Frúin - 01.02.1963, Blaðsíða 21

Frúin - 01.02.1963, Blaðsíða 21
ekki á löngu, áður en margar smekk- legustu konur Parísar voru meðal viðskiptavina hennar. Og svo mikið orð fór af Rose Bertin, að þegar María Antoinetta hafði verið heit- bundin Loðvík 16., var henni falið að sauma á hina væntanlegu drottn- ingu Frakklands. Ekki var nema eðlilegt, að hina ungu prinsessu langaði til að sjá konuna, sem þakka mátti allt skartið, sem hún var látin klæðast og átti ekki sinn líka í föður- landi hennar, Aust- urríki. Leizt henni strax vel á Rose og gerði hana síðar að föstum tízkuteikn- ara sínum. Við það fór enn meira orð af „Stórmógúln- um“ og aðsóknin jókst til mikilla muna, svo að oft mátti sjá skrautleg- ustu vagna tignustu fjölskyldna Parísar bíða í Rue St. Hon- oré, meðan aðals- frúrnar prófuðu það nýjasta, sem Rose Bertin hafði skapað á sviði tízk- unnar. Orð hennar í þeim efnum urðu ekki aðeins lög í Frakklandi, heldur yfirleitt Evrópu allri, og mátti þakka það að verulegu leyti brúðunum, sem hún sendi í ferðalög. Smám saman sté það þó Rose Ber- tin til höfuðsins, hve mikil áhrif hún hafði, og var það ef til vill ekki und- arlegt, þar sem hún átti að koma til Versala tvisvar í viku, til að ræða við Maríu Antoinettu um nýjustu Hið fræga málverk Vigée-Lebrun, af Maríu Antoinettu, 3\ Tízkuverzlunin. tízku og sýna henni öll þau fögru efni, sem þá voru á boðstólum og send gagngert til Rose, svo að hún gæti sýnt hátigninni þau. Ef drottn- ing gerði einhverja breytingu á klæðaburði sínum, komu allar hirð- meyjarnar þjótandi til Rose, til að láta hana gera sömu breytingar fyrir sig, en Rose lét ekki reka á eftir sér, hún fór sér að engu óðslega. Sagt er, að einu sinni þegar Rose fékk heimsókn konu, sem taldist ekki til hinna tignustu, hafi hún sagt við afgreiðslustúlkuna og svo hátt, að konan mátti heyra: „Sýndu frúnni nýjungar frá síðasta mánuði.“ Konan mótmælti reiðilega, en Rose tilkynnti þá með drembilæti: „Drottningin og ég urðum ásáttar um það á síðasta fundi okkar, að engin síðustu nýj- unga okkar skuli verða á boðstólum almenningi fyrr en í næstu viku!“ í endurminningum d’Oberkirch barónessu kemur fram, að ekki þoldu allar konur slíka framkomu. Barón- essan kom til Parísar með væntan- legri drottningu Rússakeisara, og ætlaði hin síðarnefnda að fá sér allan búnað í heimsborginni. Segir barón- essan skemmtilega frá málfari Rose, sem var sambland af orðatiltækjum hirðarinnar og Parísar-mállýzku, en Speglasalurinn í Versölum. Hér löðrungaði Rose keppinaut sinn. hún bætir því við, að saumakonan verði oft ósvífin, svo menn verði að gæta þess að „halda henni niðri“! Rose eignaðist marga öfundarmenn vegna hroka síns og hylli drottning- ar. Voru oft kveðnar um hana níð- vísur, sem voru á allra vörum, eða samin háðleikrit um starfsemi henn- ar. En Rosa var bezta manneskja inni við beinið, svo sem í ljós kom í mótlæti drottningar, en einu sinni reyndi hún þó mjög á þolinmæði hátignarinnar. Þannig lá í þessu, að ein af dug- legustu saumakonum Rose hafði sagt upp vistinni hjá henni til að opna verzlun skammt frá við sömu götu. Þessi kona var bæði vinsamlegri og seldi ódýrara en Rose, svo að hún gat krækt í ýmsa fyrri viðskiptavini hennar. Rose hafði sjálf farið ná- kvæmlega eins að gagnvart ungfrú Pagelle, en nú varð hún ævareið yfir því, sem hún nefndi „svik“ konunn- ar, og þegar hún hitti keppinaut sinn einu sinni í speglasalnum fræga í Versailles, þar sem þær stóðu báðar í röð ásamt fleira fólki til að sjá konungshjónin ganga fram hjá, gat Rose ekki á sér setið, hellti fúkyrð- unum yfir konuna og rak henni loks kinnhest. Næstum fór illa fyrir Rose vegna þessa, því að þetta var alvarlegt brot á öllum hirðreglum, og Rose hefði að minnsta kosti verið rekin í klaust- ur, ef drottningin hefði ekki beðið henni vægðar. Raunar var einmitt þessi aðstoð drottningar notuð síðar í ákæru á hendur Rose, en þá var hinum tignu viðskiptavinum hennar mjög farið að fækka, þótt drottning FRÚIN 21

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.