Frúin - 01.02.1963, Blaðsíða 31

Frúin - 01.02.1963, Blaðsíða 31
Bræðið smjörlíkið, hrærið hveitið út í og þynnið með soðinu. Soðnum makkarónum og rifna ostinum bætt út í. Hrærið eggjarauðuna með salti og rjóma og hrærið saman við súp- una. Borið fram strax. Ostasósa. 1 msk. smjör, 2 msk. hveiti, 4 dl mjólk (má blanda með rjóma) salt, hvítur pipar, strásykur, 1 msk. smjör, 75 g rifinn ostur. Bræðið smjörið í potti með þykk- um botni og hrærið hveitið saman við. Þeytið í nokkrar mínútur. Tak- ið pottinn af hitanum og bætið mjólk smátt og smátt í. Setjið pottinn aft- ur á plötuna og bætið því sem eftir er af mjólkinni hægt í og hrærið vel. Látið sjóða á milli þess að þér bætið í og hrærið vel. Látið sósuna sjóða hægt í 10 mín. og hrærið í en ekki of oft eða mikið því þá verður hún seig. Kryddið sós- una eftir smekk og takið pottinn af hitanum og setjið smjörið í. Hrærið ostinum í með gafli. Gætið þess að sjóða ekki sósuna og hræra ekki of mikið, því að þá verður hún beisk og seig. Þessi sósa er sérstaklega góð sem gratinsósa með fiski, grænmeti og eggjum. Ef sósan á að notast með fiski er gott að hafa helming rjóma og helming fisksoð í staðinn fyrir mjólk. Ostasmjör. 3 msk. smjör, 100 g þurr rifinn ostur (paprika, 2 msk. rjómi). Hrærið smjörið í lítilli skál þar til það er orðið mjúkt, setjið ostinn sam- an við og hrærið vel. (Kryddið með papriku og bætið rjóma í ef smjör- ið verður of þykkt). Ostakex. Deigið: 100 g smjör, y2 msk. strau- sykur, % msk. hrært egg, 300 g hveiti. Ostasmjör: 2 msk. smjör, 60 g rif- inn ostur (paprika). Setjið hveitið í pýramída á borðið, gerið djúpa holu í og látið smjörið og sykurinn ofan í. Saxið það síðan með hníf og hnoðið deigið á venju- legan hátt. Fletjið deigið, formið kökurnar og bakið þær síðan ljós- brúnar á létt smurðri plötu í meðal ofnhita. Látiið þær kólna. Smyrjið ostasmjörinu á aðra hverja kexköku. Látið gjarnan þunnar hreðkusneiðar eða gulrótarsneið sem blóm á miðja kökuna. Borið fram með súpu eða — skreyttar með hreðkum — kokteil. Ostadeig. iy2 msk. smjör, 2 msk. rifinn ost- ur, 1 eggjarauða, (paprika). Hafið ost á morgunverðarborðinu. skorin í lengjur og bacon ferningun- um blandað saman við og sett í kryddlög úr olíu og ediki. Pipar og salt eftir smekk. Holið tómatana og fyllið þá með salatinu. Mjög ljúffeng- ur smáréttur. Bakaðir tómatar með osti. 250 g rifinn ostur, iy2 dl rjómi eða mjólk, 1 egg. Skerið lok ofan af tómötum og holið þá innan. Hrærið ostinum, rjómanum og egginu saman og fyllið tómatana, setjið lokið á og bakið þá síðan í eldföstu móti í heitum ofni ca. 10 mín. Ostasúpa. 2 1 kjöt- fisk eða grænmetissoð, 40 g smjörlíki, 40 g hveiti, 40 g makk- arrónur, 1—2 eggjarauður, 50 g rif- inn ostur, salt, rjómi. g§ FR0IN 31

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.