Frúin - 01.02.1963, Blaðsíða 34

Frúin - 01.02.1963, Blaðsíða 34
Francois Saqan verður múðir Breytir hún iifnaðarhúttntn sinunt reytta harnsinsy Bla&akonan Colette Perlier segir frá. Francoise Sagan átti óvenjulega œsku. Fyrsta bók hennar kom út þegar hún var 18 ára, Bonjour Tristesse (Sumarástir). Útgefandinn varð undr- andi; hvar hafði hún, telpan, fengið þessa lífs- reynslu? Það hlaut að vera hennar eigið fjöl- skyldulíf, sem hún hafði til fyrirmyndar. Hann spurði hana blátt áfram að því. Hún hló; fjöl- skylda hennar var venjuleg borgaraleg fjölskylda, faðir hennar var verkfræðingur og forstjóri fyrir verksmiðju. „Og hafi hann haldið fram hjá móður minni, sem ég efast um, hefur hann að minnsta kosti ekki sagt mér frá því.“ Þetta sagði hún út- gefanda sínum og margt fleira frá fjölskyldu sinni. Til dœmis það, hvað móðir hennar vœri ungleg og langtum glœsilegri en þœr dœturnar. Móðir hennar vonaðist til að geta veitt dœtrum sínum eins gott uppeldi og hún hafði sjálf fengið. Þœr voru því sendar á góðan skóla, sem var aðeins fyrir stúlkur, og með það markmið að gera þœr að hefðarkonum, sem síðar giftust mönnum, er mættu sín mikils. En Francoise litla kœrði sig sízt af öllu um að gerast hefðarkona og manni af þess ari gerð hafði hún ekki áhuga fyrir. Hún var látin reyna við stúdentspróf og féll, en náði því þó seinna. Hún stundaði nám við Sorbonne háskóla, en að- eins skamman tíma, því að hugur hennar var all- ur við skáldskap. Móðir hennar sá, að vonlaust var að reyna að ala hana upp. Francoise litla var allt öðru vísi en hennar fólk og hún gafst upp á að reyna að breyta henni. Bækur dótturinnar hef- ur hún ekki enn lesið. Þegar Francoise kom heim frá útgefanda sínum eftir að fyrsta bók hennar kom út, kom hún ekki á réttum tíma að borða. Hún var mjög ör og kvíðin. Foreldrar hennar vissu ekkert um þessa bók Hún settist þegjandi við borðið og sagði: „Ég er orðin frœg, bókin mín er komin út.“ „Borðaðu súpuna þína,“ sagði faðir hennar. „Ef þú ert orðin frœg, œttir þú að greiða þér,“ sagði móðir hennar. Aldrei hafði hún verið eins einmana. Aðfaranótt 28. dags júnímánaðar s.l., kl. 4 um nóttina, skeðu straum- hvörf í lífi Francoise Sagan. Það, sem olli þessum straumhvörfum, var örlítil vera, sem vó 2350 gr, — hinn nýfæddi sonur hennar. Hann er enn- þá svo ósköp lítill, þegar þetta er .skrifað, liggur þarna í vöggunni sinni vafinn inn í dúnmjúkt ullarteppi, því að hann kom þrem vikum of snemma í heiminn, og var honum strax gefið nafnið Denis. Francoise liggur þarna í rúminusínu með bláa sængurfatnaðinum. Út pm gluggann á þriðju hæð sjást húsaþök- in í Neuilly handan við hornið á ameríska spítalanum. Liljur fylla her- bergið með angan sinni, og allsstað- 34 FRÚIN

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.