Harmoníkan - 01.05.1987, Qupperneq 11

Harmoníkan - 01.05.1987, Qupperneq 11
Karl Friðleifsson Karl Friðleifsson leggur sálina í hljóðfœrið, harmoníkan er honum mikils virði, myndin er tekin á Sjúkrahóteli Rauðakrossins þar sem hann dvaldi er ég náði af honum tali. Eftirfarandi viðtal er tekið á Sjúkrahóteli Rauðakrossins þar sem Karl hefur dvalið um hríð og reyndar oft áður, nú síðustu ár hefur hann verið hálfgerður sjúklingur, átt við augnsjúkdóm að stríða, datt illa í fyrra og margt annað orðið til að draga úr kröftum hans. Á Sjúkra- hótelinu er hann óspart hvattur til að spila og hefur það orðið mörgum til mikillar upplyftingar á kvöldvökum og við önnur tækifæri. Viðtalið er tekið í júlí 1986, og fer hér á eftir endursagt. Karl er fæddur í Færeyjum 3. september 1927 og byrjaði snemma að hafa áhuga fyrir harmoníkuleik, á þessum árum höfðu menn ekki fullar hendur fjár svo hann eignast ekki harmoníku fyrr en eftir stríð en þá gaf faðir hans honum píanóharmoníku. Karl fór nú heldur betur að æfa af kappi og fékkst ekki út úr húsi nema í ýtrustu neyð, móðir hans hafði næmt tóneyra og því fór það í taug- arnar á henni þegar Karl lék falskt, hún vandaði um fyrir honum þar til allt var orðið eins og hún gat sætt sig við. Fljótlega fór Karl að spila með öðr- um á dansleikjum og segir hann með- leikarana hafa verið með trompetta og önnur blásturshljóðfæri, þetta samspil gekk ekki lengi hann (spælti) félagana af sér eins og hann sjálfur segir. Dansleikirnir stóðu til kl. 12 á miðnætti, en ef gott var veður var far- ið niður á bryggju, spilað og dansað fram eftir nóttu. Karl var á skútum á sumrin en þess utan síspilandi þegar tími gafst. Til íslands kemur hann árið 1959, það gekk illa að fá vinnu í Færeyjum á þessum tíma, því varð ísland fyrir valinu og víða var reynt fyrir sér, m.a., var hann á togurum í Reykja- vík, því næst Stykkishólmi, á vest- fjörðum og síðast Grundarfirði þar sem hann hefur unnið og búið síðan, alltaf hefur nikkan fylgt með og verið höfð í fyrirrúmi, og svo enn til að nefna hefur Karl haft annað áhuga- mál, það er að mála, svo það má segja að listin sé honum í blóð borin, hann hefur í hvorugri greininni sótt nám. Karl vill að unga fólkið læri á har- moníku, og áhugasömum ungmenn- um verið veitt einhver hjálp til að eignast hljóðfærið. Nú tók Karl upp harmoníkuna og lék fyrir mig lagið ,,livet í fin- skogana“ með ýmsum tilbryggðum í bassa og hljómborði og þá lagið ,,alt í kameraten“ (þýskt) sem hann segir Hitler hafa misnotað í stríðinu vegna ofnotkunar. Hann heimsótti Fær- eyjar 1984 þá lék hann í Færeyska út- varpið, hann lék það lengi að hann var þrautuppgefinn segir hann, enn lofaði jafnframt útvarpsmönnum að gera betur í næstu heimsókn til æsku- stöðvanna. Karl hefur samið mörg lög en ekk- ert er til á nótum, hann hefur spilað inn á bönd og Færeyska útvarpið á upptökur, hann leyfði mér að heyra eitt lag af spólu, það heitir ,,mig lang- ar heim“ og er ég hafði hlýtt á þetta hugljúfa lag spurði ég Karl hvort hann langaði heim til Færeyja, hann svarar að bragði að varla verði af því, það gerir harmoníkan, það er miklu meiri áhugi á henni hér á íslandi end- aði Karl frásögn sína. H.H. Molar Á fyrstu áratugum þessarar aldar spilaði Carl Jularbo á balli í norður Vármland í Svíþjóð. Meðal þeirra sem komu á dansleikinn, var hópur skógarhöggsmanna, bæði sænskir og norskir. Þetta voru hreystimenni mikil og drukku stíft, ekki úr flöskum eins og allur þorri gesta, heldur úr könnum miklum. Eftir smátíma reis upp ur sæti sínu, norskur kraftakarl til að faðma Jular- bo. Jularbo — þú ert sá besti í öllum heiminum, þrumaði hann, og faðm- aði bæði spilarann og harmoníkuna svo innilega að nikkan brotnaði. Þar með var dansleikurinn úti. Einn skógarhöggsmanna tók þá af sér hattinn og gekk með hann um sal- inn til að safna peningum. Tókst hon- um að safna það miklu, að það dugði bæði í ferðakostnað til Gautaborgar og til að kaupa nýja harmoníku. 11

x

Harmoníkan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.