Frúin - 01.02.1963, Blaðsíða 46

Frúin - 01.02.1963, Blaðsíða 46
Ólöf Loftsdóttir ríka Framh. af bls. 9. ingum og giltu um hana strangar reglur. Suður á Frakklandi var almenningi bannað að bera nema kvartelsrana á skóm sínum, borgar- ar máttu bera hálfa alin, riddarar þrjú kvartel, greifar og lénsmenn heila alin, en æðstu stéttirnar máttu hafa lengd ranans að vild sinni. Mér er ókunnugt um ranalengdarákvæði á Norðurlöndum. Þessi fótabúnaður hefur hlotið að verða til lítillar prýði utan halla og steinlagðra stræta. Þess vegna hefur raninn e. t. v. aldrei náð fullum heldrimanna vexti þar um slóðir, en hans sjást glögg merki á myndum bæði hérlendis og ann- ars staðar frá fyrri helmingi 15. ald- ar. Hitt tízkufyrirbrigðið var hettu- strúturinn. Hettan var oft svipuð og hetturnar á úlpunum okkar, en menn skreyttu þetta ágæta höfuðfat með skotti, og fór lengd þess og breidd eftir lengd ranans. Strúturinn var orðinn svo gamall í hettunni, þegar hér var komið sögu, að Skálholtsbiskup hafði orðið að setja um hann sérstök ákvæði árið 1359. Þá bannaði hann prestum sínum og djáknum að bera lengri strúta en álnar langa og tveggja þumlunga breiða. Strútar hurfu úr tízku og urðu gamaldags á dögum Ólafar, en annar höfuðbúnaður leysti þá af hólmi. Strúturinn var undan- fari trefilsins, eins og á því sést, að enn er talað um að binda trefil í strút um hálsinn, og að vera með strút er að vera með vafðan trefil. Við verðum að minnast þess, að tízkan var oftast sein í förum fram eftir ’ öldum, og það var yfirstéttin, sem bar hana uppi, en almenningur fetaði í slóðina og reyndi að fylgjast með, eftir því sem efni og ástæður leyfðu. Hér voru það höfðingjarnir, sem fóru utan, helztu tízkumiðlend- urnir, og svo auðvitað kaupmenn, sem fluttu vörur til landsins. Snemma á 15. öld tók fjöldi Englendinga að sigla hingað með alls konar varning og þar á meðal með tilbúinn fatnað, sem auðvitað hefur fylgt tízku þeirri, sem þá ríkti í Englandi, en við það hefur stertimennsku fleygt fram hér- lendis. Á dögum Ólafar settu firna víðar ermar og hátypptur höfuðbúnaður kvenna einkum svip sinn á klæða- burðinn. Framh. í næsta blaði. Utfítct ccf afotcppuh í þessum næstsíðasta þætti af hvíldar- og afslöppunaræfingum Ingrid Prahms, sýnum vér þrjár góðar æfingar fyrir hnakka- og hryggvöðva. Æf- ingumun lýkur í næsta hefti. 19. Flestir hafa tilhneigingu til að skjóta hökunni fram og halla höfðinu aftur. Við það styttast hnakkavöðvarnir og verða of harðir, Takið eftir, livernig smábörn halda höfðinu réttu á hálsinum, en í skóla fá þau strax skakkan höfuðburð af að sitja og stara á töfluna. Gegn því má vinna þannig: Leggist á s bakið og hafið hringinn eins og ; myndin sýnir. (Bezt að nota minni hringinn.) Látið hann nema hátt við hnakkann, hand- leggirnir hangi máttlausir. Það teygir vel á hnakkavöðvunum og hakan sígur niður á brjóstið. Slakið á öllum vöðvum, og þeir munu liðkast, meðan á hvíldinni stendur. 20. Hafið hringinn eins og á myndinni til hægri. Styðjið vel með olnbog- um og slakið vel á, eink- um á þindinni. Gætið þess að höfuðið hnígi ekki aft- ur. Slakið einkum á í hnésbótunum. Leitist við að gera æfinguna með beinum fótleggjum. Hall- ið yður nú hægt á bakið, enn með annan fót á lofti. Gætið þess, að fótarvöðv- ar sé ekki spenntir. Slak- ið á þindinni, hálsi og hnakka. Ilvílist eftir hverja æfingu. Þegar þér eruð orðin vön þessari æf- ingu, getið þér nuddað hnakkann með því að halla höfðinu sitt á hvað. Haldið höndunum um hringinn, gefið eftir fyrir þrýstingi á hnakkann og hreyfið höfuðið undurhægt, svo að hreyfingin sjáist vart. Hafið augun lok- uð, og slakið alveg á vöðvum í hnakka, og hálsi. 21. Liggið í hringnum, svo að hann snerti hnakka og hnén utanverð. Reynið að finna hvíld í stöðunni. Þegar þér hafið leg- ið með handleggina máttlausa, Iyftið þá framhandleggjum ör- lítið og látið þá síðan síga al- veg slappa. Látið eins og lóð sé í úlnliðunum, sem falla alveg að gólfinu og lyfta með því framhandleggjunum, svo að þeir verði lóðréttir. Slakið á úlnliðunum. Látið framhand- leggina síga. Takið eftir hinum veiku sveiflum upp um handleggina, sem myndast þegar framhandleggirnir síga. Hugsið yður, að sveiflurnar haldi áfram alla leið inn í brjóskassann. Gerið hlé milli þess sem þér lyftið handleggjunum, og reynið að framkvæma æfinguna með lokuðum augum. 46 FRÚIN

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.