Frúin - 01.02.1963, Blaðsíða 24

Frúin - 01.02.1963, Blaðsíða 24
SKRIFAÐ í SMDINN TyAÐ var síldin, sem réð för minni til Brúnafjarðar. Þetta silfur- hreistaða kvikindi, sem þjóðin trúir á og virðist hafa almættisvald í efna- hagsmálum þeirra, sem á það treysta. Þegar síldin bregst hriktir í máttar- stoðum ríkisvaldsins, en blankur stúdent er enn snauðari veraldarmuna að haustnóttum en á vori. Og næsta vetur verður hann að nota gáfur sín- ar til að uppfræða fávís börn í út- kjálkaþorpi. Það var varla, að stúd- entsmenntun í landafræði nægði til að vita lengdar- og breiddargráðu Brúnafjarðar. Hann var eins langt frá heimaslóðum mínum og frekast var unnt í þessu litla landi. Kuldagráan haustdag bar mig þar Smásaga eftir Valborgu Bentsdottur. að fjöru. Ég var vistaður í húsi hér- aðslæknisins. Þar var yndislegt heim- ili, og tveir snáðar, sem hjónin áttu, voru beztu nemendur mínir. í húsi læknisins á Brúarfirði gekk Gunnhildur um beina. Ég vissi reynd- ar fyrr, að víða geta vegir manna skorizt, en bjóst þó vart við að hitta sveitunga minn á þessu horni lands- ins. Fyrir um það bil áratug höfðum gengið saman til prestsins í fjarlæg- um landshluta. Ég mundi mjög vel eftir henni. Okkur strákunum fannst hún falleg. Hún var ljóshærð og björt yfirlitum. Við fundum greini- lega til karlmennskunnar, þegar við stálumst til að renna augunum til þessarar bjarthærðu meyjar, sem sýnilega var að byrja að verða kona. Mér var einkum minnisstætt hár hennar, það var svo bjart, að það geislaði af því, þegar sólin skein. Nú gekk hún hér hljóð og hæglát og hafði elzt um aldur fram. Og hárið var ekki lengur bjart, það geislaði ekki af því framar. Mér var, sem ég væri kominn í heim ævintýranna og hefði rekizt á kóngsdóttur í álögum. Ég hafði orð á því við Gunnhildi, að hún væri komin langt frá æsku- stöðvunum, en hún eyddi öllu tali 24 FRÚIN

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.