Frúin - 01.02.1963, Blaðsíða 5

Frúin - 01.02.1963, Blaðsíða 5
„Ekki skal gráta Björn, heldur safna liði.“ um hana margt hægt að skrifa, þó að hér hjá líði. — Ólöf ríka, Ólöf stóra eða stórláta, Ólöf bylja er frægust íslenzkra kvenna á ofanverðum miðöldum. Flestir íslendingar hafa einhvern tíma heyrt hennar getið, en fæstir vita annað um hana en það, að henni var ekki grátgjarnt. í íslenzkum ævi- skrám eru rakin æviatriði þúsunda fslendinga; þar er jafnvel greint frá ævi Bárðar tröllsins Snæfellsáss, en árangurslaust er að leita þar frétta af Ólöfu Loftsdóttur, voldugustu konu, sem nokkru sinni hefur búið á þessu landi. fslandsdrottningin ríkir eink- um í þjóðsögum og birtist þar sem brynjuð valkyrja í kvenkyrtli. Hún var uppi á „sveina öld“, sem svo var kölluð. Þá voru góðæri og „gæzku- vetrarfar utan með stórum áhlaup- um og mannskaðafjúkum mektar- bænda og jungkæra“, segir Jón Guð- mundsson lærði á 17 öld. Þá átti ís- land enn blóma sinn segja samtíðar- menn hans og árgæzka er til lands og sjávar, en hryðjuverk höfðingja plaga iandslýðinn. Þá riðu hetjur um hér- rð i litklæðum, höfðingjar með sveinalið sitt, en skrautbúin sjóræn- ingjaskip flutu fyrir landi. Einn af höfðingjunum með sveinaliðið var Ólöf stórráða. Af hetjuskap hennar ganga ýmsar sögur, en heimildagildi þeirra er ærið vafasamt. Hún á í höggi við sjóræningja eða víkinga, kjósi menn þeim fremur það nafn, en sögulegar heimildir greina einnig frá flótta hennar og handtökum. Á hennar dögum er barizt um ísland, og hún tekur virkan þátt í stríðinu, en henni svipar lítt til frönsku kven- hetjunnar, Jóhönnu frá Örk, sem brennd var á báli þremur árum áður en Ólöf missti föður sinn. Þær áttu báðar í höggi við Englendinga; það er eina líkingin með þessum skjald- meyjum á sveinaöld. Um aðra hefur FRÚIN 5

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.