað á einhver vandræði. Óbilandi bjartsýni Eitt af því sent mér fannst einkenna lífið í Vestmannaeyjum þessar fyrstu vikur gossins, var sú óbilandi bjartsýni sem var ríkjandi hjá öllum þeim sem tinnu að björgunarstörfum. A hverj- um morgni fór nafni minn Jónasson upp undir Lukku. tók myndir og við- hafði nær alltaf sömu orðin: „Þetta er sko að minnka, það er sko að draga úr þessu. þetta er ábyggilega að verða búið.“ Allir tóku undir þetta og skipti ekki máli þó að engar breytingar hefðu átt sér stað, nema kannski til hins verra, með þessu stöppuðu menn stálinu hver í annan. Éflaust hafa menn fundið fyrir svartsýni, hver og einn. innst í hugskoti sínu en sú svartsýni var aldrei viðmð. Enda er ég ekki í vafa um að án þessarar bjartsýni hefðu menn ekki getað áorkað því sem unnið var á þessum vikum. Og taugaveiklun varð ég aldrei var við, a.m.k. ekki í Gosastaðahópnum, þrátt fyrir langan vinnudag og erfiðar aðstæður. Þó með einni undantekn- ingu og sú undantekning átti við alla í hópnum. Þama vorum við alla daga að bjarga búslóðum annarra og gengum skipulega og fumlaust að því verki. En svo þegar kom að því að pakka saman búslóð einhvers úr hópnum, þá brást ekki að sá fór gersamlega úr sambandi, óð um, skipaði fyrir og sagði hinum að flýta sér, yfirleitt tóma vitleysu. Svo rammt kvað að þessu að við ákváðum að viðkomandi fengi ekki að vera til staðar þegar hans dót væri tekið saman. Þannig var til að mynda minni búslóð pakkað saman af félögum mínum án þess að ég fengi þar nærri að koma fyrr en rétt í lokin. Ég hef oft velt því fyrir mér hver ástæðan hefur verið fyrir þessari taugaveiklun þegar kom að eigin verðmætum. Líklegasta skýringin fínnst mér sú að þama hafi verið einhvers konar sektarkennd yfir því að

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.