Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2003, Blaðsíða 23
Fréttir / Fimmtudagur 3. júlí 2003
23
SÓLVEIG, Sveinn, Annika og Lilja sýna föt.
Litháum vegna þess að þeir voru
fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði
þeirra 1991. Að lokinni móttöku
fómm við loks að skoða „Ausra“
skólann sem er 1200 bama skólinn
sem áður er minnst á. Sá skóli er
fjórum ámm eldri en Hamarsskóli en
gæti verið miklu eldri! Allur húsbún-
aður slitnari og skólahúsnæði lítið
viðhaldið.
Eftir þá heimsókn var okkur aftur
boðið í litla skólann. Ziburys, þar sem
var skemmtun með dönsum, mynd-
listargjömingi og söng. Eftir heima-
tilbúna veislu nemenda var aftur
haldið diskótek og partý heima hjá
einum nemandanum - að sjálfsögðu
vom foreldrar heima.
Allt yfirbragð, byggingar, landslag
og tíska var talsvert frábmgðið því
sem við eigum að venjast. Þama voru
ævagamlar glæsibyggingar, mikill
trjágróður en engin fjöll. Gaman að
sjá hvað bæði unglingar og fullorðið
fólk var fullkomlega rólegt yfir
tískunni. Sumir klæddust fötum sem
ekki hafa sést hér í áratugi en aðrir
fylgdu nýjustu tísku.
Þá var komið að heimferð! Allt í
einu var vikan búin og kominn tími til
að kveðja. Það reyndist mörgum erfitt
enda höfðu krakkamir haldið saman
frá morgni til kvölds alla dagana.
Litháensku nemendumir fóm með
okkur í allar ferðir og leiðsögðu ef á
þurfti að halda.
Alls staðar var okkur tekið opnum
örmum og stjanað við okkur á alla
lund. Það er líka gaman að segja frá
því að íslensku krakkamir og þeir
litháensku hafa verið í SMS og
tölvusambandi síðan þau komu heim.
Eftir standa ljúfar minningar, við emm
öll reynslunni ríkari og eitt er víst að
vegalengdin til Litháen hefur styst til
muna!
Svava Bogadóttir
Sólrún Bergþórsdóttir
Selma Ragnarsdóttir
Nemendur sem fóru íferðina:
Annika Vignisdóttir, Lilja Dröfn
Kristinsdóttir, Amar Ingólfsson,
Sólveig Rut Magnúsdóttir og Sveinn
Agúst Kristinsson.
SVEINN ásamt þýskum félaga
sínum í KGB-safninu.
saman. Það var gaman að kynnast
þeim, þau ffia popp og Eminem en
ekki þungarokk. Eg gæti hugsað mér
að fara aftur til Litháen í eins ferð og
þessa en ekki í sumarfrí. Þeir em
langt á eftir okkur í þróun og í
bænum Vilkavilkis þar sem ég var
vom bara aðalgötumar malbikaðar.
Tveir strákar hafa verið að senda mér
SMS- skilaboð en það versta er, að
þeir em tveimur og þremur tímum á
undan okkur og þeir hafa stundum
vakið mig á nóttunni," sagði Amar
að lokum.
Sólveig Rut Magnúsdóttir í níunda
bekk var ein þeirra sem fór til
Litháen og segir hún að ferðin hafi
verið frábær í einu orði sagt.
Undirbúningur hafði staðið frá því
hún var í áttunda bekk og var kjóllinn
sem hún sýndi hennar aðalverkefni.
„Eftir áramót vom valdir um 20
krakkar til að halda áfram með
verkefnið," sagði Sólveig Rut. „Við
hjálpuðumst öll að við að útbúa fötin
sem við fómm með út, bæði hönnun
og að sauma þau og hjálpaði Selma
okkur við það.“
Hvað fannst þér um ferðina? „Það
var gaman en þetta er öðmvísi en við
eigum að venjast og meiri fátækt en á
íslandi. Við vomm á heimilum og
sjálf var ég á sveitaheimili. Maður sá
að fólkið var fátækt en það hafði nóg
að borða og allt það. Mesti munurinn
var að sumir virtust fátækir og aðrir
ríkir og strákamir vom hjá fólki sem
var mjög ríkt.“
Sólveig Rut segir að móttökumar
hafi verið frábærar og allt hafi verið
gert fyrir gestina frá Vestmanna-
eyjum. „Það skipti ekki máli þó það
væm ekki til miklir peningar. Hvað
mér fannst mest spennandi? Það var
bara allt. Krakkamir em alveg eins
og við og geðveikt skemmtilegir."
Hvað með tónlist? „Stelpumar og
strákamir í Litháen hlusta á sömu
tónlist og stelpumar héma. Þau em
ekki hrifin af þungarokki og gargi
eins og strákamir héma. Við fómm
mikið í rútum og þá var dansað og
sungið.“
Sólveig Rut sagðist vera í sam-
bandi við krakka sem hún kynntist
úti, ýmist með rafpósti eða SMS.
„Þau eiga öll gemsa og ef þau eiga
ekki tölvu hafa þau aðgang að þeim í
skólanum. Mig lángar geðveikt aftur
til að fara til Litháen og þá vildi ég
fara á sama stað aftur,“ sagði Sólveig
að lokum.
Málverkasýning í Mylluhól
-Alda Björnsdóttir sýnir verk sín í kaffi- og veislusal Hvíta-
sunnukirkjunnar við Vestmannabraut
ALDA ásamt eiginmanni sínum, Hilmi Högnasyni.
í tilefni 75 ára afmælis, ætlar Alda
Bjömsdóttir að halda sýningu á
verkum sínum. Sýningin verður í
húsakynnum Hvítasunnukirkjunnar,
við Vestmannabraut.
Þetta verður yfirlitssýning, sem
spannar um 55 ár. Þar gefur að líta
flest það sem hún hefur verið að bralla
um dagana. Þessi árátta hennar að
vera alltaf að skapa eitthvað hefur
aldrei látið hana í friði. Það er ekki
lítið afrek sem hún sýnir, þegar litið er
til þess að tíminn sem hún hafði, til að
sinna þessum hugðarefnum var, jjegar
aðrir vom komnir inn í draumalandið.
Þama verða líka sýnishom af því, sem
hjónakomin Alda og Hilmir hafa verið
að vinna saman í seinni tíð.
Fyrstu tilsögn fékk hún 17 ára hjá
Óla Granz eldri, sem var mjög góður
teiknikennari. Svo liðu árin og þegar
hún er 26 ára og fjögurra bama móðir,
innritaðist hún í Listaskóla Bjama
Jónssonar og Páls Steingrímssonar og
var þar tvo heila veturl955 og 1956.
Árið 1962 var hún hjá Veturliða
Gunnarssyni. Ekki varð meira úr
skólagöngu á listabrautinni, en Alda
vissi að æfingin skapar meistarann.
Hún hefur haldið nokkrar sýningar og
verið með í tveimur samsýningum.
1978, samsýningin Maðurinn og
Hafið.
1981 einkasýning í Vestmannaeyjum.
1983 samsýning í samvinnu við
Agóges og Garðyrkjufélag Vm. til
styrktar blómaskála að Hraunbúðum.
Eitt sumarið var hún með einka-
sýningu í Skálholti.
1986 einkasýning í Reykjavík.
1987 einkasýning í Vestmannaeyjum.
1988 einkasýning í Stykkishólmi.
ORG-ættfræðiþjónusta kynnt um helgina:
Einn af stóru ættfræðigrunnunum
Einn af fjölmörgum dagskrárliðum í
komandi goslokahátíð verður kynning
á ORG - ættfræðiþjónustunni þar sem
Oddur Helgason, ættfræðingur og
fyrrverandi sjómaður, er þar í forsvari
og hefur verið frá stofnun fyrir-
tækisins árið 1995.
Hann ætlar að vera í anddyri Bæjar-
leikhússins ífá föstudegi til sunnudags
að kynna forritið og rekja ættir
Eyjamanna. Fyrirtækið sérhæfir sig í
ættrakningum og söfnun allra þeirra
ættfræðigagna sem íslendinga varðar
og inni í því eru gögn um Vestur-
Islendinga. Oddur hefur lengi grúskað
í ættfræði og hefur hann ásamt öðrum
góðum mönnum safnað saman upp-
lýsingum um rúmlega hálfa milljón
manna en mikið er enn óunnið.
Aðaláherslan hefur verið lögð á
söfnun framætta og hefur þar verið
stuðst við ritaðar heimildir fyrri tíma,
svo sem kirkjubækur, manntöl, dóma-
bækur, skiptabækur, skuldaskrár og
legorðsreikninga. Hann hefur fengið
ljölmarga styrki til verksins, m.a.
verið styrktur af Þjóðhátíðarsjóði og
eins var hann á fjárlögum síðast.
„Ég er alinn upp við þetta frá bams-
aldri og hef fengið marga delluna um
ævina en þetta er sú eina sem aldrei
hefur dvínað."
Org ættfræðigrunnurinn er byggður
upp í Espólín, forriti Friðriks Skúla-
sonar, og er þetta DOS forrit. „ Þetta
er mesta gagnasafn sem til er um fólk
sem er búsett erlendis og hefur mest
verið að gera hjá mér að rekja saman
ættir hjóna og raunar ættir manna
almennt."
Oddur sagði að hann hafi oft verið
spurður að því hvort grunnurinn fari
ekki á netið og segir hann að á meðan
lögin um ættfræðina séu ekki komin,
þá verði þetta ekki sett á netið. „Við
verðum að vita hvað má setja á netið.
Við skulum átta okkur á því að
ættfræði er ekki heimiluð samkvæmt
EES lögum.“
Oddur sagði reyndar að honum hafi
verið bent á lausnina í þeim efnum.
„Norðurlandaþjóðimar, Irar og Skotar
hafa samið sérstök lög sem byggja á
hefð og ég vil að það verði gert á
Islandi líka.“
Oddur sagði að þetta væri einn af
þremur stærstu gmnnum landsins.
„Elstur er gmnnur erfðafræðinefndar
Háskóla íslandss sem er vísindalegur
ættfræðigmnnur íslendingar, ORG
kemur svo næst en það er meiri sagn-
fræðigmnnur og loks íslendingabók.“
Aðspurður um hvað honum finnst
um Islendingabók svaraði hann því
þannig að allt sem veki athygli á
ættfræðinni sé til góðs. „ORG er
náttúmlega besta forritið fyrir okkur
Islendinga og það er ekki til sölu, það
er á hreinu. Ég vil að það verði
þjóðareign."
Hann sagði einnig að ekki væri
hægt að gefa eða selja þjóðinni eitt-
hvað sem hún á nú þegar. Hann sagði
ORG stofnað með það að leiðarljósi
að allir geti vitað um sínar ættir á
hóflegu verði. „Ég er á því að ég reki
einstakasta fyrirtæki landsins sem
hefur flesta starfskraftana sem er öll
þjóðin, það er enginn ráðinn, enginn
rekinn og þess vegna þarf ekki að gera
neina starfslokasamninga og það fær
enginn laun hjá fyrirtækinu, ekki einu
sinni forstjórinn.“
Bæjarráð:
Slakt gengi á samræmdu prófunum
Eins og greint hefur verið frá í Fréttum
var mjög mismunandi árangur í
Bamaskóla og Hamarskóla í sam-
ræmdum prófum 10. bekkjar í vor.
Rætt var um niðurstöðuna á fundi
bæjarráðs á mánudag.
Svohljóðandi tillaga barst frá meiri-
hluta bæjarráðs. „Bæjarráð lýsir mikl-
um áhyggjum vegna niðurstaðna úr
samræmdum prófum 10. bekkjar
grunnskóla. Niðurstaðan er áfellis-
dómur yfir þeirri menntastefnu sem
hefur verið rekin í Vestmannaeyjum
undanfarin misseri undir forystu
Sjálfstæðisflokksins. Það er mikil-
vægt að bæjaryfirvöld grípi nú þegar
til aðgerða. Því felur bæjarráð skóla-
málafulltrúa að skila minnisblaði um
hveijar hann telji ástæður þessa, til
hvaða aðgerða gripið hefur verið
undanfarin misseri til að tryggja góðan
árangur nemenda og hugmyndum
hans um hvemig hann telji að bregðast
eigi við þessum niðurstöðum.
Minnisblaðinu skal skilað eigi síðar en
mánudaginn 7. júlí svo það geti komið
til umíjöllunar á bæjarráðsfundi þann
dag. Formanni skólamálaráðs skal
einnig afhent minnisblaðið.“
Amar Sigurmundsson (D) bókaði
þá. „Opin og hreinskilin umræða um
árangur í skólastarfi er nauðsynleg og
skapar eðlilegt aðhald fyrir alla þá sem
koma að þessum mikilvæga mála-
flokki. Niðurstöður samræmdra prófa
í 10. bekk gmnnskóla í Vest-
mannaeyjum hafa nokkuð verið til
umræðu að undanfömu. Það gleymist
í þessari umræðu að námsárangur
nemenda í samræmdum prófum í 10.
bekk Hamarsskóla var með því besta
á landinu. Á undanfömum ámm hafa
gmnnskólar í Eyjum verið nálægt
meðaleinkunn á Suðurlandi og hafa
skólamir skipst á um betri náms-
árangur. Skólastarf þarf að vinna á
faglegum forsendum. Er því eðlilegt
að skólayfirvöld og skólamálaráð fjalli
ýtarlega um námsárangur nemenda í
10. bekk gmnnskóla og beri saman
við árangur þeirra á samræmdum
prófum í 4. og 7. bekk.“