Harmoníkan - 01.05.1987, Blaðsíða 6
Jóhannes Jóhannesson
Jóhannes Jóhannesson er íslensk-
um harmoníkuleikurum að góðu
kunnur. Hann er fæddur 29. septem-
ber að Götu á Tjörnesi, en alinn upp
á Patreksfirði. Árið 1915 hélt hann
suður í atvinnuleit og fékk skipsrúm
hjá Sigurjóni á Álafossi, og var þar í
fjögur ár. Upp úr því var hann kennd-
ur við þann stað, og kallaður Jói frá
Álafossi. Við heimsóttum Jóhannes
þar sem hann dvelur nú á Dvalar-
heimili Aldraðra í Borgarnesi, og
báðum hann að greina frá ferli sínum
í stórum dráttum.
Það var fyrir vestan, að ég hóf að
leika á harmoníku. Mér var sagt af
fólki sem ég var hjá, að ég hafi spilað
á einfalda harmoníku á fimmta ári.
Þegar ég var svo 9 ára, gaf Pétur kon-
súll mér harmoníku. Hún var tvöföld,
og ég man að hún kostaði 9 krónur.
Fljótlega fór ég svo að spila á böllum,
en það lagðist svo niður þegar ég fór
að stunda sjóinn.
Meðan ég var á Álafossi kom hing-
að norskur harmonikuleikari, Hart-
vig Kristoffersen, sem spilaði á
,,krómatiska“ harmoníku. Það var í
fyrsta skifti sem ég sá svona hljóð-
færi, og stuttu seinna fékk ég í Fálk-
anum, þriggja raða ,,krómatíska“
harmoníku.
Árið 1924 fór ég svo að spila með
Bernburg. Til að byrja með vorum við
í Gúttó, en svo fórum við að spila víð-
ar, bæði í Reykjavík og eins út á
landi. Það voru fáir sem lögðu stund
á þetta á þessum árum, og samstarf
okkar stóð í ein ellefu ár.
Ég spilaði lika upp á Álafossi á úti-
samkomum.
Það voru sett upp stærðar tjöld sem
dansað var í. Var selt inn í tjaldið í
hálftíma í einu, tjaldið síðan tæmt, og
selt inn aftur. Ég var einmmitt að
spila þar, þegar Sigurjón var eitt sinn
að selja inn í tjaldið. Þetta gekk eitt-
hvað treglega í það sinnið, og þá
hrópaði hann yfir fjöldann: næsti
hálftími verður þrjú korter. Annars
voru þessar samkomur mjög vel sótt-
ar og gengu ákaflega vel. Ég lærði bif-
vélavirkjun og vann við hana með
hljóðfæraleiknum. Það var ekki gott
fyrir fingurnar, að gera við bíla, oft í
óupphituðu húsnæði, og fara svo að
spila um kvöldið. En þetta voru erfið-
ir tímar og allir urðu að vinna það sem
til féll, til að bjarga sér.
Ég fór svo að spila í gamla Þórs-
café, og síðar í því nýja, og þar spilaði
ég til ársins 1965. Á þessum árum spil-
aði ég með mörgum kunnum hljóð-
færaleikurum, eins og Jónatani
Ólafssyni, Guðna Guðnasyni og Ás-
geiri Sverrissyni, sem svo seinna var
með eigin hljómsveit í Þórscafé.
Guðni og ég fórum á þessum árum,
hringferð um landið og spiluðum víða
við mjög góða aðsókn.
Þú samdir mikið af danslögum á
þessum tíma og urðu mörg þeirra
landsfleyg. Hvað geturðu sagt okkur
af því?
Jú, ég var alltaf að semja, og eitt
sinn fékk ég þrenn verðlaun í einu. Ég
man ekki hvaða ár það var, en það var
í Gúttó.
Þau lög sem ég hef fengið verðlaun
fyrir og orðið þekkt, eru tango sem
heitir — Það var um nótt, og vals sem
heitir Kveðja, en þetta voru þau lög
sem ég sendi siðast inn í keppni. Ég á
Þessa harmoníku smíðaði Jóhannes á árunum 1946—48, ásamt þeim Jóni Þórðarsyni,
Sigurði Þórðarsyni og Guðmundi Hansen. með þessari útfœrslu á nótnaborði, er notuð
sama fingrasetning í öllum tóntegundum.
6