Frúin - 01.02.1963, Blaðsíða 38

Frúin - 01.02.1963, Blaðsíða 38
FÆTUR í HÚSIMÆÐISVAIM Allt, sem er í tízku, er fallegt, — þ.e.a.s. meðan það er í tízku. Á eftir er það aðeins til að hlæja að. Támjóir skór eru í tízku. Þegar þassi tízka byrjaði, trúði maður varla því að þetta væri rétt. Þessir örmjóu háu hælar og saumnálatær, sem mað- ur ,sá 1 búðagluggunum, voru svo ónáttúrleg fyrirbæri, að það var ótrú- legt að nokkur kona gæti haft þetta á fótunum. Maður hafði lesið ár eftir ár um nauðsyn þess að skór væru þægilega og sniðnir eftir vaxtarlagi fótanna. Skósalar og tízkublaðamenn full- yrtu að nýju skórnir litu út fyrir að vera minni vegna þess að þeir væru lengri, en í rauninni væru þeir rúmgóðir og þægilegir. Viljandi lét maður sannfærast. Hver gat staðið á móti tízkunni. Og svo þegar fullýrt var að skör þessir væru mjög hollir fyrir fæturna, þá var auðvitað allt í lagi. í nokkur ár höfum við gengið í támjóum skóm. Líkþornin hafa skot- ið þeirri hugsun að okkur! Er það ég, sem er vansköpuð, eða eru það skórnir? Er það mögulegt, að þessir skór sigli undir fölsku flaggi, séu hreint og beint óhollir? — Séu þeir það, sagði afgreiðslustúlka í skóbúð við mig, — þá er uppvaxandi kyn- slóð í hættu með fætur sína. Sumar mæður spyrja eftir mjóum skóm á þriggja til fjögurra ára dæt- ur sínar. Við, á bak við búðarborð- ið, reynum að ráða heilt í þessu efni. Kaupið skóna einu númeri of stóra og troðið bómull eða vatti i tána, segjum við. — Viltu í raun og veru fá þér támjóa skó? spyrjum við ung- lingana. En þeir fá þá aldrei nógu mjóa. — Já, unglingarnir, sagði fótsnyrtikon- an, — þeir eru orðnir viðskiptavinir 38 FRUIN

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.