Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2003, Blaðsíða 12
12
Fréttir / Fimmtudagur 3. júlí 2003
Arí Trausti Guðmundsson
Mat á eldgosavá í Eyjum
-álit jarðvísindamanns
Ekki í Eyjum?
Athygli vakti þegar ég heyrðist segja í
dagskrárkynningu vegna sjónvarps-
þátta á Stöð 2 um Heimaeyjargosið
1973 að Vestmannaeyjar væru sá
staður sem ég vildi einna síst eða alls
ekki búa á. Höfðu höfundar þátttanna
kosið að nota tvær setningar slitnar úr
samhengi úr alllöngu viðtali við mig
og búa til hasar til að auglýsa þætti
sína. Líklega tókst þeim það.
I samhengi við annað sem ég sagði í
þáttunum var fullyrðingin byggð á
raunhæfu hættumati sem síðan var
mildað nokkuð í næstu andrá í við-
talinu með því að útskýra hvemig
reynt væri að vakta eldstöðvar Vest-
mannaeyja. Það er lykilatriði í málinu,
ekki hvar ég kýs að búa. Þessi orð mín
í dagskrárkynningu höfðu auðvitað
ekkert að gera með Vestmannaeyjar
sem samfélag, daglegt umhverfi, nátt-
úmfegurð, viðmót fólks eða hvað eina
annað en hættuna á eldsumbrotum og
áhættu einstaklingsins hvað hana
varðar. Þetta var heldur ekki sagt til að
hræða fólk. Reyndar stjómar enginn
viðbrögðum við upplýsingum um
náttúruvá, svona yfirleitt, svo það er
auðvelt að segja sitthvað sem fer
misvel í fólk.
Áhætta allra sem búa við náttúmvá
snýr fyrst og fremst að einstaklingnum
sjálfum, fjölskyldu, ættingjum eða
vinum og svo eignum fólks, sveitar-
félagsins og fyrirtækja. Þess vegna
þarf að ræða náttúruvá og hættumat
opinskátt og hreinskilnislega. Þess
vegna er hægt að forgangsraða þeim
stöðum á landinu sem hver og einn
treystir sér til að búa á, eða búa ekki á.
Þannig vildi ég frekar búa á Eyrinni á
Isafirði en á snjóflóðasvæðinu sem nú
er autt í Súðavík, frekar í Borgarnesi
en á Selfossi vegna jarðskjálftahættu
og frekar á Blönduósi en í Vestmanna-
eyjum vegna eldgosahættu.
Einn staður er hættulegri en annar í
landinu og allmargir staðir lenda efst á
hættulistanum, eftir því hvaða náttúm-
vá menn skoða. Ástæður þess að fólk
býr yfirhöfuð á hinum hættulegri
stöðum eiga sér sögulegar rætur og
félagslegar skýringar og svo bregður
líka fyrir þeirri augljósu ástæðu að
lengi vissu menn ekki meira en svo
um náttúmna að hættan var talin lítil,
engin eða afstæð. Og, þegar allt kemur
til alls, er fólk misupptekið af náttúm-
vá. Menn geta leitt hana hjá sér, boðið
henni birginn, talið forlög stjórna,
treyst á guð sinn eða lukkuna og
margt fleira; eða einfaldlega metið
hættuna aðra en einhver sérfræðingur
og þá alveg ásættanlega. Segja má lika
að hugrekki komi til sögunnar en það
er erfitt hugtak að höndla.
Varnaglar
En um hvað snýst þá málið? Hver er
hættan af eldvirkni í Vestmanna-
eyjum? Hvað er til varnar?
Áður en því er svarað þarf að minna
á femt. I fyrsta lagi verður að setja
opinberlega fram helst allar atburða-
rásir eldvirkninnar sem jarðfræðingar
þekkja og geta átt við Eyjar - og meta
svo líkumar í samræmi við stöðu
þekkingar á hverjum tíma. Hér verður
aðeins hægt að tæpa á nokkmm
atriðum. I öðm lagi verður að minna á
að nútímamyndin af eldvirkni í Eyjum
er aðeins um þriggja áratuga gömul og
jarðfræðin þróast nokkuð hratt. Þess
vegna þarf að endurmeta náttúmvá í
Eyjum á nokkurra ára fresti og þess
f .1 *fV*i
3 Íí
* Ȓ
* . SaK
3j 4
HEIMAEYJARGOSIÐ 1973: Áhætta allra sem búa við náttúruvá snýr fyrst og fremst að einstaklingnum
sjálfum, fjölskyldu, ættingjum eða vinum og svo eignum fólks, sveitarfélagsins og fyrirtækja. Þess vegna þarf að
ræða náttúruvá og hættumat opinskátt og hrcinskilnislega. Þess vegna er hægt að forgangsraða þeim stöðum á
landinu sem hver og einn treystir sér til að búa á, eða búa ekki á. Þannig vildi ég frekar húa á Eyrinni á ísaiirði en
á snjótlóðasvæðinu sem nú er autt í Súðavík, frekar í Borgarnesi en á Selfossi vegna jarðskjálftahættu og frekar
á Bliinduósi en í Vestmannaeyjum vegna eldgosahættu. Mynd Guðmundur Sigfússon.
utan leggja fé í að aðlaga vöktunar-
kerfi því nýjasta og besta jafnóðum og
framfarir verða. I þriðja lagi em
jarðfræðingar ekki endilega sammála
unt sumt fremur en aðrir sérfræðingar
enda umræður, gagnrýni og andstæðar
skoðanir einn af drifkröftum vísinda
eins og allir vita. I Ijórða lagi eru
óglögg skil á milli vísinda, þegar
kemur að mati á náttúruvá og við-
brögð við henni, og svo aftur stjóm-
mála eða hagstjómar.
Grunnatriðin fyrst
Byrjum á grunnatriðunum og ýmsum
staðreyndum. Vestmannaeyjar mynda
eldstöðvakerfi. Með því er átt við stórt
landsvæði þar sem kvika stígur upp í
jarðskorpuna og þar sem sprungu-
myndun samfara uppstreyminu (eða
plötureki sem fiestir hafa heyrl um)
veldur tíðum eldgosum þegar til langs
tíma er litið. Er sá tími gjarnan mældur
í 100.000 til .000.000 árum. Plöturek
er ekki meginþáttur í virkni
Vestmannaeyjakerfisins, enn sem
komið er, heldur er kerfið hluti af
nýlegu jaðargosbelti (utan við aðal
gos- og rekbeltin) sem varð virkt fyrir
rúmum 2 milljón árum á Suðurlandi
og er í sókn. Eyjar eru raunar í
suðurenda þessa beltis. Undir þeim
GREINARHÖFUNDUR: Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur
myndast kvika og jarðskorpan getur
gliðnað á svæðinu.
Allar eyjarnar og skerin, auk fjöl-
margra neðansjávarmyndana, hafa
hlaðist upp við eldvirkni, fyst og
fremst síðustu tugþúsundir ára.
Eyjamar sjálfar eru ummerki nýlegra
gosa. Þær em eldstöðvar sem hafa
risið upp fyrir núverandi sjávarborð en
gosbergsmyndanir neðan sjávarborðs
eru ummerki um neðansjávargos.
Samtals em goseiningamar a.m.k.
nálægt 80.
Hugmyndir um að aðeins gjósi
innan kerfisins stöku sinnum og þá á
nokkur þúsund ára fresti fá varla
staðist, m.a. vegna þess að fáar aldurs-
greiningar em til á gosefnum í kerfinu,
annálar em óáreiðanlegir (tvær ábend-
ingar em t.d. um gos í sjó á sögulegum
tíma) og hreinu neðansjávargosin vilja
gleymast í umræðunni.
Líklegt er að gosvirkni í Eyjum, sem
og í flestum öðmm eldstöðvakerfum,
gangi oftast yfir í hrinum sbr. þá sem
varð fyrir um 8.000 ámm og skilaði
t.d. Hellisey og Suðurey. Önnur
goshrina tengdi saman eyjar sem urðu
að Heimaey. Það gerðist þegar Sæfjall
og Helgafell mynduðust fyrir 5.900-
6200 árum. Nokkru seinna gaus í sjó
og frá þeint tíma standa Elliðaey og
Bjarnarey (sagðar 5.000-6.000 ára). I
eldri goshrinu risu Norðurklettamir,
eða nálægt lokum síðasta jökulskeiðs
(alls 6 goseiningar). Vissulega geta
árþúsundir liðið á milli umbrotaskeiða
en þau standa iðulega í áratugi eða
aldir og gosin oftast allmörg meðan á
hverju þeirra stendur.
Annað einkennir eldstöðvakerfi.
Smám saman hleðst upp stór eldstöð
(geta verið fleiri en ein) á afmörkuðu
svæði í kerfinu (oft nálægt miðju þess)
þar sem gosin eru tíðust og fram-
leiðnust. Hún kallast megineldstöð,
sbr. Heklu í Heklukerfinu. Víða í
kringum hana og utar í kerfinu opnast
gosspmngur og minni eldstöðvar
hlaðast upp, stakur gígur eða gígaröð í
hverju gosi. Undir megineldstöð
þróast einhvers konar kvikugeymir
(kvikuhólf) sem kann að vera marg-
slungið fyrirbæri. Um kvikumynd-
unarsvæði eða kvikuhólf á 15-25 km
dýpi undir Eyjum em vísbendingar
nokkuð traustar.
I megineldstöðinni koma jafnan
fram fjölbreyttari bergtegundir en utan
hennar, sk. þróað gosberg. Því veldur
m.a. hlutkristöllun í kvikumassa undir
eldfjallinu. Bendir margt til þess að
megineldstöð í Vestmannaeyjakerfinu
hlaðist upp á Heimaeyjarsvæðinu. Þar
em mestar líkur á hæstu gostíðninni
nú og síðar, miðað við gostíðni
yfirleitt í eldstöðvakerfinu. Um 10
gos hafa orðið á Heimaey á 10.000-
14.000 ámm. Framleiðni gosstöðva
þar er líka meiri en annars staðar í
kerfinu.
Hvað gerðist fyrir
5000 til 6000 árum?
Á forsögulegum tíma varð öfiugt
þeytigos sem hlóð upp stórri eyju
(Sæfjall/Stakkabót) og tengdist hún þá
eldri Stórhöfðamyndun. I söntu um-
brotahrinu gaus síðan þar sem
Helgafell er nú og er talið að gosið
hafi staðið í allmarga mánuði en
hraunrennslð tengdi Norðurkletta-
myndunina við Sæfell og Stórhöfða.
Á svipuðum tíma mynduðust m.a.
Bjamarey og Elliðaey í gosum sem
svipaði til Surtseyjargossins, sennilega