Harmoníkan - 01.05.1987, Qupperneq 22

Harmoníkan - 01.05.1987, Qupperneq 22
Kirkjulundur íGarðabce, ágœtis tónlistahús, með úrvals senu, frá vinstri Þórður Högnason, Lars Ek og Þorsteinn Þorsteinsson. Lars Ek tónleikar í Garðabæ Lars Ek hinn kunni Sænski harm- oníkuleikari kom til landsins í þriðja sinn um miðjan mars síðastlið- inn ásamt konu sinni Ann Mary, þau höfðu stutta viðdvöl. Hann hafði lát- ið okkur ritstjóra blaðsins heyra inná að einir tónleikar kæmu til greina ef Þórður Högnason og Þorsteinn Þor- steinsson gætu leikið með honum. Þeir brugðust fljótt við og tónleikarn- ir fóru fram í Kirkjuhvoli i Garðabæ Auglýsing um breytt símanúmer Kolbeinn Jakobsson, málari Hjallaveg 2, sími 31707, Reykjavík Er félagi í F.H.U.R. laugardaginn 14 mars, fyrir nær fullu húsi. Tónleikarnir höfðu verið vel auglýstir af stjórnendum harmoniku- þáttanna í útvarpinu, svo og aðeins í 2 tölublaði ,,harmoníkunnar“. Til marks um áhuga fólks pantaði fjöldi manns miða vítt og breitt af landinu, má þar nefna staði eins og Stykkis- hólm, Blönduós, ísafjörð, Skaga- fjörð og Borgarfjörð, en svo óheppi- lega vildi til að leiðinda vetrarveður gerði rétt áður svo einhverjir urðu að hætta við. Dagskráin reyndist lík þeirri þegar þeir léku saman 1985, en engu að síður kváðust nokkrir að- spurðir hafa verið á öllum tónleikum Lars hér á landi. Þá kom Lars aldeilis á óvart með því að fara með kvæði eftir sjálfan sig, á íslensku, um kynni sín af landinu. Kvæðið sendi hann hingað með stuttum fyrirvara, á sænsku og bað um að það yrði þýtt á íslensku, neyðarkall var sent til hins góðkunna hagyrðings Jóhannesar Benjaminssonar sem brást við eins og þegar slik köll berast, sjáið svo árang- urinn hér á síðunni. Tónleikarnir voru teknir upp á myndband af Þor- valdi Ottósyni og lukkaðist sú taka vel. Kvæði eftir Lars Ek, ,,íslandskynni“ Með afli og stolti mér ísland heilsar um ylríkan hásumardag. Þú glóðheita jörð með kletta og klungur sem kona með yndisbrag. Svo stórt er þitt lyndi að liturinn breytist um lyngmó, þín fjöll og hraun. Að eiga hér spor sín en aldrei fá kannað þinn anda, þinn hug, það er raun. Við hrörnum með árum, þú eilíft munt lifa. En öllum það skilja ber. Að félaginn elsti þú ert á jörðu sem aldrei úr huga fer. Þýðing Jóhannes Benjamínsson. H.H. 22

x

Harmoníkan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.