Frúin - 01.02.1963, Blaðsíða 8

Frúin - 01.02.1963, Blaðsíða 8
Þannig kvað Sigfús prestur Guð- mundsson á síðari hluta 16. aldar. Þá er Ólöf ríka búin að liggja nær öld í gröfinni. Hvernig skyldi Sigfúsi hafa orðið við, ef hann hefði litið allt prjál höfðingjanna á íslandi á hennar dögum. Engir íslendingar fyrr né síðar hafa borizt jafnmikið á í klæðaburði og litaskrauti og kynslóð Ólafar ríku. Sennilega hefur kynslóð Jóns Arasonar komizt næst henni í sterti- mennsku, en úr því tekur að sneyð- ast hér um hin dýru klæðin sem annað. íslendingar skyldu verða auð- mjúkir þegnar og halda á beining sinni, en auðmýktin var ekki þeirra sterka hlið á hennar dögum. Mig brestur orðsnilld og kunnáttu til þess að lýsa fatabúrinu á Skarði, Möðru- völlum, Vatnsfirði og Reykhólum á fyrri helmingi 15. aldar. Ef ég færi að þylja nöfn á efnum og klæðum, sem þar skörtuðu, þá yrði það óskiljan- let orðakver nema sérfræðingum. Ég býst ekki við, að menn verði miklu nær, þótt þeir sjái orðin: baldikin, bastard, beltisstakkur, bukram, dam- ask, dreglahúfa, ermastakkur, fall- rokkur, fallrokksstokkur, fjaður- klæði, fuglastakkur, fuglasæi, fustan o. s. frv. — og mál er að linni. „Ég finn að ég þarfnast nokkurra þrum- andi orða úr þýzku eða heillrar lúðra- sveitar á pennaoddinn og purpura- bleks á byttuna eða öfgafullrar og yf- irþyrmandi æsifréttar til þess að gera ykkur skiljanlegt, að þið verðið að stíga inn í sömu veröld og hertoga- frúin í Lísu í Undralandi“, segir enskur tízkufræðingur um klæðnað manna á 15. öld. Ef Englendingar þurfa að gefa sig á vald ævintýrinu til þess að skilja umhverfi 15. aldar, þá þurfum við íslendingar sennilega að ganga alla leið inn í álfaborgina. Englending- ar og aðrar þjóðir Evrópu eiga hallir, kastala, málverk og myndvefnað frá þessu tímabili, og hann segir okkur skýrar brot úr sögu þess en þykkar bækur. Við íslendingar eigum hins vegar ekki neitt frá miðöldum nema helzt kálfskinnsslitur og nokkra snjáða dúka. Leifar af einni hurð eru allar minjarnar um byggingar- listina á íslandi. Húsakynni manna eru hrunin og brunnin fyrir æva- löngu. og okkur er orðið tamt að álíta, að hér hafi menn um aldir bú- ið í moldargrenjum og gengið í vað- málsfötum nema á dögum Gunnars og Njáls. Þá riðu hetjur um héruð í litklæðum, og skrautbúin skip flutu fyrir landi, og bændur flugust á. — íslenzk hefðarkona á 15. öld. Teikning eftir Albrecht Diirer. Þessi söguskoðun stendur á ærið völtum grunni. Forfeður okkar reistu sér aldrei óbrotgjörn minnismerki úr steini, heldur skráðu þeir þau á bókfell. Það er Skúli Magnússon, sem fyrstur lætur reisa hér steinhús. Það er nóg af grjóti á íslandi, allra sæmilegasta byggingarefni, en fslendingar voru aldrei svo hrjáðir og aumir á miðöld- um, að þeir ættu sér ekki húsavið. Kastalar og steinhallir þess tíma voru ekki sérlega vistleg húsakynni, en steinbyggingar voru nauðsynlegar valdsmönnum hjá styrjaldarþjóðum, þegar að þeim var sótt með eldi og stáli. Menn hljóta að vorkenna vesalings fólkinu, sem var dæmt til að búa í þessum hamraborgum rök- um og kaldranalegum. Andúð manna á steinbyggingum kemur m. a. fram hjá hinum ríku Svíum. Þar reistu höfðingjar sér herragarða úr timbri allt fram á 19. öld, nema þar sem ófriðarhættan var mest. Timbur- skálarnir og stofurnar voru ólíkt vistlegri, hlýrri og notalegri íbúðar- hús og jafnvel fallegri en misjafnlega klunnalegar steinbyggingar. Við skulum hætta að hugsa okkur, að Ólöf ríka og ætt hennar hafi hýrzt í 19. aldar torfbæ, sem var ávöxtur aldalangra harðæra. 4. íslenzka konan í Louvre og tízkan á dögum Ólafar ríku. Á listasafninu í Louvre í París eru varðveittar nokkrar myndir eftir hinn fræga þýzka listamann Al- 8 FRÚIN

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.