Frúin - 01.02.1963, Blaðsíða 30

Frúin - 01.02.1963, Blaðsíða 30
OAtur cq cAtaréttir D-vitamínum. Ostar eru því mjög þýðingarmikil fæðutegund fyrir börn og unglinga. Einnig fyrir vanfærar konur. Læknar geta frætt okkur um að börn eru síður móttækileg fyrir ýmsa umgangssjúkdóma ef ostur og aðrar mjólkurafurðir er verulegur hluti af daglegri fæðu þeirra. Hver húsmóðir ætti því að gæta þess vel að hafa ost, í ríkum mæli, daglega á borðum. Ef maður borðar 100 g af osti á dag (1 venjul. ostsneið vegur ca. 30 g) fær maður IY2 dags skammt af kalki og hálfs dags þörf af eggja- hvítu og fósfor. Um leið og líkaminn brennir næringarefnunum meðtekur hann þann kraft, sem í þeim er og það er einmitt það sem máli skiptir. Um leið og við brennum 35 eining- um af eggjahvítu, fara forgörðum 95 ein. úr sykur og fitu hitaeiningun- um. Hér fer á eftir nokkrar ráðlegg- ingar og uppskriftir á osti: Leggið ostinn á bretti og skerið hann með beittum hníf, eftir að þér hafið skorið utan af honum. Á þenn- an hátt verða sneiðarnar jafnar og fallegar. Leggið ostasneiðarnar í stafla á disk, annars verða þær þurr- ar og ólystugar. Látið fólkið sjálft um að setja þær á brauðið. Ost á ávallt að geyma á köldum stað og framreiða hann kaldan og ferskann. Ef ostur er framreiddur heitur á hann alltaf að vera sjóðheitur, ann- ars verður hann seigur og leiðinlegur. Hendið ekki þurrum og hörðum osti, þér getið notað hann til að rífa. Rifinn ostur er mjög góður með og í alls konar rétti. Algengast er að nota ost með smurðu brauði en einnig má búa til ótal Ijúffenga rétti úr osti, t. d.: Portúgalst salat. 100 g bræddur ostur, 50 g reykt flesk (skinka), 50 g steiktir flesk- ferningar (bacon), 1 salat-höfuð, salt, pipar, edik, olía, sinnep og 4 tómatar. Osturinn, fleskið og salatblöðin í þessu blaði „Frúarinnar“ verður aðallega rætt um ost og ostarétti í þættinum „matur er mannsins meg- in“. Ostur er mjög næringarríkur og vitamínauðugur matur. Fyrr á árum þegar unnið var úr allri mjólk á heimilum til sveita, var mikið um ostagerð. Voru þá gerðar hleifar af osti og mysuostur unninn úr mysunni. Til forna var ostur mikið notaður og er oft á hann minnst í fornsögunum, m. a. munu allir kannast við frásögn Njálu, þegar Hallgerður lét stela osti m. a. úr skemmunni í Kirkjubæ. ís- lendingar virðast hafa verið orðnir leiðir á osti á fyrri hluta tuttugustu aldar enda má segja að fjölbreytni í framleiðslu hans hafi verið harla lítil. Á síðari árum virðist þetta hafa breyzt og neyzla osts fer nú sívax- andi, enda eru nú framleiddir hér úrvals ostar. Ostar innihalda mikið af eggjahv., járni fosfor, kolvetni, kalki, A-, B og 30 FRÚIN

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.